Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 24
Daglegtlíf febrúar Þetta veitir mér líka gleði oghamingju,“ segir AlbertoBorges Moreno um starfsitt sem íþrótta- og heilsu- þjálfari á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund en þar er talað um hann sem happafeng fyrir heimilið. „Mér finnst gaman að vinna með gamla fólkinu, þau eru svo þakklát og skemmtileg og þetta eru miklir vinir mínir. Sonur minn Juan Alberto, er aðstoðarmaður minn í þessu starfi og hann er mjög duglegur, sér- staklega þegar við erum með fólkið í tækjasalnum. Hann er tónlistar- maður, svo við feðgarnir syngjum stundum fyrir fólkið okkar hérna,“ segir Alberto og skartar sínu hlýja brosi. Af honum fer einstaklega gott orðspor, vegna þess af hve mikilli virðingu hann nálgast og umgengst sína skjólstæðinga. En hann er líka mjög metnaðarfullur í starfi og hon- um tekst til dæmis á undraverðan hátt að virkja einstaklinga til að taka þátt í hreyfingu, sem engum öðrum hefur tekist að ná fram úr, eins og sumir orða það. Að hlúa að sálinni skiptir miklu Alberto er fæddur og uppalinn á Kúbu og hámenntaður í sínu fagi. Hann er með mastersgráðu í íþróttaþjálfun og hefur komið víða við í starfinu, var meðal annars þjálfari hjá landsliði frjálsíþrótta- manna á Kúbu. Hann hefur líka unnið mikið með fatlaða og heilabil- aða. „Ég kom hingað til lands fyrir sjö árum á vegum Frjálsíþrótta- sambands Íslands og þjálfaði ís- lenska unglinga og líkaði mjög vel. Síðan fór ég að vinna með eldri borgara á endurhæfingardeild á Landakoti og það var mjög gefandi starf og þar eignaðist ég marga góða vini. Mér finnst frábært að sjá árangur hjá skjólstæðingum mínum og þá er ég ekki aðeins að tala um líkamlegan árangur, andlega hliðin skiptir ekki síður máli og ég legg mikla áherslu á það. Æfingarnar þurfa að veita ánægju og gleði og fullorðið fólk hefur sama rétt og unglingar til að skemmta sér. Þess vegna vil ég hafa fjölbreytnina sem mesta. Hér á Grund er ég bæði með alhliða leikfimitíma, vatnsleikfimi og boccia. Ég vinn mikið með tónlist og takt í æfingunum, spila stundum gömul íslensk lög eða eitthvað frá heimalandinu Kúbu.“ Kaffisopi heima í gönguferðum Á sumrin leiðbeinir Alberto líka heimilisfólkinu á Grund með að spila mínígolf úti í garði, en hann leggur mikla áherslu á útivist ef hægt er koma henni við. „Fyrir þá sem hafa heilsu til, eru gönguferðir utandyra mjög góð hreyfing og þar að auki mjög hressandi fyrir sálina,“ segir Alberto sem fer stundum með fólkið sitt, eins og hann kallar heim- ilisfólkið á Grund, í göngutúra í ná- grenninu og býður því þá gjarnan heim til sín í kaffi.“ Alberto tekur fram að hann eigi gott samstarf við starfsfólkið á endurhæfingardeild- inni á Grund og að þar sé mjög góð- ur vinnuandi og gott samfélag. „Þetta er allt svo gaman og það er öllu þessu gamla fólki sem ég hef unnið með að þakka hvað ég hef náð góðum tökum á íslenskunni. Þau gefa sér alltaf tíma til að spjalla. Í starfi mínu hér legg ég áherslu á að hlusta og tala og það skiptir máli að mynda persónulegt samband við þetta fólk sem ég er að vinna með. Ég vil vera félagi þeirra, ekki bara þjálfari.“  HEILSA | Alberto Borges Moreno þjálfar heimilisfólkið á Grund Þau eru miklir vinir mínir Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Alberto og sonur hans Juan Alberto leika boccia með heimilisfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. „MIG langaði í flotta og vík- ingalega skó við víkingabúning- inn minn,“ svarar Hörður Jóns- son þegar hann er inntur eftir því hvers vegna hann hafi farið á námskeið hjá Heimilisiðnaðar- félaginu þegar hann var tólf ára til að sauma sér sauðskinnsskó. „Ég var eini karlkyns þátttak- andinn og langyngstur og mér var ekki hleypt inn á námskeiðið nema mamma kæmi með mér til að aðstoða mig. En mér fannst ekkert mál að sauma þessa skó, þó svo að ég þyrfti að gera það í höndunum, ég er vanur að sauma, en ég nenni ekki að læra að prjóna og þess vegna prjónaði mamma leppana inn í skóna fyrir mig en ég valdi samt munstrið,“ segir Hörður sem varð fyrir viss- um vonbrigðum með efnið í skón- um sem er lambsleður og þar af leiðandi svo mjúkt að þeir nýtast eiginlega bara sem inniskór. „Ég hefði viljað hafa hart og sterkt nautsskinn á gangfletinum svo ég gæti verið í þeim úti þegar ég er að djöflast í víkingafötunum mín- um, skylmast við vini mína og þess háttar.“ Víkingar og goðheimar heilla „Ég veit að í gamla daga var miðjan af sauðskinninu, sem ligg- ur við hrygginn, notuð í svona skó fyrir karlmenn, því þar er það þykkast. Að vera í þessum skóm er svolítið eins og að ganga á sokkum og þess vegna slitnuðu sauð- skinnsskór fljótt í gamla daga og ef fólk þurfti að ganga langt þá sleit það nokkr- um pörum af skóm á leiðinni,“ segir Hörður, sem er mikill áhuga- maður um víkinga- tímabilið, sem og goðafræði, fatnað og hluti sem tengj- ast víkingum. Hann er handverksmaður góður og hefur búið til ýmsa smáhluti úr leðri eftir fyr- irmyndum frá víkingatímanum og einnig býr hann til sverð og skildi úr tré. „Ég fór á tálg- unarnámskeið og mér finnst mjög gaman að skera út í tré, ég gerði til dæmis rosalega flottan kistil handa mömmu og ég saumaði líka handa henni svuntu í afmæl- isgjöf.“  ÁHUGAMÁL | Handverksmaðurinn Hörður Jónsson saumaði sér sauðskinnsskó Ég hefði viljað hafa nautsleður í þeim Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Hörður Jónsson fór á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu þegar hann var tólf ára til að sauma sér sauðskinnsskó og var eini karlkyns þátttakandinn. NÝ rannsókn gefur til kynna að fitusnautt mataræði hafi ekkert að segja sem forvörn gegn sjúkdómum eins og krabbameini eða hjartasjúk- dómum. Í Dagens Nyheter er greint frá niðurstöðum banda- rískrar rannsóknar sem birtast í JAMA vísindatímaritinu. Rannsóknin er hluti af stórri rannsókn á heilsu kvenna á aldrinum 50–79 ára og tóku 50 þúsund konur þátt í henni. Rannsóknin stóð í átta ár og um 20 þúsund kvennanna var sagt að borða fitusnautt fæði og borða mikið af ávöxtum og grænmeti en hinar 30 þúsund fengu engar leiðbeiningar um mataræði. Í ljós kom að þær sem borðuðu fitusnautt fæði fengu um 24% orkunnar úr fitu en hinar sem borðuðu eins og venjulega fengu 35% af ork- unni úr fitu. Enginn munur var á hætt- unni á að fá hjartasjúkdóma eða krabbamein hjá hópunum. Í rannsókninni var aðeins fitu- magnið skoðað en ekki sam- setning fitunnar. Sænskir vís- indamenn sem rætt er við, leggja áherslu á að fituneysla hafi vissulega áhrif á heilsuna en öllu máli skipti hvers konar fitu neytt er. Einnig telja sumir að átta ár sé of skammur tími til að álykta um hvort matar- æði hafi t.d. áhrif á myndun krabbameins. Ein- og fjölómettaðar fitu- sýrur eru taldar hafa forvarn- argildi og eru mun hollari en transfitusýrur og mettuð fita. Holla fitan er m.a. í ólífuolíu, hnetum, avocado, fiski og maís en óholla fitan í smjörlíki, frönskum kartöflum, kexi, skyndimat, osti, ís, nautakjöti og súkkulaði. Fitusnautt mataræði veitti ekki vörn gegn krabbameini  HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.