Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKÝRAR línur er fyrirsögn á stuttri grein formanns iðn- aðarnefndar Alþingis sem birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Þar hellir Birkir Jón Jónsson úr skálum reiði sinnar yf- ir okkur þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fyrir það að halda uppi merki náttúruverndar í landinu. Honum verð- ur tíðrætt um af- greiðslu frumvarps iðnaðarráherra um rannsóknir á auðlind- um í jörðu sem afgreitt var með afbrigðum frá Alþingi í síðustu viku. Formaður iðnaðarnefndar missti af meintu málþófi þar sem hann var í Brussel á fundi lungann úr vikunni og það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á honum. Birkir Jón missti af Staðreyndin er sú að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð er afar velviljuð rannsóknum á náttúru Ís- lands en þegar meginmarkmið rannsóknanna er að flýta fyrir ál- væðingu landsins, því nú vantar meiri orku til að selja amerískum ál- hringjum á slikk, þá setjum við eðli- lega varnagla við málið. Yfir þetta var vandlega farið í umræðum sem Birkir Jón missti illu heilli af. Iðn- aðarráðherra lá nefnilega svo mikið á að þröngva frumvarpinu í gegnum þingið að það var afgreitt með af- brigðum og formaður iðnaðarnefnd- ar missti af aukafundi í nefndinni sem boðaður var með stuttum fyr- irvara. Á þem fundi (eða öllu heldur millifundi) samdi meirihlutinn við Frjálslynda og Samfylkingu um að koma málinu áfram með því að gefa nokkuð eftir í ýtrustu kröfum ráðherra. Liðsauki úr óvæntri átt Hins vegar eru eng- ar reglur til um hvern- ig iðnaðarráherra á að úthluta rannsókn- arleyfum og þær regl- ur eiga ekki að vera til fyrr en í september nk. Hvað þangað til verður veit enginn. Nú er ljóst að það vantar atvinnu á Norð- urlandi og Birkir Jón hefur sagt að þar sé jafnvel „gífurlegt atvinnu- leysi“. Það verða nú að teljast smá- ýkjur hjá formanni iðnaðarnefndar. Við í VG höfum bent á að framtíðin sé t.d. í bláskeljarækt, ferðamanna- iðnaði og hraða ber undirbúningi fyrir polyo-verksmiðju og jafnvel ál- þynnuverksmiðju í stað þess að hrekja hátæknifyrirtækin burt af landinu eins og ríkisstjórnin hefur gert markvisst með stóriðjustefnu sinni. Það er nú allur stöðugleikinn sem Birkir Jón talar um í grein sinni og vill varðveita. Okkur í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði barst liðsauki úr óvæntri átt einmitt hér á síðum Morgunblaðsins því Ágúst Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar, bendir ein- mitt á að við eigum að stefna að þjónustu- og tækniþjóðfélagi en ekki grunn-hráefnisvinnslu eins og ríkisstjórnin rær öllum árum að. Þetta eru sjónarmið sem við Vinstri- græn höfum lengi haldið á lofti. Afturhald eða framsýni Birkir Jón Jónsson segir í grein sinni að VG sé afturhaldssamur og öfgafullur stjórnmálaflokkur sem ekki á erindi í íslensk stjórnmál. Þetta eru auðvitað fullkomin öf- ugmæli því framtíð okkar og barnanna okkar byggist á virðingu fyrir umhverfinu. Við erum fram- sækinn og bjartsýnn flokkur með mest fylgi meðal ungs fólks sem er meira en hægt er að segja um hinn þreytta Framsóknarflokk. Ef það eru framfarir að sökkva ósnortnu landi, þurrka upp fossa og hrekja hátækniiðnað úr landi þá er það nú ekki eftirsóknarvert hlutverk. Framfarir eru að okkar mati að byggja upp menntun og atvinnu, samfélag þar sem við lifum í sátt við umhverfið og þar sem peningaöflin ráða ekki öllu. Að lækka skatta á barnafólk og auka lýðræðið er að okkar mati framfarir, það er von- andi óumdeilt og flest bendir til að fleiri séu að verða okkur sammála um það. Fúkyrðaflaumur formanns iðnaðarnefndar Hlynur Hallssonsvarar grein Birkis J. Jónssonar ’Framfarir eru að okkarmati að byggja upp menntun og atvinnu, samfélag þar sem við lif- um í sátt við umhverf- ið …‘ Höfundur er varaþingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í NA-kjördæmi. Hlynur Hallsson MERKING símanúmersins 1-1-2 hefur frá upphafi verið tengd bráða- aðstoð vegna slysa og afbrota. Síðan árið 2004 hefur aðstoð frá barna- verndaryfirvöldum enn fremur verið tengd við þetta númer. Nú er komin reynsla á samstarf barnaverndarnefnda við 1-1-2. Í byrjun var óttast að fólk veigraði sér við að hringja í „neyðarlínu lands- manna“ vegna aðstæðna barna. Reyndin er þó sú að bæði börn og fullorðnir hringja í 1-1-2 til að kalla eftir aðstoð barnaverndarstarfs- manna og koma ábendingum um slæman aðbúnað barna á framfæri. Eitt númer fyrir allt landið auðveld- ar fólki að ná til starfsmanna barna- verndar. Einföld leið að aðstoð Þróun í barnaverndarmálum hef- ur verið hröð á síðustu árum og hef- ur aukin áhersla verið lögð á rétt barnsins til að hafa áhrif á eigið líf. Skrifstofa Barnaverndar Reykjavík- ur var stofnuð í september 2000. Þar var frá upphafi lögð áhersla á að rætt skyldi við öll börn sem tilkynnt væri um til barnaverndar vegna gruns um misfellur í aðbúnaði. Ný barnaverndarlög voru sett árið 2002 þar sem réttur barna var aukinn. Þar er að finna ákvæði um að 15 ára barn teljist aðili að eigin máli og áfram lögð áhersla á að börn eldri en 12 ára eigi ætíð rétt á talsmanni við málsmeðferð hjá barnavernd- arnefndum. Rík áhersla er lögð á það að rödd barnsins heyrist. Fyrir börn og ungmenni, sem telja sig hafa þörf fyrir aðstoð, er gott að vita að 1-1-2 er einföld leið að hjálp í kerfi sem annars gæti virst flókið fyrir barn í vanda. Skilaboðin til barnanna hafa frá byrjun sam- starfs við 1-1-2 verið mjög skýr. Númerið hefur verið auglýst m.a. í skólum og börn hvött til þess að hika ekki við að hringja í 1-1-2. Tilkynning- arskylda Í barnaverndar- lögum er kveðið á um tilkynningaskyldu al- mennings ef grunur leikur á misfellum í aðbúnaði barns. Sér- stök áhersla er lögð á tilkynningaskyldu op- inberra aðila sem með einum eða öðrum hætti koma að umönnun barna. Því er það, að þér, lesandi góður, ber að hafa samband við barnavernd ef þú hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, það verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hættu. Hægt er að hafa samband við Barnavernd Reykjavíkur, eins og aðrar barnaverndarnefndir landsins, meðal annars með því að hringja í númerið 1-1-2, allan sólarhringinn. Neyðarvörður í þessu númeri metur alvarleika símtala og kemur strax boðum í réttan farveg. Góð þjónusta við börn í vanda og fjölskyldur þeirra er hagur sam- félagsins. Það er mikilvæg forvörn að allir hafi greiðan aðgang að hjálp- araðilum í barnavernd. Því teljum við hjá Barnavernd Reykjavíkur að mikilvægt skref hafi verið stigið þegar númerið 1-1-2 varð að þjón- ustunúmeri fyrir okkur. Við viljum þakka starfsmönnum 1-1-2 gott samstarf og hvetjum þá sem þurfa á aðstoð starfsmanna barnaverndar að halda að hringja í 1-1-2. 1-1-2 – Neyðarnúmer barnaverndar Guðrún Marinósdóttir og Hall- dóra Gunnarsdóttir fjalla um samstarf Barnaverndar Reykjavíkur við 1-1-2 ’Skilaboðin til barnannahafa frá byrjun samstarfs við 1-1-2 verið mjög skýr. Númerið hefur verið aug- lýst m.a. í skólum og börn hvött til þess að hika ekki við að hringja í 1-1-2.‘ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir Höfundar eru félagsráðgjafar og verkefnastjórar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Guðrún Marinósdóttir SÍÐARI dagur kosninga til Stúd- entaráðs og Há- skólaráðs er í dag, fimmtudaginn 9. febr- úar, og er hægt að kjósa í öllum bygg- ingum skólans. Við hvetjum alla stúdenta til að láta sig málið varða og nýta kosn- ingaréttinn í ár. Það er sterkt fyrir málstað stúdenta að sem flestir kjósi. Framkvæmdir frekar en kröfugerðapólitík Starfsárið í ár hefur um margt verið sérstakt vegna þeirrar odda- stöðu sem upp kom í Stúdentaráði í kjölfar kosninganna í fyrra. Þótt það hafi ekki verið óskastaða hafa allir reynt að gera sitt besta og þegar litið er til baka getum við í Vöku að minnsta kosti sagt að við séum nokk- uð sátt við okkar störf. Við höfum unnið eftir sömu grundvallarstefnu og áður, þ.e. látið verkin tala og framkvæmt í þágu stúdenta en hins vegar látið þjóðmál og annað sem varðar stúdenta með litlum eða eng- um hætti eiga sig. Við teljum að Stúdentaráð eigi fyrst og fremst að framkvæma í þágu stúdenta en ekki reka kröfugerðapólitík. Afrakstur vinnu okkar í vetur er meðal annars sá að öllum stúdentum við Háskóla Íslands gefst nú færi á að skrá sig fyrir stúdentakortum sem fulltrúar Vöku í hagsmunanefnd ráðsins hafa átt veg og vanda af. Kortin, sem eru stúdentum að kostn- aðarlausu, veita sólarhringsaðgang að byggingum í Háskólanum auk þess að vera afsláttar- og auðkenn- iskort stúdenta. Þá höfum við í vetur haldið úti síðunni www.prof.is þar sem einkunnaskil kennara eru vökt- uð og þeir áminntir ef skilin dragast um of. Í vor- og jólaprófunum í fyrra vöktuðu Vökuliðar byggingar á há- skólasvæðinu til að tryggja að bygg- ingar væru lengur opnar í prófatíð og svo mætti lengi telja. Stúdentaráð á að vera sameinað Í krafti fjöldans og sam- takamáttar stúdenta geta samtök stúdenta komið svo mörgu til leiðar innan skólans og í baráttu fyrir mál- efnum skólans út á við. Í þessum málum verður Stúdentaráð að vera sameinað út á við og viljum við leggja áherslu á að vinna með öllum fylkingum innan ráðsins. Stærsti vandi Háskóla Íslands um þessar mundir er þó fjárhagslegs eðlis. Skólinn hefur um langt skeið fengið of lág framlög og það þarf að bæta. Fyrirkomulag fjármögnunar skól- ans, sem byggist á svonefndu reikni- líkani, er gallað. Afleiðingin er meðal annars sú að alltof margir stúdentar við skólann þurfa að sætta sig við kennslu í fjölmennum námskeiðum og fá því ekki þá persónulegu nálgun á námsefnið og kennsluna sem til þyrfti. Vaka hefur lagt til að komið verði til móts við þetta vandamál með því að greiða meistaranemum einingar fyrir að sjá um stunda- kennslu. Stóri slagurinn er þó auð- vitað að hækka hlutfall kennara mið- að við nemendur í skólanum og efla framhalds- og doktorsnám við skól- ann þannig að hann geti orðið sá rannsóknarháskóli á heims- mælikvarða sem marga dreymir um. Þennan slag erum við tilbúin að taka enda skiptir hann alla stúdenta máli. Vaka leggur verk sín, hugmyndir og áherslur óhrædd í dóm kjósenda. Setjið x við A og tryggjum öflugra Stúdentaráð. Virkjum samtaka- mátt stúdenta Eftir Árna Helga- son og Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur Árni Helgason ’Við teljum að Stúd-entaráð eigi fyrst og fremst að framkvæma í þágu stúdenta en ekki reka kröfugerðapólitík. ‘ Árni er oddviti Vöku og Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir er formaður Vöku. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir ÁLITSHAFAR éta það nú upp hver eftir öðrum að fylgi Sjálf- stæðisflokks hafi auk- ist mikið við að losna við Davíð Oddsson og sókn hans sé mikil inn á miðjuna. Þetta er ljótur leikur þegar menn vita að seðla- bankastjóri getur ekki varið hendur sínar og helsti talsmaður hans múlbundinn í Hæsta- rétti. Þessar túlkanir, sem bersýnilega eru að undirlagi Geirs Haarde og félaga, eru ekki aðeins ósann- gjarnar gagnvart Davíð heldur beinlínis rangar. Allir sem eitthvað þekkja til stjórnmála vita að þar er reikn- ingsárið kjörtímabilið og þróun er borin saman frá einu kjör- tímabili til annars. Í áreiðanlegri 6.000 manna könnun Gallup í jan- úar mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 42% fylgi. Í sama mánuði 2002 mældist hann með sama fylgi hjá sama könnunarfyr- irtæki. VG og Fram- sókn mælast nú með tæplega 2–3% minna fylgi hvor en þá, en breyting Frjálslyndra er innan skekkju- marka, eða lækkun um 1%. Eina verulega breytingin er að fylgi Samfylkingar er nú 27% en var þá aðeins 20% og er þannig þriðjungi meira. Allir vita svo að sterk staða Samfylkingar í sveit- arstjórnarmálum, glæsileg prófkjör o.fl. mun auka fylgi hennar frameftir árinu með sama hætti og 2002. Þegar fylgisbreyt- ingar milli mánaða verða ímyndunarafli manna efni til drama- tískra kenninga um ris og hnig í stjórnmálum er það yfirleitt til marks um að þeir hafi of lítið fyrir stafni hvunndags og leiðist fréttaleysið í litlum bæ. Til varnar Davíð Helgi Hjörvar fjallar um fylgi flokkanna Helgi Hjörvar ’Þessar túlkanir,sem bersýnilega eru að undirlagi Geirs Haarde og félaga, eru ekki aðeins ósann- gjarnar gagnvart Davíð heldur beinlínis rang- ar.‘ Höfundur er alþingismaður. Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.