Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 35 UMRÆÐAN VÖXTUR hefur verið mikill á Akureyri á undanförnum árum. Staða bæjarins hefur styrkst mjög á þessum tíma. Að mínu mati er mikilvægast að standa vörð um öflugt at- vinnulíf í bænum, kraftmikla menntun og treysta undirstöður bæjarins sem öflugs samfélags sem gott er að búa í. Hér á Ak- ureyri eru öll lífsins gæði, hér er gott að búa og samfélagið okkar er öflugt og traust. Við njótum hér allrar þeirrar þjónustu sem nauðsynleg er og öll erum við sammála um það markmið að hann verði öflugur og kraftmikill sem stærsti þéttbýlisstað- urinn á landsbyggð- inni. Það að halda vel utan um bæinn okkar og styrkja enn frekar á alltaf að vera markmið okkar og eftir því skal ávallt unnið. Það er og verður alltaf okkar helsta verkefni. Grunn- urinn er að sjálfsögðu fólginn í því að skapa atvinnulífinu aðstæður til vaxtar. Forgangsmál að mínu mati eru góðir skólar, hagstætt orkuverð, góðar samgöngur, öflug þjónusta á sviði fjarskipta- og gagnaflutninga, nútímalegt stjórnkerfi og nægt framboð lóða. Mikilvægt er að vekja athygli á Akureyri sem álitlegum stað til búsetu og fyrirtækja- rekstrar, standa vörð um hin öflugu sjávarútvegsfyrirtæki okkar og skil- yrði þeirra til áframhaldandi vaxtar. Akureyri þarf alltaf að iða af mannlífi þar sem uppbygging mið- bæjar og nýrra hverfa skapar enn betri grundvöll fyrir fjölbreyttu og öflugu lista- og menningarstarfi. Ég vil sjá Akureyri sem öflugan valkost í skólamálum hvað snertir rekstr- arform leik- og grunnskóla þar sem mismunandi hugmyndafræði er til staðar og val foreldra og nemenda þess því meira. Mikilvægt er að efla enn frekar bæjarbrag okkar og stolt íbúanna af því að vera Akureyringur. Vel hef- ur verið unnið í því með kynningarátakinu: Ak- ureyri öll lífsins gæði! Með öflugum og vel reknum miðbæ, fjöl- breyttri menningar- starfsemi, framúrskar- andi skólum, faglegu íþrótta- og tómstunda- starfi, snyrtilegum bæ og umfram allt sam- kennd og samhjálp íbú- anna eflum við kraftinn í sveitarfélaginu. Þjónusta sú sem bæj- arfélagið veitir skiptir líka mjög miklu máli. Við þurfum ávallt að vera tilbúin að auka gæði þjónustu okkar. Ég vil sjá aukna sam- keppni um þá þjónustu sem er verið að bjóða á leik- og grunnskólastigi með mismunandi rekstrarformum og valfrelsi. Íbúar hér á Akureyri eiga í framtíðinni að geta valið að mínu mati um þjónustu hjá mismunandi aðilum. Það veitir nauðsynlegt aðhald og samkeppnin tryggir svo ennfremur aukin gæði. Framtíðarsýn mín er að Akureyr- ingar verði ávallt stoltir af sveitarfé- laginu sínu. „Hér vil ég búa við öll lífsins gæði“ er gott slagorð sem gildir um okkur hér. Það er mik- ilvægt að áfram verði haldið á þeirri farsælu braut sem við sjálfstæð- ismenn á Akureyri höfum mótað og Akureyri verði í forystusveit sveitar- félaga á komandi árum sem og á síð- ustu átta árum undir okkar forystu. Vöxtur í kraft- miklu sveitarfélagi Eftir Stefán Friðrik Stefánsson Stefán Friðrik Stefánsson ’Framtíðarsýnmín er að Ak- ureyringar verði ávallt stoltir af sveitarfélaginu sínu.‘ Höfundur er formaður Varðar, f.u.s. á Akureyri og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hinn 11. febrúar nk. Prófkjör Akuryri TENGLAR .............................................. www.stebbifr.com SAMFYLKINGIN er ungur flokkur – tæplega 6 ára gamall – en þrátt fyrir það byggir Samfylkingin á gömlum grunni og klassískri jafn- aðarstefnu. Hinn 12. mars næst- komandi mun hreyfing jafn- aðarmanna á Íslandi fagna 90 ára afmæli sínu. Á þessum tíma hafa jafn- aðarmenn haft mótandi áhrif á ís- lenskt samfélag. Má þar nefna af- nám haftastefnunnar, útfærslu landhelginnar, uppbyggingu menntakerfisins, frelsi í gjaldeyr- ismálum, EES-samninginn og öllu því frelsi sem fylgdi honum. Þá má einnig minnast á sigurinn á verð- bólgunni með þjóðarsáttinni, al- mannatryggingarnar, gríðarlegar framfarir í húsnæðismálum, sjálf- stæði Seðlabankans, byltingu í leik- skólamálum borgarinnar og svona mætti lengi telja áfram. Glæsileg prófkjör og öflugt flokkstarf Ný forysta í Samfylkingunni hef- ur markvisst unnið að flokksstarfi. Innan Samfylkingarinnar er starf- rækt ein fjölmennasta og öflugasta ungliðahreyfing landsins. Starf eldri borgara fer fram í gegnum fé- lagsskapinn 60+ og skipar veiga- mikinn sess í starfi flokksins. Kvenna- hreyfing Samfylking- arinnar var stofnuð í haust og er flokknum afar mikilvæg. Sam- tökin Jafnaðarmenn í atvinnurekstri hafa sannað gildi sitt fyrir flokkinn. Fjölbreytt málefna- starf framtíðarhóps- ins og reglubundnar heimsóknir flokksfor- ystunnar til aðild- arfélaga Samfylking- arinnar um allt land í vetur hafa bæði þjappað flokksfélögum saman og fjölgað þeim. Flokksstarf Sam- fylkingarinnar iðar af lífi og krafti. Að auki má nefna að undanfarnar vikur hafa fjórir nýir starfsmenn verið ráðnir á skrifstofu Samfylk- ingarinnar, m.a. til þess að vinna að því að styrkja innviði flokksins enn frekar. Um síðustu helgi hélt Samfylk- ingin vel heppnað og fjölmennt prófkjör í Kópavogi þar sem nýr oddviti var m.a. valinn. Aðra helgi mun Samfylkingin eiga aðild að prófkjöri í Garðabæ. Ekki alls fyrir löngu hélt Samfylkingin glæsileg prófkjör í Hafnarfirði sem og á Akureyri. Þar valdist bæði reynt og nýtt fólk í forystuhlutverk. Í upphafi þessarar viku var glæsilegur fram- boðslisti ákveðinn í Ár- borg, en þar fékk Sam- fylkingin um 42% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Framboðslistar Samfylkingarinnar eru að verða til og flokkurinn undirbýr sig fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum mun Samfylkingin bjóða fram á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal í Reykjavík, í fyrsta skipti í eigin nafni. Í Reykjavík bjóða sig fram 16 mjög hæfir og frambærilegir einstaklingar á lista Samfylkingarinnar. Núna á laugardag og sunnudag munu borgarbúar því geta valið sér fulltrúa á framboðslista Samfylk- ingarinnar fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar. Kosið verður á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg, í félagsheimili Þróttar í Laugardal, í félagsheimili Fylkis við Árbæjarlaugina, í Álfa- bakka í Mjódd og á Gylfaflöt í Graf- arvogi. Prófkjörið er opið öllum borgarbúum. Samfylkingin leiðir nú þegar meirihlutasamstarf í sveit- arstjórnum víða um land. Flokk- urinn er reiðubúinn til þess að axla enn frekari ábyrgð í sveitar- stjórnum landsins og ætlar sér að gera það. Ég er sannfærður um að hug- myndir og áherslur Samfylking- arinnar eiga samleið með íslensku þjóðinni. Samfylkingin býður upp á frjálslyndan valkost þar sem ein- staklingarnir og viðskiptalífið fá að njóta sín, samhliða því sem að öfl- ugt velferðar- og menntakerfi blómstrar. Samfylkingin er reiðubúin Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um Samfylkinguna Ágúst Ólafur Ágústsson ’Ég er sannfærður umað hugmyndir og áherslur Samfylking- arinnar eiga samleið með íslensku þjóðinni.‘ Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Fáðu úrslitin send í símann þinn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Aðalfundur Íslandsbanka hf. árið 2006 verður haldinn á Nordica Hótel þriðjudaginn 21. febrúar 2006 og hefst kl. 14.00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á hlutabréfum í Íslandsbanka hf. 3. Tillaga um framlag í Menningarsjóð. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 20. febrúar nk. kl. 9.00–16.00 og á fundardegi kl. 9.00–13.00. Einnig verða atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar afhentir á fundarstað milli kl. 13.00 og 14.00 á fundardegi. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 2005 verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 13. febrúar 2006. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á www.isb.is. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út miðvikudaginn 15. febrúar nk., kl. 14.00. Framboðum skal skila til forstjóra á Kirkjusandi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna á Kirkjusandi fyrir kl. 13.00 á fundardegi eða í síðasta lagi milli kl. 13.00 og 14.00 á fundarstað. Afhendingu aðgöngumiða og atkvæðaseðla verður hætt kl. 14.00. 8. febrúar 2006, stjórn Íslandsbanka hf. Aðalfundur Íslandsbanka hf. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.