Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 25 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR ALZHEIMER er arfgengur sjúk- dómur en lífsstíllinn getur ákvarð- að hvenær sjúkdómurinn kemur fram. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sænskra og bandarískra vís- indamanna á sænsk- um tvíburapörum. Nancy Pedersen er í forsvari fyrir vísinda- mannahópinn og segir í Dagens Nyheter að með því að rannsaka Alzheimertilfelli hjá tvíburum hafi komið í ljós að orsakir sjúk- dómsins liggi mun frekar í erfð- unum (80%) en umhverfinu (20%). Í DN kemur fram að þrátt fyrir að Alzheimer sé í ættinni og í ljós hafi komið að sjúkdómurinn stjórnist frekar af erfðum en um- hverfi, geti fólk fyrirbyggt eða a.m.k. seinkað sjúkdómnum með því að lifa heilbrigðu lífi og æfa heilann. Um er að ræða stærstu tvíburarannsókn á sambandi erfða og umhverfis í tengslum við Alz- heimer sem gerð hefur verið. Sænsk gögn um tólf þúsund tví- burapör yfir 65 ára aldri voru rannsökuð og voru tvíburarnir bæði eineggja og tvíeggja, en sænska tvíburaskráin er sú um- fangsmesta í heimi. Niðurstöð- urnar birtast í vísindatímaritinu Archives of General Psychiatry. Erfðavísar hafa einnig áhrif á það hvenær einkenni Alzheimer koma í ljós. Hjá eineggja tvíburum með Alzheimer byrjuðu einkennin oftar á svipuðum tíma en lengra gat liðið á milli hjá tvíeggja tvíburum, allt að 18 ár. Þegar rann- sóknin fór fram höfðu ekki endilega báðir eineggja tvíburarnir fengið Alzheimer þótt annar væri greindur með sjúkdóminn. „Rannsóknin sýnir að bæðir erfðir og um- hverfi hafa áhrif [...] maður þarf ekki að gefast upp heldur reyna að hafa áhrif á þróunina,“ segir Pedersen í DN og nefnir hollt mataræði og heilarækt sem mikilvæga þætti til að hægja á þróuninni. Umhverfisþættirnir eru þó margir og mismunandi og t.d. skiptir máli við hvað fólk vinn- ur, hvaða menntun það hefur, hreyfing og mataræði. Frekari rannsóknir á umhverfisþáttum sem hafa áhrif standa nú fyrir dyr- um. Annar hópur vísindamanna hef- ur komist að því að hægt er að sjá fyrir hvaða sjúklingar muni fá el- liglöp eða Alzheimer með því að taka mænuvökvapróf. Of snemmt þykir þó að byrja að gera slík próf á hugsanlegum sjúklingum þar sem meðferðarúrræði eru ekki skýr. Heilbrigt líf getur seinkað Alzheimer  HEILSA Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn , Kringlunni, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Laugavegi 7, sími 561 1511 Tax-free-bomba Fríhafnarverð fimmtudag til sunnudags Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi Verið velkomin Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.