Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 47 FRÉTTIR MÓTATÖRNIN hófst um síð- ustu helgi og riðu Húnvetningar á vaðið með töltkeppni í Reið- höllinni Arnargerði á Blönduósi 3. febrúar sl. Meistarakeppni Húnvetninga nefnist mótið og er það fyrsta af fjórum. Mótin tvö sem haldin voru á laugardaginn, 4. febrúar, eru einnig stigamót. Hestamannafélagið Geysir í Rangárvallasýslu hélt fyrsta vetrarmótið í Hestheimum í Ásahreppi og Akkurat-leikar Andvara í Garðabæ voru haldn- ir á Kjóavöllum. Góð þátttaka var á þessum mótum og ágæt stemning enda svífur landsmótsandinn yfir vötnum. Morgunblaðið/Þuríður M. Björnsdóttir Hjónasigur á vetrarmóti Geysis í Hestheimum. Sigurður Sigurðarson var efstur í opnum flokki á Tindi frá Enni og Sigríður Arndís Þórðardóttir í 1. sæti í áhugamannaflokki á Gandi frá Auðsholtshjáleigu. Úrslit í opnum flokki á Akkurat-leikum Andvara. Í 1. sæti lengst til hægri er Bylgja Gauksdóttir og Skuld frá Garðabæ, 2. Erla Guðný Gylfadóttir og Baldur frá Holtsmúla, 3. Jón Ó. Guðmundsson og Hvati frá Saltvík, 4. Milena Van den Heerik og Steind frá Efribrún og 5. Viggó Sigursteinsson og Talíant frá Forsæti. Hefst þá leikurinn SKESSUHORN ehf. hef- ur selt hestamiðilinn 847.is og er kaupandinn Pókus ehf. sem hefur framleitt sjónvarps- og útvarpsþætti fyrir hestamenn á liðnum misserum. Júlíus Brjánsson, leikari og hestamaður, er nýr rit- stjóri og umsjón- armaður vefjarins. Breytingar á umfjöll- un og efnistökum 847.is eru væntanlegar. Haft er eftir Júlíusi á vef Eiðfaxa að hann ætli að halda uppi gleði í hesta- mennskunni því það gleymist stundum að hestamennskan sé ein- mitt gleðigjafi. Júlíus nýr ritstjóri 847.is AÐ loknum drjúgum vinnudegi er notalegt að lygna aftur augum og láta sig dreyma um heimahagann sinn – svo að snoppan nemur við jörð. Klárarnir virðist hafa farið meira en fetið á leið sinni uppi í Hreppum um Laxárgljúfrin fyrr um daginn en njóta nú hvíldar við Helgaskála. Í áfangastað Ljósmynd/Þorvaldur Sæmundsen EFTIR vel sóttar kynningar á ís- lenskri náttúru, tækni og vísindum á nokkrum helstu sviðum náttúrunytja og fræða á Expo 1998 í Lissabon, Expo 2000 í Hannover og svo í París 2004 er röðin nú komin að London. Föstudaginn 20. janúar var sýning á þessum nótum opnuð í hinu virta Science Museum þar í borg undir heitinu Pure Iceland. Hún stendur til loka aprílmánaðar og vafalítið munu gestir skipta hundruðum þúsunda þegar upp verður staðið. Sendiráð Íslands í London og ráð- gjafar- og verkfræðifyrirtækið Línu- hönnun, sem kom að sýningunum í Hannover og París, unnu að því með Science Museum að koma skyldri sýningu til höfuðborgar Bretlands og hófst undirbúningur fyrir tveimur ár- um. Stór hópur stuðningsaðila, Avion Group, Actavis, Bakkavör, Baugur Group, Hitaveita Suðurnesja, Ice- landair, Kaupthing Bank, Lands- bankinn, Landsnet, Landsvirkjun, Novator, Orkuveitan, Rarik og Sím- inn, tók vel í að styrkja sýninguna. Sá sendiráðið í London um að afla stuðn- ingsins og um samskiptin við fyr- irtækin, auk þess að ganga frá samn- ingum við Science Museum. Grunnhugmynd frá Árna Páli Jóhannssyni Leikhópurinn Vesturport var feng- inn til að skipuleggja þátt leikara í sýningunni. Til varð snarpur hópur íslenskra og breskra leikara, undir stjórn Vesturportsmanna, sem aðlag- aði tilbúna texta skemmtilegri, leik- rænni tjáningu. Þeir fengu mjög frjálsar hendur með framsetninguna og sviðsettu fína sýningu fyrir boðs- gesti og blaðamenn og halda síðan at- hygli gesta við fróðleiksmiðlun dag eftir dag með sérstökum hætti. Grunnhugmynd sýningarinnar, bæði í París og London, er Árna Páls Jóhannssonar hönnuðar. Áhersla er lögð á einfaldleika og fegurð, kyrrð að hluta en hljóðþunga að hluta, á gagn- virka miðlun með leikurum sem miðla fróðleik og loks á upplýsingar, bæði á ritmáli og myndum. Útfærsla þessa alls í meginatriðum var snemma lögð fyrir safnið sem frumtillaga Árna Páls og Línuhönnunar og var sam- þykkt af yfirmönnum þess. Þeim þótti „stílbrotið“, sé miðað við flestar sýningar safnsins, mjög ferskt og áhugavert. Auk þess er það nýlunda að nota leikara við miðlun af þessu tagi. Góð samvinna hefur síðan verið með sendiráði Íslands, safninu og Línuhönnun, ásamt Árna Páli, um endanlegu útfærsluna. Sýningarrýmin eru þrjú í stað tveggja áður. Gengið er fyrst fram hjá bullandi leirhver og inn í stærsta salinn. Þar eru gríðarstórar lifandi myndir á hvítum veggjum, m.a. af jökulkrýndri hafsýn til lands og synd- andi hvölum, ásamt upplýsingum um hafrannsóknir og íslenska jökla en á gólfi eru rekaviðarbolir til að sitja á. Algjör kyrrð ríkir þar inni. Því næst er gengið í leikararýmið. Á gólfi er mjúkur, grænklæddur svampur, eins og mosateppi, í svörtu lofti blika stjörnur og norðurljós flökta en á vegg andspænis inngangi geisar hraungos (kvikmynd úr Kröflu) með þungum nið og drunum, á bak við tvær stórar hraunkeilur. Þarna inni segja nokkrir leikarar gestum frá vatnsorku, jarðhita, vetnisverkefni, hafsvæði Íslands, eldvirkni, landreki og erfðafræðirannsóknum. Þeir bregða upp lifandi myndum úr föld- um myndvörpum sem eiga við mál- efnin og hægt er að spyrja þá. Loks ganga gestir til þriðja rýmisins og þar út af sýningunni. Í rýminu eru margmiðlunartölvur til frekari fróð- leiksöflunar um Ísland og sýning- arefnin. Á hvítum veggjum eru hlutar úr Hávamálum í enskri þýðingu. Fjölmargir lögðu hönd á plóg Á vegum Gagarín, sem er sérhæft í gerð margmiðlunarefnis og tölvu- gerðra mynda, sá Hringur Haf- steinsson um veggmyndir og marg- miðlunarefni. Þar koma við sögu myndskeið, ljósmyndir og samsetn- ingarvinna t.d. Vilhjálms Knudsens, Lífsmyndar og Guðmundar Ingólfs- sonar. Ari Trausti Guðmundsson samdi mest af textum í margmiðl- unarefni, auk fróðleiks um jökla og efni handa leikurum en Jóhann Sig- urjónsson sá um hugvekjur er varða hafið. Landgræðslan aðstoðaði við gerð myndasýningar um landkosti og náttúru en Exton, undir stjórn Krist- jáns Magnússonar, sá um uppsetn- ingu tölvubúnaðar, hljóðkerfa og lýs- ingar. Vel á annan tug manna, þ.e. íslenskir iðnaðarmenn undir stjórn Halldórs Viðars Halldórssonar, ýms- ir starfsmenn Línuhönnunar og breskir starfsmenn, komu að upp- setningu alls sem til þurfti, m.a. að setja upp yfir 10 tonn af gifsplötum og leggja gólfefni, smíða hraunkeilur, falska veggi o.s.frv. Ríkharður Krist- jánsson og Sigríður Sigurðardóttir leiddu undirbúning, skipulagningu og uppsetningu sýningarinnar af hálfu verkefnisstjórnunarsviðs Línuhönn- unar og réðu Margéti Sigurðardóttur sem tengilið í London. Opnunin í boði sendiherrahjónanna Sverris Hauks Gunnlaugssonar og Guðnýjar Aðalsteinsdóttur, var vel heppnuð. Geir Haarde utanrík- isráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir ráðherrafrú voru í forsæti, ásamt heiðursgestinum Magnúsi Magn- ússyni, sjónvarps- og fræðimanninum góðkunna. Auk ræðuhalda einkenndi tónlist opnunina. Sýningin Pure Iceland í London stendur út apríl Íslensk náttúra, tækni og vísindi eru umfjöll- unarefni á sýningu í Vísindasafninu í Lond- on um þessar mundir. Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðl- isfræðingur sem kom þar við sögu fyrir hönd Línuhönnunar segir hér frá undirbún- ingnum. Ljósmynd/Kristján Magnússon  Meira á mbl.is/ítarefni HESTAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.