Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 11
Í Njarðvíkurskóla bendir skólastjórinn Lára Guðmundsdóttir á að heiðurslistarnir séu leið til að beina athygli að sterkum hlið- um nemenda. „Það enda auðvitað mjög marg- ir á þessum listum, en það má segja að það hafi verið takmarkið – að reyna að finna eitt- hvað gott hjá sem flestum,“ segir hún. Mikilvæg nýjung í skólastarfi í Reykja- nesbæ hófst haustið 2003 með tilkomu Frí- stundaskólans. Hann er fyrir börn í 1.–4. bekk og hefst eftir að grunnskóladegi lýkur. Það sem vekur athygli er að nemendum Frí- stundaskólans er ekið í íþróttir og þeir sóttir þegar æfingum lýkur, enda voru íþróttaæf- ingar færðar fram og hefjast fyrr á daginn en áður. Þetta var til dæmis gert með fimleika, sund, körfubolta, fótbolta og badminton. Einnig var samið við skátahreyfinguna og KFUM og K um að hafa starfið fyrir yngstu börnin á skólatíma Frístundaskólans. Sá sem nýtir fulla þjónustu skólans, til kl. 17.15 og fer á íþróttaæfingar, greiðir 8.500 krónur á mánuði. Æfingagjöld eru innifalin, auk síðdeg- ishressingar. Í Heiðarskóla eru 5 strákar í 2. bekk á leið á fótboltaæfingu. Þeir taka skýrt fram að þótt þeir séu bara 7 ára núna verði þeir bráðum 8 ára. Einn er þegar kominn í stuttbuxurnar. „Æi, já, ég datt í poll og buxurnar eru blautar!“ útskýrir hann. Það leikur enginn vafi í huga strákanna hverjir séu bestir. „Nú auðvitað Keflavík, þeir eru alveg rosalega góðir.“ Bílhurðin skellur aftur og bíllinn rennur af stað. Strákarnir fara á fótboltaæfingu en inni í Frístundaskólanum halda nemendur áfram að sinna heimanáminu. Það er kominn tími til að aka aftur til Reykja- víkur. úmi Golfnemandinn Sigurður Jónsson æfir sveifluna. Hann stundar nám á svokallaðri afreksbraut sem er nýjung í Reykjanesbæ og komið var á fót síðastliðið haust. Í speglinum sést í annan nemanda æfa sig í körfubolta. Að íþróttaæfingum loknum, klukkan tíu, stunda nemendur bóknám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Keflvíkingar eru langbestir í fótbolta!“ 7 ára drengir á leið á fótboltaæfingu. Íþróttafélög bæj- arins tóku vel í þá hugmynd að hefja íþrótta- æfingar yngstu barna fyrr á daginn en var, þannig að börn og foreldrar lykju vinnudegi sín- um á sama tíma. Börnum í Frístundaskólanum, sem hefst að skóladegi loknum, er ekið á æfing- ar og þau sótt aftur þegar þeim lýkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg sigridurv@mbl.is TENGLAR ................................................................. www.rnb.is, www.akademian.is, www.fss.is, www.rnb.is/fristundaskoli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 11 „Þótt það sé ekki algildur mælikvarði á menntun höfðu meðaleinkunnir á samræmdum prófum á Suðurlandi verið slakar. Þetta var meðal annars ástæða þess að við fórum að velta fyrir okkur þeim þáttum sem taldir eru skipta máli í tengslum við skólagöngu barna og hvað hægt væri að gera varðandi þá,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hann flutt- ist búferlum frá Reykjavík til Reykja- nesbæjar fyrir tæpum fjórum árum og tók við stjórn bæjarins. Árni er jafn- framt formaður fræðsluráðs í Reykja- nesbæ. „Jákvætt viðhorf foreldra skiptir miklu í skólastarfinu. Ákveðið var að leita leiða til að efla foreldrasamstarf og meðal annars útvega foreldrafélög- unum launaðan starfsmann. Við vild- um líka reyna að efla áhuga foreldr- anna á skólunum. Allt er auðvitað annmörkum háð en ég vona að hópur foreldra, sem hingað til hefur kannski lítið fylgst með skólamálum og jafnvel óttast skólann af eigin reynslu, sé far- inn að líta menntun barna sinna já- kvæðari augum. Það hlýtur sömuleiðis að hafa áhrif að kennaramenntað fólk sinni nemendum. Við ákváðum að reyna að fjölga réttindakennurum og höfum á þremur árum farið úr 69% upp í 80%. Gert er ráð fyrir að hlutfall menntaðra kennara fari yfir 90% næsta haust. Aðstaða í skóla og hollur matur hljóta líka að skipta máli varð- andi námsárangur. Ákveðið var að leggja áherslu á heilbrigða fæðu, greiða hana niður og gera öllum þann- ig kleift að nýta sér hádegismat í skólamötuneytum.“ Tækifæri í Reykjanesbæ „Ef við viljum vera fjölskyldu- samfélag hljótum við að leggja áherslu á að börn og foreldrar ljúki verkefnum sínum á sama tíma, þannig að eftir vinnu hefjist ekki nýr kafli sem felst í að þeysast með krakkana í íþróttir, tónlist og annað. Það er ekkert síður þægilegt og mikilvægt fyrir börnin að fá tíma með foreldrunum. Ef við mein- um eitthvað með fjölskylduvænu sam- félagi hljótum við að ætlast til þess að fjölskyldan geti einhvern tímann verið saman,“ segir Árni. Spurður hvernig gengið hafi að samhæfa skóla og frístundir segir hann það hafa tekist ótrúlega vel. „Íþróttafélögin tvö í bænum tóku til dæmis mjög vel í hugmyndina. Hún þýddi náttúrlega að færa varð til æf- ingar þannig að yngstu börnin gengju fyrir á daginn.“ Árni segir stærð bæjarins vissulega auðvelda verkefni sem þetta. „Jú, bæði er þetta viðráðanleg stærð og hitt er að í þessu samfélagi sá maður kannski ákveðin tækifæri til að styrkja menntunarþáttinn enn frekar en ella. Það má segja að Reykjanesbær sé í grunninn sjávarútvegssamfélag en hér er líka veitt margvísleg þjónusta fyrir varnarliðið og flugvöllinn. Í sjálfu sér hefur ekki verið lögð megináhersla hér á menntun heldur vinnu. Það var því ánægjulegt og þarft að takast á við skólamálin.“ Að sögn Árna komu hugmyndirnar víða að. „Ég er ekki fyrir það að merkja hugmyndir einstaklingum. Þetta eru verkefni sem við höfum mörg hver verið með í kollinum og hér hafa fjölmargir lagt hönd á plóg.“ Fjölskyldan fái tíma saman Til að styðja foreldrastarf í Reykjanesbæ hafa bæjaryfirvöld gert regnhlífarsamtökum foreldra kleift að ráða starfsmann í hlutastarf. Ingibjörg Ólafsdóttir er starfar fyrir FFGÍR, sem stendur fyrir Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ. „Já ég veit, nafnið FFGÍR hljómar dálítið eins og bílaklúbbur eða eitthvað álíka!“ segir hún og hlær. Í bæjarfélaginu eru 5 skólar og jafnmörg foreldrafélög. Ingibjörg styður við starf félaganna og samhæfir það. „Það er virkilega kallað eftir rödd foreldra hérna og það er mjög já- kvætt. Það er líka einstakt að njóta þessa styrks frá bænum og geta þannig byggt upp öflugra foreldrastarf en ella. Innan for- eldrafélaganna starfar kraftmikið fólk,“ segir hún. Dagný Gísladóttir, formaður FFGÍR, tekur undir. „Landsamtökin Heimili og skóli hafa litið til Reykjanesbæjar varðandi þetta. Foreldrastarf er unnið í sjálfboðavinnu og getur oft verið ansi tímafrekt. Það er því frábært að hafa starfsmann sem getur haldið utan um það,“ segir hún. Samræmdur vinnudagur kom ánægjulega á óvart FFGÍR varð upprunalega til í tengslum við forvarnarverk- efnið Reykjanesbær á réttu róli og var hugsað sem málsvari foreldra grunnskólabarna. Félagið reynir einnig að efla sam- starf foreldra innbyrðis og auka samstarf heimila og skóla. „Fólk er oft tilbúið að kvarta yfir skólunum en síður tilbúið að eiga í samráði við þá. Okkar hlutverk er kannski að stuðla að samskiptum við skólana og sjá til þess að við foreldrar getum stutt starf þeirra. Það er mikilvægt að leitað sé eftir rödd okk- ar, hún sé einhvers metin og þetta verði til að bæta skóla- starfið. Á endanum snýst þetta náttúrlega um börnin okkar og vinnustaðinn þeirra,“ segir Dagný. Aðspurðar hvað þeim sem foreldrum finnist um þá hugmynd að samræma vinnudag yngstu grunnskólabarnanna og for- eldra, segja Dagný og Ingibjörg það hafa verið jákvætt skref. Ingibjörg bendir á að þetta hafi komið henni ánægjulega á óvart. Hún er tiltölulega nýflutt til Reykjanesbæjar. „Auðvitað hafa einhverjir hnökrar verið á þessu en grunnhugmyndin er góð og ég hef verið óþreytandi að dásama þetta við hvern þann sem spurði af hverju í ósköpunum ég væri að flytja til Reykja- nesbæjar! Það breytti til dæmis mjög miklu fyrir mig að þurfa ekki endalaust að skutla á æfingar og í tómstundir.“ Rödd foreldra skiptir máli „Það er virkilega kallað eftir rödd foreldra hérna og það er mjög jákvætt,“ segja foreldrarnir Dagný Gísladóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir. María Valentína gæðir sér á matarkexi. Einar Garðarsson er í 2. bekk. Þegar hann lauk 1. bekk komst hann á svo- kallaðan heið- urslista fyrir fram- farir, dugnað og iðjusemi í heim- ilisfræði. „Það er rosalega gaman í heimilisfræði. Við bökuðum til dæmis kökur og buðum stundum gestum til okkar. Ég er búinn að nota heima hjá mér það sem ég lærði og gerði einu sinni pítsubrauð. Svo bjó ég líka til stafasúpu,“ segir Einar glaður. Honum finnst gaman að lesa, skrifa og reikna og komst einmitt á heiðurslista fyrir hæstu einkunn í lesskilningi og skrift. Hann þótti sömuleiðis hafa sýnt fram- farir og iðjusemi í stærðfræði. Einar segir að sér finnist líka gaman í íþrótt- um. „Já og í frímínútum!“ Dugnaður í heimilisfræði „Ég held að það sé mjög gott að nemendur finni að þeir séu góðir í einhverju,“ segir Ósk Björnsdóttir um heiðurslistana. Hún er í 10. bekk og var á heið- urslista seinasta vor fyrir marg- víslegan árangur, til dæmis hæstu einkunn í val- greininni tákn með tali. Auk þess hafði hún þótt sýna dugnað og iðjusemi í eðl- isfræði og var raunar útnefnd fyr- irmyndarnemandi. Fyrirmyndarnem- andi er sá sem tekið hefur góðum framförum og er einnig góður félagi og kemur vel fram við aðra. Ósk segir að árangurinn í eðl- isfræðinni hafi komið henni nokkuð á óvart og hún heldur að listarnir geti verið hvatning fyrir nemendur. „Menn sjá kannski að þeir eru á list- anum og uppgötva að þeir geta eitt- hvað. Þá reyna þeir náttúrlega að halda þeim árangri. Það er sniðugt að taka tillit til framfara, dugnaðar og iðjusemi. Sumir eru nefnilega mjög duglegir að vinna en eru kannski stressaðir í prófum og fá lága einkunn.“ Heiðurslistar hvetjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.