Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 61 FRÉTTIR St af ræ na hu gm yn da sm i› ja n /4 05 8 Hvaða tala ætti að koma næst í talnarununni hér á eftir? 1,000 ; 0,500 ; 0,333 ; 0,250 ; 0,200 ; 0,167 . . . . Skrifaðu svarið með þremur aukastöfum. Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 9. febrúar nk. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 30. janúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 hinn sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinnings- hafanna. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar HÆTTA!-hópurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er yfirlýsingum iðnaðarráðherra um stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvera á Suðurnesjum og á Norðurlandi án nokkurs samráðs við fólkið í landinu. Í yfirlýsingunni segir að þótt annað sé gefið í skyn séu slík- ar hugmyndir ávísun á meiri virkj- anaframkvæmdir en áður hafi þekkst hérlendis, að Kárahnjúkavirkjun meðtalinni, og kallar á að helstu fall- vötn landsins verði virkjuð. Hópurinn krefst þess að stjórnvöld upplýsi almenning strax að fullu um það hvaða virkjanir er fyrirhugað að ráðast í vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda og geri skýra grein fyrir efnahagslegum, náttúrufarslegum og þjóðfélagslegum afleiðingum þeirra áður en lengra er haldið. Nú þegar fari 70% allrar raforku í stóriðju. Verði Kárahnjúkavirkjun tekin í notkun fari hlutfallið í 80% og með þeim framkvæmdum sem nú eru boðaðar fari það yfir 90%. Undarlegt sé að í landi sem er kynnt erlendis sem náttúruperla norðursins skuli framtíðarhugsun stjórnvalda ein- skorðast við álver og stóriðjufram- kvæmdir. Spyr hópurinn hvort Ís- land hafi hag af því að fórna náttúru landsins fyrir raforkuna og selja síð- an 90% hennar undir kostnaðarverði, „raunar á lægsta verði í Evrópu og þótt víðar væri leitað“, segir í yfirlýs- ingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að stað- reyndir hafi verið þaggaðar niður og hagfræðilegum og náttúrufræðileg- um niðurstöðum stungið undir stól í umræðum um virkjanamál. Skýr undiralda sé þó að myndast fyrir náttúruvernd og tími til kominn að leyfa Íslendingum að taka upplýstar ákvarðanir um málin. HÆTTA!-hópurinn mótmælir frekari álversáformum 90% orku landsins verða seld undir kostnaðarverði STEFÁN Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir að miklar rangfærslur hafi komið fram í umræðunni um tónlist- arnám í Reykjavík. Undanfarið hafi umfjöllun átt sér stað um að tónlist- arskólanemar séu að hrekjast frá námi og vill Stefán Jón ítreka að engir reykvískir nemendur séu í þeim hópi en Reykjavíkurborg hefur greitt með öllum nemendum sem hafa verið samþykktir í tónlistar- skóla og falla undir aldursreglur samkvæmt útreikningi sem tekur mið af kennslukostnaði á hvern nem- anda, þar á meðal í framhaldsskól- um. Umdeilt aldurshámark Aldurshámark í tónlistarskólum hefur verið umdeilt en ekki er greitt fyrir nemendur eldri en 25 ára í hljóðfæranámi og 27 ára í söngnámi. Stefán Jón segir að þessi regla spari ekki peninga en gæti hugsanlega hvatt tónlistarnemendur til að sýna fram á meiri námsframvindu þegar vitað er að námið verði dýrara þegar ákveðnum aldri er náð. Fram kemur að aldursmörkin hafi verið sett í maí síðastliðnum og þá hafi þeir nemendur sem hafi verið yf- ir aldursmarkinu og í fullu námi fengið frest fram að hausti árið 2007. Samkomulag hefur ekki náðst á milli ríkis og sveitarfélaga um kostn- aðarskiptingu vegna nemenda í framhaldsskólum en engu að síður greiðir Reykjavíkurborg enn um sinn að fullu með nemendum sem hafa lögheimili í Reykjavík. Þetta eigi ekki við fjölda annarra sveitarfélaga og því hefur nem- endum frá þess- um sveitarfélög- um verið vísað frá námi. Reykjavík- urborg hafi reynt að leysa úr árekstrarmálum við ríkið án þess að það bitni á nemendum en það hafi önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu ekki gert. Stefán Jón tekur fram að stjórn- endur tónlistarskólanna hafi verið boðaðir á fundi með menntasviði Reykjavíkurborgar þar sem drög að reglum um þjónustusamninga voru kynnt og óskað eftir athugasemdum, sem tillit hafi verið tekið til. Að auki hafi skólarnir átt fulltrúa í þeim starfshópum sem komu að samningu reglnanna og tekið tillit til margra ábendinga. Mestu niðurgreiðslurnar Í Reykjavík er skráð 3.261 nem- endagildi í tónlistarskólum, þ.e. nemar með lögheimili í Reykjavík 1. október 2005. Bak við þessi nem- endagildi eru 3.052 einstaklingar og sé framlag borgarinnar vegna þess- ara einstaklinga um 680 milljónir króna. Því séu niðurgreiðslur með hverjum nemanda meiri en í nokk- urri annarri grein þar sem ekki er um lögbundna þjónustu að ræða. Borgin greiði á bilinu 200–500 þús- und með hverjum nemanda eftir námi og námsstigi. Segir rangfærslur í umræðunni um tónlistarnám Stefán Jón Hafstein Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.