Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Lagleg 35’’ breyting á Pathfinder Bílar á morgun Ásbúð - Raðhús Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samtals um 166,3 fermetrar, vel staðsett við Ásbúð í Garðabæ. Eignin er á mjög góðum barnvæn- um stað þar sem er stutt í skóla, leikskóla og framhaldsskóla. Fallegur garður í suður. Eignin skiptist í for- stofu, hol, vinnuherbergi, baðherbergi, tvö góð herbergi, geymslu og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi ásamt sjónvarpsholi á millilofti. Góðar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 41,9 millj. GRÁSLEPPUNEFND LS leggur til við sjávarútvegs- ráðuneytið, á grundvelli samþykktar aðalfundar LS, að tími til grásleppuveiða á komandi vertíð verði 50 dag- ar. Þannig fengi hver veiðileyfishafi 50 veiðidaga sem hann gæti ráðið hvenær hann nýtti á sínu veiðisvæði tímabilið 1. mars til 15. ágúst. Hér er um nýmæli að ræða að veiðimenn fái að velja veiðitímann sjálfir innan tímabilsins, þó þannig að um samfellda nýtingu daga væri að ræða. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Nefndin telur að slíkt hagræði skili aukinni sókn og leggur því til að dögum á veiðitímabili verði fækkað úr 60 í 50 Enn fremur ræddi nefndin um verð á komandi vertíð. Nefndin féllst ekki á hugmyndir einstakra kaupenda um verðlækkun. Að vandlega íhuguðu máli ákvað nefndin að leggja til við veiðimenn að miða við 700 evra lágmarksverð, tæplega 53.000 krónur miðað við gengi nú, fyrir fulluppsaltaða tunnu af grásleppuhrognum. Gagnlegir fundir Grásleppunefnd LS var á einu máli um að upplýs- ingafundir veiðimanna og framleiðenda, LUROMA, væru mjög gagnlegir og til þess fallnir að veita nauð- synlegar upplýsingar um stöðu grásleppumála og efla samskipti meðal þessara aðila. Á aðalfundi Norður-Atlantshafssamtakanna (ACFNA) sem haldinn var 2. febrúar sl. var ákveðið að endurnýja samkomulag grásleppuveiðiþjóða um að takmarka veiðar. Er að því stefnt annað árið í röð að samanlagður afli þjóðanna verði ekki meiri en 28 þús- und tunnur á komandi vertíð. Á LUROMA 2006 var samkomulag þjóðanna kynnt. „Enginn vafi leikur á að samkomulag þjóðanna frá 2005 um að draga úr veiðum bar verulegan árangur. Þó ekki hafi tekist að grynnka nægilega á birgðum til að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, sýndi sig að þjóðunum tókst að verulegu leyti ætl- unarverk sitt. Mest minnkaði framboð hrogna hér og á Nýfundnalandi, en veiði dróst saman um 35% milli ára hjá hvorri þjóð. Norðmenn stóðu einnig á bremsunni, en þar varð aflinn 2005 rúmum fjórðungi minni en á vertíðinni 2004. Hjá Grænlendingum tókst hins vegar ekki jafn vel upp. Aflinn stóð nánast í stað milli ára. Það kom hins vegar fram í máli Grænlendinga á LUROMA fundinum, að á komandi vertíð taka gildi nýjar reglur sem útiloka áhugamenn að stunda veið- arnar og töldu þeir það þýða fjórðungs minnkun sókn- ar,“ segir meðal annars á heimasíðu LS. Ríflega 32.000 tunnur í fyrra Áðurnefnt samkomulag veiðiþjóðanna kveður á um að í hlut Íslendinga, Nýfundnalendinga og Grænlend- inga komi 8.000 tunnur til hverrar þjóðar og hlutur Norðmanna 4.000 tunnur. Árið 2005 voru grá- sleppuhrogn verkuð í 32.453 tunnur, sem er rúmum 10 þúsund tunnum minna en árið 2004. Aflinn 2005 var nánast sá sami og meðaltal sl. 5 ára. Vertíðin 2004 skil- aði þriðja mesta afla frá upphafi og varð þess valdandi að ekki gekk að selja söltuð hrogn á viðunandi verði á sl. ári, þrátt fyrir fjórðungs minni veiði. Skýring fram- leiðenda á verðlækkun þrátt fyrir minnkandi veiði er að smásalar í Evrópu eru stöðugt verri viðureignar í samningum um kaup og sölu á grásleppukavíar. Það hefur einnig komið fram að verðlækkanir til veiði- manna hafa ekki skilað sér til neytenda. Vilja fækka veiðidögum á grásleppu á þessu ári Morgunblaðið/Alfons Veiðar Grásleppukarlar þurfa enn að takmarka veið- ar sínar á þessu ári vegna aðstæðna á mörkuðum. Hér hampar Daníel Jónsson fallgri grásleppu. Veiðiþjóðirnar samþykkja að takmarka veiðar annað árið í röð Hvammstangi | Sjávarút- vegsráðuneytið og For- svar á Hvammstanga hafa gert með sér tvo samninga um smíði Gagnaveitu hafsins. Áður hafði Forsvar tekið að sér þarfagreiningu gagnagrunnsins. Mikil undirbúningsvinna er að baki, samráð og fundir með fjölmörgum fag- stofnunum og hagsmuna- félögum sem koma að nýtingu hafsins. Fyrri samningurinn lýtur að smíði grunnkerf- is gagnaveitunnar og skal verkinu lokið í maílok 2006. Síðari samning- urinn er um innfærslu gagna í grunninn og tengingu við aðra gagnagrunna. Nær sá samningur til ársloka 2006. Texti ritmáls verður bæði á íslensku og ensku. Í tilefni þessa var móttaka í hús- næði Forsvars á Hvammstanga nú í byrjun febrúar. Einar Kristinn Guð- finnsson ráðherra, Gunnar Halldór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Forsvars, og Elín R. Líndal, mark- aðsstjóri Forsvars, undirrituðu samningana. Í máli ráðherra komu fram miklar væntingar til notagildis Gagnaveitunnar. Aðgengilegur verð- ur mikill fróðleikur um vistkerfi og náttúru hafsins við Ísland, einnig hagrænar almennar upplýsingar um Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Undirritun samninga Elín R. Líndal, Einar Kr. Guðfinnsson og Gunnar Halldór Gunnarsson. Samið um Gagnaveitu hafsins sjávarútveg á Íslandi, þar geta m.a. erlendir kaupendur sjávarfangs sótt sér mikinn fróðleik um auðlindina og nýtingu hennar. Þá lýsti ráðherra mikilli ánægju með að geta samið um slíkt verkefni við fyrirtæki á þessum landshluta, þar sem almennt væri talið að atvinnulífið stæði þar fremur höllum fæti. Gunnar Halldór fagnaði þessum samningi og lýstu yfir mik- ilvægi hans fyrir Forsvar. Tölvunar- deild Forsvars hefur starfað frá árs- byrjun 2003 og hafa þar verið unnin fjölbreytt verkefni, m.a. fyrir stjórn- sýsluna. Í deildinni eru nú fjórir starfsmenn. Elín R. Líndal fagnaði einnig samningsgerðinni og þakkaði Vilhjálmi Egilssyni ráðuneytisstjóra sérstaklega fyrir góða aðkomu að samningunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.