Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HR. STURLA Böðvarsson. Á málaskrá Alþingis liggja fyrir drög að frumvarpi frá yðar ráðu- neyti. Það fjallar um að veita Vega- gerðinni aukið vald til að stöðva og rannsaka bíla á þjóðvegum lands- ins. Þar getið þér, sem ráðherra, ákveðið að eftirlitsmönnum Vega- gerðarinnar verði heimilt að stöðva ökutæki. Einnig að ökumanni verði skylt að stöðva ökutæki þegar eftirlits- maður gefur stöðvunarmerki. Honum er einnig skylt að hlíta því að eftirlitsmaður athugi ástand ökutækis og hleðslu og skal veita honum aðgang að upplýsingum og gögnum sem varðveitt eru í ökurita ökutækis, á ökuritakorti, á skrán- ingarblöðum ökurita eða með öðr- um hætti. Ef við eftirlit vaknar grunur um alvarlegt brot er eft- irlitsmönnum heimilt að banna frekari för ökutækis til að hindra áframhaldandi brot þar til lögregla kemur á vettvang. Ökumaður skal hlíta banni eftirlitsmanns um frek- ari för þar til því hefur verið aflétt. Er með þessu verið að veita Vegagerðinni algert lögregluvald á þjóðvegum landsins. En samkvæmt gildandi lögum þá hafa ekki margir þetta vald hér. Þar vísa ég í lög frá 1996 nr. 90 13. júní, en þar segir: 9. gr. Handhafar lögregluvalds. 1. Ríkislögreglustjóri, vararíkislög- reglustjóri, lögreglustjórar, vara- lögreglustjórinn í Reykjavík, skóla- stjóri Lögregluskóla ríkisins, löglærðir fulltrúar lögreglustjóra og lögreglumenn fara með lög- regluvald. 2. Dómsmálaráðherra er heimilt í undantekningartilvikum að fela öðrum starfsmönnum lögreglu lög- regluvald tímabundið til að sinna sérstökum verkefnum. 3. [Áhafnir varðskipa og gæslu- flugvéla]1 fara með lögregluvald þegar þær annast eða aðstoða við löggæslu. 4. [Tollstjórar, löglærðir fulltrúar þeirra og tollverðir fara með lögregluvald á sínu starfssviði og þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu.]2 5. Hreppstjórar fara með lög- regluvald samkvæmt lögum um hreppstjóra. 6. Héraðslögreglumenn fara með lögregluvald þegar þeir gegna starfinu. 7. Þeir sem kvaddir eru lögreglu til aðstoðar lögum samkvæmt fara með lögregluvald á meðan þeir gegna starfanum. 8. Nemar í Lögregluskóla rík- isins fara með lögregluvald þegar þeir gegna lögreglustarfi. Einnig verður Vegagerðinni gef- in heimild, samkvæmt þessum nýju lögum, til að sekta flytjanda eða ökumann, hvort sem brotið verður rakið til saknæms verknaðar starfsmanns flytjanda eða ekki, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir flytjanda eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu. Og neiti ökumaður eða flytjandi að verða við tilmælum lögreglu eða eftirlitsmanns um stöðvun ökutæk- is, banni við áframhaldandi för þess eða um aðgang að upplýsingum og gögnum má gera þeim að greiða in solidum sekt fyrir brot á lögum þessum. Og af þeim takmörkuðu upplýs- ingum sem ég hef aflað mér hefur mér verið sagt hvað „in solidum“ þýddi. Mér var svarað, að hægt væri að sekta bíla, án þess að stoppa þá. T.d. ef nokkrir bílar frá sama fyrirtækinu ækju í samfloti og vegagerðarmenn gæfu stöðv- unarmerki og fyrsti bíllinn stoppaði ekki og allir hinir bílarnir fylgdu honum, þá gætu þeir sent einn reikning á alla bílana, til þeirra höf- uðstöðva, og þeir yrðu að borga. Þér segið á heimasíðu yðar (sturla.is) að markmiðið með þessu frumvarpi sé aukið umferðarör- yggi. Ég tel svo ekki vera, því það að veita lítt menntuðum starfs- mönnum Vegagerðarinnar það vald sem hér er lýst, sem aðrir opinberir starfsmenn þurfa að vera mörg ár að læra (Lögreglan), segir mér, að þér eruð að veita Vegagerðinni það vald, með sinni takmörkuðu mennt- un, að stöðva, sekta og jafnvel kyrrsetja bíla hvar sem er! Og að veita þeim það vald að sekta og nota upplýsingar úr bíla- vigtum, sem eru ólöglegar (ólög- giltar vigtir). Og samkvæmt upplýsingum ís- lenskra laga á Löggildingarstofa Íslands að sjá um eftirlit með vigt- um, sem eru á undanþágu, til að reikna vigt bíla og sekta ef þeir eru of þungir. En Löggildingarstofa sér víst ekki um það eftirlit, þrátt fyrir lagagrein þess efnis, heldur skoðar Frumherji ehf. vigtirnar einu sinni á ári. Hér áður fyrr var alltaf lög- reglumaður með starfsmanni Vega- gerðarinnar. Lögreglan sá um að stöðva bílinn, biðja um ökuritas- kífu, ökuskírteini og þess háttar, en vegagerðarmaðurinn sá um að at- huga og vigta bílinn. Hvað ríkið sparar marga lög- reglumenn veit ég ekki, en hættan sem fylgir þessu frumvarpi marg- faldar hættuna á þjóðvegunum. Ef Vegagerðin fær þetta vald (lögregluvald) tel ég skilaboðin vera þess eðlis, að ef þeir sem aka stórum bílum út um allt land koma að slysi, þar sem enginn hefur slas- ast en samt þarf lögregluaðstoð, skuli þeir hringja í Vegagerðina, þar sem hún hefur þetta vald, og þá er eins gott að það séu menn á sím- anum dag og nótt. Eftir hvaða lögum skal maður fara? Með kveðju HALLDÓR SIGURÐSSON vörubílstjóri. Opið bréf til samgönguráðherra Frá Halldóri Sigurðssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KRISTINDÓMURINN snýst ekki um hvað ég kalla kristindóm, heldur um það sem Jesús segir. Hann sagði meðal annars: „Þér hafið heyrt …, en ég segi yður. Sannlega segi ég yður.“ Þegar einhver segist vera krist- inn og um leið hafa skoðun á til- teknu málefni sem varði trúna, en styðst ekki við orð Jesú í Biblí- unni heldur það sem honum sjálfum finnst vera kristindómur, þá fer hann villur vegar. Jesús segir okkur að láta ekki ótta, eða hneigðir stjórna gjörðum okkar heldur trúa á hann. „Hertök- um hverja hugsun til hlýðni við Krist,“ segir í Biblíunni. Hann segir: „Þér eruð vinir mínir ef þér gjörið það sem ég segi yður. Ég er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON, Brávallagötu 10, 101 Reykjavík. Mér finnst! SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG „Gamla húsið“ við Þórsgötu er til sölu en um er að ræða hæð og ris ásamt hluta af kjallara. Nýtanlegur gólfflötur gæti verið ca 120 fm. Íbúðin er mjög skemmtileg í stíl síns tíma að hluta. Á hæð- inni eru tvær stofur og eld- hús en uppi eru tvö svefn- herbergi og bað. Í kjallara er sérþvottahús. Bakgarður. Verð 32,7 millj. 7148 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 13–16 „GAMLA HÚSIГ ÞÓRSGATA 23 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS DÍSABORGIR 2 Opið hús að Dísaborgum 2, íbúð 303, á 3. hæð (efstu) sunnudaginn 29. janúar milli kl. 14-16. Sigurbjörg og Olgeir taka á móti fólki og sýna íbúðina. Mjög falleg og vel skipulögð 3ja herb. íbúð í vönduðu fjölbýlishúsi við Dísaborgir í Grafarvogshverfi. Góðar innréttingar. V. 17,9 m. 5796 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-16. Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is 196,1 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 38,0 fm bílskúr, við Kársnesbraut í Kópavogi. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, tvö baðherbergi, geymslur og fjögur svefnherbergi. Bílskúr er mjög rúmgóður og mikið endurnýjaður. Stór og góð lóð. V. 39,8 m. 5107 Daníel sýnir í dag milli kl. 14.00 og 16.00, sími 868 3398. Kársnesbraut 135 – Opið hús Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 LAUFBREKKA 18 - EINBÝLI OPIÐ Á LUNDI MILL I KL. 12 OG 14 Í DAG Sérlega fallegt og vandað 195 fm sérbýli (einbýli) sem er hæð og ris. Neðri hæð: Forstofa, hol, stofur með útgengi í suðurgarð, eldhús og borðkrókur, 2 svefnherb., sjónvarpshol, flísalagt baðherbergi.Gengið til efri hæðar um góðan stiga og uppi eru 2 herbergi með skápum, flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og stór geymsla. Frábært útsýni. Verð 41,9 millj. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.