Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁST OG ÖRYGGI Ást til maka og öryggi er aðal- ástæða þess að pör af sama kyni velja að ganga í staðfesta samvist, fremur en þau réttindi sem fylgja staðfestingunni. Þetta er meðal nið- urstaðna í nýrri rannsókn sem Anna Einarsdóttir uppeldis- og mennt- unarfræðingur hefur gert á áhrifum lagasetningar um staðfesta samvist samkynhneigðra. Mikilvæg ástæða var að parasamband við einstakling af sama kyni yrði með staðfesting- unni sýnilegra og viðurkennt í sam- félaginu að sögn svarenda. Með hálft kíló af kókaíni Þrír átján ára piltar voru teknir með hálft kíló af kókaíni í Leifsstöð á fimmtudag og voru úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald á föstudag. Þetta er með stærstu kókaínmálum sem upp hafa komið í Leifsstöð á liðnum árum. Smyglararnir földu efnið innanklæða. Fylgi flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn fær 44,7% fylgi og Samfylkingin 23,6% þeirra sem taka afstöðu til stjórnmála- flokkanna í þjóðmálakönnun Félags- vísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem unnin var 18.–25. janúar. Úr- taksstærð var 1.200 manns á öllu landinu og var nettósvarhlutfall 70,6%. Spenna í Palestínu Vaxandi spenna er á milli stuðn- ingsmanna Fatah- og Hamas- hreyfingarinnar eftir sigur þeirrar síðarnefndu í kosningunum í Palest- ínu. Hafa Fatah-liðar farið þúsund- um saman um götur á Gaza og víðar og krafist þess, að Mahmoud Abbas forseti og öll miðstjórn flokksins segi af sér. Kenna þeir spillingu þeirra um ósigurinn og segjast aldr- ei munu taka saman við Hamas í stjórn. Komið hefur til skotbardaga milli Hamas- og Fatah-liða og særð- ust níu manns í þeim. Í gær ruddust vopnaðir Fatah-liðar inn í þinghúsið í Ramallah og skutu þar upp í loft. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárstuðningi við Palestínu nema Hamas hafni ofbeldi. Y f i r l i t Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir Sumarbæklingur Heimsferða. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Fréttaskýring 8 Myndasögur 62 Sjónspegill 36 Dagbók 62/65 Forystugrein 38 Víkverji 62 Reykjavíkurbréf 38 Staður og stund 64 Íþróttir 33 Leikhús 66 Umræðan 44/52 Bíó 70/73 Bréf 53 Sjónvarp 74 Hugvekja 54 Staksteinar 75 Minningar 54/58 Veður 75 * * * RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson RE 200 hefur orðið vart við peðrur, litlar torfur, af loðnu austan við Hvalbakssvæðið og er mikið af þorski og öðru lífi undir torfunum. Bjartur NS frá Nes- kaupstað var á ferðinni nær landinu og lét vita af loðnu á grunnslóðinni en svo virðist sem lítill kraftur sé í loðnugöngunni enn sem komið er, að sögn Sveins Sveinbjörnssonar fiskifræðings, sem sat í gær morgunvaktina í Bergmálinu, stjórnstöð leitarinnar um borð í skipinu. Nokkrar eru norsk-íslenskar Laust upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags varð vart við nokkrar torfur, þar af eina áberandi stærsta, 23 mílur austur af Litladýpi, sem gengur út úr Fætinum. Flottrollið var sett út og tekið hal fyrir sýni og reyndist þetta stór og falleg síld, sem nú er í rannsókn í rannsóknastofu skipsins, þar sem hún er aldurs- og kyngreind og síðan er skoð- að sérstaklega hvort síldin er úr norsk-íslenska síldarstofninum. Anna Heiða Ólafsdóttir líffræðingur og Leifur Aðalsteinsson rannsóknarmaður fundu nokkrar síldar úr norsk-íslenska stofninum í sýnaúrtakinu sem komið var nálægt hrygningu og sagði Anna Heiða að það væri ekki óalgengt að finna einstakar síldar innan um íslensku sumargotssíldina. Í morgunsárið í gær, laugardag, var skipið statt suðaustur af Litladýpi þar sem lóðar á loðnu sem verður tekið sýni úr auk þess sem Sveinn vill láta toga eftir þorski nær botninum undir loðnutorf- unum til að sjá og rannsaka lífið sem sést á dýpt- armælinum. Sónartæki er sett á lánsflottrollið frá Faxa RE og eru sendingarnar frá sónarnum vist- aðar inn á tölvu til að vinna úr seinna. Guðmundur VE kastaði í fyrrinótt á Rauðatorg- inu, þar sem Árni Friðriksson RE fann loðnuna á föstudagsmorgun. Þar er loðnan unnin um borð þar sem skipið hefur leitarkvóta. Áta mældist 10% í loðnunni á svæðinu svo hún var vinnsluhæf fyrir markað sem leyfir meiri slaka eins og sá rúss- neski. Loðnan er að síga upp í kantinn austur af landinu, en krafturinn í loðnugöngunni er enginn ennþá. Loðnugangan kraftlaus enn Eftir Kristin Benediktsson um borð í Árna Friðrikssyni RE 200 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er vel tækjum búið og hefur fundið nokkrar loðnutorfur. ÞEIR sem harðast ganga fram í svokallaðri málvernd gætu í reynd orðið hættulegustu fjandmenn tungunnar og íslenskunni er enginn greiði gerður með því að loka hana innan rimla í menningarlegu safni eða fangelsi. Staðnað tungumál mun óhjákvæmilega deyja, sagði Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, meðal annars í ræðu sinni við útskrift fyrstu meistaranemanna í lögfræði frá skólanum í gær, laugardag. Í ræðu sinni sagði Runólfur að hlutverk háskóla væri meðal annars að búa nemendur undir líf og störf í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Færni í ensku væri lykilatriði í þeim efnum og það væri „fráleitur heimóttarskapur að telja slíkt ógn- un við íslenskuna“. Virk erlend samskipti myndu efla þjóðarvitund okkar og þar með tunguna en ekki draga úr vægi hennar. Hann bætti því við að umræðan um hlutverk tungunnar væri athyglisverð og spurði hvort tungan ætti ekki að þjóna sam- félaginu en ekki öfugt. „Er ekki eðlilegt að lifandi tungumál þróist og taki breytingum með því sam- félagi sem talar viðkomandi tungu? Eiga ekki tungan og samfélagið að eiga samleið?“ Runólfur benti á að aldrei hefði jafnstórt hlutfall þjóðarinnar tjáð sig opinberlega. Þúsundir Íslend- inga héldu úti bloggsíðum, bókaút- gáfa stæði með blóma og gríðarleg gróska hvert sem litið væri. Væri þetta merki um deyjandi tungu? „Er það ekki þvert á móti þannig að þeir sem harðast fram ganga í svokallaðri málvernd gætu í reynd orðið hættulegustu fjandmenn tungunnar? Í samfélagi morgun- dagsins getum við ekki talað tungu gærdagsins. Börnin okkar lifa í öðru samfélagi en tíðkaðist í ís- lenskum sveitum um miðja síðustu öld. Umræðuefnin eru önnur, orðin eru önnur og þarfir samfélagsins til þess samskiptamiðils sem tungan er hljóta að taka mið af slíku. Ís- lenskunni er enginn greiði gerður með því að loka hana innan rimla í menningarlegu safni eða fangelsi. Staðnað tungumál sem ekki fylgir þörfum talenda mun óhjákvæmi- lega deyja. Sá málfarsfasismi sem vill með einhvers konar hrein- tungustefnu í reynd skilja að Ís- lendinga og íslenskuna er því lík- lega meiri ógnun við tungumál okkar heldur en meintar málvillur ungmenna.“ Rektor á Bifröst við útskrift fyrstu lögfræðinga skólans Staðnað tungumál mun óhjákvæmilega deyja Runólfur Ágústsson BÍLL eyðilagðist í eldsvoða í Ár- túnsbrekku á föstudagskvöld en ökumann og einn farþega sem var með honum í bílnum sakaði ekki. Eldurinn kom upp í vélarhúsi bílsins og var slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins kallað út. Gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en slökkvi- starf tók um hálfa klukkustund. Ljósmynd/Viggó Helgi Bíll brann í Ártúnsbrekku MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Bauhaus AG, í tilefni orða Steins Loga Björns- sonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í Morgunblaðinu í fyrradag, um af- komu Bauhaus á Norðurlöndum. Fyrir hönd Bauhaus sendir Helmut Diewald athugasemdina: „Í Morgun- blaðinu á föstudag er haft eftir for- stjóra Húsasmiðjunnar, að fjárhags- leg afkoma Bauhaus á Norðurlöndum hafi verið undir væntingum. Bauhaus vill vekja athygli á því að sl. 16 ár hef- ur fyrirtækið rekið Bauhaus Gerðu það sjálf/ur verslanir (Do It Yourself) á Norðurlöndum. Verslunum okkar hefur verið vel tekið af viðskiptavin- um okkar á Norðurlöndum og vegna hinna góðu undirtekta hefur verslun- um okkar á Norðurlöndum stöðugt fjölgað. Á þessu ári einu, munum við opna nýjar verslanir á Norðurlönd- um, sem eru að fermetrafjölda stærri, en samanlagður fermetrafjöldi Húsa- smiðjunnar. Og það fer ekki á milli mála, að við erum í viðskiptum af fullri alvöru: Við opnum ekki nýjar verslanir til þess að tapa peningum. Jafnvel forstjóri ótta- slegins keppinautar á markaði, hlýtur að átta sig á því. Bauhaus AG fer fram á að þessi leiðrétting birtist, ekki síst vegna þess að rekstur fyrirtækisins á Norð- urlöndum hefur gengið í fullkomnu samræmi við allar væntingar. Jafn- framt vill Bauhaus benda á, að félagið er einkafyrirtæki, sem veitir engar upplýsingar um fjárhagslega afkomu sína. Því hefur forstjóri Húsasmiðj- unnar á engu að byggja, er hann kem- ur fram með staðhæfingar um af- komu Bauhaus og því verða orð hans ekki túlkuð á annan veg, en að hér sé um getgátur að ræða.“ ♦♦♦ Segir forstjóra Húsasmiðjunnar með getgátur ÁTTA ökumenn voru teknir fyrir ölv- unarakstur í Reykjavík í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar eru þetta óvenju- margir sem teknir eru á einni nóttu í borginni. Rólegt var hins vegar á vaktinni hjá lögreglunni í Kópavogi og Hafnarfirði í fyrrinótt. Átta stútar teknir LAGT var til á ríkisstjórnarfundi á föstudag að ríkisstjórnin verði 1,7 milljónum króna af sameiginlegu ráð- stöfunarfé sínu til Samtakanna 78 til fræðslu og ráðgjafar á vegum sam- takanna í ár. Ríkisstjórnin hefur á liðnum árum veitt samtökunum fram- lag til þess að standa straum af kostn- aði þeirra við sérstakan fræðslufull- trúa. Forsætisráðherrann lagði þetta til á fundinum. Samtökin 78 fái 1,7 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.