Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 19 ERLENT London. AFP. | Kínversk krabba- tegund breiðist nú ört út í ám og lækjum á Bretlandi og óttast sér- fræðingar, að hún muni valda þar miklu vistfræðilegu tjóni. Krabbinn barst til Evrópu snemma á síðustu öld, líklega í kjölvatni skipa, og hefur hann lagt þar undir stór vatnasvæði. Lifir hann í fersku vatni en geng- ur síðan til sjávar þar sem hann æxlast og deyr. Lirf- urnar ganga hins vegar upp í árnar. Er hann afar gráðugur og mikil ógn við það vist- kerfi, sem fyrir var. Full- vaxinn krabbi er um lófastór en með klóm og fótum eins og mat- ardiskur. Óttast er, að það sama verði upp á teningnum í Bretlandi og á meginlandinu og að sagan um gráa, ameríska íkornann endur- taki sig. Var hann á sínum tíma fluttur til Bretlands og er nú í óða önn við að útrýma rauða, breska íkornanum. Krabbinn étur aðra krabba og einnig hrogn, til dæmis laxfiska, og hann grefur sig inn í árbakka við ár og læki og oft með þeim af- leiðingum, að þeir hrynja saman. Í Bretlandi er hann nú til dæmis að finna í Tempsá í London og einnig í ánum Humru og Tíni í norður- og norðausturhluta lands- ins. Eins og sprenging í Eystrasaltslöndum Í Bretlandi er lagt til, að reynt verði að útrýma krabbanum eða að halda honum í skefjum með gildrum og minnt er á, að því miður sé yfirleitt gripið of seint í taum- ana eins og gerst hafi með gráa íkorn- ann. Þessi krabbategund hefur borist víða á undan- förnum árum. Er tilkomu hans í Eystrasaltslöndunum líkt við sprengingu og hann er nú að finna í Bandaríkjunum og líklega í St. Lawrence-fljóti. Veldur hann miklu tjóni fyrst eftir að hann nemur nýtt land eða nýja á eins og gerðist í Þýskalandi á síðustu öld en síðan virðist þó sem nokk- urt jafnvægi komist á. Í Austurlöndum er „vettlinga- krabbinn“ eins og hann er kall- aður í enskumælandi löndum vegna þess, að hann er með hærð- ar klær, mikið og dýrt lostæti. Þar er sums staðar orðið lítið um hann vegna mikilla veiða. Bretar óttast krabbainnrás Óþægileg röskun á lífríkinu Katmandú. AFP, AP. | Ofbeldi og dræm kjörsókn vörpuðu skugga á sveitarstjórnarkosningar sem fram fóru í Nep- al í gær en kosningarnar eru þær fyrstu í landinu í sjö ár. Höfðu tíu manns látist í átökum tengdum kosning- unum, þar af voru níu mótmælendur en sá tíundi var hermaður. Uppreisnarmenn úr röðum maóista höfðu hvatt fólk til að sniðganga kosningarnar og það sama höfðu forystu- menn helstu stjórnarandstöðuflokkanna gert. Beittu þeir fyrrnefndu einnig hótunum, að sögn AFP-frétta- stofunnar. Tilmælin hafa borið tilætlaðan árangur því að yfirmaður kjörstjórnar, Keshav Raj Rajbhandari, lýsti því yfir að kjörsókn hefði aðeins verið rétt rúm 20%. Gyanendra, konungur Nepal, leysti ríkisstjórnina frá störfum í febrúar á síðasta ári og tók sjálfur við öllum völdum. Taldi hann ríkisstjórnina ekki standa sig nógu vel í baráttunni við uppreisnarmenn. Sagði hann kosningarnar nú vera „hluta af vegvísi til lýðræðis“. Andstæðingar konungsins vilja þó meina að kosningarnar hafi haft þann eina tilgang að efla vald hans. Mikil viðbúnaður var við kjörstaði og hermönnum höfðu verið gefin þau fyrirmæli að skjóta á hvern þann sem reyndi að trufla kosningarnar. Reyndar var örygg- isviðbúnaður svo mikill að fæstir telja kosningarnar hafa verið frjálsar og heiðarlegar. Engir kosningaeftirlits- menn voru á svæðinu, hvorki innlendir né erlendir, þar sem ríkisstjórnin taldi slíkt ekki nauðsynlegt. Á einum stærsta kjörstaðnum aðstoðaði þó stuðningsmaður kon- ungs fólk við að kjósa. Auk þess að hvetja fólk til að sniðganga kosningarnar hvöttu maóistar fólk einnig til að taka þátt í vikulöngu verkfalli, sem hófst síðasta sunnudag. Verkfallinu var þó aflýst eftir að kjörstöðum var lokað í gær, að beiðni stjórnmálaflokka og ýmissa samtaka, enda hafði það víð- tæk áhrif innan landsins. Prachanda, leiðtogi maóista, sagði þá hafa náð fram markmiðum sínum í ljósi dræmrar kosningaþátttöku. Hann sagðist einnig vera tilbúinn í samningaviðræður við Gyanendra. „Ef hann er tilbúinn í frjálsar og sann- gjarnar kosningar í samræmi við stjórnarskrána þá er- um við tilbúnir að taka þátt í því,“ sagði Prachandra. Dræm kjörsókn í kosningum í Nepal Tíu manns biðu bana í átökum í landinu í gær Reuters Liðsmenn kjörstjórnar í Nepal og fulltrúar frambjóð- enda athuga kjörkassa í höfuðborginni Katmandú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 39. tölublað (09.02.2006)
https://timarit.is/issue/284136

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

39. tölublað (09.02.2006)

Aðgerðir: