Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Morgunverðarfundur kl. 8:00–9.15 Föstudaginn 10. febrúar 2006 Sunnusal, Radison SAS Hótel Sögu Opið ljósleiðaranet: Fundarstjóri: Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar Frummælandi fundarins er Dolf Zantinge, þekktur sérfræðingur í samskiptatækni. Hann er m.a. stjórnarformaður Unet í Hollandi, sem rekur ljósleiðaranetið í Almere. Hollenska borgin Almere er framsækin og nútímaleg borg þar sem hvert einasta hús; opinberar byggingar, fyrirtæki og heimili eru tengd fullkomnu ljósleiðaraneti. Senn standa bæði Seltjarnarnes og Akranes jafnfætis Almere hvað varðar aðgengi að ljósleiðaraneti. Óumdeild framtíðarlausn fyrir heimili jafnt sem stórfyrirtæki Leggur grunn að nútímalegu og framsæknu samfélagi Tryggir mikla bandbreidd og lítinn viðhaldskostnað Veitir heimilum aðgang að fjölbreyttri afþreyingu Forskot inn í framtíðina ÞAÐ gleymdist að geta þess um verkin átta á Aton-tónleikum Músík- daganna í Ými 4.2. að öll voru þau frumflutt. Það átti einnig við íslenzku verk næsta dags á sama stað (í þetta sinn hins vegar tekið fram í tónleika- skrá), er nutu sömuleiðis góðrar að- sóknar eða um 70 manns. Fyrst var „Syngjandi skógur (við- ur)“ [8’] eftir Áskel Másson fyrir bas- saklarínett og stóra konsert- marimbu; að sögn höfundar e.k. fantasía í ABCBCA formi. Víða skemmtilegt verk, ýmist hægt syngj- andi eða í anda virtúósrar tokkötu, er benti til að Áskell hafi haft öruggan pata af færni flytjenda frá upphafi. Var lygilegt að heyra hvað í fljótu bragði ólíku hljóðfærin gátu borið sterkan svip hvort af öðru, bassakl- arínettið með blaðsmellandi inntónun og marimban „arco“ (bogastrokin) í dýpri enda. Skipt var yfir á klukkuspil og 5 lat- neska timbala (botnlausa tom toms) á móti blæstri í verki Kolbeins Ein- arssonar Atónskálds um innfæddan anda [7’]. Verkið var tileinkað banda- rískum kennara höfundar, Stephen Mosko (1947–2005) er m.a. rannsak- aði íslenzk þjóðlög, og bauð það af sér kankvíst ljóðrænan heildarþokka þrátt fyrir áskilda nútímaeffekta. Slagverksmaðurinn Tobias Guttman lék næst Midare [8’; 1972], ein- leiksmarimbuverk Tons de Leeuw (1926–96) er kennt hefur fjölda ís- lenskra tónskálda allt frá Gunnari Reyni Sveinssyni. Guttman lék þetta sannkallaða virtúósaverk blaðlaust af þaulvanri yfirburðarsnerpu og vakti mikla hrifningu að vonum. Fyrri hluta lauk síðan með frumflutningi dúósins á Brainstorm in a glass of water [10’] eftir Gunnar Andreas Kristinsson, er eftir vænlega þrá- frumasveiflu upphafsins dróst óhóf- lega á langinn með viðburðasnauðu umli á djúpsviði, þótt kæmist undir lokin aðeins á rekspöl. Því miður að- eins of seint. Áki Ásgeirsson, er með verki sínu 355° hafði gengið hart á þolinmæði manna og kvalaþröskuld kvöldið áð- ur, kom nú á óvart úr gagnstæðri átt með 356° [6’], þótt munaði aðeins 1 gráðu. Hjálpaði auk stuttleikans ekki sízt til sjónræni þáttur verksins, er birtist á hálfgegnsæju grisjutjaldi fyrir sviðinu, hvert á var varpað tveim nótnastrengjum úr tölvu. Á strengjunum sáust síbreytilegar 5–6 heilnótu-„sellur“ er spilendur virtust leika eftir (væntanlega þó aðeins í krabbaviðsnúningi, enda séð hinum megin frá). Bráðsnjöll hugmynd – og skilvirkari en „improvisasjonsma- skin“ hins sænska Jans Ling, er stýrði umferð hljómsveitar með ljósa- merkjum 1973 líkt og útvíkkaður götuviti. Doppótt tónsmíð Áka, er jók smám saman hraðann frá hægu upp- hafi, hefði þó varla notið sín eins vel án myndhliðar. Einleikstækifæri bas- saklarínettsins kom í Spans [9’] er sænsk-hollenzka tónskáldið Klas Torstensson samdi fyrir framsækna blásarasnillinginn Harry Spaarnay. Lumaði stykkið á aðskiljanlegri flauilsógn og fordæðu í magnaðri túlkun Ingólfs, og var með ólíkindum hvað kreista mátti fram úr klassísku hljóðfæri. Loks frumflutti dúóið á Íslandi Opnu [8’] eftir Atla Ingólfsson er hann samdi fyrir Spaarnay og Johan Faber 1991. Kröfuhart verk, en samt áheyrilegt, er þróaðist úr trillum og eintónstremólóum yfir í æ stærri tón- bil með smágusóttri hendingaskipan. Lauk þar með líklega beztu fram- herjatónleikum vetrarins að svo komnu, a.m.k. hvað undirritaðan áhrærir, og mátti ekki sízt þakka feikigóðum flutningi þeirra tvímenn- inga. Framherjaverk í frábærri túlkun TÓNLIST Ýmir Áskell Másson: Bois chantant (frumfl.). Kolbeinn Einarsson: The indigenous spirit (frumfl.). Ton de Leeuw: Midare. Gunnar Andreas Kristinsson: Brainstorm in a glass of water (frumfl.). Áki Ásgeirs- son: 356° (frumfl.). Klas Torstensson: Spaans. Atli Ingólfsson: Opna (frumfl. á Ísl.). Ingólfur Vilhjálmsson bassa- klarínett og Tobias Guttman marimba/ slagverk. Sunnudaginn 5. janúar kl. 16. Myrkir músíkdagar Ríkarður Ö. Pálsson „Líklega beztu framherjatónleikar vetrarins, að svo komnu…“ segir Rík- arður Örn Pálsson meðal annars í umsögn sinni um tónleika Igólfs Vil- hjálmssonar og Tobiasar Guttmans á Myrkum músíkdögum. Það vekur athygli að einn afþeim sem hlutu hæsta styrktil ritstarfa hjá Hagþenki, fé- lagi höfunda fræðirita og kennslu- gagna, er Jón Þorvarðarson sem gaf út bók um forngrísku stærð- fræðingana síðastliðið haust sem heitir Og ég skal hreyfa jörðina. Jón birti grein í Lesbók Morgunblaðsins í byrjun janúar síðastliðins þar sem hann sagði farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við menning- arsjóð en þangað hafði hann sótt um styrk til að skrifa umrædda bók og fékk ekki þrátt fyrir að hafa, að eig- in mati, sent inn mjög góða umsókn. Jón sendi inn stjórnsýslukæru vegna afgreiðslu menningarsjóðs á umsókn sinni en ekki hafði verið fjallað um hana síðast þegar frétt- ist. Styrkur Hagþenkis er 500 þús- und krónur og kemur sér sjálfsagt vel þótt varla nægi hann til þess að dekka kostnað við ritun og útgáfu ágætrar bókar Jóns sem hafði fram að þessu hlotið einn lítinn styrk til verksins sem er yfir sjö hundruð blaðsíður að lengd og tók fjögur ár í vinnslu.    Bók Jóns er líka ein af tíu verkumsem tilnefnd voru til Við- urkenningar Hagþenkis í liðinni viku en þessi rit telur dómnefndin framúrskarandi. Eitt þessara verka verður síðan útnefnt til viðurkenn- ingarinnar í lok febrúar. Það er ánægjulegt að Jón eigi möguleika á þessum verðlaunum því hann virtist ekki telja sig eiga mikla möguleika á að fá Íslensku bókmenntaverðlaunin í áðurnefndri Lesbókargrein. Þar benti hann á að lítil forlög, eins og það sem hann rekur, hljóti ekki inngöngu í Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau geti hins vegar lagt fram bækur til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna sem félagið stendur að. „En þá er aðeins hálf sagan sögð,“ bætti Jón við, „því það er einkaklúbbur stóru forlaganna sem skipar dómnefndir sem síðan velja athyglisverðustu bækur ársins. Aðrir útgefendur hafa nákvæmlega ekkert um val dómnefnda að segja – rödd þeirra má ekki heyrast í súlnasölum stóru forlaganna. Trúverðugt?“    Staðið er að viðurkenningu Hag-þenkis með nokkuð öðrum hætti en Íslensku bókmenntaverð- laununum. Í dómnefnd eða við- urkenningarráði sitja fimm sér- fræðingar á jafn mörgum sviðum vísinda og fræða. Í dómnefndum Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna sit- ur blandaður hópur sérfróðra og fulltrúa almennra lesenda sem setur væntanlega annan svip á val þeirra. Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis eru tilkynntar um mán- aðamótin janúar-febrúar en tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverð- launanna um mánaðamótin nóv- ember-desember enda tilgangurinn að ýta undir sölu bóka í jólamán- uðinum. Verðlaun útgefenda eru með öðrum orðum markaðs- verðlaun en Viðurkenning Hag- þenkis ekki, þar er meiri áhersla lögð á að dómnefnd hafi tíma til að yfirvega val sitt betur. Og að lokum koma allar bækur til greina hjá Hagþenki en hjá útgefendum aðeins þær sem forleggjarar leggja fram ásamt greiðslu 25.000 króna. Reyndar er kannski enn einn munur á þessum verðlaunum: Við- urkenning Hagþenkis fær enn ekki jafn mikla athygli í fjölmiðlum og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Kannski er það vegna þess að ekki er um skáldskap að ræða. Kannski er það vegna þess að þau tengjast ekki einu helsta bóksölutímabili árs- ins. Þönkum í hag ’Það er ánægjulegt aðJón eigi möguleika á þessum verðlaunum því hann virtist ekki telja sig eiga mikla möguleika á að fá Íslensku bók- menntaverðlaunin eins og hann rakti í áður- nefndri Lesbókargrein. ‘ Jón Þorvarðarson throstur@mbl.is AF LISTUM Þröstur Helgason MAÐUR á sjötugsaldri sem stundar hellarannsóknir sér til skemmtunar, Charles Jourdy, uppgötvaði forsögu- legar mannvistarleifar og hellamálverk í Vestur- Frakklandi, sem taldar eru allt að 27.000 ára gamlar. Auk hellamálverkanna, sem meðal annars sýna bláa hönd, sagðist Jourdy hafa fundið líkamsleifar bæði manna og dýra í hellinum, sem er í Vilhonneur-skógi, 12 mílur aust- an við Angoulême. Frá þessu greindi vefútgáfa The Guardian í gær. Andlitsmynd úr dropasteini Uppgötvunin átti sér stað í nóv- ember, en henni var haldið leyndri meðan svæðinu var lokað og það rannsakað. Jourdy segist enn frem- ur hafa séð andlitsmynd höggna í dropastein. „Í minna rýminu fann ég beinagrrindur tveggja hýena, sem er mjög sjaldgæft. Og ég sá manna- bein í rústunum – sköflunga, hryggj- arliði og herðablöð,“ sagði Jourdy í samtali við AFP-fréttastofuna. „Í stærra rýminu var þessi hönd – mjög fögur, fíngerð … kóbolt-blá.“ Franska menningarmálaráðu- neytið hefur staðfest fundinn, sem hefur verið lýst sem einstökum sök- um aldurs síns. Fornleifar | Forsöguleg myndlist og mannvistarleifar finnast í frönskum helli Blá hönd og mannabein Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.