Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 49 DAGBÓK LEIFSGATA - MIÐBORGIN Jarðhæð á vinsælum stað í mið- borginni. Íbúðin skiptist í tvö svefn- herbergi, tvær stofur, eldhús, bað og geymslu. Húsið stendur við ró- lega götu. Nýlega hefur verið endur- nýjað, í heild eða hluta, í íbúðinni gluggar og gler, raflagnir, gólfefni fyrir fáum árum, ofnalagnir og ofna- kranar. Íbúðin er í upprunalegum stíl. V. 16,9 m. 5565 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Sterk skilaboð til eiturlyfjamafíunnar á Íslandi Þið eruð glæpamenn! AUGLÝSING Svavar Sigurðsson 699 3357 Heimasíður: http://www.metaphor.dk/guillotine/Pages/Guillot.html Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir for-eldra barna með sérþarfir. Meðal verk-efna Sjónarhóls er að stuðla að aukinniþekkingu í samfélaginu á aðstæðum og þörfum barna með sérþarfir og þess vegna stend- ur Sjónarhóll fyrir málþingi á föstudag, 10. febr- úar, þar sem fjallað er um virðingu og samvinnu í þjónustu við fjölskyldur þessara barna. „Það sem er sérstakt við þetta málþing er að við leggjum áherslu á að rödd foreldra sem hafa reynslu af þjónustu í kerfinu fái notið sín,“ segir Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls. „Umfjöllunin er þó ekki einhliða, heldur blöndum við saman þeim sem nota þjón- ustuna og öðrum sem við vitum að veita þjónustu sem reynst hefur vel. Sérstaklega beinum við sjónum að samtengingu þeirra úrræða sem í boði eru. Þjónustan getur verið veitt af ríki, sveitar- félögum eða félagasamtökum, en þessi ólíku kerfi tala ekki endilega saman,“ segir Þorgerður. „Þeir sem veita þjónustu eru þó í auknum mæli farnir að leggja meiri áherslu á að samræma markmið og samræma þjónustu svo að hún nýtist best þeim sem verið er að þjónusta og byggja þannig brýr á milli þjónustustofnana.“ Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll er sameiginlegt verkefni fjögurra félaga: Landssamtakanna Þroskahjálpar, Umhyggju, ADHD-samtakanna og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. „Við vilj- um sýna þessa breidd í dagskránni og fáum þannig til málþingsins fulltrúa sem gefa hug- mynd um hvað þörfin fyrir þjónustu getur verið mismunandi. Oft vill gerast að þjónustan er skil- greind eftir nöfnum á vandanum án þess að litið sé til mismunandi þarfa einstaklinganna.“ Þorgerður segir áhuga á málþinginu hafa verið framar björtustu vonum en flytja þurfti dag- skrána í stærra húsnæði enda hafa þegar 360 manns boðað þátttöku. Að auki verður, vegna fjölda óska, fundinum sjónvarpað beint á netinu, gegnum heimasíðu Sjónarhóls. Sjónarhóll hefur starfað í rúmt ár, og tók form- lega til starfa haustið 2004: „Sjónarhóll er ekki regnhlífarsamtök, heldur ráðgjafarmiðstöð fyrir þá hópa sem stofnfélögin fjögur standa fyrir. Kerfið er flókið og fólk lendir í ýmsu í glímunni við það: fær ekki alla þá þjónustu sem það á rétt á, eða þarf þjónustu sem er betur sniðin að þörf- um þess. Sjónarhóll styður foreldra í að finna út úr kerfinu og fá þjónustu sem nýtist best þeirra þörfum,“ segir Þorgerður. Málþing Sjónarhóls er sem fyrr segir haldið 10. febrúar, og verður að Gullhömrum, Þjóðhild- arstíg 2 í Grafarholti. Dagskráin hefst kl. 9 og varir hálfan daginn og er þátttaka endurgjalds- laus. Nánari upplýsingar má finna á www.sjonar- holl.net Heilbrigðismál | Málþingið „Hver ræður för?“ um þróun úrræða fyrir börn með sérþarfir Úrræði fyrir börn með sérþarfir  Þorgerður Ragnars- dóttir fæddist í Reykja- vík árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1978 og BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla Íslands 1982. Þorgerður er MA í fjöl- miðlafræði frá Madi- son-háskóla, Wisconsin 1992 og er að ljúka MPA-námi við HÍ. Þor- gerður starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og á Íslandi 1982 til 1993, var rit- stjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga 1994–1999, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarna- ráðs 1999 til 2003 og hefur starfað við Sjónarhól frá stofnun 2004. Þorgerður er gift Gísla Heimissyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Rétti liturinn. Norður ♠ÁD ♥ÁG2 ♦D97642 ♣G2 Suður ♠KG5 ♥KD4 ♦K5 ♣D10643 Suður spilar þrjú grönd og fær út lít- inn spaða. AV hafa ekkert sagt. Hvort á að leita fanga í tígli eða laufi? Sagnhafi á sex hálitaslagi og þarf þrjá í viðbót. Laufið verður helst að liggja 3-3, en líkur á því eru ekki nema tæplega 36%. Tígullinn er betri kostur. Litinn má fría í tveimur höggum ef hann kemur 3-2, sem gerist í um það bil 68% tilvika. Þá er það afgreitt – tígull skal það vera, en hvernig á að spila litnum? Norður ♠ÁD ♥ÁG2 ♦D97642 ♣G2 Vestur Austur ♠10843 ♠9762 ♥9763 ♥1085 ♦8 ♦ÁG103 ♣K975 ♣Á8 Suður ♠KG5 ♥KD4 ♦K5 ♣D10643 Íferðin skiptir litlu máli í 3-2 legunni, en það má ráða við nokkrar stöður þar sem liturinn brotnar 4-1. Til dæmis ef ásinn er blankur. Svo það er góð hug- mynd að spila litlu úr borði og dúkka ef austur fylgir smátt. En hitt er heldur betra að fara af stað með níu blinds og láta hana svífa yfir ef austur fylgir með þristinum. Þannig má gleypa áttuna blanka líka. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. exf6 gxh4 10. Re5 Dxf6 11. g3 Rd7 12. De2 c5 13. Rc6 Bb7 14. Rd5 Bxc6 15. Rxf6+ Rxf6 16. d5 Rxd5 17. Bg2 Bg7 18. a4 0–0 19. axb5 Bxb5 20. 0–0 a6 21. Dh5 hxg3 22. fxg3 Had8 23. Hf2 Re3 24. Bf3 Rf5 25. g4 Rd4 26. Be4 f5 27. gxf5 exf5 28. Bg2 Hde8 29. Kh1 Kh8 30. Hg1 He5 31. Bb7 Be8 32. Dh4 Hf7 33. Ba8 f4 34. Hfg2 Rf5 35. Dxf4 Re3 Staðan kom upp í B-flokki Corus-skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Georgíski stór- meistarinn Baadur Jobava (2.614) hafði hvítt gegn búlg- arska stórmeistaranum Ivan Cheparinov (2.625). 36. Hxg7! og svartur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 36. … Hxf4 37. Hg8+ Kh7 38. H1g7# sem og eftir 36. … Hxg7 37. Df8+ Kh7 38. Hxg7#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 9. febrúar,verður áttræð Ingibjörg Ólafs- dóttir frá Burstafelli, nú til heimilis að Kirkjusandi 3, Reykjavík. Hún er að heiman á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Illa búið að láglaunafólki ÉG las grein Sigrúnar Á. Reynis- dóttur í Velvakanda 2. febrúar sl. þar sem hún segir frá einstæðri móður sem átti hvorki mat né fyrir lyfjum handa barni sínu. Manni ofbýður algerlega hvernig búið er að láglaunafólki í þessu landi. Ég veit um fólk sem vinnur 10–12 tíma á sólarhring og hef gert það líka sjálfur, en maður ber lítið úr býtum því mest af því fer í skatta. Því er ekki hægt að segja þessu fólki að vinna meira til að losna úr fátækt- argildrum. Fólk sem vinnur svona mikið hefur lítinn tíma til þess að vera með fjölskyldum sínum og auk þess heldur enginn það út til lengdar að vera í slíkum þrældómi. Það virðist vera pólitískur vilji til að viðhalda þessari fátækt hér á Ís- landi meðan allt er gert til þess að hygla hálaunafólki enda hefur komið í ljós núna að það er það fólk sem mesta skattalækkun fær. Sigrún hefur staðið sig mjög vel í að vekja athygli á kjörum þeirra sem minna mega sín og er verðugur tals- maður fátæka fólksins. Þessi harð- duglega baráttukona á heiður skil- inn að mínu mati og ég vil sjá hana á Alþingi og ég er ekki einn um þá skoðun. Halli. Þakkir til íþróttadeildar RÚV ÉG vil færa íþróttadeild Ríkisút- varpsins innilegar þakkir fyrir að færa þjóðinni á hverjum morgni fréttir af gengi ca 20 körfuknatt- leiksliða í Bandaríkjunum. Gagn að það klikkar ekki. Svo var sérstaklega fróðlegt ný- lega að fá að vita stöðu botnliðanna í handknattleik Norðmanna. Þarna eru fréttamenn sem standa sína pligt! Dyggur útvarpshlustandi. Kýs Dag og Nótt ÉG kýs Dag og Nótt og Nótt og Dag. Þau eru sko alvörufólk. Alvöru maður. Álskjalataska týndist ÁLSKJALATASKA týndist í 101 Reykjavík. Skilvís finnandi hafi sam- band við Elínu í síma 661 8830 eða komi töskunni í óskilamunadeild lög- reglunnar, sími 444 1400. Fundar- laun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell CRUISE Iceland-samtökin halda fund um framtíð og þróun ferðalaga með skemmtiferðaskipum. Fundurinn verður á morgun, föstudaginn 10. febr- úar kl. 13, á Grand hóteli. Gestur fundarins og aðalræðumaður verður Christopher Hayman, rit- stjóri og útgefandi tímaritsins Seatrade í Englandi. Hann mun fjalla um þróun þessa ferðamáta í Evrópu og spá í framtíðina þar. Að loknu erindi Christophers Hayman kynnir Anna Karlsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Cruise Ice- land á meðal farþega skemmtiferðaskipa sem komu til Íslands síðastliðið sumar. Morgunblaðið/Ómar Ræða ferðir með skemmtiferðaskipum ELAINE sem býr í Bandaríkjunum óskar eftir íslenskum pennavinum. Mrs. Elaine Brechmann, 513 Cooper Dr. Warminster, PA 18974 U.S.A. JO MOIS óskar eftir að komast í sam- band við íslenska safnara. Hann safnar m.a. myntum, frímerkjum, símakort- um, fótboltakortum. Jo Mois, D-1660 LT-07006 Vilnius-10, Lithuania-Lietuva. JAMES óskar eftir íslenskum penna- vinum. Hann hefur mikinn áhuga á Ís- landi. James Justus, 804 SE Chickasaw #18, Bartlesville, OK 74003, U.S.A. PENNAVINIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.