Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Reykjanesfólkvangur var stofnaður og frið- lýstur fyrir 30 árum, fyrst og fremst til úti- vistar. Hann er um 300 ferkm á stærð. Kleif- arvatn er í miðju fólk- vangsins, Brennisteins- fjöll við austurmörkin, Búrfellsgjá í norð- austri, um Grind- arskörð, vestan við Helgafell og um Und- irhlíðar að Vatnsskarði, síðan liggja mörkin norðan við Fjallið eina, að Mávahlíðum, vestan í Trölla- dyngju og svo vestan í Vesturhálsi að Selatöngum. Suðurmörkin liggja meðfram ströndinni að Her- dísarvík. Náttúruverndargildi er töluvert, sérstaklega út frá jarð- fræði þess og þeirri staðreynd að svæði sem minnir á hálendi Ís- lands og er enn tiltölulega óraskað er mjög nálægt byggð. Stjórn Reykjanesfólkvangs er skipuð póli- tískum fulltrúum meirihluta Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Grindavíkur, Kópavogs, Seltjarn- arness og Reykjanesbæjar. Grindavík og Hafnarfjörður eiga mestallt landið. Stjórnin hélt mál- þing í september sl. þar sem rædd var staða og framtíð svæðisins og opnuð heimasíða þar sem er meðal annars bent á fjölmargar göngu- leiðir. Skýrsla um fólkvanginn, sem Sigrún Helgadóttir nátt- úrufræðingur vann fyrir stjórnina, var þar kynnt. Mikill samhljómur var meðal manna að þarna væri fjársjóður sem hefði gleymst og tími væri til kominn að byggja svæðið upp sem stórkostlegt útivistarsvæði fyrir höfuðborgarbúa og aðra landsmenn og svæði fyrir ferða- menn. Stjórninni barst nýlega erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað var eftir umsögn um um- sókn Hitaveitu Suð- urnesja hf. um rann- sóknarleyfi vegna áætlaðra rannsókna á jarðhita á Reykjanesskaga innan fólkvangs- ins. Hitaveitan óskar einnig eftir loforði um forgang að nýting- arleyfi. Rannsóknarsvæðið er alls 293 ferkm. Tilgangur þessarar orkuöflunar virðist eingöngu vera til að koma til móts við þarfir ál- vers við Helguvík sem Norðurál hyggst reisa 2008 og hefja fram- leiðslu áls 2010. Stjórnin sendi þessa umsögn til Umhverfisstofn- unar hinn 25. janúar og samdæg- urs fengu allir þingmenn SV-, S- og Reykjavíkurkjördæmanna sent afrit. Ljóst er að um er að ræða stór- mál á landsvísu. Margt kemur til. Í fyrsta lagi hefur umræða síðustu vikna snúist mikið um það að tími sé kominn til að endurskoða áform um virkjanakosti og þá í þá veru að oft sé heppilegra að virkja jarð- varmann en vatnsaflið. Það verður þó að segjast að umræða um um- hverfisáhrif jarðvarmavirkjana hef- ur verið afar lítil. Í öðru lagi er það spurningin um stóriðjustefnu þessarar ríkisstjórnar. Í þriðja lagi er það spurningin um hvað það þýðir í raun að friðlýsa land. Und- anþáguákvæði og réttindi landeig- enda virðast oft vega ansi þungt þegar seilst er inn á friðlýst svæði. Allt eru þetta atriði sem þarf að ræða mun meira bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Stjórnin hefur verið trú þeim markmiðum sem sett voru með stofnun fólkvangsins, þ.e. að þarna eigi að vera athvarf útivist- armannsins til að njóta náttúrunn- ar, og henni hefur verið sárt um stöðu gróðurs innan fólkvangsins, sem er slæm. Hún hefur af þessum sökum ekki samþykkt óskir bif- hjólamanna um að fá æfingasvæði innan fólkvangsins, hún mótmælti skemmdum á Arnarfelli vegna kvikmyndatöku sl. sumar og einnig því að sett yrði upp beitarhólf fyrir fé. Þessi mál eru þó lítilvæg miðað við fyrirætlanir Hitaveitu Suð- Reykjanesfólkvangur gleymdur fjársjóður og áform um virkjanir Hrefna Sigurjónsdóttir fjallar um Reykjanesfólkvang. ’Ég skora á forystumennsveitarfélaganna og þing- menn svæðisins að hittast til að ræða mál fólkvangs- ins og einnig framtíð- arsýn þeirra hvað varðar Reykjanesið.‘ Hrefna Sigurjónsdóttir Furuvellir 16 - glæsilegt einbýli í Hafnarfirði Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Afar vandað, nýtt og nánast fullbúið einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr, alls 215,4 fm. Eignin er sérlega vönduð í alla staði og glæsilega innréttuð með vönduðustu efnum og innréttingum á nýtískulegan hátt og mjög gott sam- ræmi er í öllu efnisvali. Gengið er inn í mjög rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og vegg og góðum innfelldum skáp. Flísalögð gestasnyrting innaf forstofu með glugga. Falleg hurð úr gleri úr forstofu í mjög rúmgott hol, hátt til lofts, stúkað af gott sjónvarpshol. Glæsileg stofa og borðstofa, útgangur á litla timburverönd. Opið inn í afar glæsilegt eldhús þar sem veggir hafa verið flísalagðir á mjög skemmtileg- an hátt, vandaðar innréttingar frá HTH úr hnotu, vönduð tæki frá AEG og Simens og stór gaseldavél af vönduðustu gerð. Á gangi eru þrjú mjög góð barnaherb., öll mjög stór og góð, og stórt svefnherbergi. Baðherb. er sérlega glæsilegt, flísalagt með fallegri innrétt- ingu, baðkari og glæsilegum sturtuklefa, allt af vönduðustu gerð. Mjög stórt og gott þvottahús með góðum fataskápum og innréttingum. Innangengt er úr þvottahúsi í rúmgóðan flísa- lagðan bílskúr með góðu geymslulofti. Á gólfum í húsinu er mjög vandað niðurlímt fasað eikarparket og steyptar steinflís- ar. Mikil lofthæð er í húsinu og vönduð innfelld halogenlýs- ingu. Eftir á að steina hús að utan þar sem ekki náðist að klára fyrir veturinn. Glæsileg eign í algjörum sérflokki. Upplýsingar í dag gefur Auðunn í síma 695 2037. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13:30-15:00 - KRISTNIBRAUT 25, 113 REYKJAVÍK Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Mjög góð 4ra-5 herbergja íbúð á jarðhæð með stórri afgirtri timburverönd í glæsilegu fjöleignahúsi byggðu 2001. Eignin skiptist í miðrými, stofu og borðstofu, tvö barnaherbergi með skápum, hjóna- herbergi með skáp, herbergi inn af hjónaherbergi, eldhús með fallegri viðarinnréttingu og borðkrók, flísalagt þvottaherb. með hillum og skolvaski, flísa- lagt baðherb. með innréttingu, baðkari og sturtu. Parket á gólfum. Hurðarop í íbúð eru stærri en al- mennt gerist. Verð kr. 28.700.000. Íbúð merkt 0101. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sunnuflöt - einbýli Mjög gott einbýli á tveimur hæð- um með innbyggðum bílskúr, samtals um 208 fm, vel staðsett á frábærum útsýnisstað við Sunnu- flöt. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, gang, eldhús, stofu, fjögur herbergi, baðher- bergi, þvottahús og bílskúr. Glæsilegur garður með skjólgirð- ingu, gróðurhúsi og tilheyrandi. Eikarás - einbýli Tvílyft einbýli með innbyggðum bílsk., samtals 320 fm. Möguleiki á aukaíbúð. Eign í sérflokki. Húsið er mjög glæsilega innréttað með sérsmíðuðum innréttingum úr eik frá Tak á Akureyri og gólfefni eru massíft eikarparket og steinn. Frá- gangur lóðar er eftir. Glæsilegt hús á frábærum stað. Útsýni. Bæjargil - raðhús Í einkasölu glæsilegt endarhús á tveimur hæðum með innb. bíl- skúr, um 166,9 fm auk ca. 40 fm rislofts, samtals um 210 fm. Húsið er vel staðsett í afar góðu og barnvænu hverfi við Bæjar- gil í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, gestasalerni, þvotta- hús, sólstofu, 4-5 herb., bað- herb. og bílskúr. Fallegar innr. og gólfefni, parket og flísar. Falleg lóð með glæsil. sólpalli, hellulögðu plani, útigeymslu og tilheyrandi. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla. Myndir af eigninni eru á mbl.is. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Háhæð - parhús Sérlega glæsilegt ca. 200 fm par- hús á frábærum útsýnisstað ásamt 80 fm rými í kjallara sem býður upp á mikla möguleika. Forstofa, forstofuherbergi, hol, hjónaherbergi, eldhús, stofa, borðstofa, baðherbergi og þvotta- hús. Á millilofti er sjónvarpshol, herbergi og geymslur. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og gólf- efni, rauðeik og skífa. Fallegur garður með sólpöllum og tilheyrandi. Frábær staðsetning. Verð 55 millj. Sunnuflöt - einbýli Mjög gott 200,2 fm einbýli á einni hæð ásamt 63,7 fm bílskúr, sam- tals 263,9 fm, á fræbærum stað við Sunnuflöt við Lækinn og hraunjaðarinn. Rúmgott anddyri, forstofa, þaðan stórar stofur, fimm svefnherb., fallegt eldhús, stórt þvottahús, búr, baðherbergi. Nýlegt parket. Verðtilboð óskast. GARÐABÆR Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.