Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Félagsmenn í hestamannafélaginu Gusti Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20.15 í veislusal félagsins. Fundarefni: Kynning bæjarstjóra og viðræðu- nefndar félagsins á hugmyndum um nýtt fé- lagssvæði á Kjóavöllum og nágrenni. Stjórn hestamannafélagsins Gusts. Aðalfundur Stjórn Kögunar hf. boðar til aðalfundar félags- ins fyrir starfsárið 2005. Fundurinn verður hald- inn miðvikudaginn 22. febrúar nk. kl. 12:00 á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda félagsins lögð fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar og greiðslu arðs. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið starfsár. 5. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins. Við 4. gr. samþykkta félagsins bætist 6. mgr. sem hljóði svo: Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins með áskrift nýrra hluta allt að kr. 85.000.000 að nafnvirði. Stjórn félagsins skal ákveða nafnverð nýrra hluta, gengi og greiðslukjör. Heimild þessi fellur niður þann 1. desember 2010. Hluthafar félagsins eiga ekki forgangsrétt til áskriftar að nýjum hlut- um samkvæmt þessari grein. Heimilt er að greiða fyrir hluti samkvæmt þessari grein í öðru en reiðufé. Um hlutafjárhækkunina og hina nýju hluti gilda að öðru leyti ákvæði samþykkta félagsins. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðanda. 7. Eftirfarandi tillaga verður lögð fyrir fundinn: Heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. „Aðalfundur Kögunar hf. haldinn 22. febrúar 2006 samþykkir með vísan til 55. gr. hlutafé- lagalaga nr. 2/1995 að heimila félagsstjórn að kaupa eigin hluti í félaginu eða taka þá að veði. Heimild þessi gildir í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup og veðsetning hluta fari ekki yfir 10% af heildar- hlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera lægst 10% lægra og hæst 10% hærra en í síðustu viðskiptum í Kaup- höll Íslands hf.“ 8. Önnur mál. Frá og með 15. febrúar nk. munu reikningar félagsins og önnur aðalfundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins á Lynghálsi 9, 110 Reykjavík. 7. febrúar 2006. Stjórn Kögunar hf. Tilkynningar AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: 1 Brattholt í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Deiliskipulag þjónustusvæðis við Gullfoss. Tillaga að nýju deiliskipulagi þjónustusvæðis við Gullfoss í landi Brattholts sem leysa skal gildandi deiliskipulag af hólmi. Tillagan gerir ráð fyrir því að lóð söluskála stækkar úr 1.600 m² í 7.500 m² og byggingarreitur úr 825 m² í 1.600 m². Skilmálar gera ráð fyrir því að húsið skuli vera með sama sniði og húsin sem fyrir eru. 2 Brú í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar. Tillaga að deiliskipulagi fjögurra frístundalóða á landspildunni Vaði sem er 2,98 ha að stærð og liggur að Tungufljóti. Þrjár lóðanna eru 5.000 m² að stærð en ein 13.213 m². Aðkoma er frá vegi sem liggur að frístundabústöðum norðan við skipulagssvæðið. 3 Miðdalur í Laugardal, Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar Félags bókagerðarmanna. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar félags Bókagerðarmanna. Tillögunni er ætlað að fella saman í eina heild mörg eldri skipulög og ákvæði þeim tengdum. Upphaflegt deiliskipulag var unnið af teiknistofunni Arko árið 1973 en síðan þá hafa oft verið gerðar breytingar. Skipulagssvæðið er 34 ha og skiptist í 3 svæði; Efra-hverfi, Mið-hverfi og Neðra-hverfi. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreitum fyrir 89 frístundahús en 82 eru þegar byggð. Leyfilegt verður að reisa allt að 12 m² smáhýsi. 4 Miðengi í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Miðborgir. Tillaga að breytingu deiliskipulags frístundabyggðarinnar í Miðborgum. Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðin Borgarleynir nr. 37 (8.500 m²) skiptist í Borgarleyni númer 37 (5.625 m²) og 37a (5.481 m²) og að lóðin Djúpahraun nr. 8 (12.100 m²) skiptist í Djúpahraun 8 (5.103 m²) og Djúpahraun 8a (5.090 m²). 5 Miðengi í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hæðarbrúnir. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis sem kallast Hæðarbrúnir. Svæðið sem tillagan nær til er um 6,45 ha að stærð og er gert ráð fyrir 9 frístundalóðum, 6.850-7.600 m² að stærð. Einn bústaður er fyrir inni á svæðinu. Aðkoma er frá Bústjórabraut. 6 Reykjaból, Hrunamannahreppi. Reykjabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Reykjabyggðar. Gert er ráð fyrir 5 byggingarreitum á einni lóð en alls eru 3 bústaðir þegar byggðir. 7 Austurhlíð í Gnúpverjahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hörgshlíð. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar og frístundalóðar á landspildu úr landi Austurhlíðar sem nefnist Hörgshlíð. Lóðirnar eru staðsettar suðvestan við Austurhlíð á ás sunnan Steinsholtsvegar og er aðkoma frá þeim vegi. Gert er ráð fyrir frístundahúsi allt að 120 m² að grunnfleti og íbúðarhús allt að 250 m². 8 Kílhraun á Skeiðum, Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi jarðarinnar Kílhrauns. Gert er ráð fyrir nýju íbúðarhúsi um 500 metrum norðaustan við núverandi hús með nýja aðkomu frá Skeiðavegi. 9 Kílhraun á Skeiðum, Merkurhraun. Tillaga að deiliskipulagi lögbýlisins Merkurhrauns úr landi Kílhrauns. Skipulagssvæðið er 20 ha en alls er land lögbýlisins um 80 ha. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús og útihús með aðkomu frá Skeiðavegi. Ennfremur er gert ráð fyrir þremur frístundalóðum við Árhraunsgötu. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: 10 Reykholt í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Espiflöt. Tillaga að breytingu deiliskipulagsgarðyrkjulóðar garðyrkjubýlisins Espiflatar. Í breytingartillögunni felst að byggingareitur gróðurhúsa stækkar og verður 5 metrar frá lóðamörkum að Stóra-Fljóti, Friðheimum og Gufuhlíð. 11 Úthlíð í Biskupstungum, Bláskógabyggð, Guðjónshvammur, Vörðubrúnir. Tillaga að breytingu heildardeiliskipulags frístundabyggðarinnar í landi Úthlíðar. Tillagan gerir annars vegar ráð fyrir 3 frístundalóðum við Vörðubrúnir norðan Guðjónshvamms og hins vegar gerir tillagan ráð fyrir 5 lóðum sunnan Guðjónshvamms við Miðbrún. Lóðir eru 4.240 til 5.924 m² að stærð. Aðkoma verður frá Skarðsvegi. 12 Úthlíð í Biskupstungum, Bláskógabyggð, nýtt svæði vestan Skarðsvegar Tillaga að breytingu heildardeiliskipulags frístundabyggðarinnar í landi Úthlíðar. Tillagan gerir ráð fyrir 79 frístundalóðum á um 60 ha svæði sem afmarkast af áður auglýstu deiliskipulagi við Mosaskyggni og Mosabrúnir að suðaustan, af landamerkjum milli Úthlíðar og Miðhúsa að suðvestan, af Skyggnisvegi að norðaustan og af Skarðavegi (Skarðsvegi) að norðaustan. Landið er að mestu hraunlendi vaxið kjarri. Stærðir lóðar eru á bilinu 0,5 til 1,0 ha og hármarksstærð bústaða 120 m². 13 Snorrastaðir í Laugardal, Bláskógabyggð, Stekkur. Tillaga að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Snorrastaða sem nær til 1,5 ha lands þar sem fyrir stendur einn bústaður. Lóðirnar liggja að Stekká að sunnanverðu. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist upp í þrjár lóðir, 5.000 m² hver. Byggingarreitir eru um 70 metra frá þjóðvegi. 14 Snorrastaðir í Laugardal, Bláskógabyggð, lóð 8. Tillaga að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Snorrastaða. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum byggingarreitum auk núverandi byggingar á lóð númer 8. Hámarksstærð bústaða er 80 m². Lóðin liggur að Eystri Stekká að vestanverðu. 15 Bjarnastaðir í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Tjarnholtsmýri. Tillaga að breytingu skilmála deiliskipulags frístundabyggðar í Tjarnholtsmýri. Tillagan gerir ráð fyrir að hámarksstærð bústaða verði 250 m² í stað 100 m² og hámarksstærð aukahúss verði 25m². 16 Sólheimar, upphæðir 17–19 Tillaga að breytingu deiliskipulags Sólheima. Tillagan gerir ráð fyrir því að lóð og byggingarreitur gistiheimilis suðvestan Sesseljuhúss er færð ofar í landið og fær einnig aðkomu frá Upphæðum. Lóðir 6-8 við upphæðir breytast þannig að syðsta parhúsalóðin skiptist upp í tvær einbýlishúsalóðir og lega hinna tveggja parhúsanna breytist nokkuð. Húsnúmer við þennan hluta Upphæða breytast. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá embætti skipulagsfulltrúa upp- sveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofutíma frá 9. febrúar til 9. mars 2006. Athugasemdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 23. mars 2006 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera sam- þykkur henni. Laugarvatni, 31. janúar 2006 Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu Spilakvöld Varðar sunnudaginn 12. febrúar Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnu- daginn 12. febrúar kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir er kr. 800. Allir velkomnir. Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.