Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Njáll Svein-björnsson fædd- ist á Snorrastöðum í Laugardal 20. október 1917. Hann lést á heimili sínu 28. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Eyjólfsson bóndi á Snorrastöðum, f. 1. apríl 1880, d. 1933, og Guðrún Eyjólfs- dóttir húsmóðir, f. 1. maí 1886, d. 1943. Systkini Njáls eru Sigríður, f. 12. júní 1908, d. 27. ágúst 2003, Eyjólfur, f. 12. sept. 1909, d. 19. ágúst 1966, Jó- hann, f. 13. apríl 1912, d. 19. mars 1996, Ragnheiður, f. 17. júlí 1916, Tryggvi, f. 4. sept. 1921, d. 15. feb. 1993, og Margrét, f. 29. maí 1931. Hinn 19. júní 1953 kvæntist Njáll Dóru Guðbjörns- dóttur, f. 7. maí 1925. Dóttir þeirra er Jóna Njálsdóttir, f. 16. feb. 1957, gift Einari Ágústssyni, f. 23. júlí 1957, börn þeirra eru Ágúst Valur, f. 13. mars 1980, Dóra Esther, f. 25. maí 1984, Erla Björk, f. 28. sept. 1989, og Njáll Örvar, f. 19. ágúst 1992. Njáll verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku besti afi minn. Þú ert far- inn, já, en þú ert ekki bara farinn í þinn venjulega göngutúr, sem þú fórst alltaf í, þú ert farinn og kemur aldrei aftur til mín. Aðskilnaðurinn er sár en ég veit að þú ert einhvers staðar og fylgist með mér. Passar mig. Missirinn er mikill en ég þakka fyrir þessi 16 ár sem ég fékk með þér. Þú varst mér svo mikið, þú varst mér allt. Þú varst og ert fyrirmyndin í lífi mínu. Ég hef allt- af verið stolt af að þekkja þig. Þú varst ljósið í lífi okkar allra og nú þegar þú ert farinn eigum við í miklum erfiðleikum með að kveikja ljósið aftur. En það kemur með tím- anum. Það er mjög tómt hérna án þín. Elsku afi, þú varst alltaf svo góð- ur, traustur og bara í einu orði sagt bestur. Heimurinn er ekki samur án þín. Þú hafðir þessa óþrjótandi þolinmæði. Þú gast alltaf dundað þér með okkur, það var alveg sama hvað það var, alltaf nenntirðu því. Þú varst líka alltaf tilbúinn að tala við mann. Það var svo gott að setj- ast niður með þér og spila olsen ol- sen eða fant og tala. Þá var oft mik- ið hlegið. Þú varst einstaklega glaðlyndur maður, afi minn, og þú laðaðir alla að þér en fældir engan burtu. Það voru alltaf allir vel- komnir til þín og þú tókst öllum sem jafningjum. Afi minn, þú varst alltaf bestur og verður alltaf best- ur. Enginn jafnast á við þig. Elsku afi, ég er svo fegin að hafa fengið augun þín og ekki má gleyma þrjóskunni og ákveðninni, hún lifir í mér núna. Gott dæmi um þrjóskuna þína er þegar við vorum eitt sumarið uppi í bústað og ég hjólaði fram hjá þér og þér fannst það svo sniðugt að þú náðir þér í gamla ryðgaða hjólið hennar mömmu og ákvaðst að fara að hjóla. Þér tókst nú bara ótrúlega vel til eftir nokkrar tilraunir, en hláturinn þegar þú varst að reyna var mikill hjá okkur sem horfðum á. Það eru svona atvik sem ég mun aldrei gleyma. Elsku afi, sem ég elskaði svo mikið, minning þín mun alltaf lifa með mér og ég mun aldrei gleyma þér. Hér með vil ég þakka þér inni- lega fyrir að hafa alltaf verið svona frábær. Ástarkveðja, Erla Björk Einarsdóttir. Elsku besti afi minn, besti afi í heimi, nú ertu hættur að kveljast og hefur kvatt þennan heim. Það er sárt að sjá á eftir þér en þér líður eflaust miklu betur núna. Það er sárt að þú sért farinn frá mér en ég veit að þú fylgist með mér og pass- ar mig. Það var gott að geta haft þig um jólin, það var okkur öllum mjög dýrmætt. Það var líka gott að geta haft þig heima í veikindunum og geta knúsað þig á hverjum degi. Við söknum þín sárt og ég hugsa til þín daglega, elsku besti afi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að sjá þig aldrei aftur í brúnu flauelsbux- unum, grænu og hvítu renndu peys- unni þinni og með bláu derhúfuna að dunda þér uppi í sumarbústað við að gróðursetja eða bara að dunda sitt lítið af hverju. Þú flaut- aðir líka alltaf þegar þú varst að dunda þér og við krakkarnir feng- um alltaf að vera með þér, alveg sama á hvaða aldri við vorum, þú hrintir engum frá þér, bauðst alla velkomna og tókst alla sem jafn- ingja. Elsku afi minn, þú varst svo góður, þú varst alltaf í góðu skapi og varst alltaf með svo mikið jafn- aðargeð. Ég man að við systkinin rifumst oft um að fá að hafa þig og leika við þig uppi í sumarbústað, þú gast alltaf gert alla sátta og allir fengu að vera með. Þú fórst oft með okkur niður í mýri að veiða, við veiddum nú sjaldnast fisk. Það var líka svo gaman að fara með þér í búðina, maður fékk oft límmið- atyggjó eða einn lítinn sleikjó, og stundum þegar við vorum dugleg og stillt og það var nammidagur, þá fengum við íspinna. Æ, elsku besti afi minn, ég sakna svo að heyra þig segja „ elsku besta stelpan mín, hvað segirðu gott í dag elskan mín“ og þú kallaðir Erlu oft fiðrildi. Afi var fyrirmynd margra, hann var allavega fyrirmyndin mín. Við systkinin vorum svo mikil afa- börn og við söknum þín svo, afi minn, ef þú bara vissir hversu mik- ils virði þú varst okkur, held að engin orð geti lýst því og held þú hafir aldrei vitað hversu rosalega okkur þykir vænt um þig, afi, við elskum þig. Þín afastelpa, Dóra Esther Einarsdóttir. Í dag kveðjum við góðan frænda og vin, Njál Sveinbjörnsson. Njáll fæddist á Snorrastöðum í Laugardal og ólst þar upp. Ungur stundaði hann sjóinn og aðra vinnu er bauðst í þá daga. Njáll hóf svo búskap á Snorrastöðum með konu sinni Dóru Guðbjörnsdóttur og bróður sínum Jóhanni og konu hans Sigríði. Þau eru nú bæði látin. Á Snorrastöðum fæddist þeim hjón- um einkadóttir þeirra, Jóna. Njáll fluttist síðar til Reykjavíkur með fjölskyldu sína og fór að starfa hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs. Ég kynntist Njáli og fjölskyldu hans fyrst er ég kom á Snorrastaði fyrir 33 árum, þá voru þeir bræður Tryggvi og Njáll búnir að byggja sér bústað í túnjaðrinum á Snorra- stöðum. Njáll kom oft í fríum sínum í bústaðinn og seinni árin dvaldist fjölskyldan þar stærstan hluta sum- ars. Njáll var einstakur maður, hlýr, kátur og skemmtilegur, og aldrei heyrði ég hann segja styggð- aryrði um nokkurn mann. Einnig var hann með eindæmun barngóður maður. Er maðurinn minn var að alast upp á Snorrastöðum átti hann því láni að fagna að Njáll, föður- bróðir hans, bjó þar líka svo stutt var að fara fyrir lítinn strák að létta á hjarta sínu. Njáll var alltaf tilbú- inn til að hlusta og spjalla enda tókst með þeim vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Á vorin var Njáll oft snemma á ferð í bústaðinn að athuga hvort ekki væri hægt að fara að setja nið- ur kartöflunar og hvort farið væri að koma brum á trén. Ekki var hann búinn að dvelja lengi er strák- arnir okkar, Davíð Örn og Jóhann Reynir, stukku af stað niður tún að hitta hann og alltaf komu þeir sælir til baka. Þannig endurtók sagan sig á hverju vori. Njáll leit oft við í garðinum hjá mér síðustu árin, fékk sér kaffisopa yfir spjalli og gladdist svo með mér yfir litlum græðlingum sem voru að skjóta rótum eða blómi sem var að springa út. Jafnframt sem hann gladdist með mér yfir nýjustu myndunum af barnabörnunum okk- ar Simba. Þetta voru góðar stundir sem ég mun sakna. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég senda Dóru, Jónu og Einari og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Njáls Svein- björnssonar. Guðfinna Sigurðardóttir, Snorrastöðum. Þegar ég rifja upp bernsku mína geri ég mér grein fyrir þeim for- réttindum sem ég naut að alast upp með föðurbróður mínum Njáli Sveinbjörnssyni. Hann, ásamt Tryggva bróður sínum, var heim- ilisfastur á Snorrastöðum þegar ég man fyrst eftir mér. Samhliða sveitastörfum stundaði hann sjó- mennsku. Oft var siglt utan með aflann og við krakkarnir biðum ávallt með óþreyju eftir að hann kæmi í land. Því auk þess að lífga mjög upp á hversdagsleikann leyndist oft eitthvað gott eða gagn- legt í pokahorninu handa okkur systkinunum. Njáll var snaggaralegur, mikill grallari og sögumaður með afbrigð- um góður. Hann þreyttist aldrei á að segja okkur sögur, sem oftar en ekki voru spunnar jafnóðum. Vor- um við systkinin þar oftast í aðal- hlutverki og rötuðum með honum í hin ólíklegustu ævintýri. Stakka- skipti urðu í lífi Njáls þegar Dóra, ung og glæsileg stúlka, kom sem kaupakona að Snorrastöðum. Ég man að okkur systkinum varð ekki um sel þegar hann tók að sýna henni áhuga. Sá ótti reyndist ástæðulaus því hún átti eftir að reynast okkur vel. Þau hófu svo bú- skap í félagi við foreldra okkar og aldrei bar skugga á samskipti þeirra, enda vorum við sem ein stór fjölskylda. Þegar við á unga aldri urðum fyrir því áfalli að missa móð- ur okkar sýndi Njáll hvaða mann hann hafði að geyma, hann reyndist okkur stoð og stytta. Eftir á að hyggja veit ég ekki hvernig við hefðum komist af án hans á þessum erfiðu tímum. Árið 1957 eignuðust Njáll og Dóra einkadóttur sína Jónu Oddnýu. Vorið 1965 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Þar var æ síðan fastur viðkomustaður þeg- ar farið var til borgarinnar. Njáll og Dóra bjuggu síðustu árin í ná- býli við Jónu og fjölskyldu hennar. Aðdáunarvert er hversu samband þeirra var traust og náið. Á Snorra- stöðum héldu þau eftir landspildu og reistu þar sumarbústað sem var þeirra sælureitur og dvöldu þau þar öllum stundum. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku frændi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Fyrir hönd okkar systkinanna frá Snorrastöðum vil ég þakka þér ómetanlegar stundir og votta Dóru, Jónu og fjölskyldu innilegustu sam- úð. Guðrún Jóhannsdóttir. Elsku frændi okkar er fallinn frá eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Enginn spyr að leiks- lokum þegar ólæknandi sjúkdómur er annars vegar. Alla tíð var Lúlli ótrúlega hress og í góðu formi og gekk hann borg- ina þvera og endilanga, þó hann væri kominn á níræðisaldurinn. Marga morgna hittumst við í morg- unkaffi í Búðagerði hjá mömmu og pabba og spjölluðum um heima og geima. Það var alltaf stutt í grínið hjá Lúlla og sagði hann skemmti- lega frá hinu og þessu með stríðn- isglampa í augum. Hann var líka einstaklega barngóður og hændust mörg börnin að honum. Hann sýndi mikinn áhuga á öllum sem honum voru kærir og spurði ávallt frétta af börnunum og því sem við tókum okkur fyrir hendur hverju sinni. Lúlli var fæddur á Snorrastöðum í Laugardal og ólst þar upp í stórum hópi systkina. Sveitin átti ætíð stað í hjarta hans. Seinna byggðu þau hjón sér sumarbústað ásamt Tryggva bróður hans í Snorrastaðalandi við hlið yngstu systur þeirra, mömmu okkar. Alla tíð voru þau systkini afar náin og var kært á milli þeirra.Við eigum margar góðar minningar úr sveit- inni og eru ófáar þeirra bundnar við Lúlla frænda. Við minnumst þess er hann sendi okkur systur upp í tún að reka rollurnar eða nið- ur í bústað eftir pípunni hans. Gerðum við þetta alltaf með glöðu geði og fengum að launum gott spjall og klapp á kinn. Hjá honum voru allir jafnir, stórir sem smáir, og gleymum við því aldrei þegar hann bauð okkur upp á kaffi í fyrsta sinn. Við vorum þá rétt um 8 og 9 ára gamlar og þótti okkur þetta stórmerkilegt þó kaffið væri ekki gott. Alvöru kaffibolli með undirskál, teskeið og það sem best var – ómælt magn af mola! Svona var Lúlli! Eflaust verður tómlegt að koma í sveitina og sjá ekki Lúlla á vappi í bláa stakknum með derhúf- una upp með Stekkánni, eitthvað að sýsla. Það var alltaf gaman að koma og heilsa upp á hann og var hann ætíð glaður að sjá okkur. Þau hjónin, sem oftast eru nefnd í sama orðinu, tóku ævinlega vel á móti okkur með kaffi og kökum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á lífsins gildum og gæðum og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja, sama hvert málefnið var. Ekki vorum við alltaf sammála og urðu samræðurnar því ansi fjörug- ar á köflum. Oft átti Lúlli síðasta orðið með setningum eins og: Hvað heldurðu manneskja? eða: Hvurs- lags er þetta eiginlega? Elsku Dóra, Jóna, Einar og börn, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við biðjum Guð að geyma góðan frænda og þökkum honum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði. Þín minning mun lifa með okkur, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þínar frænkur Rakel, Ragnheiður og Drífa. Í dag er til moldar borinn Njáll Sveinbjörnsson frá Snorrastöðum í Laugardal, kær vinur og frændi. Njáll ólst upp á Snorrastöðum í stórum systkinahópi og þar hefur örugglega oft verið glatt á hjalla því að Snorrastaðasystkinin voru öll frísk og tápmikil. Strax og aldur og geta leyfðu fór Njáll að taka til hendinni við búskapinn og þá sér- staklega heyskapinn, sem oft gat verið erfiður á þeim tíma er hann var að alast upp, og þá kom sér vel að hafa margar hendur til hjálpar þótt smáar væru. Þar kom að hon- um fannst hann betur geta hlúð að heimilinu með því að leita nýrra fanga utan heimilisins. Því var það að hann réð sig í skipsrúm hér suð- ur í Garði, þá tvítugur að aldri og reri þaðan í nokkrar vertíðir eða þangað til hann réð sig á togara ár- ið 1941 og mun það hafa verið Jón forseti, frægt aflafley. Var hann þar með kominn í hina vösku sveit ís- lenskra sjómanna, er sóttu björg í bú hin örlagaríku stríðsár. Oft var líka mikil spenna á heimili foreldra minna þegar Njáll var í siglingum til Bretlands með fenginn afla þar- lendum til hjálpar og bjargar en á heimili foreldra minna var hann tíð- ur gestur þessi ár. Það var líka ým- islegt góðgæti, sem kom upp úr sjó- pokanum eftir siglingartúra og má þar nefna appelsínur og epli og fleira slíkt góðgæti, sem á þessum styrjaldarárum var illfáanlegt hér- lendis. Þetta var þá stundum geymt til jóla og í jólaboðum kom þetta síðan skemmtilega á óvart. Árið 1953 gekk Njáll í hjónaband með efnisstúlku, Dóru Guðbjörns- dóttur, og fljótlega eftir það hætti Njáll á sjónum og fluttu ungu hjón- in þá á æskuslóðir Njáls að Snorra- stöðum og hófu þar búskap í tvíbýli með Jóhannesi, eldri bróður Njáls. Þar bjuggu þau til ársins 1965 er þau fluttu til Reykjavíkur en þau eignuðust eina dóttur, Jónu Njáls- dóttur, í Reykjavík hóf Njáll störf hjá Áburðarverksmiðjunni og starf- aði hann þar í rúm tuttugu ár eða þar til að hann hætti störfum sök- um aldurs. Sumarhús reisti Njáll í landi Snorrastaða ásamt Tryggva bróður sínum og þar voru fjölskyldur þeirra saman allt þar til þær stækkuðu og Tryggvi byggði annan bústað í sama landi. Í þennan frændgarð var gott að koma, það var líka þannig tekið á móti að allir nutu þess. Njáll var í eðli sínu mik- ill húmoristi og hann var líka fljótur að sjá skoplegu hliðarnar á mál- unum enda var oftast létt yfír kaffi- borðinu hjá þeim Dóru og Njáli. En það var fleira sem prýddi Njál, það var hin eðlislæga hlýja og fögur út- geislun. Heilsteyptur maður og traustur vinur. Allt frá því að Njáll hætti störfum fluttu þau í bústað- inn snemma vors og voru þar fram á haust, þar leið þeim vel, umvafin dalnum fagra. Á síðastliðnum haustdögum fór það ekki fram hjá neinum er þekkti Njál að nú gekk hann ekki heill til skógar, framundan var barátta við illkynja sjúkdóm, sem fáum þyrmir er hann fá. Eins og við mátti búast tók Njáll þessum örlögum sínum af stakri karlmennsku og æðruleysi. Elsku Dóra, nú stendur þú uppi sem sigurvegari fyrir að láta hann ekki frá þér fara í þessari hörðu baráttu, það ber vott um mikinn kærleik og sanna ást sem allir virða. Megi þú og þínir ylja ykkur við minningarnar um elskulegan eig- inmann, föður, tengdaföður og afa um ókomin ár. Árni I. Magnússon. Þá hefur hann Njáll okkar kvatt þetta líf. Engan þekki ég sem hug- takið „hvers manns hugljúfi“ á bet- ur við, en hann. Það eru forréttindi að fá að kynnast slíkum mönnum. Hann var dagfarsprúður, skapgóð- ur svo af bar, stríðinn, hlýr, glað- lyndur, glettinn og elskulegur. Aldrei talaði hann öðruvísi en vel um nokkurn mann. Ég held reynd- ar að fólk hafi orðið betri mann- eskjur í umgengni við hann Njál. Að hitta hann og Dóru var einhvern veginn svo heilandi, róandi. Það var eins og tíminn stæði í stað, streita og hraði einhvern veginn gufa upp Hann Njáll var ekki stór maður að hæð eða ummáli, en hjartað var NJÁLL SVEINBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.