Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hver er félagsleg og fjárhagsleg staða eldri kvenna? Hvernig takast þær á við efri árin? Landssamband sjálfstæðiskvenna efnir til hádegisfundar um stöðu eldri kvenna þriðjudaginn 31. janúar 2006 í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 12.00- 13.30. Fundarstjóri: Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og núver- andi formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna. Framsögumenn og erindi: Sigríður Jónsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkur- borgar: „Félagsleg staða eldri kvenna". Margrét S. Jónsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar Ríkisins: „Fjárhagsleg staða eldri kvenna í almannatryggingakerfinu". Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur: „Líðan eldri kvenna - hvað hefur áhrif?" Boðið verður upp á súpu á vægu verði. Allir velkomnir. Landssamband sjálfstæðiskvenna Staða eldri kvenna Hádegisfundur í Valhöll 31. janúar 2006 Iðntæknistofnun hefurundanfarna mánuðiunnið fyrir iðnaðar- ráðuneytið svokallaðan vetnisvegvísi, þar sem fjallað er um stöðu Ís- lands í vetnismálum og reynt að leggja mat á hvaða stefnu Íslendingar eigi að taka í framhaldinu. Ingólfur Þorbjörnsson, forstöðumaður Iðntækni- stofnunar, segir að vegvís- irinn eigi að gegna álíka hlutverki og landakort; vera tæki til að ákveða hvert við viljum fara og hvernig við eigum að komast þangað. „Hann á að hjálpa okkur að sjá hvar og hvernig við getum best nýtt möguleika okkar í þeirri vetnisvæðingu sem er að eiga sér stað í heiminum. Í honum eru helstu spurningar sem varða nýt- ingu vetnis teknar fyrir. Til dæm- is um hagkvæmni vetnisfram- leiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum, á borð við vatnsfalls- og jarðvarmavirkjanir. Eigum við Íslendingar nóg af orku til að standa undir þessari framleiðslu? Hversu hagkvæm er þessi aðferð miðað við að framleiða á vetni með jarðgasi eins og gert er víð- ast hvar erlendis? Geymslan á vetni er einnig mjög mikilvægur þáttur í þessari umræðu. Hvers konar geymslutækni myndi henta okkur best? Hvernig á að haga dreifingu til neytenda og áfyllingu á bifreiðirnar? Þá er það sjálf neysla og notkun vetnis sem orkubera sem vekja spurningar um þróunina framundan og hversu langt er í að þetta verði að veruleika,“ segir Ingólfur. Ytri aðstæður ýta undir rannsóknir og þróun Baldur Pétursson, deildarstjóri hjá iðnaðarráðuneytinu, segir að áhuginn á rannsóknum og þróun á vetnistækninni fari sífellt vax- andi í heiminum. „Orkukreppan og hækkandi orkuverð, öryggis- mál í orkuöflun og mengunarmál. Öll þessi mál hafa orðið til þess að vekja aukna athygli á vetni og nú eru meiri fjármunir veittir til þró- unar á vetnistækninni en áður. Þá hafa rannsóknir á þessu sviði gengið mun betur en menn áttu von á. Þó svo sumir þættir gangi hægar en aðrir hefur þróunin ver- ið töluvert hraðari en menn höfðu reiknað með. Og á heildina litið er það eingöngu spurning um tíma hvenær þetta verður að veru- leika.“ Baldur segir að þróunin á sjálf- um vetnisbílunum þurfi að fara saman við uppbygginguna á inn- viðakerfi fyrir dreifingu og fram- leiðslu vetnis. „Þetta eru mörg at- riði sem haldast í hendur og því mikilvægt að unnið sé gott stöðu- mat og nákvæm stefnumótun fyr- ir rannsóknir á þessu sviði í fram- tíðinni, en í þeim tilgangi er útgáfa vetnisvegvísisins hugsuð,“ segir Baldur. Kostnaður minnkað margfalt á síðustu árum Þorsteinn Ingi Sigfússon, pró- fessor við Háskóla Íslands, segir að árangur þróunarverkefna síð- ustu ára, bæði hér heima og er- lendis, hafi farið langt fram úr björtustu vonum. „Þegar við byrjuðum með fyr- irtækið Íslenska nýorku fyrir um sex árum kostuðu efnarafalar rúmar 10.000 dollara fyrir hvert kílówatt [kílówatt samsvarar 1,36 hestöflum]. Þegar við fengum vetnisstrætisvagnana fyrir um þremur árum var kostnaðurinn á kílówattið kominn niður í um 600 dollara. Nú hafa framleiðendurnir lýst því yfir að þeir hafi lært það mikið af þróunarverkefnum síð- ustu ára að þeir séu farnir að nálgast 120 dollara fyrir kílówatt- ið í stofnkostnað við efnarafala sem koma 2008. Bandaríska orkumálaráðuneyt- ið setti það sem takmark fyrir nokkrum árum að kílówattið myndi kosta í kringum 50 dollara þannig að hægt yrði að bera efnarafalana saman við sprengju- hreyflana sem við notum nú í dag. Fyrir fáeinum árum var kostnað- urinn við efnarafalana einn helsti flöskuhálsinn, en með þessum til- raunaverkefnum, m.a. því sem hefur verið rekið hér á landi, hef- ur þessi ótrúlegi árangur náðst. Í dag eru það helst vandamál tengd geymslu á vetninu sem menn glíma við. En hvað varðar bifreiðirnar eru menn hins vegar flestir sammála um að hentugast sé að geyma vetnið í formi gass. Ef við miðum okkur aftur við bensínbílana þá er drægni þeirra um 600 kílómetrar á hverjum tanki. Eins og stendur dugar geymsluforðinn á vetnisbílunum um 250 kílómetra miðað við sama rúmmál tanks. Í þessum tveimur stóru málum, þ.e. hvað varðar efnarafalana og geymsluforðann, þurfum við að tvöfalda árangurinn þannig að vetnið verði orðið sambærilegt við olíuknúða bíla. Á síðustu árum hefur hins vegar tekist að draga kostnaðinn margfalt saman og drægni bílanna hefur aukist tölu- vert. Þannig að eins og útlitið er nú er þess ekki langt að bíða að þessi tækni verði orðin raunveru- legur valkostur við þá sem við notum nú í dag,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon. Fréttaskýring | Útgáfa vetnisvegvísis Vetni er möguleiki Tekist að lækka kostnaðinn margfalt í þróunarverkefnum undanfarin ár Íslenska vetnisstöðin Vetnislandið Ísland – draumsýn eða möguleiki  Orkan frá Kárahnjúkavirkjun eða frá þremur stækkuðum Nesjavallavirkjunum myndi duga til að framleiða vetni í nægilegu magni til að knýja all- an bíla- og skipaflota Íslendinga. Í dag flytjum við inn tæplega 30% af þeirri orku sem við not- um. Ef vetnisbílar og dreifing- arkerfi fyrir vetni verða að veru- leika á Ísland möguleika á að vera algerlega sjálfbært hvað varðar orku. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is UMFERÐARÞUNGINN í höf- uðborginni Reykjavík er mestur á þeim tíma sem fólk er að fara í og úr vinnu. Með færslu Hringbrautar vonuðust margir til þess að létta myndi á umferðinni til og frá Vest- urbæ borgarinnar. Skiptar skoðanir eru um hvort sú hafi orðið raunin. Í morgunsárið er Hringbrautin oft torfær ef svo má að orði komast. Bíll er við bíl en þeir sem í þeim sitja og eru á leið vestur í bæ geta þó notið þess í umferðarteppunni að virða virðulegar byggingar Háskóla Íslands fyrir sér. Morgunblaðið/ÞÖK Háannatími við Háskóla Íslands NÝSIR og Fjölsmiðjan hafa gert með sér samkomulag um stofnun sjávarútvegsdeildar við Fjölsmiðjuna í Kópavogi. Stefnt er að útgerð 150 tonna báts þegar á þessu ári. Áhöfnin verður skipuð unglingum sem ekki hefur tekist að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Þekkingarfyrirtækið Nýsir mun leiða hóp stuðningsaðila Fjölsmiðjunnar sem fjármagna báta- kaupin og rekstur deildarinnar. Markmið Fjölsmiðjunnar, sem starfrækt hefur verið í fimm ár, er að hjálpa og styrkja unglinga sem ekki hefur tekist að fóta sig í samfélaginu, þjálfa þá til vinnu og gera þá virka á vinnumarkaði og í skóla. Nýsir leggur fé í bátakaupin auk þess að fá fleiri bakhjarla til að sam- einast um þau. Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á því að koma sjávarútvegsdeildinni á legg. „Hugmyndin er sú að áhöfn bátsins verði skipuð ungu fólki, að und- anskildum skipstjóra, stýrimanni og vélstjóra. Um borð fá nemarnir tæki- færi til þess að kynnast sjómennsk- unni, aðlagast lífinu á sjó og læra réttu handbrögðin. Markmiðið er að nemar Fjölsmiðjunnar geti síðan ver- ið gjaldgengir skipverjar og svarað kallinu þegar vanan háseta vantar á bát,“ er haft eftir Þorbirni í frétta- tilkynningu. Sérstakur rekstur verður um sjáv- arútvegsdeild Fjölsmiðunnar og markmiðið er að verðmætasköpun skólaskipsins standi að mestu undir rekstri deildarinnar. Frá undirritun samnings Nýsis og Fjölsmiðjunnar. Frá vinstri: Þorbjörn Jensson forstöðumaður, Stefán Þór- arinsson, stjórnarformaður Nýsis, Kristján Guðmundsson, stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar, og Steinunn Guðna- dóttir, fulltrúi SSH í stjórn Fjölsmiðjunnar. Fjölsmiðjan ætlar að gera út 150 tonna bát
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.