Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hver er félagsleg og fjárhagsleg staða eldri kvenna? Hvernig
takast þær á við efri árin? Landssamband sjálfstæðiskvenna
efnir til hádegisfundar um stöðu eldri kvenna þriðjudaginn
31. janúar 2006 í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 12.00-
13.30.
Fundarstjóri:
Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og núver-
andi formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna.
Framsögumenn og erindi:
Sigríður Jónsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkur-
borgar: „Félagsleg staða eldri kvenna".
Margrét S. Jónsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður í
þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar Ríkisins: „Fjárhagsleg
staða eldri kvenna í almannatryggingakerfinu".
Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur: „Líðan eldri kvenna -
hvað hefur áhrif?"
Boðið verður upp á súpu á vægu verði. Allir velkomnir.
Landssamband sjálfstæðiskvenna
Staða eldri kvenna
Hádegisfundur í Valhöll 31. janúar 2006
Iðntæknistofnun hefurundanfarna mánuðiunnið fyrir iðnaðar-
ráðuneytið svokallaðan
vetnisvegvísi, þar sem
fjallað er um stöðu Ís-
lands í vetnismálum og
reynt að leggja mat á
hvaða stefnu Íslendingar
eigi að taka í framhaldinu.
Ingólfur Þorbjörnsson,
forstöðumaður Iðntækni-
stofnunar, segir að vegvís-
irinn eigi að gegna álíka
hlutverki og landakort;
vera tæki til að ákveða
hvert við viljum fara og
hvernig við eigum að komast
þangað.
„Hann á að hjálpa okkur að sjá
hvar og hvernig við getum best
nýtt möguleika okkar í þeirri
vetnisvæðingu sem er að eiga sér
stað í heiminum. Í honum eru
helstu spurningar sem varða nýt-
ingu vetnis teknar fyrir. Til dæm-
is um hagkvæmni vetnisfram-
leiðslu með endurnýjanlegum
orkugjöfum, á borð við vatnsfalls-
og jarðvarmavirkjanir. Eigum við
Íslendingar nóg af orku til að
standa undir þessari framleiðslu?
Hversu hagkvæm er þessi aðferð
miðað við að framleiða á vetni
með jarðgasi eins og gert er víð-
ast hvar erlendis? Geymslan á
vetni er einnig mjög mikilvægur
þáttur í þessari umræðu. Hvers
konar geymslutækni myndi henta
okkur best? Hvernig á að haga
dreifingu til neytenda og áfyllingu
á bifreiðirnar? Þá er það sjálf
neysla og notkun vetnis sem
orkubera sem vekja spurningar
um þróunina framundan og
hversu langt er í að þetta verði að
veruleika,“ segir Ingólfur.
Ytri aðstæður ýta undir
rannsóknir og þróun
Baldur Pétursson, deildarstjóri
hjá iðnaðarráðuneytinu, segir að
áhuginn á rannsóknum og þróun
á vetnistækninni fari sífellt vax-
andi í heiminum. „Orkukreppan
og hækkandi orkuverð, öryggis-
mál í orkuöflun og mengunarmál.
Öll þessi mál hafa orðið til þess að
vekja aukna athygli á vetni og nú
eru meiri fjármunir veittir til þró-
unar á vetnistækninni en áður. Þá
hafa rannsóknir á þessu sviði
gengið mun betur en menn áttu
von á. Þó svo sumir þættir gangi
hægar en aðrir hefur þróunin ver-
ið töluvert hraðari en menn höfðu
reiknað með. Og á heildina litið er
það eingöngu spurning um tíma
hvenær þetta verður að veru-
leika.“
Baldur segir að þróunin á sjálf-
um vetnisbílunum þurfi að fara
saman við uppbygginguna á inn-
viðakerfi fyrir dreifingu og fram-
leiðslu vetnis. „Þetta eru mörg at-
riði sem haldast í hendur og því
mikilvægt að unnið sé gott stöðu-
mat og nákvæm stefnumótun fyr-
ir rannsóknir á þessu sviði í fram-
tíðinni, en í þeim tilgangi er
útgáfa vetnisvegvísisins hugsuð,“
segir Baldur.
Kostnaður minnkað
margfalt á síðustu árum
Þorsteinn Ingi Sigfússon, pró-
fessor við Háskóla Íslands, segir
að árangur þróunarverkefna síð-
ustu ára, bæði hér heima og er-
lendis, hafi farið langt fram úr
björtustu vonum.
„Þegar við byrjuðum með fyr-
irtækið Íslenska nýorku fyrir um
sex árum kostuðu efnarafalar
rúmar 10.000 dollara fyrir hvert
kílówatt [kílówatt samsvarar 1,36
hestöflum]. Þegar við fengum
vetnisstrætisvagnana fyrir um
þremur árum var kostnaðurinn á
kílówattið kominn niður í um 600
dollara. Nú hafa framleiðendurnir
lýst því yfir að þeir hafi lært það
mikið af þróunarverkefnum síð-
ustu ára að þeir séu farnir að
nálgast 120 dollara fyrir kílówatt-
ið í stofnkostnað við efnarafala
sem koma 2008.
Bandaríska orkumálaráðuneyt-
ið setti það sem takmark fyrir
nokkrum árum að kílówattið
myndi kosta í kringum 50 dollara
þannig að hægt yrði að bera
efnarafalana saman við sprengju-
hreyflana sem við notum nú í dag.
Fyrir fáeinum árum var kostnað-
urinn við efnarafalana einn helsti
flöskuhálsinn, en með þessum til-
raunaverkefnum, m.a. því sem
hefur verið rekið hér á landi, hef-
ur þessi ótrúlegi árangur náðst.
Í dag eru það helst vandamál
tengd geymslu á vetninu sem
menn glíma við. En hvað varðar
bifreiðirnar eru menn hins vegar
flestir sammála um að hentugast
sé að geyma vetnið í formi gass.
Ef við miðum okkur aftur við
bensínbílana þá er drægni þeirra
um 600 kílómetrar á hverjum
tanki. Eins og stendur dugar
geymsluforðinn á vetnisbílunum
um 250 kílómetra miðað við sama
rúmmál tanks.
Í þessum tveimur stóru málum,
þ.e. hvað varðar efnarafalana og
geymsluforðann, þurfum við að
tvöfalda árangurinn þannig að
vetnið verði orðið sambærilegt við
olíuknúða bíla. Á síðustu árum
hefur hins vegar tekist að draga
kostnaðinn margfalt saman og
drægni bílanna hefur aukist tölu-
vert. Þannig að eins og útlitið er
nú er þess ekki langt að bíða að
þessi tækni verði orðin raunveru-
legur valkostur við þá sem við
notum nú í dag,“ segir Þorsteinn
Ingi Sigfússon.
Fréttaskýring | Útgáfa vetnisvegvísis
Vetni er
möguleiki
Tekist að lækka kostnaðinn margfalt í
þróunarverkefnum undanfarin ár
Íslenska vetnisstöðin
Vetnislandið Ísland –
draumsýn eða möguleiki
Orkan frá Kárahnjúkavirkjun
eða frá þremur stækkuðum
Nesjavallavirkjunum myndi
duga til að framleiða vetni í
nægilegu magni til að knýja all-
an bíla- og skipaflota Íslendinga.
Í dag flytjum við inn tæplega
30% af þeirri orku sem við not-
um. Ef vetnisbílar og dreifing-
arkerfi fyrir vetni verða að veru-
leika á Ísland möguleika á að
vera algerlega sjálfbært hvað
varðar orku.
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
UMFERÐARÞUNGINN í höf-
uðborginni Reykjavík er mestur á
þeim tíma sem fólk er að fara í og úr
vinnu. Með færslu Hringbrautar
vonuðust margir til þess að létta
myndi á umferðinni til og frá Vest-
urbæ borgarinnar. Skiptar skoðanir
eru um hvort sú hafi orðið raunin.
Í morgunsárið er Hringbrautin oft
torfær ef svo má að orði komast.
Bíll er við bíl en þeir sem í þeim
sitja og eru á leið vestur í bæ geta þó
notið þess í umferðarteppunni að
virða virðulegar byggingar Háskóla
Íslands fyrir sér.
Morgunblaðið/ÞÖK
Háannatími við Háskóla Íslands
NÝSIR og Fjölsmiðjan hafa gert
með sér samkomulag um stofnun
sjávarútvegsdeildar við Fjölsmiðjuna
í Kópavogi. Stefnt er að útgerð 150
tonna báts þegar á þessu ári. Áhöfnin
verður skipuð unglingum sem ekki
hefur tekist að fóta sig á almennum
vinnumarkaði. Þekkingarfyrirtækið
Nýsir mun leiða hóp stuðningsaðila
Fjölsmiðjunnar sem fjármagna báta-
kaupin og rekstur deildarinnar.
Markmið Fjölsmiðjunnar, sem
starfrækt hefur verið í fimm ár, er að
hjálpa og styrkja unglinga sem ekki
hefur tekist að fóta sig í samfélaginu,
þjálfa þá til vinnu og gera þá virka á
vinnumarkaði og í skóla.
Nýsir leggur fé í bátakaupin auk
þess að fá fleiri bakhjarla til að sam-
einast um þau.
Þorbjörn Jensson, forstöðumaður
Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á því
að koma sjávarútvegsdeildinni á legg.
„Hugmyndin er sú að áhöfn bátsins
verði skipuð ungu fólki, að und-
anskildum skipstjóra, stýrimanni og
vélstjóra. Um borð fá nemarnir tæki-
færi til þess að kynnast sjómennsk-
unni, aðlagast lífinu á sjó og læra
réttu handbrögðin. Markmiðið er að
nemar Fjölsmiðjunnar geti síðan ver-
ið gjaldgengir skipverjar og svarað
kallinu þegar vanan háseta vantar á
bát,“ er haft eftir Þorbirni í frétta-
tilkynningu.
Sérstakur rekstur verður um sjáv-
arútvegsdeild Fjölsmiðunnar og
markmiðið er að verðmætasköpun
skólaskipsins standi að mestu undir
rekstri deildarinnar.
Frá undirritun samnings Nýsis og Fjölsmiðjunnar. Frá vinstri: Þorbjörn Jensson forstöðumaður, Stefán Þór-
arinsson, stjórnarformaður Nýsis, Kristján Guðmundsson, stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar, og Steinunn Guðna-
dóttir, fulltrúi SSH í stjórn Fjölsmiðjunnar.
Fjölsmiðjan ætlar að
gera út 150 tonna bát