Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRUMVARP sem Mörður Árnason og fimm aðrir þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa lagt fram á Alþingi um dreifiveitur þýðir í raun að sú sátt sem skapast hafði í fjölmiðla- málinu svonefnda er í uppnámi, að því er fram kom í máli Hjálmars Árnasonar, formanns þingflokks Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Þingmenn Samfylkingarinnar sögðu ekkert óeðlilegt við að þeir legðu fram frumvörp. Í frumvarpi þingmannanna sex er lagt er til að settar verði reglur sem lúta að því að fjölmiðill geti fengið dreifingu á þeirri dreifiveitu sem hann kýs og einnig að dreifiveitu verði gert kleift að fá til sín það efni sem hún kýs, en frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um fjarskipti. Óeðlileg vinnubrögð Hjálmar Árnason sagði að hann teldi að góð þverpólitísk sátt hefði skapast um það að vinna í samein- ingu allra pólitísku flokkanna að undirbúningi frumvarps um fjöl- miðla. Fyrsti fundur svonefnds fjöl- miðlahóps lögfræðinga hefði verið í fyrradag en um hópinn hefði ríkt þverpólitísk sátt. Nú hefðu fulltrúar Samfylkingarinnar „farið fram úr hinni þverpólitísku sátt og flutt í eig- in nafni, hluta af þeim tillögum sem fjölmiðlahópurinn hafði unnið,“ sagði Hjálmar. Fleiri þingmenn tóku í svipaðan streng og Hjálmar. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lyndra, sagði fyllilega réttmætt að gera athugasemd frumvarpið sem þingmenn Samfylkingarinnar hefðu lagt fram. „Ég sat sjálfur í fjölmiðla- nefndinni. Það sem fjallað er um í þessu frumvarpi er eitt af aðalmál- unum sem fjölmiðlanefndin fjallaði um á sínum fundum. Þetta var kannski mikilvægasti hlutinn af þeirri sátt sem náðist, að við vorum sammála um að það ætti að setja reglur um dreifiveitur,“ sagði Magn- ús Þór, sem segir samfylkingarþing- mennina hafa tínt bestu bitana úr fjölmiðlaskýrslunni. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, sagði að sér hefði brugðið í brún þegar hún sá að frum- varpið. „Mér þótti líkt og Magnúsi Þór Hafsteinssyni að mér vegið,“ sagði Kolbrún. Hún hefði hringt í formann Samfylkingarinnar og látið óánægju sína í ljós. Sérkennilegar athugasemdir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, tók til máls og sagði sérkennilegt að sett væri ofan í og gerðar athugasemdir við frumkvæði Marðar Árnasonar og fleiri þing- manna Samfylkingar. Mörður Árnason sagðist fagna hinum ákafa stuðningi sem þing- heimur hefði sýnt við frumvarp sex þingmanna Samfylkingarinnar, og uppskar við þetta hlátur úr þingsal. Mörður sagði að frumvarpið væri að sjálfsögðu flutt með tilvísun til fjöl- miðlanefndarinnar, hvergi væri reynt að fela það. Hins vegar væri frumvarpið sjálft auðvitað frá flutn- ingsmanni og meðflytjendum hans. Frumvarp Samfylkingar um breytingar á fjarskiptalögum rætt á Alþingi í gær Þverpólitísk sátt í fjölmiðlamáli sögð í uppnámi Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir það ekki koma til greina af sinni hálfu að selja eða leggja nið- ur Íbúðalánasjóð. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, en hann var máls- hefjandi í umræðum um Íbúðalána- sjóð sem fram fóru utan dagskrár á Alþingi í gær. Fram kom hjá Guðlaugi Þór að hann teldi að hægt væri að ná þeim félagslegu markmiðum sem stjórn- völd hefðu sett í húsnæðismálum án þess að halda úti ríkisbanka sem veitti húsnæðislán. Benti hann með- al annars á að sala ríkisbankanna hefði gengið vel og öllum væri nú ljós fáránleiki þess að ríkið ætti banka. Gallinn væri hins vegar sá að ríkið ætti enn banka á húsnæðis- markaði og vísaði þar til Íbúðalána- sjóðs. Varpaði hann þeirri spurn- ingu til félagsmálaráðherra hvort til stæði, í ljósi breyttra aðstæðna á markaði, að breyta þessu fyrir- komulagi. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í svari sínu að þróun mála á íbúðalánamarkaði hefði verið hröð að undanförnu. Bankarnir hefðu náð miklum árangri í mark- aðssetningu sinni á íbúðalánum en hætta væri á því að einn stór aðili gæti ráðið þróun mála á íbúðalána- markaði. „Ákveðnar vísbendingar eru um að sú þróun sé nú þegar að eiga sér stað. Möguleikar banka á hagstæðri fjármögnun ráðast að miklu leyti af stærð þeirra og mark- aðshlutdeild,“ sagði Árni. Taka verður mið af aðstæðum á hverjum tíma Hann kvaðst, líkt og fleiri ráð- herrar, hafa fagnað því að fleiri fjár- mögnunarmöguleikar stæðu nú al- menningi til boða. Það væri þó ekki þar með sagt að ekki væri lengur þörf fyrir aðkomu ríkisins á hús- næðislánamarkaði. „Í mínum huga er meginhlutverk ríkisins að sjá til þess að markmið laga um húsnæðis- mál verði uppfyllt og að öllum lands- mönnum sé tryggður aðgangur að ódýru fjármagni til húsnæðisöflun- ar, óháð efnahag eða búsetu,“ sagði Árni, sem sagði að taka yrði mið af aðstæðum á hverjum tíma. Rætt um Íbúðalánasjóð utan dagskrár Kemur ekki til greina að selja eða leggja sjóðinn niður Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLENSK kona, Þórhildur Vals- dóttir, var ein af 400 fallhlíf- arstökkvurum sem settu nýtt heimsmet í hópstökki í Taílandi í gær með því að mynda risavaxið snjókorn í rúmar fjórar sekúndur í frjálsu falli. Þórhildur er hluti af heimsliðinu svokallaða í fallhlíf- arstökki, sem setti metið í gær. Þórhildur, eða Ditta eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið í norska landsliðinu í fallhlífarstökki undanfarin ár, og fór ásamt fé- lögum sínum í landsliðinu til þess að taka þátt í tilraun heimsliðsins til að slá heimsmetið, en alls tók fólk frá 31 landi þátt í henni. Þórhildur var að vonum ánægð með árangurinn þegar Morg- unblaðið náði sambandi við hana eftir stökkið. Fallhlífarstökkvararnir 400 stukku út úr fimm Herkúlesflug- vélum taílenska flughersins sem flugu í fylkingu í 24 þúsund feta hæð, sem eru um 7,3 km, og sagði Þórhildur að þeir hafi haft um 90 sekúndur til þess að tengjast og dreifa úr sér aftur áður en fallhlíf- arnar voru opnaðar. „Þetta heimsmet á eftir að standa lengi,“ segir Þórhildur. Ástæðan er sú að það er afar erfitt að fá flugvélar og flugmenn sem geta ferjað svo marga fallhlíf- arstökkvara svo hátt upp, en taí- lenski flugherinn stóð straum af öllum kostnaði við flugferðirnar, og þjálfun flugmannanna fyrir þær. Taílenski flugherinn hefur stutt dyggilega við heimsmetstilraunina, en það er gert til að heiðra Bhumi- bol Adulyadej, konungs Taílands, en hann fagnar í ár 60 ára valdaaf- mæli sínu. Þórhildur sagði að gerðar hafi verið samtals átta tilraunir til að slá metið áður en það tókst. Munaði litlu að allt gengi upp í öðru stökk- inu í gær, þegar 399 náðu að mynda snjókornið risavaxna, en það var ekki fyrr en í þriðju til- rauninni í gær sem allt gekk að óskum og allir náðu að tengjast snjókorninu. Allt er æft á jörðu niðri fyrir stökkið, en Þórhildur segir að þar vanti þriðju víddina, hæðina, og því virki þær æfingar aðeins takmark- að. Gríðarlega skipulagningu þarf til að slá metið, en Þórhildur segir að hinar raunverulegu hetjur gær- dagsins séu flugmenn Herkúlesvél- anna fimm, enda gríðarlega erfitt að halda þéttri fylkingu slíkra véla í 24 þúsund feta hæð. Endurtaka leikinn í dag Fallhlífarstökkvararnir voru í rauðum, bláum og hvítum bún- ingum, en það eru litirnir í taí- lenska þjóðfánanum. „Við byrjum á því að mynda miðpunktinn, og svo þurfa allir að finna sína stöðu til þess að fá heimsmetið viðurkennt,“ segir Þórhildur. „Flugvélarnar fljúga á 250–300 kílómetra hraða á klukkustund svo maður kastast al- veg út úr flugvélinni. Það þýðir líka að fjarlægðin milli þeirra sem stökkva fyrst og þeirra sem stökkva síðast er ótrúleg.“ Þegar stökkvararnir eru komnir niður í 7.500 feta hæð, 2,3 km, þurfa þeir að dreifa sem mest úr sér áður en þeir opna fallhlífarnar, til þess að forða því að þær flækist saman eða stökkvarnir rekist hver í aðra. Heimsmethafarnir fá ekki mikla hvíld eftir afrek gærdagsins, því reiknað er með því að taka á loft aftur í dag til þess að endurtaka leikinn fyrir taílensk fyrirmenni sem völdu daginn til að koma og fylgjast með stökkinu og flugi Herkúlesvélanna. Íslenskur fallhlífarstökkvari meðal 400 sem settu heimsmet „Á eftir að standa lengi“ Þórhildur Valsdóttir fallhlíf- arstökkvari. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR, sem hafa að beiðni Vegagerðarinnar farið yfir fyrirliggjandi rannsóknargögn vegna hugmynda um veggöng milli lands og Eyja, telja að ef göngin yrðu boruð að stórum hluta með jarðgangaborvél af fullkomnustu gerð gæti heildarkostnaður orðið um 70 milljarðar króna. Ef um tvenn samsíða göng yrði að ræða, vegna öryggissjónarmiða, þá gæti kostn- aðurinn orðið um 100 milljarðar króna. Í skýrslunni, sem þeir Eivind Grøv, Björn A. Harðarson og And- ers Beitnes gerðu, kemur fram að jarðeðlisfræðilegar rannsóknir Ís- lenskra orkurannsókna (ISOR) hafi fyrst og fremst beinst að hugs- anlegri gangaleið í bergi frá Heima- ey og í beina línu til norðnorðausturs að landi og komið upp á vest- anverðum Landeyjasandi. Um er að ræða 18,1 km löng göng í bergi milli Eyja og lands, með gangamunna í Hánni á Heimaey og í landi um 1 km vestan við bæinn Kross á Land- eyjasandi. Göng af þessari lengd yrðu þriðju lengstu neðansjáv- argöng í heiminum og þau lengstu neðansjávar fyrir almenna umferð. Í skýrslunni segir m.a. að út frá fyrirliggjandi gögnum megi áætla að gangaleiðin frá Heimaey yrði í mó- bergsmyndun Vestmannaeyja á fyrstu 5–8 km. Við borun og dælu- prófanir í borholum í Heimaey hafi orðið vart við mikinn leka í þessari jarðmyndun. Jarðgöngin myndu hugsanlega fara niður úr móbergs- sökkli Vestmannaeyja á hluta leið- arinnar og niður í þykk sjávarsetlög sem þar eru undir. Lítið sé vitað um eiginleika þessara setlaga. Segja sérfræðingarnir að þessar jarðfræðilegu aðstæður séu afar ólíkar þeim sem séu í öllum veg- göngum hér á landi þar sem mun eldri, þéttari og reglulegar hraun- lagasyrpur séu ríkjandi og göng liggi oft um mjög langan veg í sömu hraunlögum. Líklegt sé að einhver kvikuinnskot/eldvörp séu á þessum hluta leiðarinnar og líklegt sé að Sandagrunn sé rofið eldvarp. Gerð jarðlaga í og við slík eldvörp geti verið mjög margbreytileg og al- mennt ekki hagstæð til jarð- gangagerðar. Segulmælingar á Landeyjasandi bendi til þess að und- ir sandinum geti einnig verið kviku- innskot eða ung og rofin eldvörp. Þá hafi enginn berggrunnur fund- ist nálægt yfirborði á austanverðum Landeyjasandi frekar en í fyrri mælingum. Þetta þýði að gera þurfi 800–1.000 metra langa rennu eða göng í gegnum þetta lausa set. Takmörkuð vitneskja „Af ofangreindu er ljóst m.a. að takmörkuð vitneskja liggur fyrir um jarðfræðilegar aðstæður á hugs- anlegri gangaleið. Ljóst er að ef far- ið verður í verkhönnun á jarð- göngum milli lands og Eyja þurfa að koma til afskaplega umfangsmiklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem vart myndu eiga sér hliðstæðu. Út frá þeim takmörkuðu upplýs- ingum sem fyrir hendi eru má þó gera ráð fyrir að jarðfræðilegar að- stæður með tilliti til jarðgangagerð- ar séu erfiðar a.m.k. á stórum hluta leiðarinnar og mjög breytilegar, sér- staklega í móbergsmynduninni næst Eyjum og í og við hugsanleg kviku- innskot/eldvörp á gangahlutanum nær fastalandinu. Helstu áhættu- þættir í gangagreftrinum eru mjög laust berg, mikið innrennsli vatns (jarðsjávar) og jafnvel jarðhiti,“ seg- ir í skýrslunni. Þá segir í skýrslunni að á þessu stigi málsins sé ekki talið skyn- samlegt að reikna með hefðbundinni aðferð við gangagröftinn, þ.e. borun og sprengingum. Aðstæður séu tald- ar geta verið svo erfiðar, a.m.k. á hluta gangaleiðarinnar, að hefð- bundin graftaraðferð myndi ekki ráða við verkið. Miklu frekar sé tal- ið, á þessu stigi málsins, að gang- aborun með sérútbúinni borvél fyrir borun í góðu og lélegu bergi, sé betri aðferð og mun öruggari. Sérfræðingar á vegum Vegagerðarinnar hafa farið yfir rann- sóknargögn vegna vegganga til Vestmannaeyja Kostnaður við göng til Eyja talinn vera um 70 milljarðar Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.