Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón SigurðurPétursson fædd- ist á Oddsstöðum á Melrakkasléttu 20. október 1919. Hann lést á heimili sínu mánudaginn 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jóns- dóttir og Pétur Sig- geirsson. Eiginkona Jóns er Herdís Sigur- jónsdóttir, f. á Norðfirði 6. mars 1925. Börn þeirra eru: 1) Magni Sigurjón Jónsson, f. 1947, maki Kristín Björnsdóttir, börn Hulda Brá, Andri Snær og Jón Pétur. 2) Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1948, maki Jóhannes Kristinsson, börn Aldís Guðrún, Anna María, Eva Dís og Elísabet. 3) Borghildur Anna Jónsdóttir, f. 1951, börn Herdís Dögg og Auðna Hödd. 4) Pétur Jónsson, f. 1953, maki Sigrún Ólafsdóttir, börn Elfa Hlín, Ólaf- ur Örn, Eyrún Björk og Katla Rut. 5) Helga Björk Jónsdóttir, f. 1955, maki Daníel Bergur Gísla- son, börn Ágúst Brynjar, Birgir Már og Oddný Björk. 6) Áki Ár- mann Jónsson, f. 1967, maki Alda Þrastardóttir, börn Hrannar Páll, Þröstur Elvar og Hildur Ása. Barnabarnabörn Jóns eru tólf. Jón lauk námi frá Alþýðuskól- anum að Laugum 1937, vélvirkj- anámi frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1942, meira mótorvélstjóra- prófi 1943. Var vélstjóri hjá SR á Raufarhöfn, á síldveiðiskipum og var í siglingum til Evrópu á stríðsár- unum. Var vélstjóri á varðskipunum og björgunarskipinu Sæbjörgu til 1957, hjá Landssíma Ís- lands 1957–1969 og hjá Vatnsveitu Reykjavíkur 1969– 1990. Hann var for- maður Félags járn- smíðanema og síðar einn af forvígis- mönnum Mótorvél- stjórafélags Íslands og Vélstjórafélags Íslands og vann að sameiningu þeirra. Sat í stjórn beggja þessara félaga og í stjórn Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands. Hann var próf- dómari við Vélskólann um árabil og sat í stjórnskipaðri nefnd til að endurskoða menntun og atvinnu- réttindi vélstjóra, vann að stofnun lífeyrissjóðsins Hlífar og var einn af hvatamönnum og stofnendum Sparisjóðs vélstjóra. Um tíma for- maður Þingeyingafélagsins í Reykjavík. Átti sæti í stjórnum íþróttafélaga, Sjómannadagsráði, miðstjórn Framsóknarflokksins og var í fyrstu miðnefnd Samtaka hernámsandstæðinga. Hann vann mikið í þágu AA-samtakanna, standsetti húsnæði og sinnti skrif- stofustörfum, sá um tíma um meðferðarheimilið Víðines og vann að fangahjálp á vegum Verndar. Jón verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er sumar og við sitjum saman á pallinum við Afa-Borg á Oddsstöð- um, nyrst á Melrakkasléttu. Sólin skín, móarnir iða af fugli og mel- rakkinn liggur í leyni. Fjölskyldu- faðirinn stendur allt í einu upp og segir að best sé að drífa sig inn því fljótlega taki að rigna. Eitthvað virð- ist það ótrúlegt á þessari stundu og þegar hann er inntur eftir á hverju hann byggi veðurspána segir hann einfaldlega: „Fiskiflugan er hætt að suða og það er komið annað hljóð í hrossagaukinn.“ Gamli maðurinn er á heimavelli en afkomendurnir fávís- ir ferðamenn í landi forfeðranna. Beinir afkomendur fyrsta land- námsmannsins á þessum stað voru núna ljósárum frá vitneskjunni sem þarna birtist. Rigningin lét ekki á sér standa. Mörgum árum síðar á ferð um verndarsvæði indíána í Norður-Am- eríku verður á veginum menning sem endurspeglar margt það sem Jón Sigurður Pétursson reyndi að koma afkomendum sínum í skilning um á nyrstu mörkum byggðar á Ís- landi. Djúpur skilningur og virðing fyrir náttúrunni og einstaklingnum, sterk tilfinning fyrir hringrás lífsins. Tískustefnur eiga þar engan hljóm- grunn. Hann var fæddur á þessum stað, sleit þar barnsskónum og Sléttan átti alla tíð hug hans allan. Þangað hélt hann á vorin með sína nánustu í farteskinu, þangað sem enginn var óþarfur, hversu smár sem hann þótti á öðrum vígstöðvum. Fjölskyldan byggði bústað, lagði vegi, styrkti brýr, málaði trillurnar Elsku Rut og Kristínu mína, snyrti Gulldropann og dáðist að rannsóknarskipinu, sem var bátur með glerbotni sem hann smíðaði svo hægt væri að fylgjast með lífinu í lónum og vötnum. Þarna mátti veiða, en einungis sér til mat- ar. Allt sem lífsandann dró átti að vernda, maðurinn skyldi síst af öllu taka minkinn sér til fyrirmyndar. Jafnvel hunangsfluga skyldi borin út fremur en drepin, skipti engu þótt hún þakkaði lífgjöfina með stungu. Skelfingu lostinni rottu var hjálpað út þar sem hún hafði lokast inni á salerni, talað við hana af samúð til þess að draga úr óttaviðbrögðum hins óboðna gests. Okkur systkinunum var hann létt- ur og skemmtilegur faðir, ótrúlega uppátækjasamur. Hann byggði bú, setti upp rólur og sandkassa, gekk á höndum um alla lóð. Fyllti heimilið af bókum, söng, las og lék við okkur. Á aðfangadag var venjan að baða barnahópinn og setja í náttföt um hádegið, hann tók við okkur úr baðinu og klippti neglur á tám og fingrum. Við eyddum lunganum úr deginum í rúminu, þau eldri lásu bækur og þau yngri lituðu og klipptu. Um kvöldið var hann svo skemmtilegasti Kertasníkir í heimi sem kom ofan af háaloftinu í fullum skrúða með skegg. Hann var mjúki maðurinn áður en hugmyndin um þann mann var fundin upp, það þurfti aldrei að óttast refsingu eða fordæmingu. Heimilisfaðir sem skildi breyskleika mannanna, tók því víxlsporum barna sinna eins og sjálfsögðum hlut. Foreldrar okkar áttu samleið um sex áratuga skeið. Þau voru ólík. Hann ljós, léttur, rómantískur og dreyminn. Hún dökk, blóðheit, kjarkmikil og stolt. Bæði viðkvæm, heiðarleg og réttsýn, höfðu djúpa samúð með þeim sem minna máttu sín. En hann kom henni líka sífellt á óvart með óvæntum uppákomum, hugdettum, botnlausri kímnigáfu og gullhömrum. Tók sér leigubíl í Reykjavík, kom akandi austur á firði til að fá hana til að giftast sér. Lét Mikkelsen smíða giftingarhringa fyrir þau á áttatíu og sex ára afmæl- isdeginum sínum. Hún sveiaði og hló að dillunum í honum til síðasta dags. Hann greip hana frá pottunum í eld- húsinu og saman svifu þau dansandi og syngjandi inn húsið með blik í auga og bros á vör undir dynjandi tónlist úr útvarpinu. Svo þurfti líka að bjarga heimin- um. Á tímabili hélt móðir okkar því fram að ekki væri til það félag í Reykjavík sem hann teldi ekki í sín- um verkahring að halda á floti. Á því æviskeiði fór meiri tími í launalausa vinnu samfélaginu til hagsbóta en daglaunavinnuna sem hélt heimilinu gangandi. Leiftrandi ræða fyrir fyrsta maí niðri í bæ var vitsmuna- lega núllstillt með yngri börnin sem áheyrendur, það sem við gátum ekki auðveldlega endursagt þegar frum- flutningur fór fram inni í stofu var miskunnarlaust umorðað og fært í betri búning. Allir áttu að geta skilið það sem um var rætt. Okkur af- kvæmum hans var innrætt að eng- inn ætti að fylgja skoðunum feðra sinna umhugsunarlaust, hvort sem um var að ræða stjórnmál eða trúar- skoðanir heldur fylgja eigin sann- færingu og ekki hræðast að fara ótroðnar slóðir í leitinni að sannleik- anum. Hann var harður andstæðing- ur vopnaðra átaka í heiminum og alltaf tilbúinn að leggja þeim lið sem stóðu höllum fæti meðal mannanna. Þar stóðu foreldrar okkar saman sem einn maður. Þau vissu bæði af eigin reynslu að lífið er ekki alltaf eintómur dans á rósum. Aldrei var svo þröngt í litla húsinu að ekki mætti bæta þar einum við. Það voru dimmir dagar í lok jan- úar þegar faðir okkar lá banaleguna heima í Teigagerði. Regnvotar rúð- urnar eins og tárvott andlit, ýlfur vindsins sem harmakvein. Það lægði þegar leið á nóttina. Undir morgun tók hann síðustu andartökin og kvaddi hljóðlega, eins og til þess að varast að vekja ekki ástina sína sem lá honum við hlið. Konuna sem hann þreyttist aldrei á að segja öllum sem heyra vildu og hinum líka að væri fegursta kona í heimi. Ástarsam- band þeirra var einstakt, reyndist aflið sem fleytti þeim gegnum þykkt og þunnt og minningin um það hjálpar okkur öllum að sættast við örlögin. Dagurinn reis heiðskír, bjartur og fagur eins og hann var sjálfur. Litla rauða húsið fylltist af sorg og sökn- uðu, húsið sem hann byggði eigin hendi meira en hálfri öld áður. Börn- in, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin streymdu inn. Húskveðja haldin að gömlum ís- lenskum sveitasið. Genginn var maður sem skildi eftir sig mikinn mannauð og markaði djúp spor í huga þeirra sem urðu honum sam- ferða á lífsleiðinni. Starfsfólki Karitas og þeim fjöl- mörgu sem lögðu foreldrum okkar lið síðustu vikur og mánuði færum við hjartans þakkir. Magni Sigurjón, Þorbjörg, Borghildur Anna, Pétur, Helga Björk og Áki Ármann. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Þótt vitað væri í hvað stefndi var mjög sárt þegar kallið kom og minningin ein varð eftir. Jón gamli, eins og hann kallaði sjálfan sig svo oft eða afi í Afaborg eins og hann var oftast kallaður á mínu heimili, var einstakur maður. Jón var umfram allt Sléttunnar maður og mikill náttúruunnandi, hann var vitur, víðlesinn og með djúpa lífssýn, hreinskilinn, hógvær og hjartahlýr með innilega og góða nærveru. Jón var einnig fjallmynd- arlegur, virðulegur og mikill söng- og gleðimaður, alltaf tilbúinn að bjóða Dísu sinni upp í dans, og hvað var enda fallegra en að sjá þau tvö svífandi um í sæluvímu hvort heldur sem var á eldhúsgólfinu í Teigó eða í Afaborg á Sléttu. Hann var sterkur og mikill persónuleiki – sterkur í vilja og verki alveg fram á síðasta dag. Afi Jón var reffilegur kall en samt alltaf eitthvað svo krúttlegur með axlaböndin sín og bylgjurnar í hárinu. Langflottastur var hann þó í Afaborginni sinni í gúmmítúttunum, Álafossúlpunni og með derhúfuna, sannkallað barn náttúrunnar. Nú er sléttuunginn okkar floginn. Floginn inn í draumalandið sitt sem leiðir hann til „landsins fjalla heiða þar sem angar blómabreiða við blíð- an fuglasöng“. Elsku Jón minn, ég veit að Draumalandið þitt hefur tekið vel á móti þér og að nú líður þér vel. Hvíl í friði, elsku vinur, og takk fyrir allar góðu stundirnar og alla þá hlýju sem þú sýndir mér og mínum. Þín tengdadóttir, Alda Þrastardóttir. Er ég leit inn í svefnherbergið í Teigagerðinu árla morguns þann 30. janúar mætti mér falleg sjón. Jón tengdafaðir minn nýskilinn við og Dísa sofandi við hlið hans. Ekki er hægt að hugsa sér fallegra andlát en að sofna út af í rúminu sínu með eig- inkonu sína sér við hlið? Ég kynntist Jóni fyrir u.þ.b. 35 árum er ég og Pétur sonur hans fórum að draga okkur saman. Fljótlega fór ég að venja komur mínar í Teigagerði 1 þar sem ég fann frá fyrstu stundu að ég var velkomin. Á þessum árum var heimilið barnmargt og oft handa- gangur í öskjunni, en alltaf var pláss fyrir gesti og gangandi. Í byrjun vin- skapar okkar Jóns var ég oft æði vandræðaleg, því við hittumst iðu- lega í eldhúsinu árla morguns. Jón nýkominn á fætur en ég að skjótast heim til mín. Aldrei fann ég þó fyrir því að honum þætti það athugavert að hitta mig á þessum tíma sólar- hrings. Við gátum rétt eins verið að spjalla saman í boði eða úti á götu. Fljótlega áttaði ég mig á því að eitt af einkennum hans var fordómaleysi gagnvart öðrum og að hann leyfði fólki að vera það sjálft og njóta sín. Hann var fyrsti maðurinn sem ég hitti sem hallmælti aldrei öðrum. Það var því ekki erfitt að bera virð- ingu fyrir honum. Á sínum tíma fannst mér þetta nánast sem vitrun og hef reynt að hafa þessi lífsviðhorf hans að leiðarljósi síðan. Jón myndi ekki vilja að skrifuð væri um hann einhver lofræða. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða skjalli. Safnaði ekki að sér veraldlegum auði eða hlutum. Nema þegar kom að ein- hverju fallegu handa Dísu sinni. Þá var ekki sparað því ekkert var of gott fyrir hana. Reyndar var hann veikur fyrir verkfærum og vélum. Notagildið lá ekki alltaf ljóst fyrir, það gat hugsanlega verið þörf fyrir einmitt þetta áhald í framtíðinni. Öllu var vel við haldið og skipulega uppraðað. Þetta voru gullin hans og var honum því meinilla við ef ein- hverjir fóru óboðnir í bílskúrinn. Jón var mjög verklaginn og útsjónar- samur. Fór sínar eigin leiðir, stund- um sérvitur. Á tímabili notaði hann ýmiss konar límbönd og teygjur til viðgerða og var því lengi vel kall- aður Johnny Tape innan fjölskyld- unnar. Það er ekki hægt að minnast hans án þess að tala um glæsi- og snyrti- mennið Jón. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var að mála Elsku Rut eða vitja um silung, alltaf var hann hreinn og strokinn. Hann hélt því fram að hann væri „sjálfhreinsandi“ og bað- ferðir til óþurftar. Öll eigum við skemmtilegar minningar um tilfær- ingarnar þegar Jón fór í bað í Afa- borg. Fram á síðasta dag var hann vel greiddur og snyrtur. Það eru 34 ár síðan ég kom fyrst á Sléttuna. Þá tókum við Pétur það að okkur að keyra verðandi Óðalsjeppa norður í Oddstaði. Komum í niða- myrkri og norðangarra. Sléttan tók kuldalega á móti okkur, en þrátt fyr- ir það hef ég farið þangað á hverju ári síðan. Fyrst í Oddstaði og seinna í Afa-Borg. Samveran við Jón og Dísu ásamt ættingjum og vinum hef- ur verið fastur og ómissandi hluti af tilveru minni allan þennan tíma. Jón var mikið náttúrubarn. Hann kenndi mér og mínum börnum að bera virð- ingu fyrir henni. Að hlusta, horfa, skynja og vera hljóður í návist henn- ar. Fuglarnir áttu heima á Sléttunni, en mannfólkið gestir þeirra. T.d. urðum við að ganga varlega um Borgina þegar þrösturinn var þar með unga, ekki hlaupa á pallinum þegar rjúpan var með hreiður undir bústaðnum, loka útihurðinni varlega vegna máríuerlunnar sem átti heima í skyggninu og alls ekki mátti fara um kríuvarpið þegar kalt var í veðri. Í mörg ár skrifaði Jón dagbók um merkilega viðburði sem tengdust Afa-borg. Hvort sem um var að ræða aflatölur, skotveiði, heimsókn- ir, vegagerð eða viðgerðir. Hins veg- ar voru „kvennastörfin“ ekki færð til bókar þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar kvennanna. Ég vil að lokum þakka Jóni fyrir samfylgdina, stuðninginn og vænt- umþykjuna sem hann sýndi mér alla tíð og hvað hann var börnunum mín- um góð og jákvæð fyrirmynd. Sigrún Ólafsdóttir. Afi Jón, eða afi í Teigó, eins og hann var oft kallaður, fæddist á Oddsstöðum á Melrakkasléttu árið 1919. Hann settist að í Reykjavík á fullorðinsárum með Herdísi ömmu minni og þau byggðu sér fallegt lítið hús í Teigagerði þar sem ég síðar bjó þegar ég var lítil. Afi brá sér í mörg gervi um ævina, öll jafn áhuga- verð. Á jólunum klæddi hann sig í jólasveinabúninginn uppi á lofti og kom niður stigann með gjafirnar, okkur öllum til mikillar skemmtun- ar. Á sumrin var hann Oddur land- námsmaður, ævintýrabarnið á slétt- unni þar sem náttúran ræður ríkjum. Þess á milli sagði hann okk- ur frumsamda brandara sem voru hver öðrum skemmtilegri. Gleggsta dæmið um það var þegar ég sótti hann og ömmu ekki alls fyrir löngu og sjö ára dóttir mín kom hlaupandi inn í eldhús með vinkonur sínar og sagði: Þetta er afi minn sem er svo rosalega fyndinn, og sagði því næst: „Afi, segðu eitthvað,“ meðan vinkon- urnar stóðu gapandi hjá og biðu and- aktugar eftir að afi „segði eitthvað“. En hann var líka góður ráðgjafi og gat hlustað af alvöru ef svo bar við. Þau voru ófá skiptin sem ég leitaði til hans þegar eitthvað bjátaði á, og hann brást mér aldrei. Mér þótti svo innilega vænt um hann að það kom einhvern veginn ekki annað til greina en að skíra fyrsta barnið mitt í höfuðið á honum og það var ekki lít- il gleðin hjá mér að geta gefið hon- um alnafna eftir alla þá ást sem hann hafði sýnt mér um ævina. Afi Jón var mjög barnelskur maður og eftir að við barnabörnin fæddumst hélt hann alltaf upp á afmælið sitt inni í stofu með okkur. Amma sá ævinlega um eldamennsku á heimilinu en á af- mælinu bannaði afi henni að baka. Hann sá um allan undirbúning sjálf- ur og neitaði gjöfum fyrir sjálfan sig en keypti alltaf litla pakka handa hverju og einu okkar og setti hjá diskinum. Fullorðnum var meinaður aðgangur í afmælið og við trúðum svo heitt á þeirri stundu að við vær- um afskaplegar litlar, en mikilvægar persónur. En mikilvægasta mann- eskjan í hans lífi, án efa, var þó amma Dísa. Þau voru alltaf óaðskilj- anleg og minntu mig á tvær himin- sólir þegar þau sungu og dönsuðu um eldhúsgólfið. Mér er einna minn- isstæðast lagið Dalakofinn sem hann söng oft og hækkaði alltaf tóninn stríðnislega þegar hann söng „er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín“. Hann var með einstaklega góða söngrödd og kenndi mér að meta það tjáningarform. Það lag sem minnir mig þó helst á þau er lagið Dagný. Mér verður alltaf hugs- að til þeirra þegur þau hittust fyrst á Melrakkasléttu, amma þá 16 ára í sveit á Leirhöfn og sá þennan gull- fallega unga mann. Því finnst mér sem ég verði að ljúka þessari kveðju með erindi úr laginu Dagný. Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta, ég hitti þig, ástin mín bjarta. (Tómas Guðmundsson.) Ég kveð yndislegan afa minn og mun varðveita minningu hans um ókomna tíð. Herdís Dögg. „Þá ertu komin hálfa leið,“ sagði hann þegar ég reifaði hugmyndir mínar um að festa kaup á landskika. „Til að vera alvöru manneskja þarf hver maður að eiga hús, land, bát og byssu“. Gamli höfðinginn af slétt- unni hafði sín eigin gildi. Jón Sigurður Pétursson, afi minn, fæddist á Oddsstöðum á Melrakka- sléttu á haustdögum 1919. Þangað leitaði hugurinn alltaf og þar þekkti hann hverja þúfu. Þar var landið hans, bátarnir og lónin og þangað hélt hann þegar snjóa leysti. Sextíu ár í höfuðborginni dugðu honum ekki til að flytja í bæinn. Húsið hans var samt í Reykjavík, hjá konunni sem hann elskaði svo heitt að hann átti þá ósk heitasta að giftast henni aftur og aftur. Húsið reisti hann sjálfur og tók grunninn að því með handaflinu einu, en skófl- an sem hann notaði til verksins er enn í notkun. Í litla rauða húsinu ólu þau upp sex börn. Sem eignuðust börn. Svo eignuðust sum þeirra barna sín eigin börn og alltaf tók litla rauða húsið við. Þaðan vildi húsbóndinn aldrei fara meðan hann lifði. Og það gerði hann heldur ekki. Tveimur vikum áður en hann dó þurfti húsfreyjan að bregða sér af bæ. Þegar hann frétti að hún hefði JÓN SIGURÐUR PÉTURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.