Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 62
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes Svínið mitt © DARGAUD HVAÐA ÓGEÐSLEGA GUMS ER ÞETTA EIGINLEGA? SMAKKAÐU. ÞÚ MUNT ELSKA ÞAÐ EN HVAÐ EF ÉG ELSKA ÞAÐ BARA EKKI NEITT?!? ÞÁ VERÐUR ÞAÐ BARA ÞROSKANDI PABBI REYNIR ALLTAF AÐ GERA ÞAÐ SEM ER MÉR FYRIR BESTU ? VIÐ SKULUM ÁTHUGA ? ? HVAÐ ERUÐ ÞIÐ AÐ GERA? AAHHH!! HVAÐ GENGUR Á HÉRNA? AF HVERJU ERTU AÐ GRÁTA? ADDA ER HRÆDD VIÐ ÖMMU SÍNA AF HVERJU ER HÚN HRÆDD VIÐ HANA? VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER SAGT AÐ GAMALT FÓLK BORÐI FLÆR OG ROTTUR HVAÐ? JÁ HVAÐA BULL ER ÞETTA? ÞAÐ ER VERIÐ AÐ SEGJA ÞETTA Í SKÓLANUM OG VIÐ ÆTLUÐUM AÐ SANNPRÓFA ÞAÐ OG VIÐ GERÐUM ÞAÐ HVERNIG ÞÁ? ATHUGANIR OG TILRAUNIR OG SVOLEIÐIS SVONA... ! HVERNIG VIRKAÐI ÞETTA PRÓF? NÚ ÞEGAR MUNNURINN LYKTAR EINS OG ROTTA OPNAÐU MAMMA! ÞAU VILJA BIÐJAST FYRIRGEFNINGAR BÖRNIN VORU AÐ STRÍÐA ÞÉR Dagbók Í dag er sunnudagur 29. janúar, 29. dagur ársins 2006 Víkverji er mikillfréttafíkill og reynir að fylgjast vel með hvað er að gerast hér á landi og úti í hin- um stóra heimi. Það fer mjög í taugarnar á Víkverja þegar reglu- lega eru rifjaðar upp gamlar fréttir og þær gerðar að miklu máli, þó svo að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim málum sem „fréttin“ fjallar um. Blaðið sló upp á forsíðu í vikunni gamalli frétt um fangaflug Bandaríkja- manna – frétt frá því í haust, sem er byggð á skýrslu svissneska öldunga- deildarþingmannsins Dicks Martys. Það var eins og við manninn mælt; ríkisútvarpið, RÚV, tók upp málið á nýjan leik eftir að fréttin kom í Blaðinu og kallaði til sömu alþingis- mennina og kallaðir voru til fyrir fjórum mánuðum til að ræða um sama mál. Þeir fóru mikinn í fréttum RÚV og gamlar lummur voru rifj- aðar upp og farið með ýmis stóryrði. Og það var ekki nóg með að alþing- ismennirnir kæmu fram í fréttatím- um, heldur tóku þeir málið aftur upp til umræðna á Alþingi, þar sem RÚV var aftur komið og útvarpaði frá um- ræðunum og sagði frá þeim á ný í fréttum daginn eftir og þar næsta dag. Það er hreint ótrúlegt og vægast sagt stórfurðulegt hvernig menn geta hamast með göm- ul mál sem ekkert nýtt hefur komið fram í, eins og það séu nýjar fréttir. Er hægt að bjóða hlustendum upp á þannig fréttaflutning til lengdar? x x x Víkverji er einn afaðdáendum „Strákanna okkar“ – landsliðsins í hand- knattleik. Áður en landsliðið hélt á EM í Sviss kallaði Sjón- varpið, RÚV, á Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfara og það átti að þjarma að honum í Kastljósi eftir tvo tapleiki gegn Frökkum. Já, eftir að hann hafði áður stjórnað landsliðinu í sextán leikjum án taps. Viggó hefur verið að yngja upp í landsliðinu síðan hann tók við því í rjúkandi rúst eftir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Viggó stóð sig vel og svar hans var hárrétt þegar hann var spurður hvort Arnór Atlason væri ekki of ungur, 21 árs, til að leika lykilhlutverk í landsliðinu. Viggó svaraði: „Hér er ekki spurn- ing um aldur, heldur hvað leikmenn eru góðir!“ Arnór sýndi að svar Viggós var rétt er hann skoraði sjö mörk og átti stórleik gegn Dönum í Sviss á föstudagskvöldið. Viggó treystir sínum ungu leik- mönnum og þeir treysta honum. Það hafa þeir sýnt saman á EM í Sviss. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Seltjarnarnes | Ljóða- og tónlistardagskrá verður í Seltjarnarneskirkju í dag. Dagskráin hefst kl. 15. Sigurður Flosason saxófónleikari og Sólrún Bragadóttir söngkona eiga heiðurinn af tónlistardagskránni en þau munu flytja íslensk sönglög í óvenjulegum búningi. Þá er ljóðadagskrá þar sem átta Seltirningar á ýmsum aldri og úr ólíkum áttum munu lesa nokkur af sínum uppáhaldsljóðum. Morgunblaðið/ÞÖK Sigurður og Sólrún spinna MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítil- látir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.