Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’Ég er bestur þegar ég spila vel.‘Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, eftir sigur á Serbum í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu. ’En ég vona svo sannarlega að sá tími sé ínánd að við getum í öruggri vissu fagnað því að Þjórsárverum sé endanlega borg- ið.‘Steingrímur J. Sigfússon eftir að Landsvirkjun til- kynnti að hún hygðist leggja Norðlingaölduveitu til hliðar að sinni. ’Fólk á Íslandi sem stendur utan við trú-félög hefur ekkert val um hvert sóknar- gjöld þess fara. Þetta eru 7.000 krónur á ári sem fara bara sjálfkrafa til Háskóla Ís- lands, sé viðkomandi ekki skráður í neitt trúfélag.‘Hope Knútsson, baráttukona sem fluttist frá Banda- ríkjunum til Íslands fyrir meira en 30 árum. Hún er formaður Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, sem stendur meðal annars fyrir borgaralegum fermingum. ’Það er ekki gerður greinarmunur á hvöl-um, þeir eru heilagir hvar sem er í heim- inum. Svo hlæja menn að heilögum kúm!‘Andstæðingar hvalveiða fóru þess á leit við Vigni Árnason, verkfræðing í Þýskalandi, að hann þróaði tæki til að spilla hvalveiðum. ’Númer 19 er meiri prakkari og ekkimjög samviskusamur námsmaður.‘Starfsmaður Panda-rannsóknastofunnar í Kína um annað tveggja pandadýra sem Kínverjar hyggjast gefa Taívönum til marks um vinarhug sinn. Dýrin tvö, sem kölluð eru númer 16 og númer 19, læra þessa dagana þá mállýsku sem Taívanar nota til að þau geti átt auðvelt með að aðlagast sínu nýja heimalandi. ’Það er miklu betra að vera uppi núna. Þávar ekkert sjónvarp eða Play Station. Fátæktin var mikil og ástandið slæmt. London var hræðileg þá. Hún er miklu betri núna.‘Barney Clark, sem leikur Oliver Twist í nýrri mynd Romans Polanskis, var í viðtali við Morgunblaðið og kvaðst ánægður með að búa í stórborginni. Ummæli vikunnar Reuters Snillings minnst. Maður leggur blóm við gröf tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts í St. Marx kirkjugarðinum í Vín á föstudag, en þá voru 250 ár liðin frá því að tónskáldið fæddist. Mozarts er minnst með ýmsum hætti í Austurríki þessa dagana. Það spretta blöð með vísum og þjóð-legum fróðleik í hverjum kima ogkrók á heimilinu; þau vaxa á hillum,borðum, stólum og gólfum. Oft hef-ur þeim verið komið fyrir eins og pottaplöntum í möppum eða kössum – og stöð- ugt er hlúð að þeim. Sagnamaðurinn er í miðri frásögn. Hárið úf- ið eins og hugsanirnar, brosið groddalegt eins og lýsingarnar og líkaminn lítið eitt boginn; sögurnar aldrei bein lína. Stefán Þ. Þorláksson, fyrrverandi mennta- skólakennari og leiðsögumaður í fleiri en ein- um skilningi, er að lýsa sagnagáfu sveitunga síns á æskuslóðum í Þistilfirði, Þorvaldar á Völlum. – Hann var fullkomnastur listamanna á þessu sviði, þeirra sem ég hef kynnst. – Hvers vegna? Stefán færir kaffibollann, hallar sér fram á borðið og lítur til lofts – með fjarrænu bliki. – Það liggur ekki bara í einu atriði. Ef komu fram mótbárur við fremur hrikalegri frásögn Þorvaldar, þá jók hann bara á hana. Þegar ég var krakki var hann í kaffi hjá móð- ur minni og sagði frá komu sinni í Flautafell. Þar þótti þrifnaður ekki nema í meðallagi. Og ég segi söguna eins og Þorvaldur, svo að þú heyrir hvað hún er knöpp. Ekki hálfu orði ofaukið. Stefán umhverfist í framan þegar hann líkir eftir Þorvaldi, verður skrækróma og talar hægt og niður í annað munnvikið, áhersla á hverju atkvæði: – Og Sigurbjörg mín, hún bar mér mat. Lyktin, hún var svo hroðaleg að það snar- dimmdi í stofunni, hundarnir ældu um- svifalaust og ruku svo út. Þá segir mamma: Eitthvað ferðu nú frjáls- lega með. Það er rétt hjá þér Þuríður mín, segir Þor- valdur. Þeir komust aldrei nema út undir gætt- ina, þar leið yfir þá. Þessum stílgaldri beitti Þorvaldur oft fyrir sig og alltaf var orðfærið hnitmiðað. Að þessum orðum töluðum stendur Stefán upp til að ná í kaffi. Hann bendir á stofuborðið: – Heldurðu að þú rýmir ekki fyrir bollanum? Og blaðamaður ýtir til hliðar Der Spiegel, sem Stefán sækir visku sína í, dagblöðum, smá- ritum og lausum blöðum. Þegar Stefán hefur innbyrt slurk af myrkri, eins og nauðsynlegt er góðum sagnamönnum, heldur frásögnin áfram: – Einhvern tíma kom Þorvaldur heim í Sval- barð og stansaði lengi dags. Þetta var að vetr- arlagi. Um miðjan dag fer faðir minn að sinna fénaði en Þorvaldur segir okkur bræðrum sög- ur inni í stofu. Ég hef verið átta níu ára þegar þetta var, en bróðir minn nærri þremur árum yngri. Ekki voru kveikt ljós, þá höfðum við ekki rafmagn, og Þorvaldur sagði sögur í rökkrinu: Þá voru tröllin orðin sjaldgæf. Þar bjó risi í fjalli og hafði ekki séð tröllkerlingu í mörg hundruð ár þegar hann heyrði af einni í fjalli eigi alls fjarri. Af því hann var blindur orðinn og örvasa, þá fékk hann tólf fíleflda karla til að vísa sér leiðina og ganga undir skaufann. Og þegar þeir höfðu komið honum á réttan stað, þá hnykkti hann svo á að þeir hurfu allir í froðunni og hefur ekki sést eyvi af þeim síðan. – Voru fleiri sagnamenn á æskuslóðunum? – Já, þarna voru margir ágætir sagnamenn, s.s. Arngrímur Jónsson í Hvammi, fæddur og uppalinn á Hávarðsstöðum í Hvammsheiði. Ég heyrði hann segja frá því þegar hann var á heimleið úr kaupstað með sleða. Hann verður þess var að sleðinn þyngist og þyngist. Og lengi stillir Arngrímur sig um að líta aftur fyrir sig. En þegar hann snýr sér við, þá er eins og hann grunar: Andskotinn situr á sleðanum! Já-á, hváir Stefán og hlær. Ég er nú hræddur um það! – Og hvað gerði Arngrímur? spyr blaðamað- ur forvitinn. – Það var ekkert minnst á það. Þegar svona sögur eru sagðar, þá má aldrei spyrja neins. Það má ekki hvekkja sögumanninn með því. – Hvað telur þú mikilvægast fyrir sagna- menn að hafa í huga þegar þeir segja frá? – Í fyrsta lagi að hafa glögga yfirsýn, sér- staklega í fyrstu setningum sögunnar og rifja upp nöfn. Nöfn eru nauðsynleg í sögum. Þau auka sannleiksgildi. Ef maður nefnir viðkom- andi, þá er hann ekki bara einhver og einhver. Já-á, segir Stefán og skvettir kaffi á andann. Svo verður að fara varlega með að stigbreyta það sem ekkert er. Ef þú ert til dæmis félaus, þá get ég ekki verið félausari en þú. Af því að þú átt ekki neitt. Þá er félaus farið að merkja félítill eða eitthvað ótiltekið og hefur enga fasta merkingu eftir það. Margir lýta frásögnina með þessu. Oftast er þetta notað í sambandi við vitlaus, þá er gjarnan sagt: Hinn er þó enn vit- lausari! Það er heldur ekki sama hvernig sagan er sögð; áherslur og hraði verður að vera í sam- ræmi við söguna. Það sér maður hjá góðum ljóðskáldum, t.d. Stefáni frá Hvítadal, hvað þau hafa gott vald á hraða í ljóðunum. Einar Bene- diktsson skarar fram úr hvað þetta varðar eins og í öðru sem snýr að ljóðagerð. Það sést að hann hefur kunnað að segja frá; það er að jafn- aði einhver styrkur í frásögn Einars sem mað- ur finnur ekki hjá öðrum. – Þú varst kennari í Menntaskólanum á Akureyri í marga áratugi; sagnagáfan hefur nýst þér í kennslunni. – Já, og svo fór ég líka með ljóð. Mér finnst nauðsynlegt að bregða út af þessu eilífa hjakki í kennslunni. Maður má vara sig á því að gera ekki nemendur bæði blinda og heyrnarlausa með sífelldu sífri. Stefán er ekki bundinn einum stað í tilver- unni; hann er margra staða. Og skoðanir hans á þeim oft óvæntar. – Skagfirðingar eru komnir frá Jórdaníu, segir hann íbygginn. – Nú? – Þegar ég var við nám í Stuttgart kynntist ég manni frá Jórdaníu, sem sagði mér frá því hvernig sitt heimafólk skemmti sér. Þá sjaldan haldin eru böll þá er það gert á vallgrónu landi. Sett er upp indjánatjald og inni fyrir dansar múgurinn eða klifrar upp súluna og lætur sig detta niður. En úti fyrir standa gamlingjarnir, drekka brennivín gagnstætt kóraninum og segja frá horfnum góðhestum; ýmist það eða stökkva á bak og þeysa um grundina og sitja þá ýmsir öfugt. Nú kom ég á samkomu á Vallabökkum og allt var nákvæmlega eins og maðurinn frá Jórdaníu hafði lýst því, en ekki svipað neinu samkomuhaldi sem ég hef séð hér á landi. Þjóðlegur áhugi Stefáns spannar breitt svið og nær einnig til matargerðar – um það sann- færist hver sá sem lítur í matarkistur hans. – Ég fékk í haust 50 kjamma austan frá Kópaskeri sem endast þó ekki út árið. En mér finnst ekkert varið í svið nema af feitu fé, og stóru. – En hvað finnst þér um grænmeti? – Ég er búinn að vera í Hveragerði. – Áttu sögu af Þorvaldi í lokin? – Nú var almennur sveitafundur á Svalbarði, segir Stefán og frásögnin hefst þegar. Hjörtur hreppstjóri var fundarstjóri og spyr viðstadda samkvæmt föstu ritúali um veikindi í búfé. Menn þegja allir. Svo hann spyr aftur, hvort það hafi virkilega ekki orðið vart neinna veik- inda í búfé. Ojú, ekki er nú laust við það, segir Þorvald- ur. Það gekk ær hjá mér í túninu í haust. Hana tók að blása upp dag frá degi. Þangað til ég kem út einn morguninn, þá liggur hún þar dauð og strekkir limi til lofts. Ég fór út og spretti á kviðinn á henni. Þar flaut út vökvi, sem fyllti þrjá kjagga og tvær blikkfötur. Sjálfsagt er þetta nú frjálslega frá sagt, segir hreppstjórinn. Þorvaldur stundi við, leit í gólfið og sagði lágt: Það fór mikið niður! Stefán tekur stutta kúnstpásu, eins og í virð- ingarskyni við Þorvald, og segir að lokum: – Eins og ég hef sagt, þarna er hámark snilldarinnar. Aldrei spyrja sögumanninn neins VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Stefán Þ. Þorláksson Morgunblaðið/Pétur Blöndal STEFÁN Þ. ÞORLÁKSSON Tólf fílefldir karlar vísuðu honum leiðina og gengu undir skaufann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.