Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 67 MENNING TVÖ verk eru á efnisskránni á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands sem verða í Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 29. janúar kl. 16. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar á nýbyrjuðu ári. Ann- ars vegar minnist hljómsveitin þess að 250 ár eru um þessar mundir liðin frá fæðingu W. A. Mozarts og flytur óbókonsert í C- dúr eftir þennan einn mesta tón- snilling allra tíma, en hitt verkið sem hljómsveitin leikur er Sinfónía nr. 1 í c-moll eftir Johannes Brahms. Einleikari á óbó verður Daði Kolbeinsson en stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. Daði er fyrsti óbóleikari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands en leikur nú í fyrsta sinn með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. „Það er mikill fengur í því að fá Daða til liðs við okkur, hann er óbóleikari í fremsta flokki og ég get lofað því að það verður fallegur Mozart sem menn fá að heyra á tónleikunum, það verður enginn svikinn,“ segir Guð- mundur Óli. Hann segir konserta Mozarts þægilega áheyrnar, enda hafi þeir verið skrifaðir sem skemmtitónlist. „Þetta er stórkostleg tónlist og það gerir það að verkum að menn eru að halda upp á 250 ára fæðing- arafmæli hans. Öll verk Mozarts bera snilligáfu hans vitni, það er eitthvað guðdómlegt í þeim, þau eru ekki venjuleg.“ Ástæða þess að óbókonsertinn var valinn á efnisskrána segir hljómsveitarstjórinn m.a. vera þá að tími hafi verið kominn til að fá Daða til að leika einleik með hljóm- sveitinni, en að auki hafi verkið rímað vel við 1. sinfóníu Brahms. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur áður flutt tvær af fjórum sin- fóníum Brahms. „Þá eigum við eina eftir sem vonandi verður spil- uð á næsta ári,“ segir Guðmundur Óli. Sinfóníur Brahms eru stórar og miklar, „og eru eiginlega hver fyrir sig heill heimur.“ Stjórnand- inn segir Brahms sporgöngumann Beethovens. „Hann var mjög með- vitaður um að hans sinfóníur væru framhald af sinfóníum Beethovens, enda er þessi fyrsta sinfónía Brahms stundum kölluð 10. sin- fónía Beethovens.“ Brahms var kominn nokkuð á aldur þegar hann lauk við þessa sinfóníu og gaf hana út. Aðspurður um af hverju hann hefði ekki sent frá sér slík verk fyrr sagði hann ekki auðvelt að skrifa sinfóníu þegar maður heyrði ávallt fótatak risans að baki sér. „Þetta eru ólík verk, en ríma ágætlega saman, þau mynda jafn- vægi í efnisskránni.“ Tónleikarnir nú á morgun eru „stóru sinfón- íutónleikar hljómsveitarinnar í vet- ur,“ eins og Guðmundur Óli orðar það. Um 45 hljóðfæraleikarar taka þátt, flestir af Norðurlandi en einnig koma hljóðfæraleikarar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina að þessu sinni. „Þetta eru flottar sinfóníur, það má segja að kosturinn við það að halda sjaldan tónleika af þessu tagi sé að maður getur leyft sér að velja aðeins það besta.“ Brahms og Mozart á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Leyfum okkur að velja aðeins það besta Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Daði Kolbeinsson Guðmundur Óli Gunnarsson FYRIR nokkrum árum las ég viðtal við bandaríska listamanninn Julian Schnabel þar sem hann vitnaði í rit- höfundinn William Gaddis; „Vanda- málið við málverk í dag er að um leið og það birtist manni sýnist það kunn- uglegt.“ Schnabel var þó ekki sam- mála samlanda sínum um að þetta væri vandamál í málaralistinni heldur sá hann kunnuglegheitin sem kost. Álíka viðhorf og Schnabels end- urspegluðust einnig í abstraktverk- um póstmódernismans þar sem kunnuglegheitin voru/eru beinlínis notuð til að gera tungumál abstrakt- listarinnar aðgengilegt. Haft var eftir hollensk-bandaríska málaranum Pet- er Schuyff í viðtali í Art in America að þessi staða abstraktmálverksins væri öllum í hag því að nú þekktu allir ab- straktsjónina og þar af leiðandi auð- veldara að nálgast hana og skilja. En auðvitað skilja ekki allir ab- straktlist. Sá sem skilur hana er samt ekkert klárari en þeir sem ekki skilja hana heldur finnur hann samhljóm við myndmálið eða tungumálið og fær þar af leiðandi áhuga á að kynnast því til hlítar. Byrjar þá að læra tungu- málið. Abstraktsjónin er í raun jafn- skiljanlegt tungumál og hið talaða orð. Skilningurinn er einfaldlega af skynrænum toga. Ekki rökrænum. Helgi Már Kristinsson er ungur listmálari sem lítið hefur borið á í sýningarhaldi en ég hef rekist á eina og eina mynd eftir hann síðan á út- skriftarsýningu hans frá LHÍ árið 2002. Hann málar abstrakt myndir. Að forminu til hafa verk hans minnt svolítið á seinni tíma verk Brice Mar- dens, nema að þau hafa verið heldur einhæf og aum samanborið við Mar- den. Myndir upp byggðar af ein- hverskonar óræðu net-mynstri eða kerfi sem fléttast saman á fletinum. Helgi sýnir nú sína fyrstu einka- sýningu í Gallerí Sævars Karls og má sjá áhugaverðar hreyfingar frá því sem var. Annars vegar hefur hann „poppað“ myndirnar upp með skær- um tærum litum. Formið er þó tak- markað við áðurnefnda þræði og fag- urfræðin miðast við sætleika yfirborðsins sem væntanlega eru borgaralegu áhrifin sem listamað- urinn greinir frá í texta sem fylgir sýningunni. Aðrar myndir spegla náttúruáhrifin og eru öllu líflegri að sjá. Þar gætir sterkra áhrifa af mál- verkum Bernds Koberling þar sem þunnt litarefnið flýtur um myndflöt- inn. Netþræðirnir liggja svo ofan á líkt og listamaðurinn sé að sýna míkró-nærmyndir af teikningu. Mynd innan myndar, eins og það er jafnan kallað. Þessi aðferð opnar myndflötinn allverulega og rými- kennd skapast á milli þess ósjálfráða og stýrða. Hvað nálgunina varðar bera verkin þess merki að listamaðurinn sé enn að taka inn efni og áhrif án þess að vinna markvisst úr þeim. Þ.e. að tungumálið liggur fyrir en listamað- urinn er ennþá að leita að eigin rödd þótt hljómur sé vel á veg kominn. Ég vænti þess að þetta smelli nú allt saman í náinni framtíð og ég hlakka bara til að sjá þegar það gerist. Tungumálið MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Opið á verslunartíma. Sýningunni er lokið. Helgi Már Kristinsson Jón B.K. Ransu SÝNINGU systranna Áslaugar og Ingileifar Thorlacius í Gallerí + mætti lýsa sem lágstemmdri og inni- legri. Innileikinn felst í því persónu- lega sambandi sem greina má á milli listamannanna og verkanna. Áhorf- andinn hins vegar gæti upplifað sig örlítið utangátta þar sem framsetn- ing verkanna er á hlédrægari nót- unum og engar vísanir í texta um hugmyndafræðilegt inntak þeirra. Þó þarf ekki nema örlítið ímynd- unarafl til að tengja fagurfræði myndverkanna og framsetningu verkanna við pólitíska og heim- spekilega umræðu samtímans um náttúrusiðfræði og samspil menn- ingar og náttúru. Áslaug sýnir ljósmyndir, vatns- litamyndir og blýantsteikningu af ís- lenskum blómum. Ljósmyndirnar eru hefðbundnar og sýna smávaxinn gróður í sínu náttúrulega umhverfi en hinar sýna blómin aðgreind frá umhverfinu og aðskilin frá rótfest- unni að hætti skýringamynda í gömlum grasafræðibókum. Um leið vegur listræn útfærsla jurtanna þyngra en raunsæ eftirlíking þeirra. Roðafífill, Melasól, Krossmaðra og fleiri jurtir eru málaðar í afar gagn- sæjum og fölum litum og draga fram örþunna og brothætta áferð sem miðla tilfinningunni fyrir hinu hverf- ula andartaki þegar uppslitið blóm er dáið á meðan það virðist enn lif- andi. Myndband Ingileifar af kúrandi hundi sem hringar sig saman í stól hefur yfir sér eitthvað af þeim sama dapurleika varnarleysis sem finna má í fölnandi blómamyndum Áslaug- ar. Um leið og hlýlegt heimilis- umhverfið og notaleg dægurlög út- varpsins skapa kunnuglega sviðsmynd afslöppunar og öryggis er maður ekki viss um hvort gól hundsins með sumum lögunum eru skemmtileg tilraun hans til að taka þátt í söngmenningu mannsins eða hvort þau eru ámátleg og sprottin upp úr leiðindum. Verk Ingileifar og Áslaugar kall- ast á ef verkin eru lesin á þessum nótum og sýningin hefur víðari skír- skotanir en í fljótu bragði virðist. Hún heldur áfram að virka innra með áhorfandanum sem fagur- fræðileg eða tilfinningaleg rökræða frá því sjónarhorni sem gefið er í sýningunni. Sýningin er einhvern- veginn eins og viðfangsefni hennar bæði góð og vond á svolítið sér- stakan hátt, og er það helsta aðal hennar. Það hefði þó ekki eyðilagt fyrir þótt nöfn blómanna á myndum Áslaugar væru tengd hverri mynd fyrir sig og myndband Ingileifar virðist óþarflega langdregið, en þessi atriði í framsetningunni er partur af viðmóti sýningarinnar gagnvart áhorfandanum. Syngjandi hundur og sölnuð blóm MYNDLIST Gallerí + Akureyri Sýningunni lýkur í dag. Áslaug Thorlacius Ingileif Thorlacius Úr myndbandi Ingileifar Thorlacius. Þóra Þórisdóttir HAFI það farið fram hjá einhverjum tónlistarunnendum að 250. afmæl- isár Mozarts hófst í gær, þá var varla Ríkisútvarpinu um að kenna, ef marka má Mozartmettaða dag- skrá þess sama föstudag. Aðrar málsmetandi menningarstofnanir lýðveldisins, jafnt sem tónlistar- hópar og einstaklingar, eiga eftir að minnast þess með ýmsum hætti, og sjálft flaggskipið, SÍ, byrjaði fyrir sitt leyti með konsertuppfærslu kvöldið áður á „Mildi Títusar“ – Le Clemenza di Tito á ítölsku frummáli. La Clemenza varð næstsíðasta ópera Mozarts, samin 1790 við afar stressandi aðstæður á litlum 18 dög- um í miðjum tveimur öðrum aðkall- andi verkefnum – Sálumessunni fyr- ir Walsegg greifa og Töfraflautunni í samvinnu við Schikaneder. Hún ber fyrir vikið merki tímaeklu tón- skáldsins við sára fjárþröng. Því þótt engu að síður votti innan um fyrir skugganum af undangenginni meistarasnilld Da Ponte-óperanna og hinni eftirkomandi ævintýralegu upphafningu frímúrarahugsjóna, þá má á flestu heyra að ekki var um neina óskapöntun að ræða í tilefni af krýningu Leopolds II, nýs keisara „Hins heilaga rómverska ríkis af þýzkri þjóð“, sem konungs yfir Bæ- heimi í Prag sama haust. Öðru nær. Alvarlega barokkóperugreinin opera seria var löngu farin að ganga sér til húðar, og margtónsett söngrit Metastasios úr fornsögu Rómverja, ritað á háskeiði einveldisins um 1700, ber með sér holan undirsáta- hljóm liðins tíma sem tæplega gat tendrað uppreisnarneista tónlífgara Fígarós. Þegar við bætist að Mozart þurfti að umrita tvö tenórhlutverk fyrir geldingssöngvara Pragóperunnar er ekki undarlegt þó að Mildi Títusar höfði síður til nútímahlustenda en flestar aðrar þroskaáraóperur hans, enda mun sjaldnar flutt. Í því ljósi mætti kannski segja að Mozartárið hjá SÍ hafi byrjað með viðsnúningi orðtaksins yfir í „hefja skal leik með- an lægst er“ – í frómri von um hið gagnstæða áður en Mozartárið er á enda. Samt sem áður var vissulega nokkur áfangi fólginn í því að verkið skyldi nú, ef rétt er skilið, fært upp í fyrsta sinn á Íslandi; að vísu án bún- inga og leiktjalda. Það var ekki tekið fram í tónleikaskrá, en af ítarlegri afrekakynningu mátti þó geta sér til um að líklega hefði Atli Rafn Sigurð- arson leikstjóri tekið að sér upp- lestur söguframvindu á milli atriða, hvað hann gerði með rösklegum til- þrifum – utan þess hvað óhóflegar áherzlur á fyrstu atkvæði orða klipptu jafnan af endingum þeirra í framsögn. Kom framlag hans samt í góðar þarfir. Ekki verður annað sagt um hljóð- færaleikinn en að hann hafi allt frá byrjun verið í toppformi undir hnit- miðaðri stjórn Rumons Gamba; ná- kvæmur, snarpur og fágaður – og ekki sízt vel samtaka við sönginn. Hinn tiltölulega litli þáttur kórsins var í beztu höndum hins upp í 30 manns stækkaða Hljómeykis. Af einsöngvurum bar mest á stórum hlutverkum Gunnars Guðbjörns- sonar, er söng Títus Vespaníanus- arson af þróttmikilli tilfinningu fyrir textainntaki, og Daniellu Hal- bwachs, er söng Vitelliu í forföllum Söruh Fox. Söngsvið rullunnar var óvenjuraddvítt, enda áttu lægstu tónar til að detta áþreifanlega niður í styrk, en hásviðið var hins vegar glansandi þétt og tilkomumikið. Meðal annarra hlutverka skar Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir sig einna fallegast úr í hlutverki Sextusar, en einnig stóðu Rannveig Fríða Braga- dóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Davíð Ólafsson sig prýðisvel í hlut- verkum Anniusar, Serviliu og Publi- usar lífvarðaforingja. Nauðug einvalds- hylling stórsnillings TÓNLIST Háskólabíó W.A. Mozart: La clemenza di Tito. Ein- söngvarar: Gunnar Guðbjörnsson (Títus), Danielle Halbwachs (Vitellia), Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir (Sextus), Rannveig Fríða Bragadóttir (Annius), Hallveig Rún- arsdóttir (Servilia) og Davíð Ólafsson (Publius) ásamt kammerkórnum Hljóm- eyki og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudag- inn 26. janúar kl. 19:30. Óperutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.