Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 39 Í lok myndarinnar slítur Avner sig frá öllu sam- an og sest meira að segja að í Bandaríkjunum fremur en að snúa aftur til Ísraels. Brýnar spurningar Ekki ber að líta á myndina München sem heimildarmynd. Þar er margt staðfært og hnikað til. Myndin er síður en svo gallalaus og á kannski ekki að vera það, en þar er tekið á spurningum, sem eiga brýnt erindi á okkar tím- um. Það er engin spurning að Ísraelar hafa frá upphafi verið umsetnir fjandvinum sínum og það er ekki auðvelt að taka ákvarðnir undir kring- umstæðum þegar annars vegar þarf að verja við- tekin gildi og hins vegar bregðast við kröfunni um öryggi og að svara fyrir sig. En hvernig eiga lýð- ræðisríki að bregðast við þegar að þeim er sótt? Hvað stendur eftir af réttarríkinu þegar slegið er af kröfum um mannréttindi? Hvernig réttlætir lýðræðisríki hefndaraðgerðir án dóms og laga? Hver er tilgangur slíkra aðgerða og hvað segir að honum verði náð? Hvernig er hægt að verja frelsi með því að afnema það? Er það í þágu mannrétt- inda að brjóta gegn þeim? Þola lýðræðisríki að gera „málamiðlun gagnvart eigin gildum“? Árásin á Bandaríkin 11. september hrinti af stað keðju atburða í Bandaríkjunum. Bandaríkja- menn réðust inn í Afganistan og Írak. Fyrri árás- in var fremur óumdeild, en öðru máli gegnir um þá síðari. En Bandaríkjamenn hafa ekki síður verið gagnrýndir fyrir að láta sér mannréttindi í léttu rúmi liggja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Pyntingar þeirra á föngum hafa vakið hörð við- brögð, ekki síst hjá bandamönnum þeirra. George Bush Bandaríkjaforseti hefur meira að segja mætt það mikilli andstöðu í þeim efnum úr röðum eigin flokkssystkina að hann varð að kyngja því að skrifa undir lög um að Bandaríkjamenn beittu ekki pyntingum þegar hann sá að hann myndi ekki einu sinni geta beitt neitunarvaldi vegna þess að því yrði hnekkt á þingi. Þá hefur Banda- ríkjastjórn vegið að borgaralegum réttindum heima fyrir í þágu baráttunnar gegn hryðjuverk- um og hlotið harða gagnrýni fyrir. Fyrir um hálf- um mánuði skipulagði bandaríska leyniþjónustan, CIA, loftárás á Pakistan í því skyni að taka af lífi þrjá liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda. 18 óbreyttir borgarar létu einnig lífið í árásinni. Hvernig samræmast slíkar aðgerðir hugmynd- inni um réttarríkið? Jonas kallar bók sína um aðgerðirnar gegn Svarta september „Hefnd“. Samkvæmt frásögn Der Spiegel kemur orðið hefnd hins vegar hvergi fyrir í ísraelskum gögnum um aðgerðirnar. Þar er talað um réttlæti og fyrirbyggjandi aðgerðir, sem eigi að fæla andstæðingana frá því að halda ódæð- isverkum sínum áfram. Það sama á við um Banda- ríkjamenn eftir 11. september. Það er talað um að hafa hendur í hári ódæðismannanna og að þeir verði hundeltir, en orðið hefnd kemur ekki fyrir. Þó er hin undirliggjandi hefnd ekkert síður hvati en vonin um að hún hafi fyrirbyggjandi áhrif. En hefur hún það? Morðunum á aröbum í kjölfarið á því að gíslarnir voru myrtir í München er ávallt svarað. Háttsettir ísraelskir embættismenn fá sendar bréfsprengjur, framin eru flugrán, sak- lausir borgarar stráfelldir á flugvöllum. Blóðið rennur í stríðum straumum. Að sama skapi má spyrja hvort öryggi hafi aukist með aðgerðum Bandaríkjamanna. Er ástandið í Írak til vitnis um það? Þar eru hryðjuverk svo tíð að þau eru hætt að teljast fréttnæm. Írak er iðulega lýst sem út- ungunarstöð hryðjuverkamanna. Hryðjuverkin hafa færst til, en hefur dregið úr þeim? Samningar eða hjaðningavíg? Hryðjuverkaöldunni eftir árásina í Mün- chen linnti um síðir, en var það vegna gagnað- gerða Ísraela? Ekki má gleyma því Ísraelar hafa einnig setið við samningaborðið eins og friðar- samkomulag Anwars Sadats og Menachems Beg- ins 1979 og friðarsamningarnir í Ósló 1993 bera vitni. Nú hafa samtök, sem hafa byggt á hryðjuverk- um, unnið sigur í kosningum til löggjafarþings Palestínumanna. Hamas hefur tortímingu Ísraels á stefnuskrá sinni. Samtökin hafa getað fylgt sinni stefnu eftir án þeirrar ábyrgðar, sem fylgir því að vera við völd. Nú snýst það við. Ekki má gleyma því að Hamas bar sigurorð af Fatah- hreyfingunni, hinum lýðræðislega armi PLO, Frelsissamtaka Palestínu, sem Yasser Arafat veitti forystu og byggði til langs tíma ítök sín á of- beldisverkum.Raunar er fortíð Fatah mun blóð- ugri en Hamas. Ísraelum fannst erfitt að kyngja gallinu og Palestínumenn áttu bágt með að stíga það skref að gangast við því að ætti friður að nást yrðu Ísrael og Palestína að geta þrifist hlið við hlið. Engu að síður tókst Bill Clinton Bandaríkja- forseta að ná Rabin og Arafat saman í Hvíta hús- inu, þótt síðar hlypi snurða á þráðinn. Nú hóta Ísraelar og Bandaríkjamenn Hamas einangrun. Það hlýtur hins vegar að vera ástæða til að velta því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs, hefnd á hefnd ofan eða að ganga að samningaborðinu. Í lok myndarinnar er Avner sýndur á tali við yf- irmann sinn úr Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þeir eru staddir í Brooklyn. Avner spyr hvort nokkuð hafi unnist, hvort morðin, sem hann framdi hafi þjónað nokkrum tilgangi. Atriðinu lýkur á því að myndavélin staðnæmist. Í fjarska sjást háhýsin á Manhattan og upp úr skaga tví- buraturnarnir, bein vísun til þess að ofbeldið geti af sér ofbeldi. Mynd Spielbergs vekur óneitanlega til um- hugsunar. Afstaða hans fer ekki á milli mála, en hann gerir sér hins vegar ekki far um að troða henni niður um kokið á áhorfendum. Í viðtalinu í Der Spiegel segist hann skoða heiminn, sem börn hans alist upp í, og blasi við honum myrkur geti hann ekki gert gleðimyndir. „Með aldrinum finn ég fyrir byrði ábyrgðarinnar, sem fylgir jafn- áhrifamiklu verkfæri og kvikmyndagerð. Nú vil ég frekar segja sögur, sem hafa raunverulega merkingu.“ George Jonas, höfundur bókarinnar, sem áður er getið og mynd Spielbergs byggir á, segir í grein í kanadíska vikuritinu Mclean’s frá því þeg- ar hann sá myndina: „Eftir að sýningin hefst segir einhver við mig að Spielberg ætti ekki að fá Óskar fyrir að leysa ekki vandamál Mið-Austurlanda. Ég er sammála, Spielberg ætti að fá Óskar fyrir að gera München, áræðna Hollywood-mynd. Fyr- ir að leysa ekki vandamál Mið-Austurlanda ætti hann að fá friðarverðlaun Nóbels eins og allir hin- ir.“ Hryðjuverkin í München kölluðu á viðbrögð Ísraela. Í mynd Spielbergs er Golda Meir, sem þá var forsætisráð- herra Ísraels, látin segja: „Hver sið- menning kemur allt- af aftur að þeim punkti að hún verð- ur að gera mála- miðlun gagnvart eigin gildum.“ Laugardagur 28. janúar AP Palestínskur hryðjuverkamaður stendur á svölunum fyrir utan íbúðina þar sem ísraelska ólympíuliðið var í gíslingu á Ólympíuleikunum í München 5. september 1972. Tvíburaturnarnir, World Trade Center, standa í ljósum logum 11. september 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.