Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 53 FRÉTTIR Fasteignir til sölu Upplýsingar hjá ERON í síma 515 7440, eron@eron.is, Vegmúla 2, Reykjavík Stefán Hrafn Stefánsson hdl., lögg. fasts. Þetta glæsilega u.þ.b. 190 fm parhús á tveimur hæðum er til sölu. Húsið er allt í mjög góðu ástandi með vönduðum innréttingum og frágangi. Flísalögð böð og parket á gólfum. Fjögur svefnherbergi. Frábært útsýni. Gunnar og Rut sýna eignina í dag, sunnudag, á milli kl.14.00 og 16.00. Verið velkomin. Verð 43,9 millj. Viðarás 31A - Parhús - Opið hús í dag HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14–15 HAGALAND 7 – MOSFELLSBÆ GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS M/CA 100 FM AUKAÍBÚÐ Á NEÐRI HÆÐ • Heildarstærð 361,2 fm • Tvær íbúðir í dag. Auðvelt að breyta aftur! • Bílskúrinn er tvöfaldur, 52,5 fm • Glæsileg stofa m/arni • Vönduð gólfefni og innréttingar • 5 svefnherb., þar af tvö í auka íbúðinni • Húsið hefur verið mikið endurnýjað á sl. 2. árum • Stórar suðvestursvalir • Stór og gróinn garður • Ekkert hús fyrir framan • Sjón er sögu ríkari! HÚSIÐ STENDUR Á EIGNARLÓÐ Á ÚTSÝNISSTAÐ! VERÐ 64,9 MILLJ. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali HB fasteigna, sýnir eignina. Sími 821 4400. Elísabet og Þorfinnur taka á móti áhugasömum kl. 14-16 í dag. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Nýuppgerð 3ja herb., 90 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Nýtt parket á allri íbúðinni og hún nýmáluð. Suðursvalir frá stofu, sameigin- legur garður, sameiginlegur afgirtur stór sólpallur. Sérbílastæði fyrir fram- an húsið. Laus til afhendingar við kaupsamning. V. 17,9 m. Myndir og nánari lýsing eignar á www.heimili.is OPIÐ HÚS Í DAG KLUKKURIMI 59 – SÉRINNGANGUR Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Skólagerði - Kóp. - einb. Mjög fallegt tveggja íbúða hús, 169,2 fm ásamt 45 fm bílskúr, samtals um 214,2 fm. Húsið er í byggt árið 1947 og stendur á glæsilegri 1.390 fm lóð. Forstofa, hol, eldhús, búr, stofa, bað- herbergi, barnaherbergi og hjónaher- bergi. Í risi er eitt herbergi undir súð, hol og geymslur. Eigninni fylgir stúdíóí- búð með sérinngangi. Bílskúr er byggð- ur 1977. Frábær staðsetning. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi, sími 896 0058. OPIÐ HÚS- HAUKALIND 24 Fallegt og fullbúið 179,9 fm raðhús með innbyggðum 26,8 fm bílskúr, samt. 206,7 fm. Húsið stendur fyrir neðan götu á glæsilegum útsýnisstað. Hellulagðar stéttar og afgirt timburverönd er fyrir framan húsið. Á efri hæð er forstofa, snyrting, stofa, borðstofa, eldhús og innbyggður bílskúr. Á neðri hæðinni eru 3 góð svefnherberbergi, baðherbergi, þvottahús, sjónvarpsherbergi, fataherbergi og vinnuaðstaða. Fallegur stigi er á milli hæð. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Verð 49,9 millj. 5594 Eignin verður til sýnis og sölu í dag (sunnudag) á milli kl. 14-15. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Til leigu. Hlíðasamári, Kópavogi Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Um er að ræða nýbyggingu, 6 hæða verslunar-, þjónustu- og skrifstofubygging. Mjög góð staðsetning á einum besta stað í Smáranum. Glæsilegt útsýni, samtals ca. 1944 fm. Jarðhæð - verslun og þjón- usta ca 324 fm. 2.-6. hæð - skrifstofur og þjónusta ca. 324 fm. hver hæð. Mögulegt er að skipta hverri hæð upp í 2-4 einingar. Góð bílastæði eru við húsið. Húsið er mjög áberandi og er aðgengi og staðsetning mjög góð. Húsnæðið afhendist í september 2006. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson í símum 822 8242 og 588 4477. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hólabraut - Hf. 4ra Falleg 4ra herb. 81,6 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli (fimmbýli). Forstofa og eldhús með náttúruflísum, nýleg innrétting og tæki, borðkrókur. Stofa og 3 svefnherbergi með nýju eikar- parketi. Baðherbergi með baðkari. Sérgeymsla í kjallara, sam. þvottahús og hjólageymsla. Búið að klæða tvær hliðar á húsinu. Gler gott. Húsið nýlega viðgert og málað að utan. Nýjar skolplagnir. Gott leiksvæði á baklóð. LAUS STRAX. Verð 16,8 millj.  ÁGÚSTA Pálsdóttir, lektor við bókasafns- og upplýsingafræðiskor Háskóla Íslands, varði dokt- orsritgerð sína í bókasafns- og upplýsingafræði við Åbo Akademi University í Åbo í Finnlandi 9. des- ember sl. Rit- gerðin ber titilinn Health and Lif- estyle: Icelanders Everyday Life Information Behaviour. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á því hvernig Íslend- ingar notfæra sér upplýsingar um heilsu og lífsstíl og hvaða þættir hafa áhrif þar á. Í rannsókninni voru tengslin milli upplýsingahegðunar, skynjaðrar heilsustjórnunar (health self-efficacy) og heilsuhegðunar, þ.e. mataræðis og hreyfingar, rann- sökuð. Megináhersla var lögð á að rannsaka upplýsingahegðun: hvatn- ingu til að afla upplýsinga um heilsu og lífsstíl; hversu algengt það er að fólk afli upplýsinga; hvar; og með hvaða hætti upplýsinga er aflað; mat fólks á gildi upplýsinga í mismun- andi upplýsingamiðlum; og hvaða þættir geta örvað eða hindrað fólk við að afla upplýsinga. Gagna var aflað með póstkönnun meðal Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára. Tekið var 1.000 manna úrtak á öllu landinu með tilviljunaraðferð. Svarhlutfall var 51%. Góð sam- svörun reyndist vera milli þýðis og svörunar. Þátttakendur voru dregn- ir í fjóra hópa og var byggt á því hversu oft þeir leituðu upplýsinga um heilsu og lífsstíl af ásettu ráði. Niðurstöðurnar sýna að í þeim hópi þar sem heilsuhegðun var verst einkenndist upplýsingahegðunin af því að hópurinn leitaði sjaldnast upplýsinga um heilsu og lífsstíl, auk þess sem fólk skynjaði minnstan hvata til að afla upplýsinga og mest- ar hindranir varðandi upplýs- ingaöflun. Jafnframt reyndist trú þessa hóps á eigin getu til að stjórna heilsu sinni (health self-efficacy) vera lítil. Aukin upplýsingaöflun tengdist betri heilsuhegðun. Í þeim hópi þar sem heilsuhegðun var best einkenndist upplýsingahegðun hins vegar ekki af því að hópurinn leitaði oftast að upplýsingum heldur af gagnrýnu vali á heimildum og því að fólk skynjaði minnstar hindranir varðandi upplýsingaöflun, auk þess sem trú þessa hóps á eigin getu til að stjórna heilsu sinni reyndist vera mikil. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að tengsl séu milli upplýsingahegðunar varðandi heilsu og lífsstíl, skynjaðrar heilsu- stjórnunar og heilsuhegðunar. Leiðbeinandi Ágústu var dr. Mariam Ginman, prófessor við Åbo Akademi University í Åbo í Finn- landi. Andmælandi við vörnina var dr. Paul Solomon, prófessor við Uni- versity of North Carolina at Chapel Hill. Í dómnefnd sátu dr. Harriet Silius, dr. Andreas Häger og dr. Gunilla Widén-Wulff. Doktor í bóka- safns- og upp- lýsingafræði BHM mun ásamt öðrum heildar- samtökum aðila vinnumarkaðarins, Landssambandi eldri borgara, sveit- arfélögum og Öldrunarráði Íslands standa að ráðstefnu um sveigjanleg starfslok 9. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13.15. Að ráðstefnunni standa Öldr- unarráð Íslands, Landssamband eldri borgara, BHM, BSRB, ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Örn Clausen, lögfræðingur, Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsál- fræðingur, og Gylfi Ingvarsson, að- altrúnaðarmaður Alcan. Ráðstefna um sveigjanleg starfslok Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.