Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 60

Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÍSLENDINGAR verða orðnir að- ilar að Evrópusambandinu (ESB) árið 2015, rætist spá Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra, sem hann setti fram í erindi á Við- skiptaþingi 2006 – Ísland 2015, sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Halldór sagðist telja að það sem verði einkum ráðandi í umræðunni um ESB á næstunni sé framtíð og stærð evrópska myntbandalagsins. Þar hefðu ákvarðanir Dana, Svía og Breta mikil áhrif. „Stóra spurningin er hvort við verðum þá [árið 2015] með sjálf- stæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi ís- lensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjár- málamarkaði,“ sagði Halldór. Hann sagði þó engar pólitískar forsendur til þess að taka ákvörðun um aðild Íslands nú, til þess væri umræðan hér á landi ekki nægilega þroskuð. Því mætti atvinnulífið láta málið til sín taka með virkari hætti og stuðla að umræðu um Evrópu- málin. Fjármálaþjónustan skilar sama og sjávarútvegurinn Ágúst Guðmundsson, stjórnar- formaður Bakkavarar Group, sagði í erindi á þinginu að sú verðmæta- aukning sem Íslendingar hefðu notið af útrás íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum nemi meira en einni billjón króna, eða eitt þús- und milljörðum króna, og ætti það sér sennilega enga hliðstæðu í heiminum í dag. Ágúst sagði raun- ar svo komið að fjármálaþjónustan skili orðið álíka miklu til lands- framleiðslunnar og sjávarútvegur- inn. Fram kom í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, við pallborðsumræður, að traust sem Íslendingar nytu í alþjóðlegum viðskiptum væri verðmætari auð- lind en óveiddur fiskur í sjónum og hefði gert að verkum að íslenskir bankar og bankasamsteypur hefðu getað aflað yfir fjögur þúsund milljarða króna hjá erlendum fjár- festum og sparifjáreigendum á kjörum sem skiptu miklu máli fyrir velferð Íslendinga. Telur að Ísland verði orð- ið aðili að ESB árið 2015 Verðmætaaukn- ing af útrásinni ein billjón króna  Íslendingar | Miðopna, 12 NÝLEGA kom þyrla Þyrluþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli, TF-HHG, úr mikilli yf- irhalningu. Að sögn Jóns K. Björnssonar, flugrekstrarstjóra Þyrluþjónustunnar, var skipt um innréttingar í þyrlunni, hún máluð upp á nýtt auk þess sem nýr mótor og spað- ar voru settir í hana. Jón sagði að nú væru virkjun. Þyrlan, sem tekur fimm farþega, flýgur á um 200 kílómetra hraða. Enn- fremur sagði Jón að stefnt væri að því að festa kaup á annarri minni þyrlu, sem myndi nýtast í kennslu- og ljósmyndaflug, auk þess sem Jón útilokaði ekki að stærri þyrlur kæmu til greina. til athugunar breyttar áherslur í nýtingu á þyrlunni, í bígerð væri að sækjast eftir far- þegaflutningaleyfi og sækja meira inn á ferðamannamarkað, en hingað til hefur þyrlan verið í kvikmyndatökum og ljós- myndun auk þess sem hún hefur verið í verkefnum fyrir Háskólann og Lands- Morgunblaðið/Árni Sæberg Nánast sem ný eftir yfirhalningu FERÐASKRIFSTOFAN Heimsferðir hefur keypt meirihluta í flugfélaginu Jet-Ex sem annast hefur flug fyrir Iceland Express und- anfarin misseri. Andri Már Ingólfsson, for- stjóri Heimsferða, segir að með þessu geti ferðaskrifstofan sérsniðið flugvélakost og flugrekstur að þörfum ferðaskrifstofunnar; með sífellt umfangsmeira ferðaframboði sé hagkvæmt að geta samræmt sem mest þessa tvo þætti ferðaþjónustunnar. Bretar áttu til þessa um 80% í Jet-Ex og aðrir hluthafar, m.a. þeir sem sinna dagleg- um rekstri félagsins, 20%. Heimsferðir kaupa einkum hlut Bretanna og eiga eins og fyrr segir 60% hlut. Jet-Ex annast fram á vorið flug fyrir Iceland Express en eftir það verður vélum félagsins þremur, sem eru af gerðinni MD 82, ráðstafað í verkefni erlendis fram á haustið. Andri Már segir síðan ráð- gert að fá nýjar vélar næsta vetur til að sinna flugi fyrir Heimsferðir og ferðaskrifstofur fyrirtækisins í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. Stefnir hann að því að fá B737-800-vélar sem hann segir að henti betur til flugs á áfangastaði Heimsferða en slíkar vélar hafa verið notaðar í leiguflugi ferðaskrifstofunn- ar. „Við sjáum síðan fyrir okkur að geta með þessari eignaraðild þróað flugreksturinn að þeirri þróun sem á sér stað hjá Heimsferð- um, sem og hjá fyrirtækjum Heimsferða er- lendis,“ segir Andri Már einnig. Heimsferðir kaupa meiri- hluta í Jet-Ex RAUNÁVÖXTUN Gildis-lífeyrissjóðs var 17,8% á síðasta ári, en það jafngildir því að nafnávöxtun sjóðsins hafi verið 22,6% á árinu. Meðalraunávöxtun eigna sjóðsins síðustu fimm ár er 8,6% og verður lagt til við aðalfund í vor að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði hækkuð um 7% frá 1. janúar síðastliðnum að telja. Fram kemur að þessa góðu ávöxtun sjóðsins á síðasta ári megi rekja til fjárfestingastefnu hans og hagstæðra skilyrða á verðbréfamörk- uðum, sérstaklega hér innanlands. Innlend angur væri örugglega meðal þess besta. „Það er fyrst og fremst innlendi hlutabréfamarkað- urinn sem gefur okkur þessa ávöxtun. Við er- um bæði með nokkuð hátt hlutfall eigna í inn- lendum hlutabréfum og náum í þeim flokki líka betri ávöxtun en úrvalsvísitalan. Það er einkum þetta sem skilar okkur þessum árangri, en síð- an skila gjaldeyrisvarnir sjóðsins einnig um- framávöxtun,“ sagði Árni. Fjárfestingartekjur sjóðsins námu rúmum 33 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu um 10 milljarða króna milli ára. Rúmlega helmingur eigna sjóðsins er í innlendum skuldabréfum, fjórðungur er í innlendum hlutabréfum og tæp- ur fjórðungur í erlendum verðbréfum. hlutabréf sjóðsins hækkuðu um 71,5% á árinu, en hækkun úrvalsvísitölunnar var 64,7% á sama tíma. Þá jókst erlend hlutabréfaeign sjóðsins um 16,3% en heimsvísitalan hækkaði um 12,2%. Gildi-lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs sjómanna og Framsýnar á síð- asta ári og er á meðal þriggja stærstu lífeyr- issjóða landsins með rúmlega 180 milljarða króna í eignir um síðustu áramót. Árangur for- vera sjóðsins hvað ávöxtun snertir hefur einnig verið mjög góð undanfarin ár. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gild- is, vildi þó ekki aðspurður fullyrða hvort um metávöxtun væri að ræða, en sagði að þessi ár- Raunávöxtun lífeyris- sjóðsins Gildis tæp 18% Lagt til að áunnin réttindi sjóðfélaga hækki um 7% frá áramótum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is CREDITINFO Group, móðurfélag Lánstrausts og Fjölmiðlavaktar- innar, hefur fest kaup á tveimur tékkneskum upplýsingafyrir- tækjum, Anopress og Albertina Data. Þau verða sameinuð dótt- urfélagi Creditinfo í Tékklandi, Creditinfo Czech Republic, og úr verður langstærsta upplýsingafyr- irtæki Tékklands, fyrir utan fjöl- miðla, að sögn Reynis Grétarssonar, framkvæmdastjóra Creditinfo Group. Kaupverðið á Anopress er um ein milljón evra, ríflega 75 milljónir króna, en hagnaður félagsins í fyrra var um fimmtungur af því, eða sem samsvarar um 15 milljónum. Kaup- verðið á Albertina Data er trún- aðarmál að sögn Reynis. | B1 Creditinfo kaupir í Tékklandi AÐALMEÐFERÐ í hluta Baugsmálsins sem hefjast átti í dag hefur verið frestað. Var það gert vegna kæru verjenda sakborninga á þeirri ákvörðun héraðsdóms að skipta aðal- meðferðinni niður og byrja eingöngu á þeim þætti er varðar fyrrv. endurskoðendur Baugs, en bíða með þátt núverandi og fyrr- verandi forsvarsmanna fyrirtækisins. Hæstiréttur felldi í gær dóm í málinu, þar sem segir að taka beri mál allra sakborninga í Baugsmálinu til aðalmeðferðar. Þar segir einnig að ekki sé hægt að kæra til Hæsta- réttar þá ákvörðun héraðsdómara að kljúfa málið niður. Aðalmeðferð í hluta Baugs- málsins frestað  Taka ber mál allra | 4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.