Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 20
BJARTASTA VONIN
BENNI HEMM HEMM
035
Fimmtudagurinn
9. febrúar
35. tölublað
2. árgangur
Forsíðumynd
Silja Magg
8
FRÍTT
Reykjavík!
Fagnar eins árs afmæli
Mr. Silla
Í Máli og menningu
4
Grissom-
gengið
Í Galleríi Gyllinhæð
Elvis og
skrímslin
Meow, Baby!
eftir Jason
6
Árshátíðar-
prinsessur
Sláðu í gegn á ballinu!
7
Bjartasta vonin
Benni Hemm Hemm
8
Seabear
Syngur fyrir
Berlínarbúa
Belle &
Sebastian:
The Life Pursuit
Plata vikunnar
10
Indversk
stemning í
Magadans-
húsinu
Anna Dóra og
Heiða Dóra dansa
Bollywood-dansa
Öðruvísi
myndir allt
árið, takk
12
Heiða
Eiríksdóttir
Flýgur eins og
Súpermann
Tónlistar-
verðlaun X-FM
Bestu lögin
14
MÁLIÐ ER
Í MIÐJUN
NI Á MOG
GANUM Í
DAG
MINNISVARÐINN Samstaða
eftir listamanninn Nóa, Jóhann
Ingimarsson, var afhjúpaður um
síðustu helgi á Akureyri. KEA
gaf listaverkið hinum vinnandi
manni, eins og það var orðað, í
tilefni samfellds 100 ára starfs
verkalýðsfélaga við Eyjafjörð.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, sem þarna hlýðir á einn
ræðumanninn, afhjúpaði verkið.
Til vinstri er Bjarni Hafþór
Helgason, framkvæmdastjóri
tveggja dótturfélaga KEA, og
Jón Helgason, sem lengi var for-
maður verkalýðsfélagsins Ein-
ingar. Framtíð Íslands fylgist
grannt með …
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samstaða hins vinnandi manns
Minnisvarði
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nemendur fá verðlaun | Menningar-
málanefnd Hornafjarðar veitti nemendum
Framhaldsskólans í Austur-Skaftafells-
sýslu menningarverðlaun árins 2005. Verð-
launin fá nemendurnir
fyrir Unicef-tónleika
sem þeir héldu í íþrótta-
húsinu í haust og fyrir
uppfærslu á söng-
leiknum Superstar sem
sýndur var í fyrravetur
við góðar undirtektir.
Menningarverðlaunin
voru afhent við athöfn í
Nýheimum, að við-
stöddu fjölmenni, að því er fram kemur á
Samfélagsvef Hornafjarðar. Hermann
Hansson, formaður menningarmála-
nefndar, afhenti verðlaunin og Albert Ey-
mundsson bæjarstjóri afhenti fé-
lagasamtökum styrki. Umhverfisverðlaun
fyrir árið 2005 komu í hlut Skinneyjar-
Þinganess.
Við þessa athöfn voru afhentir styrkir til
félaga, menningarsamtaka og einstaklinga
sem vinna að æskulýðs- og menningar-
málum í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Hestavefur seldur | Skessuhorn ehf.,
sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessu-
horn á Vesturlandi, hefur selt hestavefmið-
ilinn 847.is. Kaupandi er Pókus ehf., sem
framleitt hefur sjónvarps- og útvarpsþætti
fyrir hestafólk á liðnum misserum. Nýr rit-
stjóri og umsjónarmaður 847 er Júlíus
Brjánsson, eigandi Pókuss. Kemur þetta
fram á vef Skessuhorns.
Fréttir af landgræðslu | Á síðasta ári
birtust 269 fréttir eða önnur umfjöllun í
íslenskum fjölmiðlum þar sem Land-
græðslan kemur við sögu. Birtingar í
prentmiðlum voru 226 og í ljósvaka-
fréttum 43. Þessar upplýsingar koma
fram í samantekt Fjölmiðlavaktarinnar
ehf. og sagt er frá þeim á vef Land-
græðslunnar, land.is.
Þar er vakin athygli á því að óvíða
skipti landgræðsla og landbætur jafn-
miklu máli og í eldfjallalandinu Íslandi
sem hafi viðkvæman jarðveg og oft á tíð-
um erfitt veðurfar. Mikilvægt sé að koma
skilaboðum um þessi mál á framfæri til að
tryggja þekkingu og skilning þjóðarinnar
á þessum málum.
Grímsey | Þrumu þorra-
blót var haldið á vegum
Kvenfélagsins Baugs í
Múla. Ferjan Sæfari kom
full af farþegum til Gríms-
eyjar daginn fyrir blót og
á sjálfan blótsdaginn lenti
flugvél Flugfélagsins
þéttskipuð gestum. Þetta
er stærsta skemmtun árs-
ins á vegum kvenfélags-
ins, vel til vandað í mat,
drykk og skemmtan.
Veislustjórinn var fenginn
frá Akureyri, héraðs-
læknirinn og hagyrðing-
urinn Pétur Pétursson.
Segja má að hann hafi far-
ið á kostum í veislustjórn
sinni með vísum og sög-
um. Þorrablótsnefndina
skipuðu þetta árið þær
Guðbjörg Henningsdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Helga
Mattína Björnsdóttir og
Jónína Sigurðardóttir.
Þær sömdu þorrabrag og
stigu á stokk með reglu-
legu millibili og sungu.
Dónald skólastjóri lék
undir. Eftir langt og
skemmtilegt borðhald
sem endaði á samkvæm-
isleikjum lék hljómsveitin
Legó úr Öxarfirði fyrir
dansi fram eftir nóttu.
Slík var stemningin að
varla nokkur maður fór af
dansgólfinu fyrr en ljósin
í salnum voru kveikt og
búið að bjóða gestum
góða nótt.
Þorrablótsnefndin Þorri var blótaður í Grímsey á dög-
unum en í blótsnefnd voru talið frá vinstri, Guðrún
Gísladóttir, Helga Mattína Björnsdóttir, Guðbjörg
Henningsdóttir og Jónína Sigurðardóttir.
Þrumu
þorra-
blót
Á þorrablóti á Rauf-arhöfn umhelgina var glatt
á hjalla, en þangað
mættu 220 manns sem er
svipaður fjöldi og býr í
bænum. Efnt var til
botnakeppni. Stein-
grímur J. Sigfússon var
fenginn til að búa til
fyrripart, sem var svo-
hljóðandi:
Ástin engum gefur grið
giftist burtu prestur.
Verðlaunabotninn var
eftir Ragnhildi Þorgeirs-
dóttur, hjúkrunarfræðing
á staðnum:
Hér eru karla mögur mið
og mikill aflabrestur.
En Steingrímur botn-
aði sjálfur:
Inn eftir fer útsvarið
er það skaðinn mestur.
Tilefni vísnanna er að
staðarpresturinn, Arna
Ýrr Sigurðardóttir, tók
saman við sveitarstjór-
ann á Kópaskeri, Elfar
Árna Lund, og flutti til
Kópaskers.
Botnað á
Raufarhöfn
pebl@mbl.is
Ísafjörður | Háskólinn í Reykjavík hefur til-
nefnt „sendiherra“ Háskólaseturs Vestfjarða
við Háskólann í Reykjavík. Það er Jens Arn-
ljótsson, lektor við tækni- og verkfræðideild
HR, sem fær þennan virðulega titil.
Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri
þróunar- og nýsköpunarsviðs Háskólans í
Reykjavík, tilkynnti þetta í ávarpi við opnun
Háskólaseturs Vestfjarða um helgina. Vakin
var athygli á því að þarna væri möguleiki til
að auka áhuga á tækni- og verkfræðinámi á
Vestfjörðum til stuðnings atvinnuuppbygg-
ingu á svæðinu.
Þorkell gat einnig um tvö önnur verkefni
sem Háskólinn í Reykjavík hyggst vinna að
til að auka samstarfið við Háskólasetrið.
Þannig mun Símennt HR halda endurgjalds-
laust námskeið fyrir hóp nemenda og stjórn-
enda að vestan. Þá munu Rannsóknir og
greining sem er rannsóknarstofnun innan
Háskólans í Reykjavík gefa Vestfirðingum
alla vinnu og úrvinnslu við rannsókn sem lögð
verður fyrir í mars, í öllum grunnskólum
landsins.
Fram kom að stjórnendur Háskólaseturs-
ins fagna þessu framtaki Háskólans í Reykja-
vík og telja mikinn heiður felast í skipun
sendiherrans.
Háskólinn í
Reykjavík skip-
ar „sendiherra“
Vestfirðinga
Reykhólasveit | Fyrirtækið Stekkjarlundur
ehf. hefur keypt Hótel Bjarkalund af Guð-
mundi Ólafssyni og Ástu Sjöfn Kristjánsdótt-
ur á Grund í Reykhólasveit. Guðmundur og
Ásta höfðu rekið hótelið sl. fimm ár.
Guðmundur segir í samtali við fréttavefinn
bb.is að ekki hafi staðið til að selja strax en
málið hafi þróast þannig. Ástæður sölunnar
séu persónulegar og einnig hafi þetta verið
erfiður rekstur. Hinir nýju eigendur ætla að
halda rekstrinum áfram að því er Guðmund-
ur best veit. Stekkjarlundur ehf. er fyrirtæki
frá höfuðborgarsvæðinu og hefur áður keypt
sumarbústaðabyggð á svæðinu, að því er
fram kemur á vefnum.
Hótel Bjarkalundur er elsta hótel á Vest-
fjörðum. Það var byggt á árunum 1945–1947
af Barðstrendingafélaginu í Reykjavík og rak
það sumarhótel þar til ársins 1990. Þá tók
Kaupfélag Króksfjarðar við rekstrinum og
leigði hann út til einkaaðila. Haustið 2003
keypti Guðmundur Ólafsson Hótel Bjarka-
lund.
Nýir eigendur að
Hótel Bjarkalundi
♦♦♦