Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára FUN WITH DICK AND JANE kl. 8 og 10 MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 Síðustu sýningar WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 og 6 HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is 4 Golden Globe verðlaun TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta myndin, bestu leikarar, besta handritið og besti leikstjórinn.8walk the line „Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá sér fara því myndin er auðgandi fyrir augun, eyrun og hjartað.“ V.J.V Topp5.is STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH. NATIONAL BOARD OF REVIEW BESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS F U N VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! NEW YORK FILM CRITICS´ CIRCLE BOSTON SOCIETY OF FILM CRITICS SCREEN ACTORS GUILD (SAG) „…Walk the Line er eins og klettur, sterk ástarsaga og mannlífsdrama sem lætur engan ósnortinn.“ S.V. Mbl. „Í heild er Walk the Line frábær kvikmynd; vönduð, átakanleg og bráðskemmtileg. Mynd sem ekki aðeins aðdáendur Cash ættu að njóta heldur allir sem hafa gaman af fyrsta flokks kvikmyndum.“ M.M.J Kvikmyndir.com Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó ROKKSVEITIRNAR Úlpa og Jan Mayen verða með tónleika á NASA í kvöld. Úlpa gaf nýverið út sína aðra breiðskífu Attempted flight by wing- ed men og má reikna með að sveitin leiki lög af þeirri plötu auk eldra efn- is. Úlpa hefur annars verið dugleg við að spila og undanfarna tvo mán- uði hefur sveitin leikið í hátt á tutt- ugu tónleikum víðsvegar um landið. Tónleikarnir í kvöld eru sérstakir fyrir þær sakir að Ríkisútvarpið hyggst taka tónleikana upp og verð- ur þeim að öllum líkindum útvarpað síðar á þessu ári. Þá er í undirbún- ingi hjá Úlpu tónleikaferð, bæði til Skandinavíu og Bandaríkjanna en þar hafa menn á vegum Lake Trout og fleiri haft hug á að breiða boð- skap Úlpu út. Sveitin leikur í Þjóð- leikhúskjallaranum á laugardag en svo gæti einhver bið orðið á frekari upptroðslu og því ættu aðdáendur Úlpu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Jan Mayen gaf út plötuna Home of the Free Indeed árið 2004 en sveitin mun vera langt komin með vinnslu á nýrri breiðskífu og því sennilegt að hún flytji eitthvað af þeim lögum sem þar munu enda, í kvöld. Húsið verður opnað kl. 22.15 og aðgangseyrir er 500 krónur. Það er Dj 9 sec. sem mun sjá um að hita fólk upp áður en rokkið hrifsar völd- in. Tónlist | Úlpa og Jan Mayen leika á NASA í kvöld Allra veðra von Morgunblaðið/Árni Torfason Fjórmenningarnir í Úlpu hafa marga fjöruna sopið. Úlpa og Jan Mayen á NASA. Dyrn- ar opnaðar kl. 22.15. Miðaverð 500 krónur. MIÐVIKUDAGINN 22. febrúar næstkom- andi hefur göngu sína nýr dægurmálaþáttur á Skjá einum, en þátturinn verður á dagskrá alla virka daga frá klukkan 18 til 19. Upphaflega stóð til að þau Felix Bergsson og Sigríður Arn- ardóttir, betur þekkt sem Sirrý, yrðu umsjón- armenn þáttarins. Síðdegis í gær bárust hins vegar þær fregnir að Sigríður hefði skrifað undir samning við NFS og yrði því ekki með í hinum nýja þætti, en kynning á þættinum í þeirri mynd var vel á veg komin. Seint í gær- kvöldi barst síðan tilkynning frá Skjá einum þess efnis að sjónvarps- og söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir hefði verið ráðin í stað Sigríðar og þátturinn héldi því sínu striki. Ekki bein þjóðmálaumræða Felix segir hugmyndina að þættinum al- gjörlega nýja af nálinni. „Þátturinn hefur ekki einu sinni hlotið nafn, þetta er svo ferskt og svo mikil læti í þessu. Þetta er algjörlega nýtil- komið og eitthvað sem farið var að ræða mjög nýlega. Sjálfur var ég til dæmis ráðinn í síð- ustu viku,“ segir Felix. „Um er að ræða klukkutíma langan magasín-þátt á hverjum virkum degi frá sex til sjö, en á undan hverjum þætti verður sýndur glóðvolgur þáttur með Dr. Phil sem kemur beint frá Bandaríkjunum og hefst klukkan fimm,“ segir Felix og bætir því við að ekki sé um að ræða dægurmálaþátt í líkingu við þá sem sýndir eru í Sjónvarpinu og á Stöð 2. „Þetta er ekki Kastljós og þetta er ekki Ís- land í dag, heldur er kastljósinu frekar beint að nærumhverfi okkar, heimilinu og garðinum, börnum og uppeldi, og kannski skoðum við svolítið bakhliðina á fréttunum. Þetta er ekki bein þjóðmálaumræða en við munum taka okk- ar tvist á hana og nálgast hlutina á öðrum nót- um en aðrir gera,“ segir Felix, en að hans sögn á þátturinn að höfða til allrar fjölskyldunnar. „Við erum náttúrulega að horfa á að heimilin eru komin með flatskjái í eldhúsin og þetta er sá tími sem fjölskyldan er að koma saman eftir daginn áður en sest er að kvöldmat og það er það sem við erum að einblína á. Svo vonumst við til þess að þetta fái að hljóma í útvarpi líka, en hljóðinu verður líklega útvarpað beint á Kiss FM,“ segir Felix. Engin hræðsla við Stöð 2 Aðspurður segist Felix ekki hræddur við tímasetninguna í ljósi þess að fréttir Stöðvar tvö hefjast klukkan 18.30. „Nei nei, það verður bara að koma í ljós hvernig okkur gengur að halda fólki hjá okkur. Við ætlum að gera þátt- inn svo spennandi og skemmtilegan að fólk geti ekki hugsað sér að fara annað. Í rauninni hugsum við þetta þannig að tíminn á milli sex og sjö sé sá tími þegar fólk er ekki endilega að leita að hörðum fréttum, því þær byrja í Sjón- varpinu klukkan sjö,“ segir Felix. Aðspurður segir hann þó ekki um spjallþátt að breskri eða bandarískri fyrirmynd að ræða. „Nei í rauninni ekki, það sem ég þekki best frá Bretlandi eru þættir eins og Richard and Judy sem eru svona þægilegir spjallþættir sem taka á öllu milli himins og jarðar. Ég mundi samt segja að hann væri meira í póli- tískri umræðu en við ætlum að vera.“ Undirbúningur í fullum gangi Að sögn Felix er undirbúningsvinna í fullum gangi enda rétt tæpar tvær vikur í fyrsta þátt- inn. „Þetta er nokkuð sem allir hér eru mjög spenntir fyrir og öll stöðin er iðandi að vinna í. Þetta eykur innlenda dagskrárgerð feikilega og setur allt á fullt,“ segir Felix, sem sjálfur hefur unnið mest í kringum leikhús að und- anförnu. Fyrir mér er þetta mikil breyting því ég hef aldrei farið svona á kaf inn í sjónvarp. Ég hef alltaf tekið þetta með leikhúsvinnunni, en núna er ég gera þetta að minni aðalvinnu, að minnsta kosti út þetta ár,“ segir Felix. Sjónvarp | Nýr dægurmálaþáttur að hefja göngu sína á Skjá einum Hvorki Kastljós né Ísland í dag Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís „Við ætlum að gera þáttinn svo spennandi og skemmtilegan að fólk geti ekki hugsað sér að fara annað,“ segir Felix. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðrún Gunnarsdóttir verður stjórnandi þáttarins ásamt Felix, en gengið var frá samningi við hana í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.