Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 39. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TIL 21 OPI‹ Í KVÖLD Þjálfarinn á Grund Alberto Moreno kom frá Kúbu og eign- aðist góða vini á Grund Daglegt líf Viðskipti, Íþróttir og Málið Viðskipti | Auglýsingar á vefnum  Disney á toppinn Íþróttir | Kallið er komið  Haukar deildarmeistarar kvenna í körfu Málið | Benni Hemm Hemm  Heiða flýgur Genf. AFP. | Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) kvaðst í gær hafa „miklar áhyggjur“ af fréttum um að mannskætt afbrigði fuglaflensuveirunnar, H5N1, hefði greinst í alifuglum í Nígeríu. Alþjóðlega dýraheilbrigðismála- stofnunin (OIE) skýrði frá því í gær að um 40.000 fuglar í stóru alifuglabúi í Nígeríu hefðu drepist af völdum H5N1-veirunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem þetta af- brigði fuglaflensu greinist í Afríku. Talsmaður WHO sagði að stofn- unin fylgdist grannt með þróun- inni og viðbrögðum yfirvalda í Nígeríu. Enn sem komið er smitast fugla- flensa ekki manna á milli, heldur aðeins frá fuglum til manna. Sér- fræðingar WHO óttast að H5N1- veiran stökkbreytist og fái gen úr inflúensuveirum sem herja á menn. Stökkbreytta veiran gæti þá orðið bráðsmitandi og valdið millj- ónum dauðsfalla úti um allan heim verði ekki hægt að afstýra heims- faraldri. Óttast er að stökkbreytingin verði í Afríku vegna þess að mörg lönd í álfunni eru vanbúin að berj- ast gegn útbreiðslu veikinnar sök- um fátæktar. Stjórnvöld í Kína skýrðu frá því í gær að 26 ára gömul kona hefði smitast af fuglaflensu. Að minnsta kosti ellefu Kínverjar hafa fengið sjúkdóminn. Alls hafa 88 manns dáið af völdum fuglaflensu. Fuglaflensa berst til Afríku EKKI er fyrirhugað að úthluta íslenskum fyr- irtækjum losunarheimildum fyrir koltvíoxíð og ólíklegt er að Íslendingar taki þátt í viðskiptum með heimildir, hvort sem er innanlands eða til útflutnings. Hugi Ólafs- son, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag ástæðuna m.a. vera smæð íslensku fyrirtækjanna auk þess sem sérstakar reglur gildi fyrir Ísland vegna „íslenska ákvæðis- ins“ í Kýótó-samningnum. „Eins og útlitið er núna getum við ekki selt og þurfum ekki að kaupa,“ segir Hugi. Tæpt ár er liðið frá því að viðskipti með út- blástursheimildir fyrir koltvíoxíð hófust meðal ríkja Evrópusambandsins. Um 12 þúsund verk- smiðjum og orkuverum var úthlutað heimildum fyrir því sem nemur helmingi af heildarlosun koltvíoxíðs allra aðildarríkjanna, eða samtals 2,2 milljörðum tonna. Á þessu fyrsta viðskiptaári hafa heimildir fyrir um 250 milljónir tonna gengið kaupum og sölum fyrirtækja á milli. Miðað við meðalverðið 20 evrur námu viðskiptin fimm milljörðum evra, en miðað við núverandi markaðsverð er heildarverðmæti heimildanna um 60 milljarðar evra eða um 4.500 milljarðar íslenkra króna. Viðskipti með mengunar- kvóta ólíkleg  Mengun til sölu | 10 CONDOLEEZZA Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórnvöld í Íran og Sýrlandi um að hafa kynt undir ofbeldi og mótmælum gegn Dönum vegna deilunnar um skopmyndir af Mú- hameð spámanni. „Íranar og Sýrlendingar hafa gert sitt ýtrasta til að kynda undir reiðinni og notfæra sér þetta í þágu eigin hagsmuna,“ sagði Rice „Mér hafa orðið á mistök,“ sagði menningarritstjórinn. „Ég styð af- stöðu blaðsins og Carstens Juste 100% í þessu máli.“ Íranska dagblaðið Hamshahri hyggst efna til samkeppni um skopmyndir af helförinni til að láta á það reyna hvort Vesturlandabú- ar líti svo á að tjáningarfrelsið nái til útrýmingarherferðarinnar á hendur gyðingum eins og teikning- anna af Múhameð spámanni. inni. Þetta kom fram á fréttavef blaðsins í gærkvöldi. Fyrr í gær kvaðst menningar- ritstjóri blaðsins, Flemming Rose, ætla að semja við ritstjóra íranska dagblaðsins um að fá að birta skopmyndirnar af helförinni sama dag og þeir gerðu það. Aðalritstjóri Jyllands-Posten, Carsten Juste, hafnaði þessum áformum. „Við birtum aldrei þess- ar myndir í blaðinu mínu,“ hafði fréttavefur danska ríkisútvarpsins eftir honum. á blaðamannafundi í Washington með utanríkisráðherra Ísraels. Sendiherra Sýrlands í Wash- ington vísaði þessari ásökun á bug í gærkvöldi. Hann rakti mótmælin til reiði múslíma vegna innrásar- innar í Írak og ástandsins á svæð- um Palestínumanna. Aðalritstjóri danska dagblaðs- ins Jyllands-Posten hefur ákveðið að birta ekki skopmyndir sem dag- blað í Íran hefur boðað og eiga að sýna helför þýskra nasista gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöld- Rice segir Sýrlendinga og Írana kynda undir ofbeldi Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is  Vilja stöðva mótmæli | 18 London. AFP. | Um 1.200 ára gamall gullpen- ingur með mynd af enskum konungi verður frá og með deginum í dag til sýnis í Breska safninu, British Museum, í London. Um er að ræða dýrasta pening í Bretlandi fyrr og síðar. Safnið keypti peninginn fyrir 358.000 pund, tæplega 40 millj. króna, en á honum er mynd af engilsaxneska konunginum Coenwulf, sem ríkti í Mersíu seint á 8. öld og snemma á þeirri 9. Fannst hann árið 2001 við ána Ivel í Bedfordskíri. Um er að ræða elsta dæmið um enskan gullpening með mynd af konungi og sem jafnframt er ætlað að vera í umferð sem önnur mynt. Coenwulf var á sínum tíma voldugasti kon- ungur á Englandi. Dýrasta myntin ÞÓRHILDUR Valsdóttir, betur þekkt sem Ditta, var ein af 400 fallhlífarstökkvurum frá 31 landi sem settu heimsmet í hópstökki í að standa lengi,“ sagði Þórhildur, enda hæg- ara sagt en gert að fá fimm Herkúles- flugvélar lánaðar til verksins. | 10 Taílandi í gær. Hópurinn stökk úr 24 þúsund feta hæð og myndaði snjókorn í frjálsu falli í rúmar 4 sekúndur. „Þetta heimsmet á eftir Reuters Íslenskur fallhlífarstökkvari setti heimsmet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.