Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 7. febrúar á frábærum kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar á Kanarí allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 7. febrúar frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku, stökktu tilboð 7. febrúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Auka vika kr. 10.000 á mann. kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, stökktu tilboð 7. febrúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Auka vika kr. 10.000 á mann. HREINDÝR eiga það til að festa horn sín í girðingum og þá getur stundum farið illa. Líklega mun þó þessi fallegi tarfur, sem var á ferð með þjóðveginum í sunnanverðum Hamarsfirði, losna við víraflækjuna um leið og hann fellir hornin. Stór hluti tarfanna á svæðinu hefur nú þegar hlaupið af sér hornin. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Hornaflækja ATLANTSSKIP og Hafnarfjarðar- bær hafa undirritað samning um að- stöðu fyrir fyrirtækið á tæplega fjöru- tíu þúsund fermetra svæði í Hafnarfjarðarhöfn. Gert er ráð fyrir að tekjur hafnarinnar aukist um ná- lægt 50 milljónum króna árlega vegna þessa, en um Hafnarfjarðarhöfn er flutt árlega tæp ein milljón tonna, um 300 þúsund tonn um Hafnarfjarðar- höfn sjálfa og rúm 600 þúsund tonn um höfnina í Straumsvík, sem tilheyr- ir Hafnarfjarðarhöfn. Mjög ánægðir Gunnar Bachmann, framkvæmda- stjóri Atlantsskipa, segir að þeir séu mjög ánægðir með að flytjast til Hafnarfjarðar. Þarna fái fyrirtækið stórt og mikið svæði sem gefi því möguleika til að vaxa í framtíðinni Stefnt sé að því að öll starfsemi fyr- irtækisins muni flytjast til Hafnar- fjarðar á næstu tveimur árium eða þar um bil. Byggð verði vöruaf- greiðsla og skrifstofur fyrir fyrirtæk- ið á nýja svæðinu. Gunnar sagði að þrengt hefði að starfseminni í Kópavogi og ótrygg framtíð í því að vera þar miðað við umfang fyrirtækisins, en gert væri ráð fyrir 70% vexti á þessu ári. Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri segir að Atlantsskip hafi keypt lóð við höfnina af lóðarhafa sem hafði fengið lóðina úthlutaða, en höfnin hafi ekki haft neinar nýjar lóðir til ráðstöfunar. Þá sé fyrirtækinu einnig úthlutað átta þúsund fermetra svæði til viðbót- ar undir farmafgreiðslu og skrif- stofur. Már sagði að lóðin væri á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. „Við er- um afskaplega fegnir að þessir samn- ingar skyldu takast,“ sagði hann. Atlantsskip flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar á næstu tveimur árum Tekjur hafnarinnar munu aukast um 50 milljónir Morgunblaðið/Þorkell Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri sýnir uppdrátt af hafnarsvæðinu. SAMÞYKKT hefur verið að efla viðbúnað Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) vegna nátt- úruhamfara. Samþykktin er m.a. niðurstaða af 117. fundi fram- kvæmdastjórnar WHO í Genf, sem staðið hefur í vikunni, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Á fundinum var samþykkt til- laga um átak á sviði heilsueflingar í heiminum og mælti Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu og stjórnarmaður í WHO, fyrir tillögunni. Í samþykkt framkvæmdastjórn- ar er lögð áhersla á að þjóðir heims taki í ríkari mæli mið af helstu orsökum heilsufarsvanda- mála þegar aðgerðir á sviði for- varna og heilsueflingar eru skipu- lagðar. Þau mál sem framkvæmda- stjórn WHO ræddi mest á fundi sínum voru fuglaflensan og hugsanlegur heimsfaraldur inflúensu, auk jarðskjálftans og hinna miklu hörmunga sem riðu yfir Pakist- an. Samþykkt var að alþjóðlegar reglur á sviði heilbrigðismála (Int- ernational Health Regulations), sem ætlað var að taka gildi árið 2007, taki gildi svo fljótt sem verða má að því er varðar viðbrögð við fuglaflensunni. Reglum þessum er ætlað að tryggja að WHO geti framfylgt viðbragðsáætlun og að- gerðum sínum með viðeigandi ráð- stöfunum. Fjárhagsleg geta WHO verði betur tryggð Framkvæmdastjórnin sam- þykkti einnig tillögu Davíðs sem felur í sér að leitast verði við að tryggja betur fjárhagslega getu WHO til þess að bregðast við af- leiðingum jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara með enn fljótvirk- ari hætti en nú er. Fundi fram- kvæmdastjórnarinnar lauk í gær, laugardag. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðis- ráðuneytisins á fundi framkvæmdastjórnar WHO í Genf Viðbúnaður vegna náttúruhamfara efldur Davíð Á. Gunnarsson NÝ FRIÐLÝSING fyrir friðlandið Surtsey leggst ekki illa í útvegsbænd- ur í Vestmannaeyjum, en ábendingar þeirra voru teknar til greina í mótun þess. Upphaflega var gert ráð fyrir töluverðri skerðingu á áður nýttum togslóðum Eyjamanna, en fallið var frá henni í lokatillögunni. Magnús Kristinsson, útvegsbóndi í Vestmannaeyjum, segist ánægður með að tillit hafi verið tekið til ábend- inga útvegsbænda og skerðing á hagsmunum þeirra sé sáralítil. „Þetta svæði verður uppeldisstöð fiskjar og við fáum að njóta þess fiskjar sem þar elst upp og syndir út,“ segir Magnús. „Almennt snertir þessi friðun ekki togslóðir heldur snurvoðarslóðir, en Vestmannaeyingar leggja ekki áherslu á slíka útgerð.“ Í kjölfar stækkunar friðlandsins í og við Surtsey verður einungis leyfi- legt að veiða með handfærum og línu en bann er lagt við veiðum með veið- arfærum sem dregin eru eftir botn- inum á rúmlega 46 ferkílómetra svæði innan friðlandsins. Vestmanna- eyingar sátt- ir við friðun SAMANALAGT birtust um 170 þúsund innlendar fréttir og grein- ar í helstu fréttamiðlum landsins, bæði prent- og ljósvakamiðlum, á síðasta ári eða 14–15 þúsund á mánuði, auk þess sem birtist í tímaritum og sérhæfðum útgáfum, að því er fram kemur í samantekt Fjölmiðlavaktarinnar ehf. Þar af birtust um 125 þúsund fréttir og greinar í dagblöðunum og var hlutdeild Morgunblaðsins mest eða 37%, Fréttablaðsins 29% og DV 20%. Hlutdeild Blaðsins var 10%, en það hóf ekki útgáfu fyrr en í maímánuði og Viðskiptablaðs- ins 5% en það kemur út tvisvar í viku. Einungis er um að ræða samantekt á fjölda greina en ekki stærð þeirra. Í ljósvakamiðlum virtust rúm- lega 32 þúsund innlendar fréttir á síðasta ári. Þar af voru flestar fluttar af fréttastofu Ríkisútvarps- ins eða 38%, fréttastofu sjónvarps 20%, Stöðvar 2 20% og Bylgjunnar 18%. Um er að ræða fjölda inn- lendra frétta en ekki lengd þeirra. Tíðast um stjórnmál Svo dæmi sé tekið af lögreglu- fréttum voru þær hlutfallslega flestar í DV 34%, í Morgunblaðinu 31% og í Fréttablaðinu 28%. Fram kemur að tíðast var fjallað um stjórnmál, bæði í dagblöðum og ljósvakamiðlum í fyrra. Við- skipti voru í öðru sæti í ljósvaka- miðlum og dóms- og rétttarfars- mál í þriðja sæti og sveitarstjórnarmál í fjórða sæti. Í dagblöðum var fjölmiðlun í öðru sæti, popptónlist í þriðja sæti, við- skipti og rekstur í fjórða sæti og sveitarstjórnarmál í fimmta sæti, en ítrekað skal að um er að ræða talningu á fjölda en ekki lagt mat á lengd umfjöllunar. Samantekt Fjölmiðlavaktarinnar ehf. 170 þúsund inn- lendar fréttir á árinu 2005

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.