Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 55 MINNINGAR Samferðamennirnir reynast misjafnlega. Sumir fara hjá garði eins og vindblærinn sem ekk- ert skilur eftir, en aðrir með þeim hætti að sífellt kallar fram góðar og jákvæðar minningar. Einn af því taginu var góðvinur minn Snorri Skaptason, sem jarðsettur var í Kópavogi hinn 6. janúar sl. og hefði orðið 56 ára í dag hefði hann lifað. Vil ég af því tilefni minnast hans með nokkrum orðum. Forlögin höguðu málum á þann veg að ég náði að fylgjast með Snorra alveg frá fæðingu hans, en ég var viðstödd þegar Ólína amma Snorra sagði Guðrúnu ömmu minni að þau Sísa og Skapti hefðu eignast sitt fyrsta barn sem þótti að sjálf- sögðu merkisatburður. Kringum- stæðurnar æxluðust síðan með þeim hætti að ég fylgdist bæði óbeint og beint með vexti Snorra og því hvern- ig hann breyttist úr barni í ungling og loks í fullorðinn mann sem í fyll- ingu tímans var allt í senn lífskúnst- ner og fagurkeri, maður með næmar tilfinningar og stórt hjarta og varð smám saman einn minn raunbesti vinur. Líklega reyndi fyrst í alvöru á viðmót Snorra þegar ég hélt til Kaupmannahafnar í framhaldsnám á árinu 1986. Stödd í nýju landi með 13 ára son mér við hlið flaug mér hvað fyrst í hug að hringja í Snorra og leita að- stoðar hans, þegar áður lofað hús- næði brást, en Snorri hafði þá verið búsettur í Danmörku um árabil. Og það stóð ekki á viðbrögðum. Hann kom út á flugvöll og tók á móti okkur með opinn faðminn, bauð okkur heim til sín margra daga dvöl og góðgerðir eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Síðan var hann á nokkrum dögum búinn að útvega okkur íbúð til dvalar og síðar reyndist hann okkur betri en enginn við að tryggja okkur góða íbúð á stúdentagarði. Gekk Snorri fram eins og berserkur í því máli og hnýtti vandlega alla lausa enda, því það var ekki hans að- ferð að skila hlutunum hálfgerðum. Þegar við mæðginin bjuggum hjá Snorra mátti glöggt finna hversu mikill fjölskyldumaður hann var að upplagi þótt hann byggi einn. Sífellt SNORRI SKAPTASON ✝ Snorri Skapta-son fæddist í Reykjavík 29. jan- úar árið 1950. Hann lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 3. desember síðastlið- inn. Minningarat- höfn um hann var í Kaupmannahöfn 16. desember en útför Snorra fór fram frá Kópavogskirkju 6. janúar. var hann vakinn og sofinn að liðsinna okk- ur jafnt í smáu sem stóru, enda urðu þarna til vináttubönd sem aldrei brustu. Snorri var líka hrókur alls fagnaðar í sam- ræðum um dag og veg og kom manni sífellt á óvart með yfirgrips- mikilli þekkingu á flestum málaflokkum. Beggi sonur minn fór ekki varhluta af góð- vild Snorra enda urðu þeir mestu mátar á stuttum tíma. Síðar reyndi á það er margir vinir Begga komu til Danmerkur ýmist að vinna eða í skóla. Þá varð það ein- hvern veginn sjálfsagður hlutur að kynna þá alla fyrir Snorra frænda og voru þeir síðan aufúsugestir á heimili hans. Stundum reyndi á þetta með afgerandi hætti t.d. þegar vinahópur Begga átti 30 ára afmæli á árinu 2003. Þá drifu þeir sig til Kaupmannahafnar þar sem Snorri frændi bauð öllum herskaranum í „Snorrakássu“ en svo kallaðist há- tíðarrétturinn á Snorrabæ sem vita- skuld var allur samansettur af list og prýði af Snorra sjálfum sem var eins og sjá má af þessu með betri kokkum. Af framanrituðu er ljóst, að framan af bjó Snorri oftast einn og hefur það sjálfsagt verið ein- manalegt á köflum. En fyrir sem næst 10 árum kynntist hann loks konu við sitt hæfi, henni Lone. Þau Lone og Snorri áttu einkar vel sam- an. Ástin sat í öndvegi og gagnkvæm virðing skein af öllum þeirra orð- ræðum og mikill samhugur ríkti milli þeirra. Til marks um það var sú saga sögð, að einn daginn er Lone var á leið heim úr vinnu kom hún auga á gara-fíkusjurt í búðinni og fannst að planta sú minnti rækilega á margt það besta í sambandi þeirra Snorra. Keypti hún því plöntuna og bar með sér heim til þess að plantan mætti undirstrika allar ljúfar tilfinn- ingar. Þegar Snorri sá blómið hló hann við og sagði Lone að ganga til stofu og viti menn, þar trónir á miðju stofuborði fallegur fíkus, nán- ast eins og sá sem Lone var að færa í búið og borinn heim af Snorra. Mörgum þykir þessi saga mjög svo táknræn fyrir samskipti þeirra hjóna. Það er með miklum trega í brjósti að allar þessar minningar eru rifjaðar hér upp og gætu þær verið miklu fleiri. Snorri er nú allur en verk hans munu lifa í vitund þeirra sem fengu að njóta elsku hans og mannlegrar hlýju. Um leið og Snorra er þökkuð samfylgdin sendi ég Lone og ættmönnum Snorra samúðarkveðjur. Steinunn Jónsdóttir. Kveðja til þín, pabbi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Hvíldu í friði, þinn sonur Tómas Ingi. Kallið þitt er komið, Jón Ingi. Alltaf er það sárt, og hugur manns reikar. Árið 1988 í haustmánuði kynntist ég þér í góðum bata, þú fullur af bjartsýni og ég líka. Árið 1990, 1. ágúst, fæddist sonur okkar Tómas Ingi, fallegur sólargeisli í lífi okkar. En svo skildi leiðir okkar 1991. Þú áttir við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða, sem heltók þig. Ég veit að þú reyndir allt, en gast ekki unnið baráttuna. Son okkar varðveiti ég eins og ég hef gert. Votta ég samúð móður þinni Jó- hönnu, öllum systkinum, Lilju dóttur þinni og Einar Inga syni þínum. Hvíldu í friði. Jórunn A. Sigurðardóttir. JÓN INGI TÓMASSON ✝ Jón Ingi Tómasson fæddist íReykjavík 12. desember 1960. Hann lést þar 25. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð í kyrrþey 6. janúar. Elsku Ella frænka og mín æskuvinkona. Mig langar að minn- ast þín í örfáum orðum, þú sem fórst alltof fljótt. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með hetjulegri baráttu þinni við ill- vígan sjúkdóm sem nú hefur því mið- ur haft betur. Þegar þú varst komin á Grensás hélt ég þér mundi batna með tíð og tíma. Þegar ég hugsa til baka rifjast upp margar góðar minningar allt frá því við vorum litlar stelpur, oft hjá ömmu þinni og afa á Seljalandi með allskonar brall. Síðan flutti ég norð- ur en þú varst í sveit á sumrin rétt hjá svo við gátum hist öðru hvoru og rætt málin. Minnisstæðast er mér þó þegar þú bjóst á Akureyri og við sát- um saman og saumuðum út fram á nætur meðan okkar menn voru að vinna. Alltaf höfum við getað trúað og treyst hvor annarri fyrir öllum okkar leyndarmálum, haft samband í síma og þú duglegri að koma við ef þú varst á ferðinni. Mér þykir svo vænt um símtalið frá þér 30. desem- ber og þá lofaði ég þér að ég skyldi koma suður í janúar og hitta þig sem og ég gerði þótt við gætum ekki talað saman þá vegna þess hve veik þú varst orðin, en ég gat þó kvatt þig. Okkur finnst lífið oft ósanngjarnt og skiljum ekki tilganginn þegar við missum einhvern sem er okkur kær. Söknuðurinn er mikill. Megi Guð styrkja börnin þín. Votta ég öllum aðstandendum samúð mína. Þín vinkona Sesselja Einarsdóttir (Silla). „Einn sannur vinur er okkur meir til gleði en þúsund fjandmenn okkur til ama.“ (Marie Von Ebner-Eschen- bach) Kær frænka mín og vinkona er dá- in, langt fyrir aldur fram. Ég og Ella eins og hún var kölluð vorum fæddar sama ár. Eftir sit ég og spyr mig: Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Af hverju hún? Minningarnar koma upp í hugann. Af okkur á Seljalandi hjá móðurafa og ömmu. Við vorum alltaf saman, Ellurnar þrjár, ég, Ella og Elinborg systir og var alltaf gaman hjá okkur. Við fengum að valsa um eins og við vildum, gefa dýrunum með ömmu, fara upp á loft til Bóa frænda eða í kjallarann til Magga og fjölskyldu eða hjálpa Bíbí að búa um dúkkurnar sínar. Mesta fjörið var þegar við fengum allar þrjár að vera í litla hólf- inu aftast í Volkswagen-bjöllunni, sem rúmaði ekki nema sæmilega góða ferðatösku, svo ekki höfum við verið háar í loftinu þá. Minningabrot frá unglingsárun- um. Ella var grönn, með ljóst hár og brúna húð, svolítið lík Twiggy. Ég vildi vera eins og hún. Hún var ári á undan í skóla og umgekkst því eldri krakka. Það var svolítið eins og henni lægi lífið á. Minningabrot frá læknaballi. Við áttum það sameiginlegt að vera báð- ar læknisfrúr og eiga fjögur börn. Ég dáðist alltaf að henni og var hún mín fyrirmynd að vissu leyti. Ég á ekkert nema góðar minningar um Ellu. Hún var svo björt og falleg með góðan húmor. Hún vildi öllum vel og það var gott að vera nálægt henni. Fyrir nokkrum árum stóð Ella frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns, að fylgja hjarta sínu eða ekki. Hún valdi ástina og sá ekki eftir því. ELINBORG JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elinborg Jó-hanna Björns- dóttir fæddist í Reykjavík 26. febr- úar 1954. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 11. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 18. janúar. Kæra vina, ég sakna þín, ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafin ljósi þar, eins og þú varst reyndar allstaðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál, munu þerra okkar trega tár. (Sigríður Vigdís Þórðardóttir.) Megi góður Guð styrkja börnin hennar, eiginmann, foreldra og systkini í þeirra miklu sorg. Elsku Ella mín, þakka þér fyrir allar góðar stundir. Þín verður sárt saknað en minningin um þig mun lifa í hjarta mínu til eilífðar. Þín Elinóra Inga (Ellinga). Það er erfitt að trúa því að elsku Ella frænka mín sé farin frá okkur. Ella frænka var alltaf svo falleg, skemmtileg og frábær kona í alla staði. Það var alltaf svo gott að tala við Ellu frænku og leitaði ég oft til hennar hvort sem það var í gegnum síma, tölvupóst eða hitti hana í eigin persónu. Hún skildi alltaf allt sem lá mér og öðrum á hjarta. Fyrstu minningar mínar af Ellu okkar eru frá því að ég var pínulítil rófa að koma í heimsókn til Ellu frænku og Arnars í Selvogsgrunninu að leika við Siggu frænku. Ella var nú svo sniðug og kunni alveg að láta okkur gera ýmislegt fyrir sig, ann- aðhvort að passa strákana eða ann- ast ýmisleg störf í kringum húsið. Ég man alltaf eftir einu tilfelli þegar hún bað okkur frænkurnar um að reyta allan arfann í garðinum og þá ætlaði hún að bjóða okkur í bíó. Mér og Siggu fannst þetta nú alveg frábært boð og reyttum allan arfann fyrir Ellu frænku og fengum bíóferð í staðinn. Ella hefur örugglega hlegið mikið að því að við skyldum taka þessu fína boði því enginn annar hefði nennt að reyta allan arfann í stóra garðinum við Selvogsgrunnið. Svona var Ella okkar alltaf sniðug og góð við börnin sín, vini þeirra, frænkur og frændur. Ég er þakklátust fyrir það að hafa fengið að fara með Ellu og Siggu frænku og pabba til Los Angeles að heimsækja Björn Svein og Susan. Við vorum í þrjár vikur öll saman og þetta er ógleymanleg ferð. Ella og pabbi voru svo þolinmóð við okkur frekjudósirnar litlu og gerðu allt fyr- ir okkur. Ég er svo heppin að hafa getað eytt svona miklum tíma á mín- um yngri árum með Ellu minni og ég mun aldrei gleyma þessum yndis- legu tímum. Ég er samt þakklátust fyrir ára- mótin 2004–2005 því þá vorum við öll stóra fjölskyldan samankomin heima hjá Ellu og Benna og skemmtum okkur svo vel alla nóttina saman og höfðum ekki hugmynd um hvað væri í vændum. Svona góðir tímar með Ellu okkar eru ógleymanlegir. Ella frænka veiktist síðan af þess- um andstyggilega sjúkdómi á síðasta ári og barðist eins og hetja við krabbameinið. Því miður þurfti hún að kveðja okkur öll, en við vitum að hún er í góðum og öruggum höndum núna. Ella mín, þú munt alltaf eiga stór- an hluta af hjarta mínu og allra í fjöl- skyldunni okkar. Við munum sakna þín alltaf mjög sárt. Þín frænka Sigríður Sigurjónsdóttir. Yndisleg „frænka“ er horfin frá okkur. Elinborg Jóhanna Björns- dóttir, eða „Ella frænka“ eins og við kölluðum hana, er farin yfir móðuna miklu. Mamma okkar er frænka Arnars fv. manns hennar, og þekkt- um við hana sem Ellu frænku frá blautu barnsbeini. Hún var allaf jafn kát og kímin og hafði sína sérstöku rödd þegar hún var að grínast við okkur. Heimili Arnars og Ellu á Sel- vogsgrunni stóð alltaf opið og ríkti þar alltaf gleði og kátína hjá öllum börnum sem og fullorðnum. Því ef maður fór í bíltúr á kvöldin, þá þótti það sjálfsagt að kíkja eftir hvort það væri ljós í glugganum hjá þeim á hvaða tíma sem var, því það gaf von um kaffi og meðlæti. Eftir að við systkinin uxum úr grasi og við búum erlendis, þótti engin heimferð fullkomin nema heimsækja Ellu og Arnar og var þá yfirleitt alltaf veislumatur á boðstól- um. Elsku Ella frænka, við viljum kveðja þig með þessum fátæklegu orðum og þakka þér og Arnari fyrir alla yndislegu gestrisnina og gleðina sem við höfum alltaf notið hjá ykkur. Og við komum til með að sakna þín þegar við komum heim til Íslands. Við vottum Arnari frænda og frændsystkinum okkar innilegustu samúð, einnig fjölskyldu Ellu frænku. Með samúðarkveðjum, Ragnar Edward Hansson, Per Anders Rafn Hansson, Camilla Þuríður Hansson og Arnar Örvar Blomsterberg, Trelleborg, Svíþjóð.  Fleiri minningargreinar um Elinborgu Jóhönnu Björns- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Vilhelmína; Margrét Guð- mundsdóttir og Svava Eyjólfsdóttir; Sigríður Hrönn Sveinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÚLLA SIGURÐARDÓTTIR, Fjölnisvegi 18, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu að kvöldi fimmtudagsins 26. janúar. Kristín Harðardóttir, Sigríður Harðardóttir, Magnús Harðarson, Halla Harðardóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn og faðir, HARRY E. BERNARD lést á heimili sínu í Florida miðvikudaginn 25. janúar. Guðlaug Bjarnadóttir Bernard, George Bjarni Bernard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.