Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 29 MENNING Í NÚTIMATÓNLIST leyfist allt, eins og kollegi minn Bergþóra Jóns- dóttir benti á í Morgunblaðinu í gær. Kom það ágætlega í ljós á tónleikum á Myrkum músíkdögum í Langholts- kirkju á þriðjudagskvöldið. Þar flutti kórinn Vox Academica og kammer- sveitin Jón Leifs Cammerata merki- lega ólíkar tónsmíðar eftir nokkur ís- lensk tónskáld, en sumar þeirra voru forkunnarfagrar. Óhætt er að full- yrða að nú séu spennandi tímar í tón- listarheiminum; maður veit aldrei við hverju er að búast á tónleikum þar sem ný tónlist fær að njóta sín. Fyrst á dagskránni voru tvö verk eftir Úlfar Inga Haraldsson, Alleluia og Tara’s Harp. Textinn við hið fyrr- nefnda er úr latnesku messunni en við það síðarnefnda eftir Thomas Moore. Bæði voru einstaklega falleg, sérstaklega Tara’s Harp. Hörpu- leikur Elísabetar Waage spilaði stórt hlutverk og skapaði seiðandi, tíma- lausa stemningu, sem var fyllilega við hæfi því Tara á Írlandi er sveipuð goðsögnum. Sönglínurnar voru líka hástemmdar, en samt þægilega blátt áfram og þar eð söngur kórsins var gæddur aðdáunarverðri mýkt, en einnig tærleika, þá er ekki annað hægt að segja en að tónlistin hafi verið dásamleg. Því miður verður hið sama ekki sagt um tónsmíð eftir Egil Gunnars- son, Ísland, við texta eftir Hannes Pétursson. Verkið minnti lengst framan af á tónlist við ódýra hryll- ingsmynd, þ.e. samanstóð af drauga- legum klisjum sem maður hefur heyrt þúsund sinnum áður. Nú er auðvitað ekkert að því að nota klisju sem efnivið, en það verður þá að vera almennilega gert. Til allrar óham- ingju blönduðust raddir kórsins illa saman og varð kokkteillinn sífellt bragðverri eftir því sem fleiri og fleiri hljóðfæri bættust við. Útkoman var ofhlaðinn óskapnaður sem veru- lega erfitt var að hlusta á. Nú er ég viss um að Egill er gædd- ur töluverðum tónlistarhæfileikum, en hann þarf að læra betur að semja tónlist fyrir mismunandi raddir og hljóðfæri. Vonandi ber hann gæfu til að gera það. Annað á dagskránni var mun betra; Sjö sérhljóðar handa vini mín- um eftir Hilmar Örn Hilmarsson var íhugunarkennd helgitónlist sem byggðist á hefðbundnu tónmáli án þess að vera klisjukennd. Kórinn söng þekktar formúlur úr vestrænni dulhyggjuhefð, en undir spiluðu strengjaleikarar langa hljóma sem minntu helst á tónlistina eftir Arvo Pärt. Ofurveikur pákuleikur gaf verkinu notalega dýpt og einsöngur Hallveigar Rúnarsdóttur var ákaf- lega vandaður, auk þess sem hann féll fullkomlega inn í heildarmynd- ina. Óhætt að segja að tónlistin hafi verið hrífandi í einfaldleika sínum. Maríumúsík I, II og III eftir Leif Þórarinsson var líka heillandi, enda sungin af öryggi og innlifun, en hið rappkennda Kvenna heiti eftir Atla Ingólfsson, sem var á margan hátt skondið, leið fyrir fullmikla endur- ómun kirkjunnar. Áhrif tónlistar- innar byggjast talsvert á því að mað- ur skilji textann, en það var ekki alltaf auðvelt aftarlega í kirkjunni. Auk þess var ekki nægilegur kraftur í túlkuninni, a.m.k. gat ég ekki betur heyrt en að tónlistin byði upp á mun snarpari flutning. Hins vegar var Landslag með tíma eftir Hauk Tómasson við ljóð eftir Sigfús Bjartmarsson snilldarverk. Kórparturinn var unaðslega fagur og raddir átta hljóðfæraleikara svo meistaralega samansettar að ég féll aftur og aftur í stafi af hrifningu. Tónlistin var líka glæsilega flutt; alls konar blæbrigði voru mótuð af sjald- heyrðri alúð og fagmennsku og var útkoman ekki af þessum heimi. Í það heila voru þetta skemmti- legir tónleikar og er stjórnanda kórs- ins, Hákoni Leifssyni, hér með óskað til hamingju fyrir gott framlag til Myrkra músíkdaga, sem hingað til hafa verið allt annað en myrkir. Ómyrkir músíkdagar TÓNLIST Langholtskirkja Vox Academica og Jón Leifs Camerata fluttu tónsmíðar eftir Úlfar Inga Haralds- son, Egil Gunnarsson, Hilmar Örn Hilm- arsson, Leif Þórarinsson, Hauk Tóm- asson og Atla Ingólfsson. Þriðjudagur 7. febrúar. Myrkir músíkdagar: Kórtónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Landslag með tíma eftir Hauk Tómasson við ljóð eftir Sigfús Bjartmars- son var snilldarverk,“ segir Jónas Sen í umsögn sinni. HOLTA EINFALT OG GOTT – NÝTTU TÍMANN VEL H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 0 9 0 JAIN-pílagrímar nærri Bangalore á Indlandi heiðra styttu Bahubalis á tólf ára fresti með því að baða and- lit hennar í mjólk og blómum. Reuters Andlitsbað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.