Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sama verð, en þið getið valið um að tengjast við venjulega lampa, vatnsþétta, jarðtengda innstungu, ameríska eða þá gömlu góðu íslensku, þar sem við snúum bara vírana saman. Áhrif nýskógræktarhér á landi á fugla-líf hafa orðið til- efni umræðu meðal vís- indamanna og skógræktarfólks. Þannig velta menn fyrir sér hvort hún geti haft alvarleg áhrif á líffræðilegan fjölbreyti- leika hér á landi, aðallega hvað varðar mófugla. Með- al þeirra tegunda sem áhyggjur hafa kviknað vegna eru heiðlóa, spói, stelkur, jaðrakan, hrossa- gaukur, tjaldur, lóuþræll og kjói. Nær allar þessar tegundir forðast skóglendi og hefur reynsla úr svipuðu landslagi erlendis sýnt að gengið var nærri mörgum mó- fuglum þegar opnum búsvæðum var breytt í skóg. Í nýútkominni grein sem Tómas G. Gunnarsson líffræðingur skrif- ar í tímaritið Biological Conserva- tion ásamt öðrum vísindamönnum, m.a. Arnþóri Garðarssyni, pró- fessor í dýrafræði við HÍ, og Hersi Gíslasyni, jarðfræðingi hjá Vega- gerðinni, er fjallað um hugsanleg áhrif nýskógræktar á mófugla- stofna. Flestar tegundir mófugla velja sér varpsvæði á opnu lág- eða votlendi en forðast skóglendi, að hrossagauk undanskildum, en hann nýtir sér hvort tveggja, skóglendi og skóglaus gróður- lendi. Þá segir í greininni að fáein- ar tegundir, einkum spóar og kjó- ar, séu verulega háðar grónum áreyrum stóráa, en virkjanafram- kvæmdir breyti gróðursamfélög- um þessara svæða, m.a. með því að tempra vatnsstöðusveiflur og hafi því líklega talsverð áhrif á þessa stofna. „Almennt séð erum við að tala um nytjaskógrækt þegar verið er að taka nyt af og plægja gróið land. Það er nú farið að brjóta þetta dálítið upp, en þetta hafa hingað til verið beinar raðir af trjám,“ segir Tómas. „Birkiskógar og plöntun í hlíðum hafa hins veg- ar sáralítil áhrif á fuglalíf.“ Tómas segir umræðuna hingað til hafa verið afar einhliða og tilhneiging ríkt til að vaða út í hlutina án gagn- rýni. „Almenningur hefur ekki átt- að sig á því að þegar land er tekið undir nytjaskóga er öðru fórnað,“ segir Tómas og bætir við að rök- semdir um að líffræðileg fjöl- breytni aukist gangi illa upp, þar sem inn komi frekar algengar teg- undir fugla í stað tiltölulega sjald- gæfra tegunda. Til dæmis beri Ís- lendingar ábyrgð á um helmingi af heimsstofni sumra vaðfugla. Áhrif skógræktar enn lítil Starfsmenn Skógræktar ríkis- ins hafa dregið þá ályktun, m.a. af grein Tómasar og félaga sem birt- ist í fyrra, að hægt sé að forðast möguleg neikvæð áhrif á mófugla með áherslu á nýskógrækt í brekkum, hæðóttu eða vangrónu landi og með því að forðast að taka flatlenda hrísmóa og óframræst votlendi til nýskógræktar. Að sögn Ingimundar Stefánssonar, hjá Skógrækt ríkisins, hefur til- mælum í þá veru þegar verið beint til þeirra sem vinna að gerð rækt- unaráætlana í skógrækt. Ingimundur segir ennfremur gleymast í umræðunni að í nýleg- um rannsóknum Náttúrufræði- stofnunar Íslands (NÍ) hafi komið í ljós að varpþéttleiki fugla hafi ríf- lega þrefaldast í kjölfar skógrækt- ar. Þá hafi við skógræktina aukist mjög hlutdeild tiltölulega sjald- gæfra spörfugla landsins á kostn- að ákveðinna tegunda algengra mófugla. Skógrækt ríkisins telur áhrif skógræktar á stofna mófugla hér- lendis verða litla ef nokkra, sökum núverandi áherslu á skógrækt í brekkum og halla og einnig út af litlu hlutfallslegu umfangi skóg- ræktar. Þannig sé langt í að mark- mið um skógvæðingu á a.m.k. 5% láglendis fyrir árið 2040 náist. Nú séu aðeins um 0,5% láglendis vax- in gróðursettum skógi. Ingimundur segir ennfremur ljóst að skynsamlegt sé að bregð- ast við þegar rannsóknir styðji rök, t.d. með því að beina ræktun nýrra skóga í auknum mæli að landgerðum sem ekki teljast mik- ilvægustu búsvæði mófuglateg- unda. Sömuleiðis megi nefna að unnið sé að rannsóknaverkefninu Skógvist, í samstarfi vísinda- manna hjá Skógræktinni og NÍ, sem m.a. hefur það markmið að kanna áhrif nýskógræktar á við- gang fuglastofna. Jóhann Óli Hilmarsson, formað- ur Fuglaverndar, segir ljóst að ekki verði bæði sleppt og haldið í skógrækt. Ef verið sé að rækta skóg í mólendi sé kjörlendi mó- fugla í húfi. „Enginn skógræktar- blettur hefur farið í umhverfismat það sem af er,“ segir Jóhann Óli. „Það er heldur enginn að setja út á skógræktarfélögin sem slík, en það eru bændaskógarnir, nytja- skógarnir sem ná yfir mjög stór svæði og geta þannig valdið mikl- um umhverfisáhrifum.“ Jóhann Óli segir ljóst að margar tegundir komi í staðinn með til- komu skóganna, en landsmenn beri gífurlega ábyrgð á mófuglum landsins, m.a. lóu og spóa. „Þessi ríkisstyrkta skógrækt er næstum eins og þegar verið var að ræsa fram mýrarnar í gamla daga,“ seg- ir Jóhann Óli. „Því verður að skoða vel hvar er verið að planta skógi og fara mjög vandlega í val á landi undir skóga.“ Fréttaskýring | Áhrif skógræktar á fuglalíf Ástæða til varkárni Huga ber sérstaklega að helstu varp- svæðum og búsvæðum mófuglategunda Glókollurinn kom til landsins og fór. Fleiri tegundir fylgja fjölbreyttari lífsvæðum  Að sögn fuglafræðinga hafa nokkrar nýjar tegundir fugla lát- ið sjá sig hér á landi undanfarin ár í kjölfar vaxandi skógræktar. Þannig reyndist hin hvimleiða sitkalús hreinasta lostæti fyrir glókolla, en koma þeirra hingað til lands var íslenskum fugla- áhugamönnum himnasending. Þá hafa m.a. orpið hér eirugla og glóbrystingur auk þess sem skógarsnípa hefur sést í birki- skógum. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is alltaf á sunnudögumFERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.