Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 23 MINNSTAÐUR Jónas ráðinn | Jónas Vigfússon hefur verið ráðinn í starf deild- arstjóra framkvæmdadeildar Ak- ureyrarbæjar. Það var gert að til- lögu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs bæjarins og í sam- ræmi við 8. grein samþykktar fram- kvæmdaráðs. Á fundi fram- kvæmdaráðs lagði Marsbil Fjóla Snæbjarnardóttir, L-lista fram bók- un þar sem segir að hún telji að aug- lýsa eigi stöðuna og því geti hún ekki greitt atkvæði með ráðningunni. „Hins vegar tel ég viðkomandi fullkomlega hæfan í starf deild- arstjóra framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar.“    AKUREYRI Fundur | Sigríður Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur gerir grein fyrir nýrri rannsókn sinni: „Líðan for- eldra samkynhneigðra: Af hverju er ekki hægt að viðurkenna barnið mitt?“ á fundi hjá FAS, foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra á Norðurlandi í kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. febrúar kl. 20. Þetta er rannsóknarverkefni sem hún hefur unnið við Háskólann á Akureyri.    Verði í Brekkuskóla | Skólanefnd hefur samþykkt tillögu um að börn sem búa í Naustahverfi á næsta skólaári, 2006 til 2007, tilheyra skólahverfi Brekkuskóla en eigi einnig kost á því að vera áfram í þeim grunnskóla sem þau hafa verið í. Til þess að slíkt sé raunhæfur val- kostur fyrir foreldra, er lagt til að skólaakstur verði í alla grunn- skólana á Akureyri úr Naustahverfi á næsta skólaári. Skólanefnd sam- þykkir tillöguna.    Fleiri leiðir | Margrét Pála Ólafs- dóttir, leikskólastjóri og formaður samtaka sjálfstæðra skóla, verður frummælandi á opnum fundi Fram- farafélagsins, í Dalvíkurskóla, í kvöld fimmtudaginn 9. febrúar n.k. kl. 20 30. Margrét Pála mun einkum fjalla um sjálfstæða skóla og mikilvægi þeirra sem þátt í skólastarfi. Aðrir frummælendur verða Ágúst Þór Árnason, verkefnisstjóri hjá fé- lagsvísinda og lagadeild Háskólans á Akureyri, sem fjallar um sjálfstæða skóla út frá sjónarmiði löggjafans og Kolbrún Reynisdóttir, kerfisfræð- ingur, Árgerði, mun fjalla um for- eldrasamstarf í skólarekstri. VILJAYFIRLÝSING um samstarf í orkumálum á milli Eyjafjarðarsveit- ar og Norðurorku hefur verið sam- þykkt. „Við munum taka upp við- ræður á grundvelli yfirlýsingar- innar, þær eru raunar ekki hafnar en eru fram undan,“ segir Bjarni Krist- jánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðar- sveit. Markmiðið er að komast að sam- komulagi fyrir lok þessa mánaðar. Vilji er til samstarfs á sviði orku- mála, fyrst og fremst um rekstur hitaveitu í Eyjafjarðarsveit. Til- gangurinn er að vinna að frekari uppbyggingu hitaveitu í sveitarfé- laginu og kanna fýsileika þess að sameina hitaveitu Eyjafjarðarsveit- ar í Reykárhverfi og Norðurorku og verður á næstu dögum og vikum unnið að framgangi þess verkefnis. Meðal annars verður kannað um frekari lagningu hitaveitu frá Hrafnagili að Grund, en að sögn Bjarna liggur fyrir úttekt frá árinu 2004 þar um. Miðað er við að fram- kvæmdir gætu hafist nú í sumar. „Við munum líka skoða hugsan- legt samstarf við könnun á því hvort hagkvæmt er að leggja hitaveitu víð- ar í sveitarfélaginu og þá jafnvel að leita að vatni annars staðar hér í sveitinni. Það er líklega sá valkostur sem horft verður til,“ segir Bjarni. Hann segir að vitað sé um heitt vatn við Hólsgerði, „en þar þarf að bora meira til að unnt sé að nýta það.“ Einnig er að sögn sveitarstjóra vitað um volgrur uppi í Djúpadal, en þær hafa ekki verið rannsakaðar. Helsti vandinn er sá að byggð er mjög gisin í kringum Hólsgerði, „þannig að þar þarf að nást mikið vatn og heitt til að það borgi sig að nýta það á öllu svæðinu.“ Hugsan- legt er að sögn Bjarna að nýta vatnið í næsta nágrenni. Þá er samkvæmt viljayfirlýsingu fyrirhugað að hefja á næstunni við- ræður um samruna hitaveitu Eyja- fjarðarsveitar í Reykárhverfi, í kringum Hrafnagil og Norðurorku og kemur þá hvort tveggja til greina að Eyjafjarðarsveit komi inn í Norð- urorku sem hluthafi eða síðarnefnda fyrirtækið kaupi hitaveitu Eyja- fjarðarsveitar í hverfinu. Á sömu forsendum verður rætt um stöðu kaldavatnsveitu úr Grísarárdal, sem þjónar Reykárhverfi og næsta ná- grenni. Eyjafjarðarsveit og Norðurorka hyggja á töluvert samstarf í orkumálum Unnið að uppbyggingu hitaveitu Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is KRISTÍN Sigfúsdóttir, umhverfis- fræðingur og kennari við Mennta- skólann á Akureyri verður í öðru sæti á framboðslista VG vegna bæj- arstjórnarkosninga á Akureyri í vor. Þetta er niðurstaða úr forvali VG sem efnt var til á dögunum, eftir að tekið hafi verið tillit til kynja og at- kvæðafjölda á bak við hvert sæti. Kristín varð í fjórða sæti í forval- inu en Valgerður H. Bjarnadóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í bæjar- stjórn Akureyrar, lenti í öðru sæti og ákvað að þiggja það ekki. Baldvin H. Sigurðsson matreiðslu- meistari verður í fyrsta sæti, en í því þriðja Dýrleif Skjóldal Ingimars- dóttir, nemi í kennaradeild HA og sundþjálfari. Jón Erlendsson, starfs- maður á hönnunardeild Vegagerðar- innar á Akureyri og varabæjar- fulltrúi verður í fjórða sæti, Baldvin Esra Einarsson, nemi í viðskipta- deild HA í því fimmta og í sjötta sæti verður Lilja Guðmundsdóttir, öryrki og nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Boðað verður til félagsfundar VG á Akureyri fljótlega þar sem listi fyr- ir komandi kosningar verður lagður fram og borinn upp til samþykktar. Kristín verð- ur í öðru sæti MAMMÚTAR fóru með sigur af hólmi í árlegu minningarmóti um Marjo Kristinsson, sem um árabil starfaði fyrir Skautafélag Akureyr- ar, en um er að ræða krullumót í Skautahöllinni. Keppt var í tveimur riðlum, alls tólf lið með hátt í 60 leikmenn innanborðs. Lið Mammúta sigraði lið Kúst- anna í framlengdum úrslitaleik og Víkingar lögðu svo Bragðarefi í leik um bronsið. Iðkendum sem þátt taka í mótum á vegum krulludeildar SA hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin misseri. Krullubrautum hefur verið fjölgað í Skautahöllinni úr fjórum í sex. Sigurvegarar Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, Jón Ingi Sigurðs- son og Ólafur Númason. Mammútar unnu minningarmótið KEA-tígullinn, örugglega frægasta merki í sögu Akur- eyrar og ef til vill frægasta merki Íslands alls, verður fjarlægt af gafli stórhýsins á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis á Akureyri í dag í hinsta sinn. Hlut- verk Kaupfélags Eyfirðinga er nú annað en áður var og þess vegna ákváðu forráðamenn þess að láta hanna nýtt merki. Því verður komið fyrir á sama stað í dag en reyndar ekki afhjúpað fyrr en á morgun, föstudag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson KEA-tígullinn hverfur í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.