Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ 25. janúar 1976: „Eitt veiga- mesta atriði fiskverndar og skynsamlegrar nýtingar fisk- stofnanna er friðun hrygn- ingar- og uppeldissvæða. Miklu varðar að slík frið- unarsvæði verði virt, bæði af okkur sjálfum og erlendum aðilum, sem hér kunna að fá skammtíma veiðiheimildir fram yfir lyktir hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Helztur vinningur út- færðrar fiskveiðilandhelgi er að ná markvissri stjórn á fiskveiðisókninni.“ . . . . . . . . . . 26. janúar 1986: „Ekki er ólíklegt, að þinghaldið það sem eftir er vetrar muni bera þess nokkur merki að sveit- arstjórnarkosningar fara í hönd. Vonandi verður það þó ekki til þess, að mikilvægum úrlausnarefnum verði ýtt til hliðar eða um þau fjallað af ábyrgðarleysi, sem því miður einkennir stundum málflutn- ing stjórnmálamanna þegar skammt er til kosninga. Kjarasamningar eru einnig framundan og vafalaust mun óvissan, sem nú ríkir um horfur á vinnumarkaði, setja svip á þingstörfin. Fyrir þinginu liggja stjórn- arfrumvörp til laga um sveit- arstjórnir, Seðlabankann, Stjórnarráðið og verð- bréfamiðlun, svo nokkuð sé nefnt. Ef samkomulag verður í þingflokkum stjórnarliða má einnig vænta frumvarpa til laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, virð- isaukaskatt, fasteignasölu og greiðslukort.“ 28. janúar 1996: „Þær um- ræður, sem nú standa yfir um framtíð vistheimilisins á Bjargi, eru skýrt dæmi um þær ógöngur, sem sparnað- araðgerðir á spítölum eru komnar í. Á Bjargi búa að jafnaði 12 til 14 einstaklingar, sem eiga við geðklofa- sjúkdóm að stríða, sem er einn hinn erfiðasti á sviði geðsýki. Þessir einstaklingar geta ekki, á þeim tíma sjúk- dómsins, sem þeir eru vist- aðir á Bjargi, búið einir og óstuddir og það er í mörgum tilvikum til of mikils mælzt, að fjölskyldur þeirra sjái um þá [...] Nú hefur Ríkisspítölum verið gert að draga verulega úr út- gjöldum. Að því verki er stað- ið á þann hátt, að niðurskurð- inum er skipt niður á hinar ýmsu deildir, þ.á m. geðdeild Landspítalans. Á þeirri deild hefur hvað eftir annað á und- anförnum árum verið gripið til lokana vissan hluta ársins til þess að mæta kröfum um niðurskurð útgjalda og á sl. ári lýstu talsmenn deild- arinnar yfir því, að nið- urskurðurinn væri kominn svo langt, að af því stafaði bein hætta fyrir sjúklinga.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S iðferði hefndarinnar er viðfangs- efni nýjustu kvikmyndar bandaríska leikstjórans Stev- ens Spielbergs. Myndin ber nafnið München og vísar til þess þegar palestínskir hryðju- verkamenn réðust inn í Ólymp- íuþorpið í München á Ólympíu- leikunum að morgni 5. september árið 1972. Þeir tóku 11 liðsmenn úr ólympíuliði Ísraels í gíslingu og kröfðust þess að um 200 palestínskir fangar í Ísrael yrðu látnir lausir. Að baki árásinni stóð hópur, sem nefndi sig Svarta september. Gísla- tökunni lyktaði með blóðbaði tæpum sólarhring síðar. Allir gíslarnir létu lífið. Þrír hryðjuverka- mannanna lifðu af. Árásin á Ólympíuþorpið markaði vatnaskil. Hún var upphaf hryðjuverka á Vesturlöndum eft- ir seinni heimsstyrjöldina. Að vissu leyti má bera árásina saman við hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 1972. Báðar þessar árásir skóku heiminn. Í báðum tilfellum var heimurinn vakinn með ofbeldi og blóðsúthellingum. Ólympíuleik- arnir voru í beinni útsendingu og myndirnar frá München brenndu sig inn í vitund fólks líkt og myndirnar af tvíburaturnunum, World Trade Center, á Manhattan í ljósum logum. Þjóðverjar höfðu ætlað að nota Ólympíuleikana til að sýna hversu friðsamir þeir væru og hve mikið vatn hefði runnið til sjávar frá tímum þriðja ríkisins. Þeir gengu svo langt í því að öryggisgæsla við Ól- ympíuþorpið var nánast engin. Í þokkabót mis- heppnaðist tilraunin til að frelsa gíslana hrapal- lega og með skelfilegum afleiðingum. Ekki bætti það ímynd Þjóðverja þegar þeir létu hryðjuverka- mennina þrjá, sem voru handteknir, lausa eftir að þýskri farþegaflugvél hafði verið rænt í Mið- Austurlöndum. Sú saga hefur verið lífseig að flug- ránið hafi verið sett á svið til þess að Þjóðverjar gætu losnað við hryðjuverkamennina úr sinni vörslu. Hefndin étur innan frá Kvikmynd Spielbergs fjallar hins vegar ekki um atburðina í München í september 1972 nema að hluta. Hún fjallar einkum um eft- irleikinn – hóp manna, sem Ísraelar sendu út af örkinni til þess að myrða þá, sem stóðu á bak við gíslatökuna í München. Í myndinni tekur Spiel- berg á erfiðu og viðkvæmu máli með aðferðum Hollywood og útkoman er ólík öllu öðru, sem frá honum hefur komið. Í Lista Schindlers fjallaði hann reyndar um helför gyðinga með eftirminni- legum hætti, en ekki umdeildum. München er gerólík henni. Myndin er hrá og þvert á fáguð vinnubrögð leikstjóra, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir fullkomnunaráráttu í myndum sín- um. Gagnrýnandi Der Spiegel segir að hún minni um margt á harðsoðnar kvikmyndir áttunda ára- tugarins, myndir á borð við French Connection, en kvikmyndagerð Spielbergs hafi hingað til verið í beinni andstöðu við þann skóla kvikmynda. Kvikmyndin München er enginn hetjuóður. Of- beldið er sýnt í návígi og dregið mun afdráttar- lausari dráttum en hingað til í myndum leikstjór- ans. Í myndinni er sýnt hvernig hefndin étur þá, sem hefna, smátt og smátt innan frá, uns þeir undir lokin spyrja sig hvers þeir séu bættari, hvað hafi unnist. Persónur og leikendur eru hvorki gerðir að englum né djöflum og ef til vill er það ein ástæða þess hversu umtöluð og umdeild myndin hefur verið. Mynd Spielbergs hefur hlotið misjafna dóma gagnrýnenda, en þeir hafa margir farið um hana mjög lofsamlegum orðum. En hún hefur einnig vakið mjög hörð viðbrögð. Ráðist hefur verið á Spielberg fyrir að leggja að jöfnu ódæðisverk hryðjuverkamannanna og svar Ísraela. Árásirnar hafa verið persónulegar. Leikstjórinn hefur verið kallaður blindur friðarsinni og svikari við málstað Ísraels. Í arabaheiminum hefur hann hins vegar verið vændur um að draga taum Ísraels og gera lítið úr málstað Palestínumanna. Skilningur þýðir ekki fyrirgefningu Í nýjasta tölublaði vikuritsins Der Spieg- el er fjallað um mynd- ina í löngu máli og meðal annars rætt við Spielberg. „Þeir sem skrifa svona nokkuð eru sem betur fer lítill, en reyndar mjög hávær minnihlutahópur,“ segir Spielberg við Der Spiegel. „Mér finnst sorglegt hversu einhliða og kreddufestir margir harðlínu- mennirnir á hægri vængnum hér í Bandaríkjun- um eru. Guði sé lof að fólk, sem er mér mikilvægt, lítur München allt öðrum augum. Frjálslyndir bandarískir gyðingar til dæmis, en einnig nokkr- ar fjölskyldur fórnarlambanna í Ísrael. Þær hafa gert boðskap myndarinnar að sínum eigin.“ Spielberg segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann leggi Ísraelana, sem sendir voru til höfuðs hryðjuverkamönnunum, að jöfnu við hryðjuverkamennina: „Þessir gagnrýnendur láta eins og við höfum engan siðferðilegan áttavita. Auðvitað er það slæmur, fyrirlitlegur glæpur þeg- ar gíslar eru teknir eins og í München þar sem fólk var myrt. En það er ekki verið að afsaka verknaðinn þegar spurt er hvað bjó að baki hjá gerendunum og sýnt er að þeir séu einnig ein- staklingar með fjölskyldu og sögu. Maður sam- þykkir ekki morð ef maður vill skilja bakgrunn þess. Skilningur þýðir ekki fyrirgefningu. Skiln- ingur kemur ekkert veikleika við, hann er hug- rökk og sterk afstaða.“ Spielberg segir að mynd sín eigi ekki að vera áróðurspési eða skrípamynd. Fyrir honum vaki ekki að sýna eina vídd, hann vilji ekki veita einföld svör við flóknum spurningum. Þegar hann er spurður hvort vandinn liggi ekki einmitt í því að málefni Mið-Austurlanda séu svo flókin að það sé ekki einu sinni hægt að nálgast þau í margslung- inni tæplega þriggja klukkustunda kvikmynd svarar hann því til að hann setji sig ekki á svo há- an hest að hann þykist geta lagt fram friðaráætl- un. „En á maður þess vegna að láta hinum miklu einföldunarsinnum sviðið eftir? Öfgasinnuðu gyð- ingunum og öfgasinnuðu Palestínumönnunum, sem til þessa dags líta á öll tilbrigði samnings- lausnar í Austurlöndum nær sem einhvers konar svik? Þegja til að verða ekki fyrir leiðindum?“ Nafn myndarinnar, München, hefur marg- slungnar vísanir. Það er alls ekki gefið að nafn borgarinnar kalli fyrst fram í hugann hryðjuverk- in 1972. Það er ekkert síður tengt eftirgjöfinni við nasista í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Þar funduðu Hitler og Chamberlain og sá síð- arnefndi kom af fundinum eftir að hafa látið und- an kröfum Þjóðverja með fyrirheit um „frið á okk- ar tímum“ á vörum. Málamiðlun gagnvart eigin gildum Hryðjuverkin í München kölluðu á viðbrögð Ísraela. Í mynd Spielbergs er Golda Meir, sem þá var forsætisráðherra Ísraels, látin segja: „Hver siðmenning kemur allt- af aftur að þeim punkti að hún verður að gera málamiðlun gagnvart eigin gildum.“ Þessi setning er skáldskapur, en í ísraelska þinginu, Knesset, í lok september 1972 lýsti hún markmiðum sínum: „Hvar sem tilræði eru undirbúin, hvar sem fólk leggur á ráðin um að myrða gyðinga og Ísraela – þar verðum við að láta til skarar skríða.“ Meir ákvað að láta til skarar skríða gegn þeim, sem stóðu að baki hryðjuverkinu í München. Ahron Jariv, ráðgjafi hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði síðar í viðtali við BBC að hún hefði hikað við, en að lokum hefði hann getað sannfært hana um réttmæti þessarar aðgerðar. Blaðamaðurinn George Jonas skrifaði bókina „Hefnd“, sem mynd Spielbergs byggist á að miklu leyti, og kom hún út 1982. Heimildarmaður hans nýtur nafnleyndar og hefur heimildaöflun við gerð bókarinnar verið gagnrýnd. Hafa komið fram efasemdir, meðal annars í The New York Times, um að ýmislegt í henni fáist staðist. Sögu- hetja bókarinnar og myndarinnar, Avner, fyllist smám saman efasemdum um verkefni sitt og það sama á við um suma samstarfsmanna hans. Ísr- aelsk stjórnvöld fá hópinn til starfa, en það kemur skýrt fram að hann sé á eigin vegum og stjórnvöld muni ekki kannast við neitt fari eitthvað úrskeið- is. Hópurinn er upp á sjálfan sig kominn og engan annan. Enginn lýsir yfir ábyrgð á banatilræðum hópsins gegn aröbum í Evrópu í kjölfarið á gísla- tökunni í München. Eftir því sem líkunum fjölgar verður efinn áleitnari og Avner fer að spyrja sjálfan sig spurn- inga um fórnarlömbin, þar á meðal hvaða sann- anir hafi legið fyrir um sekt þeirra. Á hvaða for- sendum þær manneskjur, sem hann hafi tekið af lífi, hafi verið dæmdar til dauða. Hvort morð á einum liðsmanni hryðjuverkasamtakanna leiði ekki aðeins til þess að harðsvíraðri hryðjuverka- maður fylli skarð hans. Í myndinni eru bæði Avn- er og félagar og andstæðingar þeirra gerðir mannlegir. Þeir eru af holdi og blóði, eiga fjöl- skyldur, konur og börn. Einn liðsmanna Avners laumar sér inn á heimili eins fórnarlambsins, Mahmouds Hamsharis, og þykist vera blaðamað- ur. Hann fær að heyra ræðu um það að allir tali um fórnarlömb hryðjuverkamannanna í Mün- chen, en enginn nefni alla Palestínumennina, sem fallið hafi vegna aðgerða Ísraela. Það muni hins vegar breytast. Hamshari setur aðgerðir Palest- ínumanna fram sem svar við blóðsúthellingum Ísraela og bendir á að 200 manns hafi fallið í val- inn í loftárás þeirra eftir gíslatökuna án þess að heimurinn hafi grátið. GLÍMAN VIÐ ÞÝÐINGARNAR Í Lesbók Morgunblaðsins var í gærhaldið áfram umfjöllun um stöðuíslenzkrar tungu og sjónum í þetta sinn beint að þýðingum. Greinarhöfundum í Lesbók, þeim Gauta Kristmannssyni, bókmennta- og þýðingafræðingi, og Ástráði Eysteins- syni, prófessor í bókmenntafræði, ber saman um að vandaðar þýðingar séu ein forsenda þess að tryggja framtíð íslenzkrar tungu. Gauti orðar það svo að við eigum í raun samskipti við okkur sjálf í athöfninni að þýða, „hin fram- andi menning verður hluti af okkur við þýðinguna, hin erlenda menning fær á sig þann búning sem við búum henni og sest að með margvíslegum hætti inni í okkar menningu og sjálfi þar með“. Og Gauti bendir á að hin erlendu áhrif þýðingarinnar séu oftast nær æskileg og umbeðin, stafi af því að ein- hver gloppa sé í okkar menningu sem kallar á að sé fyllt með því bezta eða athyglisverðasta, sem erlendis er að fá. Ástráður Eysteinsson tekur enn dýpra í árinni og segir: „En ég tel hinsvegar fullvíst að ekki aðeins ís- lensk málrækt heldur örlög íslenskrar tungu yfirleitt velti á þýðingum. Á meðan tungan hrærist verður heims- mynd Íslendinga jafnframt háð þýð- ingum, því miðlunar- og sköpunarstarfi sem fram fer á mótum tungumála og þar með á skilum menningarheima. Þetta er ekki bara fyrirhöfn og erfiði, eins og einhverjir kunna að halda, því þarna er deigla og frjómagn. Á mörk- unum er margt hugsað og sú hugsun er send í nýju orðalagi inn í tungumál sem aldrei verður bein spegilmynd nokkurs annars tungumáls. Íslenskan verður að vera öflugt þýð- ingamál, vilji hún á annað borð eiga sér vænlega framtíð.“ Þetta er hverju orði sannara. Ef Ís- lendingar gefast upp á þýðingum, spara sér fyrirhöfnina við að vanda til þeirra eins og kostur er, ýta frá sér „glímunni við að orða merkilegar hugs- anir á íslensku“ eins og Guðrún Helga- dóttir og Ingólfur Guðnason orðuðu það í greinargerð með frumvarpi sínu um þýðingarsjóð fyrir 25 árum, verður íslenzk tunga fátækari, veikari fyrir, ónothæf sem tæki til að lýsa nútíman- um með sífellt flóknari tækni og fjöl- breytilegri hugsun. Því miður eru þess alltof mörg dæmi í okkar daglega amstri að við sleppum því að þýða erlend orð eða texta. Í hraða viðskiptalífsins er ekki hugsað um að þýða skjöl eða tölvupóst fyrir ís- lenzka starfsmenn útrásarfyrirtækja, heldur látið gott heita að vinnutungu- mál fyrirtækisins sé enska. Í íslenzk- um háskólum er sumt nám eingöngu á ensku. Afleiðingin er sú að samræður Íslendinga, sem námið stunda, sín á milli eru stundum á einhverju furðu- legu hrognamáli, sem er hvorki ís- lenzka né enska. Mörg fyrirtæki vinna með tölvubúnað sem er sérhæfður og hefur ekki þótt svara kostnaði að þýða. Þeir, sem vinna með framleiðslukerfi Morgunblaðsins, standa sjálfa sig oft að því að tala sín á milli enskuskotna mállýzku, sem enginn myndi skilja ut- an blaðsins. En svona hefur þetta reyndar löngum verið. Í nýútkominni ævisögu Hannesar Hafstein eftir Guðjón Frið- riksson verður höfundur t.d. iðulega að þýða fjöldamörg orð í texta einkabréfa skáldsins og ráðherrans; svo útbíuð eru þau í dönskuslettum. Þó á Hannes sumar fallegustu ljóðaþýðingar, sem hafa verið ortar á íslenzku. Menn hafa leyft sér að sletta í óformlegum sam- skiptum, en leitazt við að vanda það, sem á að koma fyrir almennings sjónir. Hættan er sú að einn daginn vitum við ekki lengur hvernig á að orða hugsun okkar á íslenzku. Lesbókin fór fram á að stjórnmála- flokkarnir lýstu afstöðu sinni til þýð- inga. Samstaða virðist ríkja þeirra á meðal um „skyldu stjórnvalda í menn- ingarmálum að efla þýðingarstarf“ eins og það er orðað í umsögn Sam- fylkingarinnar. Athygli vekur að í um- sögn Sjálfstæðisflokksins, sem fer nú með ráðuneyti mennta- og menningar- mála, kemur fram að áform séu um að kanna möguleika á heildarlöggjöf um stuðning ríkisins við bókmenntir og stofna bókmenntamiðstöð, sem taki við núverandi verkefnum Menningarsjóðs, Bókmenntakynningarsjóðs og Þýð- ingasjóðs. Markmiðið sé að efla stuðn- ing við þýðingar og útgáfu vandaðra rita á íslenzku, svo og þýðingu ís- lenzkra bókmennta og kynningu þeirra erlendis. Þetta eru áform sem ber að fagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.