Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 43 MINNINGAR stærra en í flestum öðrum, rúmaði alla sem umgengust hann. Njáll og Dóra reyndust mér ómetanlega vel þegar þau tóku mig inn á heimili sitt á námsárum mín- um. Þau voru mér það næsta sem hægt er að komast því að vera for- eldrar númer tvö. Á þessum árum kynntist ég Ómari mínum og hann talaði alltaf um Njál sem „hinn pabbann þinn“. Fyrir hlýju þeirra og velvild fæ ég aldrei fullþakkað. Samverustundirnar hafa því mið- ur orðið færri síðari árin. Dagar og ár fljúga áfram og það er eins og sí- fellt sé að verða styttra milli jóla. Ég hitti Njál síðast fyrir aðeins fá- einum dögum. Hann var þá orðinn mjög máttfarinn, en persónuleiki hans var óbreyttur. Sama ljúfa við- mótið einkennir nú afkomendur hans, Jónu og börnin hennar. Barnabörnin hafa notið nábýlis við afa sinn og ömmu, hafa átt þar ann- að heimili. Ekki slæmt veganesti út í lífið það. Elsku Dóra mín, Jóna, Einar og börn. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur og þakkir fyrir allt. Megi minningin um góðan mann styrkja ykkur og styðja. Sesselja Hauksdóttir. Að eiga aukasett af afa og ömmu er allsendis ekki ónýtt. Gæskan, hlýjan og ósvikin væntumþykjan sem ávallt beið í dyragættinni þeg- ar maður kom upp stigann gerði heimsóknina til Njalla afa og Dóru ömmu að stund þar sem amstur og áhyggjur hversdagsins gufuðu upp. Sem lítill hnokki var ég svo lán- samur að eiga Njál og Dóru að sem nágranna sem gættu mín fyrstu tvö árin á meðan foreldarnir stunduðu nám og vinnu. Fyrstu minningarn- ar tengjast flest allar Bogahlíðinni þar sem Njáll lék við mig á stofu- gólfinu, kenndi mér lönguvitleysu og leyfði mér að leika með brot- hætta fornbílinn. Í eldhúsinu hlóð Dóra smákökum og mjólk í fernu- haldara á rauða borðið með stama dúknum. Pípan hans Njáls lá í sér- smíðaða pípubakkanum og á veggn- um hékk klukkan sem var trekkt með sérstökum lykli. Oftar en ekki fékk ég að setja upp hattinn hans Njáls og var þá dagurinn fullkomn- aður. Engin komu jólin án þess að maður kæmi við hjá Njáli og Dóru á Þorláksmessu þar sem allt var klappað og klárt og hugtakið jóla- stress ekki til í orðaforða heimilis- fólksins. Á heimaslóðum Njáls við Laug- arvatn áttu þau Dóra lítinn bústað sem varð þeirra annað heimili á sumrum. Í barnshuganum urðu hógvær birkitré við bústaðinn að frumskógi og saklaus bæjarlækur- inn varð að beljandi stórfljóti sem gaf tækifæri til stórfenglegra „flúðasiglinga“ á gúmmítuðru. Njáll spilaði með og dró ekkert úr þegar ég lýsti þessum ævintýraferðum austur að Laugarvatni fjálglega fyrir móður minni. Tuttugu og fimm árum síðar fetaði ég einstigið í gegnum skóginn upp að bústaðn- um. Þegar glitti í veröndina sátu þar heiðurshjónin Njáll og Dóra hvíthærð, brosmild og með faðminn útbreiddan rétt eins og tíminn hefði staðið í stað öll þessi ár Það er með þakklæti og söknuði sem ég kveð Njalla afa í dag. Að hafa átt slíkt fólk að er ómetanlegt veganesti sem maður býr að alla tíð. Ég bið Guð að styrkja Dóru ömmu, Jónu og fjölskyldu. Karl Guðmundsson. Kjarri vaxnar hlíðar Laugardals- ins; nýlegur Ferguson þrælar á túninu og við stjórnvölinn grannur maður, handstór, sterklegur, hallar undir flatt og horfir á mig þar sem ég mjakast upp heimreiðina með risastóran sjópoka – níu ára peð, komið í sveit í fyrsta sinn. Sjötti áratugurinn, nokkru eftir rigninga- sumarið mikla og rigningasumarið meira enn ekki runnið upp. Sól skein í heiði og Njáll bóndi í Skógum bauð mig velkominn. Hann var þrjátíu og níu ára; eldgamall fannst mér en samt svo unglings- lega glettinn á köflum, hlýr oftast, varð fjarrænn til augnanna þegar honum mislíkaði við mig – sem var stundum. Ég var borgarpjakkur, misskildi flest og leist ekki alltaf á það sem ég skildi. Skógar voru nýbýli út úr Snorra- stöðum. Seinna rann býlið aftur inn í Snorrastaði og er horfið. Ég ek stundum austur í Laugardal og skima eftir Skógum en sé ekkert, en heyri raddir Njáls og Dóru og kvakið í Jónu, agnarsmárri. Spen- volg nýmjólk á borðinu á hverjum morgni, níu mjólkandi kýr í fjósinu, ógrynni fjár á fjalli, hestarnir allir – Blesi, Rebbi, Logi og allir hinir – rigningin sem lemur þakið mörg kvöld þannig að maður hefur sig ekki út í útreiðartúr heldur dundar einn með bók úti í horni og hlustar á uppbyggilegt skrafið í þeim full- orðnu. Heimilishlýja. Slökun eftir átök dagsins. Ég hef þráð þessa stemningu alla tíð. Ég stend álengdar og horfi á gamla bæjarstæðið og sakna alls sem var, sakna Njáls og Dóru. Ég sit uppi með ósögð orð, óloknar setningar, heyri Njál tvinna saman kjarnyrðin eða syngja hátt með umrenningi úr Þingvallasveit. Hann reykir pípu sem er brotin um legginn og tengir brotin saman með mjaltavélarslöngu. Stundum reyndi hann að leið- rétta í mér misskilninginn, ala mig upp. Það tókst því miður ekki. Löngu seinna hittumst við á götu í Reykjavík. Hann hafði orð á því að honum líkaði vel það sem hann heyrði mig segja í útvarpinu. Mér fannst hann vera að útskrifa mig, fyrirgefa mér misskilning for- tíðarinnar. Fyrir það er ég honum þakklátur. Fyrir það og sumrin í Skógum. Þau fylgja mér ævina alla og eru þýðingarmikill hluti míns vega- nestis. Gunnar Gunnarsson. Hjartans þakkir fyrir alla hjálp, hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HJÁLMARS GUÐNASONAR frá Hól. Guð blessi ykkur öll. Kristjana S. Svavarsdóttir, Anna Kristín Hjálmarsdóttir, Jón Ben Ástþórsson, Guðni Hjálmarsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, Óskar Arason, Ásta Hjálmarsdóttir, Magnús Kristinsson, Margrét Hjálmarsdóttir, Björn G. Sigurðsson, Ólafur Hjálmarsson, Brynja D. Ingadóttir og barnabörn. Fimmtudagskvöldið 26. janúar fór mig að undra að ekki hefði ég fengið símhringingu frá þér, Þóra mín, eins og ég var vön að fá á fimmtudögum þegar við mæltum okkur mót, svo ég hringdi til þín en enginn svaraði. Það setti að mér einkennilegan ótta sem ég fékk svar við að morgni föstudagsins er hringt var til mín og ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR ✝ Þóra Stefáns-dóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1924. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 26. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 7. febrúar. mér tjáð að þú, ein af mínum uppáhalds við- skiptavinum, værir dáin. Ég áttaði mig ekki alveg strax á því hvað væri verið að segja mér. Þið sem voruð að undirbúa ykkur fyrir ferðalag til Kanar- íeyja og þú hlakkaðir svo til að fara. Það var erfitt að mæta í vinnuna á hár- greiðslustofuna þenn- an föstudag, þú, Þóra mín, ekki samferða mér eins og var búið að vera fastur liður hjá okkur í tvö ár. Oftast varst þú fyrst í stólinn á föstudögum og þú vildir alltaf vera svo fín og svolítið blá. Það var svo ánægjulegt að þið þekktust allar konurnar mínar sem voru hjá mér á föstudögum, og það var mikið spjall- að. Já, það er búið að spjalla mikið á þessum nær þrjátíu árum sem við höfum þekkst. Það var ánægjulegt að hlusta á þig segja frá ferðum ykkar Har- aldar til útlanda og í sumarhúsið. Og af barnabörnunum sem þú varst svo stolt af, t.d. nöfnu þinni ball- ettdansmærinni sem ég hef fengið að fylgjast með frá því að hún fór í fyrsta ballettímann. Við verðum lengi að átta okkur á því að þú ert ekki lengur á meðal okkar á föstu- dögum. Elsku Þóra, ég þakka fyrir að fá að kynnast þér og Haraldi. Nú hringir hann ekki oftar til að vita hvort hún Þóra sín sé búin. Ég vil þakka, Þóra mín, fyrir hvað þið konurnar voruð góðar við mig í veikindum Gústa míns og við fráfall hans. Nú er stund hánæturinnar upp- runnin, verkfærin úr hendi fallin. Elsku Haraldur og fjöskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Elín G. Magnúsdóttir. Elsku Jónas frændi, þegar ég frétti andlát hans kom mér í hug- málshátturinn, það á ekki að draga það til morguns sem hægt er að gera í dag. Ég var alltaf á leiðinni í heim- sókn og ætlaði að þakka honum fyrir samverustundirnar á liðnu ári og ætlaði ég að sýna honum það sem ég var búin að skrifa um það sem hann sagði mér frá. Því síðastliðið sumar var ég í tilefni ættarmóts fyrir niðja afa míns og ömmu, Valdórs Bóasson- ar og Herborgar Jónasdóttur, að reyna að safna saman eins miklum upplýsingum um Valdór og mér var frekast unnt. Jónas var þá sá eini eftirlifandi sem mér datt í hug að leita til eftir upplýsingum um þennan föðurafa minn, Valdór Bóasson útvegsbónda á Hrúteyri, sem dó aðeins rúmlega fer- tugur. Kom ég ekki að tómum kof- unum á þeim bæ og er mér gleðiefni að hugsa til okkar samverustunda, sérlega ferðarinnar út að Hrúteyri. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er því mér gafst ekki tími til að leyfa Jónasi að lesa það sem ég var búin að safna saman og syrgi ég það mikið. Jónas ólst upp í nágrenni við föð- urafa og -ömmu mína, Valdór Bóas- son og Herborgu Jónasdóttur þegar þau bjuggu á Hrúteyri, en þá bjuggu foreldrar hans, Benedikta og Jón á Sléttu, sem er næsti bær við Hrút- eyri og var sambandið ætíð mikið milli fjölskyldnanna. Síðar flytja þau foreldrar Jónasar út að Eyri og er þá í för með þeim einn bróðir föður míns, Jóhann Björgvin. Hann var tekinn í fóstur kornabarn vegna veik- inda Herborgar móður sinnar en var upp frá því sem einn af börnum Ben- diktu og Jóns. En þær voru systur Herborg og Benedikta og þeir einnig bræður Jón og Valdór. Mér eru mjög minnisstæðir, frá barnæsku, fundir þeirra systra á sumarsamkomum í Atlavík eða Egilsstaðaskógi, hvað það voru ánægjulegir fundir. Fannst mér sem smástelpu stundum nóg um allt kossaflensið í þeim systrum en nú skil ég að þær voru bara svona ánægðar að hittast. Jónas frændi var frændi okkar systkinanna frá Þránd- arstöðum í orðsins fyllstu merkingu og á ótrúlega marga vegu. Jóhann Valdórsson faðir minn var sonur Val- dórs Bóassonar frá Stuðlum og faðir Jónasar var Jón Brunsted Bóasson, einnig frá Stuðlum. JÓNAS PÉTUR JÓNSSON ✝ Jónas PéturJónsson fæddist á Sléttu í Reyðar- firði 15. desember 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 24. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðar- kirkju 2. febrúar. Þeir voru því bræðrasynir en þar með er frændsemin ekki upptalin því að þeir voru einnig systrasynir, því Her- borg Jónasdóttir föð- uramma mín og Bene- dikta Guðlaug Jónasdóttir móðir Jón- asar voru eins og fyrr segir systur. En ekki er enn lokið þessari frændsemis-upptaln- ingu því að Jónas Pét- ur Bóasson frá Hlíðar- enda í Breiðdal, faðir þeirra systra og Bóas Bóasson bóndi á Stuðlum, faðir þeirra Valdórs og Jóns, voru bræður. Fyrir sakir þessarar miklu frænd- semi var Jónas aldrei kallaður annað en Jónas frændi af okkur fjölskyld- unni. Og slíkan frænda var gott að eiga, annan eins gæðamann og Jónas er ekki auðvelt að finna. Jónas var hvers manns hugljúfi, alltaf glaður og ánægður og mátti ekki vamm sitt vita. Þegar eitthvað stóð til í fjölskyld- unni á Þrándarstöðum, s.s. skírn, ferming eða eitthvað sem haldið var upp á, voru Jónas og Fríða sjálfsögð. Oft kom Fríða ein því að Jónas þurfti að sinna sínu erilsama starfi sem skipstjóri á hafi úti, fjarri fjöl- skyldunni. Aldrei man ég eftir því að hafa séð Jónas öðruvísi en brosandi og er mér það ánægja að hafa á síð- asta ári hitt hann óvenju oft. Starf og æviferil Jónasar ætla ég að láta aðra um að rekja en vil ein- ungis þakka honum fyrir frændsem- ina og þá miklu hlýju sem frá honum stafaði. Vil ég kveðja hann með ljóði eftir föður minn, Jóhann Valdórsson frá Þrándarstöðum. Þetta ljóð föður míns prýðir legstein bróður míns Þorleifs, sem lést af slysförum ungur að árum og finnst mér þau hæfa sem kveðjuorð til Jónasar.Veit ég að faðir minn hefði verið sama sinnis. Þú varst hvers manns hugljúfi hægur, blíður, glaður. Allt hið góða elskaðir, alltaf sannur maður. Elsku Fríða og afkomendur, megir þú sækja styrk í minningar um góðan mann. Að lokum vil ég biðja allar góðar vættir að styrkja og vernda ástvini Jónasar frænda frá Eyri. Ólafía Herborg Jóhannsdóttir. Mig langar til þess að minnast í fá- einum orðum Jónasar Jónssonar, sem var eiginmaður hennar Fríðu, móðursystur minnar. Á mínum upp- vaxtarárum var það altítt að börn væru send í sveit á sumrin, og ég var engin undantekning frá þessari ágætu reglu. Leið mín lá austur á firði til Eyrar við Reyðarfjörð. Jónas og Fríða bjuggu á Sólvöllum, sem var hús sem hafði risið við túnjaðarinn á bænum Eyri. Hjá þessum ágætu hjónum bjó ég í fjögur sumur og undi hag mínum hið besta. Þannig háttaði til að gert var út frá bænum og Jónas reri á trillu sinni til fiskjar á fengsæl miðin og þess vegna var alltaf nýr fiskur á borðum á Sól- völlum í stað saltfisks í öll mál eins og sumir jafnaldrar mínir máttu þola í sinni sveit. Síðar varð Jónas skip- stjóri á aflaskipunum Snæfugli og Gunnari frá Reyðarfirði, og ég minn- ist þess vel hve vandlega við fylgd- umst með öllum aflatölum, sérstak- lega þegar síldin óð um allan sjó. Jónas var um tíma kostgangari heima hjá afa mínum og ömmu á Flókagötunni í Reykjavík þegar hann var að afla sér skipstjórnarrétt- inda í Stýrimannaskólanum, og þar sem ég var heimagangur á þeim bæ bar fundum okkar iðulega þar sam- an. Jónas og Fríða komu auk þess margoft í heimsókn til Reykjavíkur og litu þá alltaf við hjá okkur í Drápuhlíðinni. Jónas var alltaf jafn- kátur og hress og aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði um nokkra manneskju. Hann ávarpaði mig gjarnan með því ágæta orði gæsk- urinn, sem mér fannst ósköp nota- legt að heyra. Ég fór alltof sjaldan í heimsókn austur á síðari árum en í hvert sinn þegar fundum okkar Jónasar bar saman þá var eins og að ég hefði hitt hann í gær. Jónas var góður og hlýr maður, hann hafði góða nærveru, og ég mun ávallt minnast hans með þakklæti og hlýju í huga. Guð blessi minningu Jónasar Jóns- sonar. Stefán M. Halldórsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.