Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALLIR þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til bæjarstjórnar í vor eru einhuga um að vinna að hags- munum Akureyringa og bjóða fram krafta sína til góðra verka. Það sem máli skiptir er hvaða flokkur og fram- bjóðendur eru líkleg- astir til að koma málum til framkvæmda. Bær- inn hefur verið undir styrkri stjórn Sjálf- stæðisflokksins og samstarfsflokka sl. átta ár og við sjáum árang- urinn bæði í fólks- fjölgun og sókn fram á við. En á hvaða atvinnu- starfsemi munum við byggja sam- félagið í framtíðinni? Hvað skiptir sköpum fyrir farsæld Akureyrar? Er það sjávarútvegur, orkufrekur iðn- aður, ferðaþjónusta eða þekking- arsamfélag eða allt þetta og fleira til? Að þessum leiðum er hægt að stefna samhliða þótt skynsamlegra sé að Akureyringar móti sér ákveðna stefnu og skapi sér sérstöðu. Við verðum hins vegar að standa vörð um það sem hér er til staðar í dag – þær meginstoðir sem hér eru, þ.e. menntun, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og matvælafram- leiðslu. Stjórnvöld verða að vera einhuga um að styrkja Háskólann á Akureyri enn betur, efla þær deildir sem eru í boði en eins þarf að skapa honum sérstöðu á ákveðnum sviðum og víkka t.d. með framboði á tæknigreinum. Með þessu gæti skapast að- staða fyrir sprotafyr- irtæki eða sjálfstæð fyrirtæki sem eiga ræt- ur sínar í þekkingarleit við háskólann og eru þannig vettvangur hag- nýtingar háskólaþekk- ingar. Þar með verði líka fyrir hendi ein af helstu forsendum þess að hér byggist upp hátæknistörf, þróun og framleiðsla t.d. á vélum og tækjum til matvælavinnslu og fram- leiðsluðiðnaðar sem tengist síðan á beinan hátt annarri meginstoð, mat- vælaframleiðslunni, og þróun henni tengdri. Oft vill það gleymast hve matvælaframleiðsla er stór og mik- ilvægur hluti af fyrirtækjaflórunni hér, ég nefni sem dæmi fyrirtækið Norðlenska sem er orðið stærsti sláturleyfishafi landsins og salan á síðasta ári sú besta frá upphafi og út- lit fyrir að fyrirtækið muni skila góð- um hagnaði. Það hefur verið leiðandi í að innleiða nýja vinnsluhætti sem vekja athygli víða. Fjórðungssjúkrahúsið er þriðja meginstoð þessa samfélags og býður upp á fjölmörg tækifæri til eflingar, bæði í nýsköpun og auknu samstarfi við önnur fyrirtæki í heilbrigðisgeir- anum. Þar verðum við einnig að skoða möguleika sem felast í auknu samstarfi ríkis og einkaaðila í heil- brigðisgeiranum með ákveðin verk- efni eða þjónustu, sem er áfram á ábyrgð ríkisins en greidd að mestu úr almannasjóðum. Ferðaþjónustan er fjórða stoðin. Samstarf fyrirtækja og einstaklinga í þeirri grein er til fyrirmyndar og stofnun Markaðsskrifstofu Norður- lands mikilvægur áfangi á þeirri leið. Beint flug til Danmerkur nú í sumar er síðan annar áfangi og aukinn áhugi á þessari flugleið kallar á þann sjálfsagða hlut að lengja flugbraut- ina á Akureyrarvelli. Síaukinn fjöldi skemmtiferðaskipa hingað er staðreynd og nauðsynlegt er að bæjarfélagið og fyrirtæki taki höndum saman til að auka hér af- þreyingu fyrir ferðamenn og lengja dvalartíma þeirra hér í bæ. Mikil umræða hefur verið und- anfarið um álver á Norðurlandi. Ákvörðunar um áframhald þeirrar vinnu er að vænta nú í lok mánaðar- ins og sú ákvörðun mun skipta sköp- um fyrir fjórðunginn. Í því máli skiptir samstaða Norðlendinga höf- uðmáli og að við leggjumst á eitt við að koma því máli í höfn. Það eru mér vonbrigði að sjá viðbrögð Þingeyinga nú á þessum síðustu dögum og yf- irlýsingar þess efnis að þeir muni ekki standa við gert samkomulag um að Norðlendingar tali einni röddu í þessu mikilvæga máli. Öll þessi atriði sem ég hef farið yf- ir hér að framan eru þess eðlis að flest getum við verið sammála um miklvægi þeirra. Hlutverk bæjaryf- irvalda er að hlúa að þessu umhverfi, meginstoðunum – hvetja til sam- starfs og sóknar og sjá um að grunn- gerðin sé ein sú besta. Þar skiptir höfuðmáli hverjir veljast til forystu og þar treysti ég Sjálfstæð- isflokknum best. Máttur og meginstoðir Eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur ’Þar skiptir höfuðmálihverjir veljast til forystu og þar treysti ég Sjálf- stæðisflokknum best.‘ Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri hinn 11. febrúar nk. LAUGARDAGINN 11. febrúar næstkomandi raða félagsmenn væntanlegum frambjóðendum á lista fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í maí næstkomandi. Hér er hópur vaskra kvenna og karla sem hefur víðtæka reynslu á mörgum sviðum mannlífsins. Við höfum látið verkin tala og unnið ötullega að framfara- málum til að bæta bú- setuskilyrði allra ald- urshópa í bænum. Mörgum verkum er lokið, önnur eru ýmist á upphafsreit eða í undirbúningi og þarf að fylgja vel eftir til að þau verði að veru- leika. Ég dreg hér fram helstu málefni sem ég hef unnið að með félögum mínum og vil leggja rækt við áfram. Skólamál, íþrótta- og tómstundamál, samfélagsþjónusta Nýtt húsnæði grunnskólans var tek- ið í notkun í haust, fé- lagsmiðstöð fyrir ung- lingana opnuð og tónlistarskólanum hef- ur verið búin ný og glæsileg aðstaða. Ný- hafin er stækkun íþróttahússins. Fram undan er að huga að enn frekari stækkun Álftanesskóla og sal við tónlistarskólann. Nýr leik- skóli verður tekinn í notkun í sum- ar. Lagður er grunnur að enn meiri fjölbreytni fyrir íþrótta- og útivist- ariðkun í nýrri tillögu að deiliskipu- lagi norðurnessins; golfvöllur, smá- bátahöfn og hesthúsabyggð. Félagsþjónusta er efld, m.a. með nýju hlutastarfi félagsráðgjafa und- ir stjórn okkar ágæta félagsmála- stjóra. Náttúran Við eigum hér langa ósnortna fjöru með fjölbreyttu lífríki. Hér er um ómetanlega náttúruperlu að ræða sem þarf að standa vörð um. Við þurfum m.a. að fylgjast vel með þróun framkvæmda við álverið í Straumsvík og vera vakandi yfir hugsanlegri aukinni mengun þaðan. Málefni eldri íbúa Stutt hefur verið við aukna fjöl- breytni í félagsstarfi á vegum Fé- lags eldri borgara. Kapp er lagt á að íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara verði að veruleika með samningum sem við höfum gert við Hjúkrunarheimilið Eir. Skipulagsmál Tillögur að nýju aðalskipulagi, deiliskipulag miðsvæðis og norð- urness hafa verið auglýstar og at- hugasemdafrestur runninn út. Meg- ináherslan í skipulagsmálum er að þétta byggð og auka óbyggð opin svæði. Skipulagsnefnd lagði sig fram um að gera Álftnesingum auð- velt að hafa bein áhrif á tillögurnar meðan þær voru í vinnslu í nefnd- inni. Eins og lög gera ráð fyrir er íbúum einnig gert kleift að gera at- hugasemdir við tillög- urnar eftir auglýsingu. Skipulagsnefnd hefur verið að vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa eftir að at- hugasemdafrestur rann út. Lengst er vinnan komin hvað varðar at- hugasemdir um mið- svæðistillöguna. Þegar lokabreytingar hafa verið gerðar, verður hún send til Skipulags- stofnunar til staðfest- ingar. Breytt tillaga mun síðan verða kynnt rækilega fyrir Álftnes- ingum. Okkar svar við ósk- um þeirra sem vilja sjá fleiri valkosti um mið- svæðið er að leggja verk okkar og aðferðir í dóm fólksins í bænum við sveitarstjórn- arkosningar í vor. Framkvæmdum á svæðinu er frestað og það sett í vald kjósenda í vor hvort unnið verði áfram eftir skipulaginu og staðið við gerða samninga. Sveitarfélagið á land- svæði sunnan Grásteins sem til- heyrir miðsvæðinu, en hefur ekki verið deiliskipulagt. Þar eru mögu- leikar fyrir ýmiss konar stærri byggingar sem m.a. geta hýst fé- lagsstarf og ýmsa aðra menningar- starfsemi. Bæjarstjórn hefur nýlega falið skipulagsnefnd að hefja und- irbúning að skipulagi þar. Ég hvet félaga í Sjálfstæðisfélag- inu til þátttöku í prófkjörinu sem verður laugardaginn 11. febrúar næstkomandi og óska eftir stuðn- ingi í 2. sæti listans. Nýr leikskóli og félagsþjónusta efld Eftir Erlu Guðjónsdóttur Erla Guðjónsdóttir ’Okkar svar viðóskum þeirra sem vilja sjá fleiri valkosti um miðsvæðið er að leggja verk okk- ar og aðferðir í dóm fólksins í bænum við sveit- arstjórnarkosn- ingar í vor.‘ Höfundur er skólastjóri og forseti bæjarstjórnar Álftaness og óskar eft- ir stuðningi í 2. sæti listans. Prófkjör Álftanes Prófkjör Akureyri VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson hefur nú séð að sér í Laxárvirkj- unarmálinu og á borgarstjórn- arfundi á þriðjudaginn stóð hann ásamt öllum borg- arfulltrúum Reykjavík- urborgar, fyrir utan Björn Bjarnason, að tillögu þess efnis að borgin fengi eitthvað um það að segja að Landsvirkjun ætli að færa Laxárvirkjun inn í nýtt ríkissmásölufyr- irtæki á undirverði. Það er nú alltaf ágætt þegar menn vita upp á sig skömmina og reyna hvað þeir geta til að bæta fyrir þann skaða sem þeir hafa tekið þátt í að valda. Vilhjálmur hafði þó ekki mann- dóm í sér að viðurkenna að mikill skaði væri skeður, þó ef til vill mætti skoða málin betur, hann fjölyrti um að einhverjir aðrir hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði á móti og að skaði Reykvíkinga væri orðum auk- in. Með buxurnar á hælunum Vilhjálmur veittist svo að mér í Morgunblaðinu í gær, enda kann hann mér eflaust litlar þakkir fyrir að benda fólki á að hann hafi bux- urnar á hælunum í þessu máli. Ég fékk ekki séð af lestri greinar Vil- hjálms, sem bar yfirskriftina „Rang- færslur frambjóðandans“, að í henni væri bent á einhverjar rangfærslur í mínum málflutningi. Enda sér Vil- hjálmur nú eftir að hafa farið svona með atkvæði sitt í Landsvirkjun og vill að Reykjavíkurborg sem eigandi fái málið til skoðunar. Vilhjálmur virðist ekki aðeins vera tvístígandi um það hvenær hann eigi að greiða atkvæði og hvenær ekki. Hann virð- ist heldur ekki hafa gott tímaskyn, því í greininni í gær heldur hann því fram að ég sem stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafi tekið þátt og borið ábyrgð á því sem hann kallar „ævintýralegan fjár- austur í Línu.net“ og „fram- úrkeyrslu“ vegna byggingar nýs Orkuveituhúss. Þegar ég tók sæti í stjórn OR var löngu búið að leggja Línu.net niður, en ljósleiðarar Lín- u.net eru í dag hluti af gagnaflutn- ingadeild OR sem selur þjónustu sína til allra stærstu fyrirtækjanna í borginni. Glæsilegar höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru einnig löngu reistar þegar ég tók sæti í stjórn. Þannig að ég vísa rang- færslum til föðurhús- anna. Einkavæðing Orkuveitunnar Það var ánægjulegt að sjá í Morgunblaðinu að Vilhjálmur hyggist ekki selja OR komist hann í aðstöðu til þess. Ég reikna þá með því að sjálfstæðismenn styðji boðaða tillögu mína í stjórn OR um að óska eftir breytingum á lögum um Orkuveit- una þannig að það þurfi aukinn meirihluta eigenda til að breyta um eignarhald á fyrirtækinu og selja það eða hluta þess út fyrir eig- endahóp. Svona ef Vilhjálmur kynni að greiða óvart atkvæði einhvern vegin öðruvísi en hann ætlar. Aðrir eigendur fái virkjanir á undirverði Nú er það svo að Reykjavík- urborg á rúm 45% í Landsvirkjun og ríkið um 50%, því spurði ég bæði Vil- hjálm og Björn Bjarnason að því á borgarstjórnarfundinum hvort þeir myndu beita sér fyrir því að aðrir eigendur Landsvirkjunar og þá Reykjavíkurborg fengi að taka virkjanir út úr Landsvirkjun á svip- uðu undirverði og hér um ræðir og stofna þá um þær nýtt orkufyrirtæki borgarinnar. Ég gæti vel hugsað mér fyrir hönd Reykvíkinga að fá t.d Sogið á fáránlegu undirverði. Hvorugur þeirra svaraði þessu, en Birni fannst þó einsýnt að þarna færi stjórn- armaður í OR sem væri að reyna að verja hagsmuni fyrirtækisins, eins og það væri stórhneyksli. Hagsmunir Orkuveitunnar Ég veit ekki hvaða hagsmuni Birni Bjarnasyni finnist að ég eigi að verja aðra en hagsmuni Reykvíkinga sem eiga jú 94% í Orkuveitunni. Það var fullkomlega ljóst á borgarstjórn- arfundinum í gær að sjálfstæð- ismenn gefa lítið fyrir hagsmuni OR og að hún búi við eðlilegt samkeppn- isumhverfi. Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 6. febrúar er Laxárvirkjun metin á 2–4 milljarða en ekki einn milljarð eins og nýja ríkissmásölufyrirtækið fær virkjunina á og því einsýnt að nýja ríkisfyrirtækið verður ekki til að skapa eðlilega samkeppni á raf- orkumarkaði. En sjálfstæðismönnum finnst augljóslega, ef marka má orð Björns Bjarnasonar, allt í lagi að OR og önnur orkufyrirtæki keppi við rík- issmásölufyrirtæki sem er nið- urgreitt af ríkinu í gegnum Lands- virkjun. Ég benti nú líka þessum herrum á að þetta stæði ekki einungis OR fyr- ir þrifum heldur myndi þetta skekkja alla samkeppni sem verið er að reyna að skapa með nýjum raf- orkulögum. Hvernig ættu til dæmis einkaaðilar sem vildu hasla sér völl í raforkuframleiðslu og/eða sölu að geta gert það í samkeppni við þetta nýja niðurgreidda ríkisfyrirtæki. Er það svona borgarstjóri sem Reykvíkingar vilja Af umræðunum í borgarstjórn má ráða að borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa megna andúð á OR og velgengni þess fyrirtækis undir stjórn félagshyggjuaflanna. Það hlakkar í þeim að ríkið og markaðs- ráðandi ríkisfyrirtækið Lands- virkjun ætli nú að keyra af stað óeðlilega samkeppni við OR. Það skýrir í mínum huga atkvæði Vil- hjálms í stjórn Landsvirkjunar, hann stóðst bara ekki mátið að klekkja á OR en sér nú eftir öllu saman og vill skoða málið í borg- arstjórn. Er það svona borgarstjóri sem Reykvíkingar vilja? Vilhjálmur Þ. sér eftir öllu saman Sigrún Elsa Smáradóttir svarar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni ’Ég reikna þá með því aðsjálfstæðismenn styðji boðaða tillögu mína í stjórn OR …‘ Höfundur er varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og býður sig fram í 2.–4. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar. Sigrún Elsa Smáradóttir                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.