Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Egilsstaðir | T.A.K., Tengslanet austfirskra kvenna, verður stofnað formlega á Hótel Héraði, Egilsstöð- um, kl. 18 í dag. „Í upphafi hóaði Þróunarfélag Austurlands nokkrum konum saman til að kanna hvað hægt væri að gera fyrir konur á Austurlandi“ seg- ir Katla Steins- son, talsmaður T.A.K. og fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands. „Til fundarins mættu tíu konur úr ýms- um geirum sam- félagsins og á óformlegum nótum kom hver þeirra með sýn á hvað nýst gæti konum al- mennt í fjórðungnum. Út úr því kom m.a. að konur mættu vera duglegri við að taka að sér ábyrgðarstöður í samfélaginu, koma sér á framfæri, taka forystu í stjórnmálum og fé- lagsstarfi og taka þátt í atvinnulífinu. Þá kom fram að konur þyrftu að vera sýnilegri í samfélaginu, gefa kost á sér í stjórnir, bæta þyrfti stöðu kvenna á atvinnumarkaði og aðgengi að verkefnatengdum styrkjum. Í kringum þetta þróuðust hugmyndir um að koma af stað námskeiðum, fundum og ráðstefnum sem gætu gagnast konum. Þá var spurt hvern- ig næðist til kvenna og hópurinn var á því að stofna tengslanet á faglegan hátt. Fljótlega var ekki einvörðungu horft til kvenna í atvinnulífinu, held- ur þess að samtökin skyldu ná til allra kvenna á Austurlandi.“ Netsamskipti lykilatriði Katla segir að þegar sé búið að sækja um veffang og netfang og ver- ið sé að leita tilboða í vefsíðu. „Hún á að vera öflug með góðum gagna- grunni um konur, spjallvef og upp- lýsingagjöf ýmiss konar.“ Reiknað er með að konur í sam- tökunum geti flokkað sig eftir áhuga- sviðum og/eða viðfangsefnum og skapað þannig nánari tengsl. Þá er ætlunin að vefurinn sé markaðstæki í þá veru að utanaðkomandi aðilar geti leitað þar eftir t.d. konum með sérþekkingu eða til stjórnarsetu, svo eitthvað sé nefnt. T.A.K. ætlar beita sér fyrir áhugaverðum ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum sem nýst geta konum á Austurlandi til menntunar og upplýsinga. „Samtök- in vilja stuðla að námskeiðum eins og t.d. Mætti kvenna, sem Viðskiptahá- skólinn á Bifröst hefur nú auglýst hér á Austurlandi og snýst um fyr- irtækjarekstur og hagnýta þekkingu á fjármálaumhverfi,“ heldur Katla áfram. „Hugsa má sér stjórnmála- námskeið, fjölmiðlanámskeið, ræð- unámskeið, sjálfsefli og alls kyns þjálfun.“ Stefnt er að reglulegu fundahaldi yfir vetrarmánuðina, bæði á vett- vangi og í fjarfundaverum, en meg- inþungi samskipta á að vera á netinu og verður slóðin www.tengslanet.is.“ „Tengslanet skiptir miklu máli í daglegu lífi, fólk kemst ekkert áfram nema eiga góða að. Sé maður nýliði einhvers staðar, svo dæmi sé tekið, er mikilvægt að hafa aðgang að fólki með þekkingu og reynslu og geta leitað eftir ráðgjöf og stuðningi. Konur á hvaða vettvangi sem er geta nýtt sér T.A.K. og ég geri ráð fyrir að konur almennt fylgist með sam- félaginu og því sem er að gerast. Þetta er tækifæri til að vera í sam- skiptum við aðrar konur og nýta sér tækifæri sem bjóðast. T.A.K. er ætl- að að leiða konur með mismunandi reynslu, þekkingu og skoðanir sam- an og koma á samstarfi þeirra á milli.“ Katla býst við fjölmennum stofn- fundi og að í framhaldinu taki ný stjórn til við að koma vefnum í gagn- ið, fá fleiri konur til þátttöku með markvissum kynningum úti í sveit- arfélögunum, vinna með Fræðslu- neti Austurlands að námskeiðahaldi og fá upplýsingar hjá konum um hvað þær vilji varðandi námskeiða- og ráðstefnuhald. „Þetta á eftir að taka sinn tíma að þróast og við ætl- um að líta á T.A.K. sem átaksverk- efni til þriggja ára, taka stöðuna að þeim tíma loknum og sjá hvað hefur áunnist. Við getum horft til verkefnis eins og Auðs í krafti kvenna, sem skilaði af sér mörgum nýjum fyrir- tækjum og kraftmiklum konum, sem tóku þar þátt og halda enn tengslum í dag. Ég hef trú á að T.A.K. verði öflugur samstarfsvettvangur kvenna á Austurlandi og hlakka til að starfa með þeim“ segir Katla Steinsson. Konur á Austurlandi stofna tengslanet til að styrkja hagsmuni sína Leiða saman reynslu, þekkingu og skoðanir Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hagsmunir kvenna Tengslanet austfirskra kvenna verður stofnað í dag. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Katla Steinsson Stjórnsýslu- kæra vegna gjalds á ferjuflug Egilsstaðir | Benedikt Vil- hjálmsson, starfsmaður Flug- málastjórnar á Egilsstaða- flugvelli, hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna gjald- töku af ferjuflugi sem nýtir flugvöllinn. Hann segir toll- embættið á Seyðisfirði inn- heimta miklu hærri gjöld en vaninn sé vegna ferju- og einkaflugs á öðrum flugvöll- um landsins. Hann kærir auk gjaldtök- unnar brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og það verklag sýslumannsembættis- ins á Seyðisfirði að svara ekki formlegum fyrirspurnum kæranda vegna málsins. Benedikt sagði í samtali við Morgunblaðið að hin háa gjaldtaka skipti verulegu máli, fljótt væri að fréttast af slíku okri innan fluggeirans og hefði það áhrif á markaðs- stöðu og samkeppnishæfni Egilsstaðaflugvallar. Greiðslur í sjúkrasjóð | Á þriðju- dag fóru fram í Héraðsdómi Reykja- víkur skýrslutökur vegna máls Afls, starfsgreinafélags Austurlands, gegn Impregilo og starfsmannaleig- unni NETT. Í málshöfðuninni krefst Afl þess að Impregilo greiði eitt pró- sent af launum starfsmanna í sjúkrasjóð, sem er sambærilegt við það sem íslensk fyrirtæki gera. Gætu slíkar greiðslur verið tugir milljóna króna á framkvæmdatíma Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo telur starfsmennina vera á vegum NETT, sem er portú- gölsk leiga og því sé ekki skylt að greiða í íslenska samtrygging- arsjóði. Starfsmennirnir hafi E-101 skírteini eins og starfsmenn frá þjóðum innan Evrópska efnahags- svæðisins. Verkalýðshreyfingin tel- ur túlkun Impregilo ranga og gangi hún eftir skerði það samkeppn- isstöðu innlendra fyrirtækja. AUSTURLAND HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Höfuðborgarsvæðið | Tæpum sex þúsund krónum munar á lægsta og hæsta verði á leikskólaplássum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er afar ólíkt háttað með systkinaafslátt í sveitarfélögum höfuðborgarsvæð- isins. Reykjavík er langódýrasti kosturinn í leikskólavistun, Álfta- nes kemur á hæla Reykjavíkur, en Garðabær kemur dýrastur út í könnuninni. Skólaskrifstofa Seltjarnarnes- bæjar hefur gert athugasemd vegna samantektar DV um dag- vistargjöld nokkurra sveitarfélaga þriðjudaginn 7. febrúar sl. Í um- ræddri samantekt var gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því hið hæsta í samanburðinum. Hrafnhildur Sigurðardóttir, leik- skólafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, segir hið rétta vera að kostnaður foreldra vegna 8 tíma dvalar á leik- skólum bæjarins sé 28.590 krónur á mánuði eins og m.a. komi fram á vefsíðu bæjarins. „Leikskólagjöld á Seltjarnarnesi eru með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu og því fyllilega samkeppnisfær við það sem annars staðar gerist,“ segir Hrafnhildur. „DV fer rétt með þegar fjallað er um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum,“ segir Hrafnhildur, en eftir nýlegar breytingar í nokkrum sveitarfélögum er niður- greiðsla Seltjarnarnesbæjar til for- eldra nokkuð lægri en annars stað- ar eða um 13.500 krónur á mánuði með hverju barni. „Á hinn bóginn liggur fyrir samþykkt félagsmála- ráðs bæjarins um umtalsverða hækkun umræddrar fjárhæðar með hverju barni. Þetta á eftir að fara fyrir fjárhags- og launanefnd, en verði hækkunin samþykkt verð- ur Seltjarnarnes í hópi þeirra sveitarfélaga sem hvað mest styðja foreldra með börn hjá dagmæðr- um.“ Við könnun blaðamanns á gjald- skrám leikskóla á höfuðborgar- svæðinu reyndist ákveðið misræmi milli þeirra talna sem gefnar voru upp á vefsíðum sveitarfélaganna og þeirra talna sem fengust á skóla- skrifstofum. Ekki munaði miklu og var það almennt reglan að afslátt- urinn var ríflegri í samtölum við starfsmenn bæjarins en vefsíður gáfu til kynna. Ákveðið var að taka orð bæjarstarfsmanna trúanleg. Kostnaður vegna vistunar leikskólabarna á höfuðborgarsvæðinu Reykjavíkurborg ódýrust en Garðabær dýrastur Morgunblaðið/Kristján Blessuð börnin Nokkuð jafnt virðist á með sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu, þótt munað geti nokkrum þúsundköllum milli bæja.           A     !" #$% &" B !  4        C'('"!)D 5  C) '"D *   A     #$% &"         !" B !  *   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.