Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 59 AUÐLESIÐ EFNI Ibrahim Rugova, leið-togi Kosovo-Albana, lést sl. laugar-dag. Rugova var stór-reykingamaður, og lést úr lungna-krabbameini sem hann greindist með í haust. Hann var 61 árs. Rugova var helsta sjálfstæðis-hetja Kosovo-Albana, og var kjörinn fyrsti for-seti Kosovo í kosningum 2002. Eftir stríðið, eða frá 1999, hefur Kosovo verið undir stjórn Sam-einuðu þjóðanna. Eiga heima-menn að fá völdin smám saman, og eru Kosovo-Albanar að vonast eftir sjálf-stæði frá Serbíu brátt. Áttu þær við-ræður að hefjast í Vín í Austur-ríki í vikunni, en Sam-einuðu þjóðirnar hafa nú frestað þeim fram í byrjun febrúar. Fimm daga þjóðar-sorg var í Kosovo vegna dauða Ibrahims Rugova. Hann var borinn til grafar á fimmtu-dag, en þangað til lá lík hans frammi í þing-húsinu í höfuð-borginni Pristina, þangað sem þúsundir manna komu að votta honum hinstu virðingu. Reuters Ibrahim Rugova. Forseti Kosovo látinn Netfang: auefni@mbl.is Hamas-hreyfingin, flokkur íslamskra harðlínu-manna, vann stór-sigur í kosningunum meðal Palestínu-manna á miðviku-daginn og hefur mikinn meiri-hluta á þingi. Hamas fékk 76 menn kjörna af 132 þing-mönnum, en Fatah-hreyfingin fékk 43. Fatah er flokkur þeirra sem hafa leitt sjálfstæðis-baráttu Palestínu-manna, lengi vel undir forystu Yassers Arafats. Ahmed Qurei, forsætis-ráðherra palestínsku heima-stjórnarinnar, og ríkis-stjórn hans hafa sagt af sér. Mahmoud Abbas, for-seti og leið-togi Fatah-hreyfingarinnar, ætlar að fá Hamas til að mynda nýja stjórn. Hann segist ætla að krefjast þess að við-ræður við Ísraela fari fram. Fatah-menn segjast ekki ætla að vera í stjórn með Hamas-hreyfingunni sem hefur framið flest hryðju-verk í Ísrael á síðustu árum og vill tor-tíma Ísraels-ríki. Niður-staða kosninganna er mikið áfall fyrir Ísraela og getur hún ráðið miklu um kosningarnar í Ísrael í mars-lok. Ehud Olmert, forsætis-ráðherra Ísraels, segist ekki ætla að ræða við Hamas. Mushir al-Masri, sem er hátt-settur í Hamas, hefur sagt að þeir hafi ekki hug á að viður-kenna Ísrael. Á Vestur-löndum hafa menn áhyggjur af þessum úrslitum og neita að eiga sam-skipti við ríkis-stjórn undir for-ystu Hamas nema sam-tökin láti af þeirri stefnu sinni að eyða Ísraels-ríki. Hamas til valda í Palestínu Reuters Stuðnings-menn Hamas fagna úrslitunum. Hulda Jónasdóttir, 17 ára stúlka úr Hafnar-firði, hleypur á morgun með Ólympíu-kyndilinn í gegnum borgina Como á Ítalíu. Vetrar-ólympíu-leikarnir, sem haldnir verða í borginni Tórínó, hefjast 10. febrúar. Hulda er skipti-nemi í Como, en í 5 borgum hafa skipti-nemar verið fengnir til að hlaupa með kyndilinn, og átti Evrópu-búi að hlaupa í gegnum Como. Sænskur strákur hafði verið valinn, en þegar hann for-fallaðist, var Hulda valin í staðinn. Hún sagði þetta 5 mínútna hlaup eftir aðal-götunni. „Ég er ör-lítið hrædd við að detta en ég er ekkert hrædd um að það slokkni á kyndlinum. Margir fjöl-miðlar verða við-staddir, og ég er ei-lítið hrædd um að segja ein-hverja vit-leysu við þá þó svo að ég geti bjargað mér í ítölsku,“ segir Hulda sem fór í við-tal með borgar-stjóranum á laugar-daginn. Hulda sagðist ekki fá greitt fyrir að hlaupa með kyndilinn, en hún megi kaupa hann fyrir 360 evrur, sem AFS á Ítalíu ætlar að gera. „Það væri samt gaman að vera með hann í herberginu sínu,“ segir Hulda. Hleypur með Ólympíu-kyndilinn Hulda Jónasdóttir. Ólafur Stefánsson slasaðist illa á fimmtu-daginn í sigur-leik íslenska lands-liðsins gegn Serbíu/Svartfjallalandi á Evrópu-meistaramótinu í hand-knattleik sem nú er í gangi. Ólafur fékk mikið högg á vinstri síðuna og átti erfitt með að anda eftir leikinn. Daginn eftir fór hann í mynda-töku, þar sem kom í ljós að hann er ekki rifbeins-brotinn. Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska lands-liðsins, segir þetta vera mikið áfall fyrir íslenska liðið. Ólafur gat ekki leikið á föstu-daginn í leiknum gegn Dönum, en vonandi verður hann kominn í það gott form að geta leikið móti Ung-verjum í dag. Ef svo verður ætti honum að vera óhætt að spila með í milli-riðlunum sem hefjast nú á þriðju-daginn. Ólafur ekki rifbeins- brotinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlúð að Ólafi. Íslensku tónlistar-verðlaunin voru veitt á miðvikudags-kvöld. Emilíana Torrini og Sigur Rós fengu hvor þrenn verð-laun. Plata Emilíönu, Fisherman’s Woman, var valin popp-plata ársins. Emilíana var söng-kona ársins og átti besta mynd-bandið. Plata Sigur Rósar, Takk, var valin rokk-plata ársins, sveitin var flytjandi ársins og fékk verð-laun fyrir plötu-umslag. Guðmundur Jónsson, óperu-söngvari og söng-kennari, fékk heiðurs-verðlaun Íslensku tónlistar-verðlaunanna af-hent af for-seta Íslands. Guðmundur söng síðar fyrir við-stadda við mikinn fögnuð. Lagið My delusions með Ampop var valið vin-sælasta lag ársins og Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, var valinn flytjandi ársins, en sú kosning fór fram á netinu. Íslensku tónlistar- verðlaunin 2005 Morgunblaðið/ÞÖKGuðmundur Jónsson tekur lagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.