Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 59
AUÐLESIÐ EFNI
Ibrahim Rugova, leið-togi
Kosovo-Albana, lést sl.
laugar-dag. Rugova var
stór-reykingamaður, og lést
úr lungna-krabbameini sem
hann greindist með í haust.
Hann var 61 árs. Rugova var
helsta sjálfstæðis-hetja
Kosovo-Albana, og var kjörinn
fyrsti for-seti Kosovo í
kosningum 2002. Eftir
stríðið, eða frá 1999, hefur
Kosovo verið undir stjórn
Sam-einuðu þjóðanna. Eiga
heima-menn að fá völdin
smám saman, og eru
Kosovo-Albanar að vonast
eftir sjálf-stæði frá Serbíu
brátt. Áttu þær við-ræður að
hefjast í Vín í Austur-ríki í
vikunni, en Sam-einuðu
þjóðirnar hafa nú frestað
þeim fram í byrjun febrúar.
Fimm daga þjóðar-sorg var
í Kosovo vegna dauða
Ibrahims Rugova. Hann var
borinn til grafar á fimmtu-dag,
en þangað til lá lík hans
frammi í þing-húsinu í
höfuð-borginni Pristina,
þangað sem þúsundir manna
komu að votta honum hinstu
virðingu.
Reuters
Ibrahim Rugova.
Forseti
Kosovo
látinn
Netfang: auefni@mbl.is
Hamas-hreyfingin, flokkur
íslamskra harðlínu-manna,
vann stór-sigur í
kosningunum meðal
Palestínu-manna á
miðviku-daginn og hefur
mikinn meiri-hluta á þingi.
Hamas fékk 76 menn kjörna
af 132 þing-mönnum, en
Fatah-hreyfingin fékk 43.
Fatah er flokkur þeirra sem
hafa leitt sjálfstæðis-baráttu
Palestínu-manna, lengi vel
undir forystu Yassers Arafats.
Ahmed Qurei,
forsætis-ráðherra
palestínsku
heima-stjórnarinnar, og
ríkis-stjórn hans hafa sagt af
sér. Mahmoud Abbas,
for-seti og leið-togi
Fatah-hreyfingarinnar, ætlar
að fá Hamas til að mynda
nýja stjórn. Hann segist ætla
að krefjast þess að við-ræður
við Ísraela fari fram.
Fatah-menn segjast ekki
ætla að vera í stjórn með
Hamas-hreyfingunni sem
hefur framið flest hryðju-verk
í Ísrael á síðustu árum og vill
tor-tíma Ísraels-ríki.
Niður-staða kosninganna
er mikið áfall fyrir Ísraela og
getur hún ráðið miklu um
kosningarnar í Ísrael í
mars-lok. Ehud Olmert,
forsætis-ráðherra Ísraels,
segist ekki ætla að ræða við
Hamas. Mushir al-Masri,
sem er hátt-settur í Hamas,
hefur sagt að þeir hafi ekki
hug á að viður-kenna Ísrael.
Á Vestur-löndum hafa
menn áhyggjur af þessum
úrslitum og neita að eiga
sam-skipti við ríkis-stjórn
undir for-ystu Hamas nema
sam-tökin láti af þeirri stefnu
sinni að eyða Ísraels-ríki.
Hamas til valda í Palestínu
Reuters
Stuðnings-menn Hamas fagna úrslitunum.
Hulda Jónasdóttir, 17 ára
stúlka úr Hafnar-firði, hleypur
á morgun með
Ólympíu-kyndilinn í gegnum
borgina Como á Ítalíu.
Vetrar-ólympíu-leikarnir, sem
haldnir verða í borginni Tórínó,
hefjast 10. febrúar.
Hulda er skipti-nemi í
Como, en í 5 borgum hafa
skipti-nemar verið fengnir til
að hlaupa með kyndilinn, og
átti Evrópu-búi að hlaupa í
gegnum Como. Sænskur
strákur hafði verið valinn, en
þegar hann for-fallaðist, var
Hulda valin í staðinn. Hún
sagði þetta 5 mínútna hlaup
eftir aðal-götunni.
„Ég er ör-lítið hrædd við að
detta en ég er ekkert hrædd
um að það slokkni á
kyndlinum. Margir fjöl-miðlar
verða við-staddir, og ég er
ei-lítið hrædd um að segja
ein-hverja vit-leysu við þá þó
svo að ég geti bjargað mér í
ítölsku,“ segir Hulda sem fór í
við-tal með borgar-stjóranum
á laugar-daginn.
Hulda sagðist ekki fá greitt
fyrir að hlaupa með kyndilinn,
en hún megi kaupa hann fyrir
360 evrur, sem AFS á Ítalíu
ætlar að gera. „Það væri
samt gaman að vera með
hann í herberginu sínu,“ segir
Hulda.
Hleypur með Ólympíu-kyndilinn
Hulda Jónasdóttir.
Ólafur Stefánsson slasaðist
illa á fimmtu-daginn í
sigur-leik íslenska
lands-liðsins gegn
Serbíu/Svartfjallalandi á
Evrópu-meistaramótinu í
hand-knattleik sem nú er í
gangi. Ólafur fékk mikið högg
á vinstri síðuna og átti erfitt
með að anda eftir leikinn.
Daginn eftir fór hann í
mynda-töku, þar sem kom í
ljós að hann er ekki
rifbeins-brotinn.
Viggó Sigurðsson, þjálfari
íslenska lands-liðsins, segir
þetta vera mikið áfall fyrir
íslenska liðið.
Ólafur gat ekki leikið á
föstu-daginn í leiknum gegn
Dönum, en vonandi verður
hann kominn í það gott form
að geta leikið móti
Ung-verjum í dag. Ef svo
verður ætti honum að vera
óhætt að spila með í
milli-riðlunum sem hefjast nú
á þriðju-daginn.
Ólafur ekki
rifbeins-
brotinn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hlúð að Ólafi.
Íslensku tónlistar-verðlaunin
voru veitt á
miðvikudags-kvöld. Emilíana
Torrini og Sigur Rós fengu hvor
þrenn verð-laun. Plata
Emilíönu, Fisherman’s
Woman, var valin popp-plata
ársins. Emilíana var
söng-kona ársins og átti besta
mynd-bandið. Plata Sigur
Rósar, Takk, var valin
rokk-plata ársins, sveitin var
flytjandi ársins og fékk
verð-laun fyrir plötu-umslag.
Guðmundur Jónsson,
óperu-söngvari og
söng-kennari, fékk
heiðurs-verðlaun Íslensku
tónlistar-verðlaunanna af-hent
af for-seta Íslands.
Guðmundur söng síðar fyrir
við-stadda við mikinn fögnuð.
Lagið My delusions með
Ampop var valið vin-sælasta
lag ársins og Örn Elías
Guðmundsson, eða Mugison,
var valinn flytjandi ársins, en
sú kosning fór fram á netinu.
Íslensku tónlistar-
verðlaunin 2005
Morgunblaðið/ÞÖKGuðmundur Jónsson tekur lagið.