Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNGIR nemendur í Skákskóla Íslands hlýddu á Friðrik Ólafsson stórmeist- ara fara yfir nokkrar skákir sínar frá því snemma á ferli hans á föstudags- kvöldið. Þannig fræddi Friðrik börnin um eitt og annað sem upp hefði komið á ferlinum en um þessar mundir er Friðrik að yfirfara allar sínar skákir á löngum skákferli með það fyrir augum að gefa þær út á bók. Fyrirlesturinn tókst vel og sagði Friðrik þessa uppákomu hafa verið stórskemmtilega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræddi um skákir sínar í Skákskóla Íslands SAMKVÆMT samantekt Stefáns Agnars Finnssonar, yfirverkfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar, hefur slysum á fólki á svoköll- uðum 30 km svæðum fækkað töluvert á síðustu tíu árum. Á undanförnum tíu árum hefur Reykjavíkurborg unn- ið að gerð hverfa þar sem akstur tak- markast við 30 kílómetra hraða og í samantektinni voru umferðaróhöpp á þessum svæðum greind frá árinu 1994–2005. Fram kemur í samantekt- inni að umferðaróhöppum, þar sem slys hafa orðið á fólki, hefur fækkað um 27% og þar sem alvarleg slys hafa orðið á fólki um 62% í 30 km hverfum. Hins vegar kemur fram í skýrslunni að mikil fylgni hafi mælst með aukinni fólksbílaeign og aukningu á ákveðnum flokkum umferðaróhappa á tímabilinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slysum fækkar á 30 km svæðum SAMKYNHNEIGÐ og kirkjuleg hjónavígsla hefur mikið verið rædd hér á landi undanfarið, ekki síst eftir að lagt var fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lagaákvæðum um réttarstöðu samkynhneigðra. Í frum- varpinu er ekki gert ráð fyrir að trú- félögum verði veitt heimild til lög- formlegrar vígslu samkynhneigðra para, en breytingartillaga sem Guð- rún Ögmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingar, hefur lagt fram vegna frumvarpsins kveður á um að slíkt verði leyft. Umræður um samkyn- hneigða og kirkjuna fara víðar fram um þessar mundir en á Íslandi. Ný- lega gerði Nils-Henrik Nilsson, sem starfað hefur hjá sænsku bisk- upsstofunni, samantekt um stöðu þessara mála í Svíþjóð og víðar. Fram kemur í samantektinni að þrjú ár eru liðin frá því að lögð var fyrir sænska kirkjuþingið tillaga þess efnis að samkynhneigð pör gætu látið gefa sig saman í kirkjulegu brúð- kaupi, líkt og gagnkynhneigðu fólki stendur til boða. Tillagan var felld, en kirkjuyfirvöldum var falið að vinna að hugmyndum sem lagðar yrðu fyrir kirkjuþing næsta árs. Áttu hugmynd- irnar að skapa grunn að kirkjulegri framkvæmd staðfestrar samvistar samkynhneigðra para. Á kirkjuþingi sænsku kirkjunnar í fyrra var svo samþykkt, með um 2⁄3 hlutum greiddra atkvæða, að útbúa form vegna fyrirbæna- eða blessunar- athafnar samkynhneigðra para í stað- festri samvist. Frá því um miðjan tí- unda áratuginn höfðu samkynhneigð pör getað leitað til kirkjunnar um blessun en engar skýrar reglur höfðu þó gilt um form hennar. Þrenns konar form Sænska kirkjan hyggst láta útbúa þrenns konar form vegna athafnanna en þau á að taka í notkun í sænskum kirkjum í haust. Er ætlunin sú að pör geti valið milli formanna þriggja. Eitt formið mun líkjast mjög venjulegu hjónavígsluritúali hjá sænsku kirkj- unnni, en annað byggist upp á grind sem hver söfnuður notar svo til þess að móta athöfnina. Þriðja formið er svo byggt upp á allt annan hátt en hefðbundið hjónavígsluritúal og lýtur öðrum forsendum en það. Ekki nýjar umræður Umræður um samkynhneigð og kirkju eru ekki nýjar af nálinni, hvorki í Svíþjóð né annars staðar í Evrópu. Sænska kirkjan vann fyrstu greinargerð sína um þessi mál árið 1972 og var sú úttekt bæði umdeild og mikið rædd. 1988 var í fyrsta sinn lögð fram tillaga á kirkjuþingi um blessunarathöfn fyrir samkynhneigð pör. Árið 1995, ári eftir að sænsk yf- irvöld lögleiddu staðfesta samvist samkynhneigðra, sendu sænskir biskupar frá sér tillögu um fyrirbæn til handa þeim sem hefðu gengið í slíka samvist. Tekið var fram að kirkjan tæki engan þátt í skráningu samvistarinnar og að ekki væri um opinbera guðsþjónustu að ræða. Árið 1999 var tillagan endurskoðuð og þá var fyrirbænin færð nær opinberri guðsþjónustu, en á þeim tíma var orð- ið algengt að vinir og ættingjar sam- kynhneigðra para væru viðstaddir blessunarathafnirnar. Danir fyrstir að lögleiða staðfesta samvist Sem fyrr segir var staðfest samvist samkynhneigðra lögleidd í Svíþjóð árið 1994. Danir urðu þó fyrstir þjóða til þess að samþykkja lög um stað- festa samvist, en þetta var árið 1989. Samskonar lög tóku gildi í Noregi ár- ið 1993, á Íslandi árið 1996 og árið 2001 í Finnlandi. Allnokkur Evr- ópulönd fylgdu svo fordæmi Norður- landanna. Í dag er staðan sú að fjögur ríki í heiminum hafa lögleitt borg- araleg hjónabönd samkynhneigðra. Umrædd ríki eru Holland, Belgía, Spánn og Kanada. Hvergi er málum háttað með þeim hætti að þjónandi prestar gefi samkynhneigð pör sam- an með lögformlegum hætti. Eftir að breytingar höfðu verið gerðar á löggjöf sumra Evrópuríkja sem tryggðu réttarstöðu samkyn- hneigðra jukust væntingar til kirkna í þessum löndum um að taka á málum þessa hóps, að því er fram kemur í sænsku samantektinni. Þrír flokkar kirkna Þar segir að skipta megi í þrjá flokka þeim kirkjum sem hafa á ein- hvern hátt viljað koma til móts við samkynhneigð pör. Í fyrsta flokknum séu kirkjur eða biskupsdæmi sem hafa ákveðið bjóða samkynhneigðum pörum í staðfestri samvist upp á blessunarathöfn í nafni kirkjunnar og hafa í því skyni útbúið sérstakt form. Í öðrum flokknum eru kirkjur sem í raun hafa leyft að slíkar athafnir fari fram, en fara fram á að þær séu ekki framkvæmdar í nafni kirkjunnar heldur með einstaklingsbundnum hætti, í samvinnu presta og samkyn- hneigðra para. Í þriðja flokknum eru kirkjur sem telja að fyrirbæn með pari í staðfestri samvist geti ekki tal- ist hluti af opinberum athöfnum kirkjunnar heldur sé einkamál prests og þess sem hann veitir fyrirbænina. Form fyrir blessun tekið upp í fjórum mótmælendakirkjum Aðeins fjórar mótmælendakirkjur og þrjú biskupsdæmi innan banda- rísku biskupakirkjunnar, sem til- heyrir anglikönsku kirkjunni, hafa tekið upp form fyrir blessun para í staðfestri samvist og þau verið sam- þykkt af viðeigandi stofnunum kirkj- unnar. Tvær mótmælendakirknanna eru evangelískar kirkjur í Þýskalandi auk mótmælendakirkju Hollands og dönsku þjóðkirkjunnar. Margar mótmælendakirkjur á Norðurlöndum og í Þýskalandi teljast til síðasta flokksins, en æ fleiri þess- ara kirkna eru að skoða möguleika á opinberri blessunarathöfn samkyn- hneigðra para. Í miðflokknum eru svo nokkrar þýskar mótmælendakirkjur, að því er segir í samantekt Nils- Henrik Nilssons. Samantekt sænsku biskupsstofunnar um blessun samkynhneigðra para í staðfestri samvist Þrýst á kirkjur að skoða mál samkynhneigðra Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ANNARRI umræðu um frumvarp iðnaðarráðherra um breytingu á lög- um um rannsóknir og nýtingu á auð- lindum í jörðu, lauk á Alþingi, rúm- lega þrjú aðfararnótt föstudagsins. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, talaði samfellt í nær fimm klukkustundir. Gert er ráð fyrir því að frumvarpinu verði vísað til þriðju og síðustu umræðu á mánudag. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gildissvið fyrrgreindra laga nái einn- ig til rannsókna á vatnsafli til raf- orkuframleiðslu. Iðnaðarnefnd þingsins lagði fram breytingartil- lögu við frumvarpið á fimmtudag, og voru þingmenn VG ósáttir við að hún skyldi strax tekin á dagskrá. Ekki var orðið við beiðni um frestun og hófst umræðan því síðdegis og stóð fram á nótt, eins og áður sagði. Þingmenn VG létu þó ekki sitt eft- ir liggja í umræðunni og stóð Jón Bjarnason í pontu frá kl. 18.02 til kl. 22.54. Hann talaði því samfellt í nærri fimm klukkustundir eins og áður sagði, en sló þó ekki ræðumet Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún talaði sam- fellt í fimm og hálfan tíma vorið 1998, í umræðum um húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra. Talaði sam- fellt í nær fimm tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.