Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E inhvern tíma sagði merkur Breti sem tjáði sig um stjórn- mál að síðasta skálkaskjól þrjóta í vörn væri alltaf að höfða til ætt- jarðarástarinnar. Jyllands- Posten er að jafnaði ágætt blað og ekki skrifað af þrjótum. En það ver asnastrik sitt í fyrra, Mú- hameðs-skopmyndirnar, með því að menn hafi verið að verja tján- ingarfrelsið. Þeir töldu rétt að gera gys að íslam – en fyrir þremur árum höfnuðu þeir skop- teikningum af Kristi. Tónninn er skerandi falskur. Hollt er að rifja upp gamalt dæmi fyrir danska félaga okkar. Maður stendur upp í miðri leiksýningu í troðfullum sal og öskrar „Eldur, eldur“. Hann hefur rétt til að segja þetta og valda skelfingu með troðningi og jafnvel mann- tjóni þegar allir reyna að komast út. En honum ber skylda til að velta fyrst fyrir sér líklegum af- leiðingum. Múslímar vilja ekki að skopast sé að tilfinningum þeirra, hvað þá að utanaðkomandi aðilar geri það, og þeim sárnar hryðjuverka- stimpillinn þó að mörg fól séu meðal þeirra. Og við ættum að nota ímyndunaraflið. Þeir sem þekkja til Bandaríkjanna vita að blökkumenn þar í landi segja sjálfir ósmekklega rasistabrand- ara um blökkumenn. En ef hvítur maður leyfir sér þannig fram- komu er hann dóni og rasisti. Tví- skinnungur, ritskoðun? Kannski. En lítum okkur nær, varla er ég einn um að hafa fundið til ákveð- ins pirrings, fundið hálf- niðurbælt þjóðarstolt láta á sér kræla þegar útlendingar gera harkalega gys að Íslendingum. Við viljum semja Spaug- stofudónaskapinn okkar sjálf, takk. En ofstækismenn úr röðum múslíma fitna nú eins og púkinn á fjósbitanum. Tortryggnin út í umheiminn hefur á síðustu öldum vaxið í flestum arabalöndum þar sem almenningur sveiflast milli bræði og örvæntingar yfir því að menning, sem lengi var að mörgu leyti fremri en í ríkjum Vest- urlanda, er nú eins og frosin í tíma og hvergi fyrirmynd. Leitin að sökudólgum er vinsæl á þess- um slóðum. Eins og sumir Íslend- ingar kenndu lengi Dönum um allt illt vilja margir arabar varpa skuldinni á útlendinga. Það er líka fyrirgefið af arabískum vald- höfum, vei þeim sem segir að rót vandans sé innanlands. Við getum sjálf verið hör- undsár þegar háð útlendinga er annars vegar. Við erum þó ekki bláfátæk og ólæs, við erum ekki kúguð af hrottum á valdastólum sem fyrirlíta ekkert meira en eig- in þjóðir og traðka á þeim á alla lund. Og við erum ekki í hópi þjóða sem hafa fátt annað sér til huggunar í hörðum og miskunn- arlausum heimi en trúna. Við er- um núna ofan á í veröldinni en einu sinni vísuðu múslímar veg- inn fram á við eins og sést á til- vitnuninni í Akbar hér að ofan. Að sjálfsögðu er rangt að al- hæfa of mikið um jafn fjölbreyti- legan heim og arabalöndin, hvað þá alla menningu íslams. En stundum reynum við að raða brotunum saman og grilla í heild- armynd. Hún er flóknari en margir halda. Indónesar eru stærsta þjóð íslams og yfir 200 milljónir. Þar er verið að treysta lýðræði í sessi, konur eru þar ekki þvingaðar til að hylja sig kufli, íslam leiðir ekki óhjá- kvæmilega til afturhalds. Ind- verskir múslímar, um 140 millj- ónir, taka fullan þátt í lýðræðinu þar í landi. Íslam og lýðræði geta farið saman. En margir segja rétti- lega, þ.á m. upplýstar konur úr röðum múslíma, að íslam þurfi á róttækri og kraftmikilli upp- stokkun að halda, þurfi endurnýj- un. Könnun sem gerð var fyrir Sameinuðu þjóðirnar fyrir fjórum árum og arabískir menntamenn stóðu fyrir sýndi m.a. að helm- ingur arabakvenna er enn ólæs og fleiri bókartitlar eru gefnir út í Grikklandi, með átta milljónir íbúa, en meðal nær 250 milljóna araba. Atvinnuleysi er geysimikið meðal ungra araba og mann- fjölgun hraðari en í öðrum heims- hlutum. Arabaþjóðir leysa fyrst og fremst sinn vanda sjálfar. Við getum gagnrýnt stjórnarfar þeirra með málefnalegum hætti en virt siði og hefðir sem engan skaða eins og bannið við myndum af Múhameð. Þá getum við líka krafist þess að arabar virði okkar siði. En hópur sem oft gleymist í átökunum vegna sársaukafullrar innreiðar araba og fleiri múslíma- þjóða í nútímann er múslímar í Vestur-Evrópu, innflytjendur og afkomendur þeirra. Danski þing- maðurinn og múslíminn Naser Khader, sýrlenskur að uppruna, hefur stofnað samtök danskra múslíma sem vilja laga sig að lýð- ræði og vestrænum hefðum án þess að kasta trú sinni. Hann fullyrðir að yfir 80% danskra múslíma séu ósammála klerkunum sem flestir eru mjög afturhaldssamir. Sumir klerkar múslíma á Vesturlöndum hvetja í föstudagsbænum til óeirða og morða þó að þeir reyni yfirleitt að tala undir rós til að sleppa við ákærur. Einn var þó óvarkár og er nú fyrir rétti í Bretlandi. Múslímar á Íslandi vilja reisa mosku. Best væri að við sem telj- um okkur kristin sýndum þeim samhug og legðum fram eitthvert fé til framkvæmdanna, réttum fram sáttahönd til að lækka rost- ann í þeim sem alltaf vilja slags- mál. En við ættum líka að sjá til þess í sameiningu, múslímar, kristnir og aðrir á Íslandi, að öll- um fjárframlögum frá Sádi- Arabíu eða öðrum harðstjórn- arsvæðum trúarofstækisins verði hafnað. Líka fáfróðum aft- urhaldsklerkum frá sömu svæð- um sem enn eru með hugann við dýrð miðalda og boða hatur og einangrun en ekki miskunnsaman Guð. Þannig minnkum við lík- urnar á að hatursliðið fái færi á að dæla eitri í huga múslíma sem hér búa. Friður með oss öllum „Ekki ætti að skipta sér af trú nokkurs manns og leyfa ætti öllum að taka upp þá trú sem þeir kjósa.“ Múslímakeisarinn Akbar í Indlandi á 16. öld. kjon@mbl.is VIÐHORF Kristján Jónsson NÚ BÍÐA á annað þúsund aldr- aðra eftir þjónustu hjúkr- unarheimila. Þar af eru 450 metn- ir í brýnni þörf. Svona var staðan í leikskólamálum í Reykjavík í tíð Sjálf- stæðisflokksins. Þessi vandi aldraðra er uppi þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi boðið fram tvöfalt lögboðið fjárframlag til uppbyggingar hjúkrunarheimilanna. Á dögunum var vakin athygli á því að borið hefur við að eldri hjónum er stíað í sundur; þau fá vist hvort á sínu hjúkrunarheimilinu. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um þjónustu við aldraða er dregin upp sú mynd að þjónusta Reykjavíkurborgar við eldri borg- ara er meiri en gengur og gerist meðal sveitarfélaga, en uppbygg- ing ríkisins er minnst á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er ótækt. Góð ábending forsetans Það er ekki að undra að forseti Íslands hafi gert framkomu okkar efnaða þjóðfélags við aldraða að umtalsefni í áramótaávarpi sínu. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að búa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld og sagði verkefnið „… hafið yfir allan ágreining enda þakkarskuldin söm og jöfn hvar í flokki sem menn standa.“ Ástandið í hjúkrunarheim- ilismálunum er ekki ósvipað ógöngum leikskólaþjónustunnar í valdatíð sjálfstæðismanna í borg- inni og óstandinu á grunnskól- anum áður en sveitarfélögin tóku við rekstri hans. Barnafólk í Reykjavík átti al- mennt ekki kost á að fá inni fyrir börnin sín á leikskóla fyrir tólf árum. Dagvistun var félagslegt úrræði fyrir einstæða for- eldra og námsmenn. Auðvitað fór svo að borgarbúar höfnuðu yfirvöldum sem ekki lögðu við hlustir; yf- irvöldum sem hvorki skynjuðu né skildu óskir og þarfir borg- arbúa. Höfnuðu Sjálf- stæðisflokknum ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur. Framúrskarandi þjónusta Reykjavík hefur verið í far- arbroddi þróunar grunnskólans frá því sveitarfélögin tóku við rekstri hans árið 1996. Í heim- sóknum mínum í alla grunn- skólana í borginni hef ég tekið eft- ir hvernig almennu skólarnir hafa verið opnaðir fötluðum nemendum og við höfum skarpa sýn á það hvernig skólinn getur best þjónað einstaklingsbundnum þörfum hvers nemanda. Þessi viðhorf okk- ar kalla á aukið afl og aukið fé til skólanna og við verðum að vera reiðubúin að fylgja metn- aðarfullum áformum okkar eftir. Samskipti foreldra og skóla hafa stórbatnað og skapað grunn auk- inna áhrifa foreldra á starfið inn- an veggja skólans. Lífleg og traust frístundaheimili eru starf- andi við alla grunnskólana og þróttmikið íþrótta- og tómstunda- starf er stundað í hverfum borg- arinnar. Kjarkur til framkvæmda Það er þessi himinhrópandi munur á því hvernig búið er að ungum og öldnum sem hefur leitt mig til þeirrar niðurstöðu að Reykjavíkurborg á að taka alfarið við þjónustu við aldraða. Með nýju skipulagi velferðarþjónustunnar í borginni, þar sem stofnaðar hafa verið þjónustumiðstöðvar um alla borg, erum við fullfær um að taka við fleiri þjónustuþáttum af ríkinu og þar eru öldrunarmálin efst á lista, sem sá málaflokkur þar sem ríkisvaldið stendur sig alls ekki. Við tölum nefnilega ekki bara um hlutina í Reykjavík – við höf- um kjark til að framkvæma. Ungir og aldnir Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur ’Það er þessi himinhróp-andi munur á því hvernig búið er að ungum og öldnum sem hefur leitt mig til þeirrar niðurstöðu að Reykjavíkurborg á að taka alfarið við þjónustu við aldraða.‘ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarstjóri. Prófkjör Reykjavík HÉR í hverfinu okkar hefur ver- ið ákveðið af hendi skipulags- yfirvalda borgarinar og í samráði við Keflavíkurverktaka, að reisa stórt og mikið íbúða- hverfi. Hér í hverfinu okkar á að tvöfalda íbúafjöldann, á einu bretti. Hér í hverfinu okkar stendur til að reisa nýja og glæsi- lega risablokk með um 240 íbúðum, næstum jafnmörgum og eru fyrir í öllu hverfinu plús þjónusta og versl- un – plús tveggja hæða niðurgrafna bíla- geymslu – plús gíf- urleg umferðaraukn- ing sem þessu öllu fylgir – já og plús hvað – hvar eru plúsarnir? Allt í nafni þéttingar byggðar. Við sem búum hér sjáum ekki alla þessa plúsa, skrýtið. Það eru nefnilega mínusar líka. Við sem búum í hverfinu vitum að hér er ekki mikið svigrúm, ef nokkurt, fyrir umferðaraukningu. Allir sem keyra Háteigsveg, Stór- holt eða Skipholt niður á Hlemm gera sér alveg grein fyrir því. Við mínusarnir í hverfinu teljum það ekki okkur í hag að þvinga bíllausa borg uppá hugsanlega kaupendur nýbygginga á svæðinu. Það eru 0,4–1,0 bílastæðispláss á hverja íbúð handa þeim sem flytja á þetta svæði. Vita þau það? Við sem búum hér í gömlum hús- um viljum fá svör við því hver ber ábyrgð á þeim skemmdum sem verða vegna þessara framkvæmda. Við búum á klöpp, við vitum það – við búum í gömlum húsum, við vit- um það, við höfum þess vegna áhyggjur – við vitum það að sprengingar sem ná tvær hæðir niður í þessa klöpp munu valda talsverðum titringi sem mun hafa ófyrirsjáanleg áhrif á veitukerfi og mannvirki. Við sem búum hér vit- um líka að það er skipulagsslys að staðsetja 6 hæða raðbyggðar risa- blokkir í gömlu og rótgrónu íbúða- hverfi, íbúðahverfi þar sem sú byggð sem er fyrir er um 2–4 hæðir. Við sem búum í hverfinu erum hér vegna þess að við löð- uðumst að þeirri byggð sem var fyrir. Við sem búum hér teljum að við höfum ákveðin BÚSETU- GÆÐI, sem á ekki að rýra. Þess vegna bú- um við hér. Við sem búum hér viljum að minnsta kosti að haft sé samráð við okkur – önnur en þau sem eru fólgin í því að fá náðarsamlegast að sjá hug- myndir og/eða teikningar. Okkur er nokk sama þótt efsta hæðin á her- legheitunum sé inndregin og að nýtingarhlutfallið hafi lækkað um 0.09. Við erum framsýn og við viljum að það komi ný öfl, nýjar hug- myndir, nýtt umhverfi inn í það gamla en það á ekki að kæfa það sem fyrir er. Fólk hefur flust í þetta hverfi vegna þess að það hef- ur sjarma – íbúar hverfisins hafa mótmælt kröftuglega þeim áform- um sem uppi eru í því deiliskipulagi sem nú hefur verið auglýst. Íbúar hafa sent inn athugasemdir og skrifað á undirskriftalista. Og hvað svo? BÚSETUGÆÐI – ÍBÚA- LÝÐRÆÐI, HVERFISSAMTÖK! Þegar á hólminn er komið þá hafa þessi orð ekki neina merkingu held- ur eru tómt skrum. Allavega í þessu hverfi, ekki núna, kannski seinna, en hvenær þá? Kannski eru menn ekki vaxnir þessum stórum orðum, það er búið að skora Reyk- víkinga á hólm með þessum orðum en er þá forsvaranlegt að sá sem skorar á hólm hopar til hliðar og segir bíddu – bíddu, þetta var ekki alveg SVONA meint, ekki alveg SVONA sem við vildum stjórna. Við sem erum í neikvæða liðinu núna við erum tilbúin að taka upp hanskann og vinna með. Við sem búum í hverfinu vitum að þetta er bölvað þrauk en höldum sum að það sé nú allt í lagi að láta reyna á þetta í alvöru. Við sem búum í hverfinu spyrjum og viljum svar Dagur, Stefán, Steinunn. Við sem erum í neikvæða liðinu gagnvart skipulagsyfirvöldum, okkur finnst að það hefði mátt taka tillit til þeirra athugasemda sem voru send- ar inn síðastliðið sumar og haust. Við sem erum í neikvæða liðinu bú- um í hverfinu og við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að byggja hér upp blómlega byggð á auðum svæðum. Við sem búum í hverfinu og erum því í raun þegar öllu er á botninn hvolft, ALLTAF í jákvæða liðinu, gerum okkur grein fyrir því að hverfið breytist. Við sem búum í hverfinu viljum svo gjarnan að við séum marktækir Reykvíkingar. Við 256 íbúar plús viljum fá að heyra afstöðu ykkar. Ætlar þú, Dagur að taka tillit til sjónarmiða íbúa? Ætlar þú, Stefán að taka tillit til sjónarmiða íbúa? Ætlar þú, Steinunn að taka tillit til sjónarmiða íbúa? Eða ætlið þið að búa til Moskvu Plús? Dagur, Stefán, Steinunn: 256 manns vilja fá svör Sif Bjarnadóttir ber fram fyr- irspurn til prófkjörsfram- bjóðenda Samfylkingarinnar ’Við sem búum hér viljum að minnsta kosti að haft sé samráð við okkur …‘ Sif Bjarnadóttir Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.