Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 68
BANDARÍSKI töframaðurinn Curtis Adams er væntanlegur hingað til lands í byrjun apríl en hann hefur stýrt einni vinsælustu töfrasýningu í Las Vegas und- anfarin misseri og verið líkt við sjálfan David Copperfield. Ísleifur Þórhallsson hjá Event Ehf., sem flytur töframanninn til landsins, sá Curtis í Las Vegas og segir hann að töframaðurinn sé einn sá magnaðasti sem hann hafi augum litið. „Hann sjálfur er ótrú- lega kraftmikill og hefur töfrandi nærveru. Auk töfrabragðanna er mikil og skemmtileg tónlist í sýn- ingunni með dansatriðum og svo spila áhorfendur sjálfir stóra rullu í sýningunni. Þetta er töfrasýning sem rokkar!“ Gengið upp veggi Leikstjóri og annar höfundur sýningarinnar er Don Wayne en hann var leikstjóri og brelluhöf- undur Davids Copperfield í tæp 20 ár. Á hann til dæmis heiðurinn að brellum eins og hvarfi Frels- isstyttunnar og Austurlandahrað- lestarinnar auk brellunnar sem snýst um að ganga í gegnum Kínamúrinn. Ísleifur segir að Adams nýti sér nýjustu tækni í sýningunni, hann storki nútíma- læknavísindum með því að klóna sjálfan sig aftur og aftur (?). Hann gangi upp veggi, eftir loftinu og niður aftur og þar fram eftir göt- unum. Hann segir sýninguna höfða til allra en nokkur atriði gætu þó vakið óhug barna undir tíu ára aldri. Curtis Adams hefur sýnt fyrir fullu húsi í Las Vegas mörg- um sinnum í viku síðastliðna mán- uði og að sögn Ísleifs var það ekki auðvelt að fá hann til að stoppa sýningar þar, pakka saman öllu dótinu sínu og ferðast með það alla leið til Íslands til að sýna í Austurbæ. Eftir mikið púsluspil og langar viðræður tókst það þó loksins og hingað koma rúmlega 10 listamenn og 20 tæknimenn, ásamt nokkrum gámum af ýmiss konar búnaði. Las Vegas í Reykjavík Í fréttatilkynningu sem barst frá Event Ehf. segir að fyrirtækið hafi lengi haft augastað á spenn- andi sýningum frá Las Vegas og unnið að því hörðum höndum í þó nokkurn tíma að koma slíkri sýn- ingu til landsins. Markar þessi sýning upphafið að nýjum kafla í atburðahaldi hérlendis, þar sem Event hyggst flytja þó nokkuð fleiri sýningar frá Las Vegas til Íslands. Ef allt gangi að óskum verði það reglulegur viðburður héðan í frá að geta farið á alvöru Las Vegas sýningu í öllu sínu veldi – í henni Reykjavík. Fólk | Töframaðurinn Curtis Adams kemur hingað til lands frá Las Vegas Töfrasýning sem rokkar Curtis Adams hefur verið líkt við sjálfan David Copperfield. Curtis Adams kemur fram í Aust- urbæ föstudaginn 7. apríl kl. 20. Mjög takmarkað magn miða er í boði, áætlað er að hefja miðsölu um miðjan febrúar. www.event.is 68 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku Extra sterkt APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Lið-a-mót FRÁ Það er ekki tekið út meðsældinni að eiga fræga for-eldra, síst ef frægð foreldr-anna stafar af listsköpun og barnið hyggst leggja á sömu braut. Tónlistarhæfileikar ganga nefnilega ekki alltaf í erfðir, sjaldnast reynd- ar finnst manni á þeim fjölmörgu listamönnum sem reynt hafa að komast áfram á nafninu, þótt vit- anlega séu dæmi um að tónlist- argáfan berist á milli ættliða. Rosanne Cash er einmitt gott dæmi um það hvernig barni getur tekist að marka sér eigin braut, nánast þrátt fyrir ætternið, frekar en fyrir það, því hún hefur síst stað- ið í skugga föður síns; frekar verið sjálfstæður og merkilegur listamað- ur sem farið hefur eigin leiðir. Á morgun kemur út ný plata hennar, Black Cadillac, sem samin er og tekin upp við venju fremur erfiðar aðstæður því á einu ári missti hún þrenna foreldra sína; stjúpa hennar, June Carter Cash, lést í maí 2003, faðir hennar, Johnny Cash, fjórum mánuðum síðar, og síðan móðir hennar, Vivian Liberto Cash Distin, í maí á síðasta ári. Sem unglingur virtist Rosanne Cash lítinn áhuga hafa á tónlist, eða í það minnsta lítinn áhuga á að ger- ast tónlistarmaður. Foreldrar henn- ar skildu 1966 og hún ólst upp hjá móður sinni í Los Angeles, fékk strangt kaþólskt uppeldi að því er hún segir sjálf. Fjórtán ára var hún farin að fikta við fíkniefni en hélst þó í skóla þar til hún varð átján ára og réð sig í vinnu hjá föður sínu sem aðstoðarkona í tónleikaferð. Hún vann svo um tíma hjá plötufyr- irtæki í Lundúnum en sneri síðan heim til Bandaríkjanna og lagði stund á leiklist og ensk fræði. Um það leyti var tónlistin farin að toga í hana og fyrsta breiðskífan kom út ekki löngu síðar, Right or Wrong. Á næstu árum gekk henni flest í haginn í tónlistinni, kom til að mynda ellefu lögum á toppinn á sveitatónlistarlistanum vestanhafs og fékk að auki Grammy-verðlaun. Ekki var einkalífið eins dægilegt, því þó hún hefði fundið sér eig- inmann þegar hún hljóðritaði fyrstu plötuna þá varð hann snemma neyslufélagi og lífið á köflum býsna skrautlegt. Á endanum náði hún áttum, fór í meðferð og skildi við manninn, sveitatónlistarmanninn Rodney Crowell. Erfiðleikarnir innblástur Erfiðleikarnir verða Rosanne Cash oft að innblæstri og sín bestu verk semur hún oft eftir dapra daga. Þannig var King’s Record Shop, sem er ein af hennar bestu plötum að marga mati, að stórum hluta spegilmynd af erfiðleikunum sem hún gekk þá í gegnum með Crowell, og næsta plata, Interios, sem er líklega hennar besta verk, fjallar að stórum hluta um skiln- aðinn, það hvernig hjónabandið leystist upp og ekkert dregið und- an. Eftir þetta fjarlægðist Rosanne Cash sveitatónlistina, en hún hafði reyndar aldrei verið mjög heittrúuð í kántrýfræðunum heldur leyft and- anum að ráða ferðinni. Hún skipti líka um útgáfu, fór frá Columbia til Capitol, og virtist vera í þann mund að ryðja nýjar brautir þegar hún neyddist til að hætta að syngja vegna vandræða með raddböndin. Það liðu því sjö ár frá fyrstu plöt- unni fyrir Capitol, 10 Song Demo, sem kom út 1996, þar til næsta plata, Rules of Travel, kom út 2003. Ekki má þó skilja það sem svo að hún hafi setið auðum höndum, hún tók sér tíma í barnauppeldi, eign- aðist son 1998 og átti þrjár dætur fyrir, skrifaði talsvert af smásögum og eina barnabók. Ekki minningarplata Þó dauðinn sé ekki langt undan á Black Cadillac segist Cash ekki hafa beinlínis samið plötuna til að takast á við sorgina þó lagasmíð- arnar hafi verið henni fró. Hún leggur og áherslu á að platan sé ekki minningarplata nema að því leyti að henni lýkur með 71 sekúndu þögn, en öll voru þau 71 árs er þau létust, June Carter Cash, Johnny Cash og Vivian Liberto Cash Dist- in. Ekki vantar þó tilvísanirnar á skífunni, til að mynda hefst hún með því að Johnny Cash segir „Rosanne, c’mon“ og í laginu „Black Cadillac“ má heyra tilvísun í lagið „Ring of Fire“ eftir June Carter Cash sem Johnny Cash gerði vin- sælt á sjöunda áratugnum. Annað lag, „Like Fugitives“, er beinlínis samið um móður hennar, „I Was Watching You“ er um tilhugalíf for- eldra hennar og svo má telja. Segir sitt um tilfinningarnar sem hún lagði í verkið að hún segist vera gersamlega þurrausin hugmyndum, hefur ekki samið neitt frá því laga- smíðum fyrir plötuna lauk. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Erfiðleikarnir innblástur Bandaríska söngkonan Rosanne Cash hefur fetað í fótspor föður síns en þó farið eigin leiðir. Hún sendir frá sér nýja plötu á morgun þar sem hún minnist látinna foreldra. Leikarinn Colin Farrell hefur ný-lega viðurkennt að koma alltaf í sömu nærbuxunum fyrsta daginn sem tökur eru að hefjast á nýrri kvikmynd. Farrell, sem nýverið lék í kvikmyndinni Miami Vice, vill alls ekki henda nærbuxunum þótt þær séu orðnar gamlar. „Ég fer ekki í þeim út á lífið eða í veislur. Ég nota þær bara á fyrsta tökudegi,“ segir Farrell. „Þetta eru Shamrock nærbuxur, alls ekki mjög flottar en ég hef verið í þeim á fyrsta tökudegi sjö kvik- mynda,“ bætir leikarinn við.    Fólk folk@mbl.is Kryddpían Victoria Beckhamsegist ekki vera að undirbúa endurkomu Kryddpíanna, eða Spice Girls, en orðrómur þess efnis komst á kreik eftir að Victoria sást með Geri Halliwell í Los Angeles fyrir skömmu. Victoria neitar því að þær hafi verið að ræða um endurkomu hljómsveitarinnar, en segir að þær hafi verið að ræða um ungbörn þar sem Geri er ólétt að sínu fyrsta barni. „Geri hætti að vinna þegar hún varð ólétt þannig að við höfum getað eytt meiri tíma saman,“ segir Victoria. „Hún kom og gisti heima hjá mér og ég hef verið að sjá svolít- ið um hana. Hún lítur frábærlega út og það fer henni mjög vel að vera ólétt. Henni líður vel og er mjög ánægð með lífið,“ bætir Victoria við. „Við vorum ekki að skipuleggja end- urkomu. Ég á ekkert mjög margar vinkonur þannig að það var bara frá- bært að eyða smátíma með Geri,“ segir Victoria að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.