Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 61
FRÉTTIR
St
af
ræ
na
hu
gm
yn
da
sm
i›
ja
n
/4
05
8
Hvaða tala ætti að koma næst í talnarununni hér á eftir?
1,000 ; 0,500 ; 0,333 ; 0,250 ; 0,200 ; 0,167 . . . .
Skrifaðu svarið með þremur aukastöfum.
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 9. febrúar nk. Lausnir þarf að senda á vef skólans,
www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 30.
janúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 hinn sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinnings-
hafanna.
Stærðfræðiþraut Digranesskóla
og Morgunblaðsins
Pera vikunnar
HÆTTA!-hópurinn hefur sent frá
sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er
yfirlýsingum iðnaðarráðherra um
stækkun álversins í Straumsvík og
byggingu álvera á Suðurnesjum og á
Norðurlandi án nokkurs samráðs við
fólkið í landinu. Í yfirlýsingunni segir
að þótt annað sé gefið í skyn séu slík-
ar hugmyndir ávísun á meiri virkj-
anaframkvæmdir en áður hafi þekkst
hérlendis, að Kárahnjúkavirkjun
meðtalinni, og kallar á að helstu fall-
vötn landsins verði virkjuð.
Hópurinn krefst þess að stjórnvöld
upplýsi almenning strax að fullu um
það hvaða virkjanir er fyrirhugað að
ráðast í vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda og geri skýra grein fyrir
efnahagslegum, náttúrufarslegum og
þjóðfélagslegum afleiðingum þeirra
áður en lengra er haldið. Nú þegar
fari 70% allrar raforku í stóriðju.
Verði Kárahnjúkavirkjun tekin í
notkun fari hlutfallið í 80% og með
þeim framkvæmdum sem nú eru
boðaðar fari það yfir 90%. Undarlegt
sé að í landi sem er kynnt erlendis
sem náttúruperla norðursins skuli
framtíðarhugsun stjórnvalda ein-
skorðast við álver og stóriðjufram-
kvæmdir. Spyr hópurinn hvort Ís-
land hafi hag af því að fórna náttúru
landsins fyrir raforkuna og selja síð-
an 90% hennar undir kostnaðarverði,
„raunar á lægsta verði í Evrópu og
þótt víðar væri leitað“, segir í yfirlýs-
ingunni.
Þá segir í yfirlýsingunni að stað-
reyndir hafi verið þaggaðar niður og
hagfræðilegum og náttúrufræðileg-
um niðurstöðum stungið undir stól í
umræðum um virkjanamál. Skýr
undiralda sé þó að myndast fyrir
náttúruvernd og tími til kominn að
leyfa Íslendingum að taka upplýstar
ákvarðanir um málin.
HÆTTA!-hópurinn mótmælir frekari álversáformum
90% orku landsins verða
seld undir kostnaðarverði
STEFÁN Jón Hafstein, formaður
menntaráðs Reykjavíkur, hefur sent
frá sér tilkynningu þar sem hann
segir að miklar rangfærslur hafi
komið fram í umræðunni um tónlist-
arnám í Reykjavík. Undanfarið hafi
umfjöllun átt sér stað um að tónlist-
arskólanemar séu að hrekjast frá
námi og vill Stefán Jón ítreka að
engir reykvískir nemendur séu í
þeim hópi en Reykjavíkurborg hefur
greitt með öllum nemendum sem
hafa verið samþykktir í tónlistar-
skóla og falla undir aldursreglur
samkvæmt útreikningi sem tekur
mið af kennslukostnaði á hvern nem-
anda, þar á meðal í framhaldsskól-
um.
Umdeilt aldurshámark
Aldurshámark í tónlistarskólum
hefur verið umdeilt en ekki er greitt
fyrir nemendur eldri en 25 ára í
hljóðfæranámi og 27 ára í söngnámi.
Stefán Jón segir að þessi regla spari
ekki peninga en gæti hugsanlega
hvatt tónlistarnemendur til að sýna
fram á meiri námsframvindu þegar
vitað er að námið verði dýrara þegar
ákveðnum aldri er náð.
Fram kemur að aldursmörkin hafi
verið sett í maí síðastliðnum og þá
hafi þeir nemendur sem hafi verið yf-
ir aldursmarkinu og í fullu námi
fengið frest fram að hausti árið 2007.
Samkomulag hefur ekki náðst á
milli ríkis og sveitarfélaga um kostn-
aðarskiptingu vegna nemenda í
framhaldsskólum en engu að síður
greiðir Reykjavíkurborg enn um
sinn að fullu með nemendum sem
hafa lögheimili í Reykjavík. Þetta
eigi ekki við
fjölda annarra
sveitarfélaga og
því hefur nem-
endum frá þess-
um sveitarfélög-
um verið vísað frá
námi. Reykjavík-
urborg hafi reynt
að leysa úr
árekstrarmálum
við ríkið án þess
að það bitni á nemendum en það hafi
önnur sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu ekki gert.
Stefán Jón tekur fram að stjórn-
endur tónlistarskólanna hafi verið
boðaðir á fundi með menntasviði
Reykjavíkurborgar þar sem drög að
reglum um þjónustusamninga voru
kynnt og óskað eftir athugasemdum,
sem tillit hafi verið tekið til. Að auki
hafi skólarnir átt fulltrúa í þeim
starfshópum sem komu að samningu
reglnanna og tekið tillit til margra
ábendinga.
Mestu niðurgreiðslurnar
Í Reykjavík er skráð 3.261 nem-
endagildi í tónlistarskólum, þ.e.
nemar með lögheimili í Reykjavík 1.
október 2005. Bak við þessi nem-
endagildi eru 3.052 einstaklingar og
sé framlag borgarinnar vegna þess-
ara einstaklinga um 680 milljónir
króna. Því séu niðurgreiðslur með
hverjum nemanda meiri en í nokk-
urri annarri grein þar sem ekki er
um lögbundna þjónustu að ræða.
Borgin greiði á bilinu 200–500 þús-
und með hverjum nemanda eftir
námi og námsstigi.
Segir rangfærslur
í umræðunni um
tónlistarnám
Stefán Jón
Hafstein
Fáðu úrslitin
send í símann þinn