Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 11
FRÉTTIR
Kringlunni – sími 581 2300
ÚTSÖLULOK
50-70% afsláttur
Stefán Jóhann Stefánsson
varaborgarfulltrúi og hagfræðingur
www.stefanjohann.is
3
Veljum Stefán Jóhann
í þriðja sætið
Prófkjör Samfylkingarinnar
í Reykjavík 11. og 12. febrúar.
Velferð
Jafnrétti
Lífsgæði
Frábær lína
NÝJU
VÖRURNAR
KOMNAR
Á MORGUN, föstudag, verður
haldinn opinn fyrirlestur um heil-
brigðisstefnu og sameiningu
sjúkrahúsa í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla Íslands. Á
fyrirlestrinum mun dr. Sigur-
björg Sigurgeirsdóttir stjórn-
sýslufræðingur greina frá helstu
niðurstöðum doktorsrannsóknar
sinnar, sem fjallar um aðdrag-
anda að ákvörðun um sameiningu
sjúkrahúsa í Reykjavík, þ.e.
Sjúkrahúss Reykjavíkur og
Landspítala árið 2000 og sjúkra-
húsanna St. Thomas’s og Guy’s í
Lundúnum árið 1995. Doktors-
ritgerð Sigurbjargar, sem ber yf-
irskriftina „Health Policy and
Hospital Mergers: how the imp-
ossible became possible“, fjallar
um pólitík heilbrigðis- og spít-
alamála í Reykjavík og Lundún-
um, en hún varði ritgerð sína við
London School of Economics.
Á fyrirlestrinum verður leitast
við að svara spurningum á borð
við: Hvernig
móta ríkis-
stjórnir heil-
brigðiskerfið?
Hvers vegna
tókst sameining
sjúkrahúsanna í
Reykjavík árið
2000, þrátt fyrir
áralanga and-
stöðu, m.a.
lækna, við þau
áform? Hvernig
var sú ákvörðun tekin? Hvert er
hið sérstaka stjórnmálalega og
stjórnsýslulega samhengi?
Fyrirlesturinn hefst í Öskju kl.
12.15 og verður endurtekinn í há-
deginu næsta mánudag í húsnæði
Háskólans á Akureyri í Sólborg.
Ræðir um heilbrigð-
isstefnu og samein-
ingu sjúkrahúsa
Dr. Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir
STOFNHÁTÍÐ Listaskóla Mosfells-
bæjar fór fram í bæjarleikhúsinu við
Þverholt í fyrrakvöld. Skólinn þykir
einstakur fyrir það að með stofnun
hans mun eflast samstarf aðila sem
komið hafa að listnámi í bæjarfélag-
inu með einum eða öðrum hætti.
Þannig næst t.a.m. að samþætta
starfsemi tónlistarskóla, skóla-
hljómsveitar, myndlistarskóla og
leikfélags auk þess sem áhersla er
lögð á að treysta tengslin milli mis-
munandi listgreina.
Hlutverk skólans er að vera
menntastofnun sem stuðlar að virkni
nemenda og bæjarbúa í listum og
menningu. Hann á að stuðla að öflugu
lista- og menningarlífi í bænum
ásamt því að örva sköpunargleði bæj-
arbúa. Þar verður samþætt starfsemi
þeirra aðila sem veita kennslu í list-
greinum í bæjarfélaginu, undir heit-
inu fjöllistadeild, en einnig verður
þar rekin tónlistardeild sem m.a.
leggur áherslu á að flétta saman
starfsemi tónlistarskóla, skóla-
hljómsveita, grunn- og leikskóla.
Skólinn mun hafa í bígerð að ráða
til sín listamenn til kennslu og nám-
skeiðahalds og er miðað að því að
færa hljóðfærakennslu yngri nem-
enda inn í grunnskólann. Einnig
verður boðið upp á hljóðfærakennslu
í leikskólum og verður staðið fyrir
námskeiðum fyrir starfsfólk leik- og
grunnskóla.
Sérstaða listaskólans er að skólinn
er annars vegar rekinn af sveitarfé-
laginu en einnig er leitað samstarfs
við listamenn og sjálfstætt starfandi
félög í bæjarlífinu og þessir aðilar
tengdir saman. Þannig verður reynt
að efla listalífið í bænum og munu
stjórnendur skólans vera vakandi
fyrir nýjungum á sviði lista og þróun
listakennslu, hvort sem varðar sköp-
un eða flutning.
Listaskóli Mosfellsbæjar hefur verið settur á fót
Ýtt undir starfsemi íbúa
í listum og menningu
Morgunblaðið/ÞÖK
Atli Guðlaugsson, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar, Ásdís Sigurþórs-
dóttir, skólastjóri Myndlistarskóla Mosfellsbæjar, og Ragnheiður Rík-
harðsdóttir bæjarstjóri við undirritun samninga á stofnhátíð listaskólans.
HINN 2. mars nk. í Kaplakrika í
Hafnarfirði hefst undankeppni
Skólahreysti, nýrrar íþróttakeppni
á milli grunnskóla á höfuðborgar-
svæðinu. Alls senda 47 grunnskólar
lið í undankeppnina og eru liðin
skipuð tveimur drengjum og tveim-
ur stúlkum í 9. eða 10. bekk.
Undankeppninni er skipt í fjóra
riðla og fara þeir fram á fimmtu-
dögum í mars. Tvö lið komast
áfram úr hverjum riðli og keppa til
úrslita í Laugardalshöll 2. apríl en
úrslitakeppninni verður jafnframt
sjónvarpað í beinni útsendingu á
sjónvarpstöðinni Sýn – í opinni dag-
skrá.
Hreystiþrautirnar eru byggðar
upp á svipaðan hátt og ýmis leik-
tæki á leikvöllum sveitarfélaga. Er
það talin góð aðferð til að tengja á
milli leikja og íþrótta, og þar með til
að gera hreyfingu að eftirsóknar-
verðum og skemmtilegum valkost.
Fyrir utan hreyfinguna fá skóla-
liðin sem lenda í efstu sætum pen-
ingaverðlaun sem renna munu til
viðkomandi nemendafélags. Sigur-
launin fyrir fyrsta sætið eru 200
þúsund krónur, 100 þúsund krónur
eru fyrir annað sætið og 50 þúsund
krónur fyrir það þriðja. Keppendur
í úrslitum og þeir fjórir nemendur
sem skipa sigurliðið hljóta jafn-
framt vegleg verðlaun.
Áhugi nemenda mikill
Undanfari keppninnar er sá að
síðasta vor fór fram keppni í hreysti
í samvinnu Ungmennasambands
Kjalarnesþings og Ice-Fitness. Sex
grunnskólar sendu lið til keppninn-
ar sem fram fór í Mosfellsbæ. Gekk
keppnin vonum framar og var áhugi
á hreysti meðal nemenda mikill.
Varð sá áhugi kveikjan að samstarfi
Ice-Fitness og skólaíþróttanefndar
ÍSÍ sem standa að keppninni í ár.
Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-
lands setti saman skólaíþrótta-
nefndina sem hefur það að mark-
miði að stuðla að aukinni hreyfingu
meðal barna og unglinga. Nefndina
skipa fulltrúar frá menntamála-
ráðuneytinu, Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Íþróttakennarafélagi
Íslands og ÍSÍ.
Grunnskólar af höfuðborgarsvæðinu keppa í hreysti
Stuðlað að aukinni
hreyfingu nemenda
Keppendur í Skólahreysti þurfa að fara yfir ýmsar hindranir, meðal ann-
ars klifra upp háan vegg úr neti eins og drengurinn gerir listilega hér.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað íslenska ríkið af
kröfu smábátaútgerðarmanns, sem
taldi að breytingar sem gerðar
voru á lögum um stjórn fiskveiða
árið 2004 hefðu valdið honum tjóni
og brotið gegn eignarréttarákvæði
og jafnræðisreglu stjórnarskrár.
Breytingarnar lutu að því að
sóknaraflamarkskerfi smábáta var
aflagt og krókaaflamarkskerfi tek-
ið upp í staðinn. Krafðist stefnandi
þess að bótaréttur hans yrði við-
urkenndur. Héraðsdómur vísaði
hins vegar til þess, að í lögum um
stjórn fiskveiða, sem sett voru
upphaflega árið 1990, segi að út-
hlutun veiðiheimilda samkvæmt
lögunum myndi ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt forræði ein-
stakra aðila yfir veiðiheimildum.
Af þessu leiði að veiðiheimildir
samkvæmt lögunum séu ekki varð-
ar af ákvæðum 72. gr. stjórn-
arskrárinnar.
Stefnandi taldi einnig að reikni-
regla, sem lögfest var með laga-
breytingunni árið 2004, hefði brot-
ið gegn jafnræðisreglu
stjórnarskrár. Dómurinn komst
hins vegar að þeirri niðurstöðu, að
lagaákvæðin væru hvorki ómál-
efnaleg né andstæð jafnræðisregl-
unni.
Páll Þorsteinsson héraðsdómari
dæmdi málið. Fyrir stefnanda
flutti málið Þórunn Guðmunds-
dóttir hrl. og fyrir stefnda Guðrún
Margrét Árnadóttir hrl.
Úthlutun veiði-
heimilda myndar
ekki eignarrétt