Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 12
VERÐMÆTASTA auðlind Íslend- inga í dag er það traust sem við njót- um í alþjóðlegum viðskiptum. Sú auð- lind er verðmætari en óveiddur fiskur í sjónum og hefur gert það að verkum að íslenskir bankar og bankasamsteypur hafa getað aflað yfir 4.000 milljarða íslenskra króna hjá erlendum fjárfestum og spari- fjáreigendum við kjör sem skipta miklu máli fyrir velferð okkar, að því er fram kom hjá Hreiðari Má Sig- urðssyni, forstjóra Kaupþings banka, í pallborðsumræðum á Við- skiptaþingi Viðskiptaráðsins í gær, en umfjöllunarefni þingsins var Ís- land árið 2015. Hreiðar Már sagði einnig að stjórnsýslan hér á landi ætti að vera tvítyngd og það væri til skammar hve illa við stæðum okkur í að þýða og gefa út reglugerðir á erlendum tungumálum, en þetta væri dæmi um lítið hagnýtt atriði sem þyrfti að vera í lagi. Hann sagði einnig að hann teldi að stjórnvöld ættu að lýsa því yfir að hér á landi yrðu alltaf lægstu fyrirtækja- skattar sem völ væri á, en þeir væru nú til dæmis lægri í Írlandi, 12,5%. Við myndum fá það margfalt til baka. Þá kom fram í máli Hreiðars Más að lykilatriði varðandi það að koma hér á landi á laggirnar alþjóðlegri fjármálamiðstöð væri að bankarnir sem væru hér í dag og væru með mikla starfsemi erlendis yrðu áfram með höfuðstöðvar hér á landi. Áhætta fyrir banka af því að starfa hér væri fylgifiskur íslensku krón- unnar. Ef hún myndi veikjast tölu- vert mikið myndi eiginfjárhlutfall bankans lækka. Eins væri mikilvægt fyrir bankann að kynna sig sem norð- ur-evrópskan banka en ekki íslensk- an, enda væru 80% af umsvifum bankans erlendis og 20% hér á landi. Sex- til áttföldun umsvifa Hjá Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, kom fram að fyrirtækið stefndi að því að sex- til áttfalda um- svif fyrirtækisins á tímabilinu fram til 2015. Hann taldi að þróunin á næstu tíu árum yrði einkum á þrem- ur sviðum, fjármála- og fjárfestinga- starfsemi, ferðaþjónustu og í útflutn- ingi á þekkingu. Þá nefndi hann sem möguleika einkavæðingu Landsvirkj- unar og Orkuveitu Reykjavíkur og sú þekking og verðmæti sem þar væri innan dyra gæti orðið grundvöllur að sókn erlendis á sviði orkumála. Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoð- arforstjóri OECD, sagði að áætlanir OECD næstu fimmtán ár tækju mið af þeim mikla hagvexti sem væri fyr- irsjáanlegur í Asíu á næstu árum, einkum í Kína og á Indlandi. Öll lönd væru að búa sig undir aukna sam- keppni. Þá benti hún á að þessi hagvöxtur næstu ára myndi kalla á aukna orku- notkun og að endurnýjanlegir orku- gjafar sem væru einungis 5% af heildinni yrðu sífellt verðmætari. Samkvæmt þúsaldarmarkmiði Sam- einuðu þjóðanna ætti fátækt að hafa minnkað um helming fram til 2015 og á þeim tíma myndi neytendum fjölga um einn milljarð. Miklar umræður um framtíð atvinnulífsins á Viðskiptaþingi „Traust í alþjóðlegum viðskipt- um verðmætasta auðlindin“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar group, (lengst t.h. á myndinni) flutti erindi á Viðskiptaþingi 2006 í gær. Við hlið hans má sjá Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra KB-banka, og Hannes Smárason, forstjóra FL-group, en þau tóku öll þátt í pallborðsumræðum á þinginu. 12 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ er ljóst að við getum ekki horft framhjá því, að við erum í bullandi samkeppni við aðrar þjóðir. Mark- miðið hlýtur að vera að skapa hér lífs- kjör til framtíðar sem eru á meðal þess besta sem gerist í heiminum,“ sagði Ágúst Guðmundsson, stjórnar- formaður Bakkavarar group, í ræðu á Viðskiptaþingi 2006 í gær, en í ræðu sinni gagnrýndi hann stóriðjustefn- una. Ágúst sagði að sú verðmætaaukn- ing sem Íslendingar hefðu notið af út- rás íslenskra fyrirtækja á undanförn- um árum næmi meira en billjón króna eða eitt þúsund milljörðum króna og það ætti sér sennilega enga hliðstæðu í heiminum í dag. Goðsögn að hagkerfið þurfi á álverum að halda Ágúst vék einnig að stóriðjufram- kvæmdum í erindi sínu og sagði: „Þótt miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu tíu árum eimir þó enn víða eftir af gömlum og að mínu mati úreltum hugsunarhætti. Dæmi um það er áhersla okkar á þungaiðnað, þó einkum álver, eða hin svokallaða stór- iðjustefna.“ Segir Ágúst að sú skoðun virðist vera almenn á meðal Íslendinga að þeir verði að framleiða eitthvað áþreifanlegt en geti ekki lifað á þekk- ingu og þjónustu. „Teljum við að áframhaldandi uppbygging stóriðju og áliðnaðar á Íslandi sé sú leið sem muni skila okkur mestu í framtíðinni og þeirri fjárfestingu, sem nemur og mun nema hundruðum milljarða króna á næstu árum, muni skila okk- ur meiri arðsemi en fjárfesting í því hugviti og þeim krafti sem Íslending- ar búa yfir sem þjóð? Ég er sannfærður um að jafnvel þó að Íslendingar næðu því að komast í hóp stærstu álframleiðenda heims og virkjuðu alla hagkvæmustu virkjun- arkosti landsins myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldr- ei verða meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis. Það er goðsögn að hagkerfið þurfi á álverum að halda til að vaxa. Þeir sem trúa því eru í raun og veru að lýsa yfir vantrausti á íslenskt atvinnulíf og getu þess til að skapa þjóðinni ný verðmæti til framtíðar. Nú stendur til að byggja ný álver og stækka þau sem fyrir eru á næstu árum og landið verður brátt eitt helsta álframleiðsluland heims. Þetta mun leiða til þess að krónan heldur styrk sínum með þeim afleiðingum að önnur íslensk iðnfyrirtæki munu flytja starfsemi sína annað. Að mínu viti er þetta nokkuð augljóst. Hvaða útflutningsgreinar munu þola áratug- ar nær samfellda uppbyggingu í stór- iðju frá 2003 til 2013?“ sagði hann. Ágúst sagði að sjávarútvegurinn muni áfram gegna miklu hlutverki og ekki megi gleyma því að í tengslum við hann hafa jafnframt byggst upp öflug þekkingar- og útrásarfyrirtæki. Mikilvægi framleiðslugreina hafi hins vegar verið að breytast og Íslending- ar séu á hraðri leið með að verða þjón- ustuþjóð. „Raunar er nú svo komið að fjármálaþjónustan skilar orðið álíka miklu til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn.“ Stjórnarformaður Bakkavarar group Úrelt áhersla á þungaiðnað ÞORSTEINN Siglaugsson hagfræðingur tekur í sama streng og Ágúst Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar, um litla ávöxtunar- kröfu til Kárahnjúkavirkjunar. Þorsteinn vann á sínum tíma ítarlega grein- argerð um arðsemi virkjunarinnar fyrir Nátt- úruverndarsamtök Íslands, þar sem hann komst að sömu niðurstöðu um litla arðsemi virkjunar- innar. „Heildararðsemin af verkefninu er minni en eðlilegt væri að ætla af verkefni sem ber sömu áhættu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að af hálfu Landsvirkjunar hafi því verið svarað til að heild- ararðsemi virkjunarinnar sé ekki áhyggjuefni, vegna þess að arðsemi eigin fjár sé nægjanleg. „Vandinn við að horfa á arðsemi eigin fjár er hins vegar sá, að þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki sem nýtur ábyrgðar eigendanna segir arðsemi eigin fjár í rauninni ekki neitt. Þá er hægt að stýra því hversu mikið eigið féð er og ef menn þurfa að auka arðsemi eigin fjár geta þeir einfaldlega lækkað eiginfjárhlutfallið. Í venju- legu fyrirtæki á einkamarkaði háttar hins vegar svo til að þeim mun lægra sem eiginfjárhlutfallið er þeim mun meiri er áhætta lánveitandans, sem leiðir til hærri lánsfjárvaxta,“ segir Þorsteinn. „Að mínu mati er heildararðsemin það eina sem skiptir máli og eini rétti mælikvarðinn gagnvart opinberu fyrirtæki og opinberri fjárfestingu.“ Niðurgreiðsla sem skattborgararnir bera „Þegar spurt er hvort ávöxtunarkrafan sé nægilega há er því til að svara að Landsvirkjun hefur gert ráð fyrir 5,5% heildararðsemiskröfu. Það vekur hins vegar þá spurningu hvað á að hafa til samanburðar. Í mínum útreikningum horfði ég einfaldlega til þess rekstrar sem býr við sambærilega áhættu. Ef gengið er út frá því að fram- kvæmdaáhættan sé engin við virkjunina, þ.e.a.s. að all- ar áætlanir standist, en á því leikur reyndar talsverður vafi í dag, er það kannski ál- framleiðslureksturinn sem slíkur sem er helst saman- burðarhæfur vegna þess að tekjur virkjunarinnar eru háðar sveiflum á álverði með sama hætti og rekstur álversins. Rekstrar- kostnaðurinn er tiltölulega jafn og þarna er margt mjög sambærilegt. Ef ég man rétt er ávöxtunarkrafan í álrekstri á bilinu 7–8% sem er þá einfaldlega sú ávöxtunarkrafa sem á í það minnsta að nota í þessu tilviki. Munurinn sem um ræðir er þá 2–3%, sem er hin raunverulega niðurgreiðsla, sem skattborgararnir bera,“ seg- ir Þorsteinn. Spurður um þau framkvæmdaáform sem framundan eru við virkjanir og álver segist Þor- steinn hafa hvað mestar áhyggjur af því að litlar sem engar upplýsingar liggi fyrir um arðsemi framkvæmda. „Þarna er um fyrirtæki að ræða sem virðast ekki búa við jafn öflugt aðhald og Landsvirkjun. Ég veit ekki hvort orkuveiturnar og hitaveiturnar hafi lagalega aðrar upplýsinga- skyldur. Ég hef t.d. enga hugmynd um það hver er áætlaður kostnaður við uppbyggingu virkj- ana vegna stækkunar Alcan [í Straumsvík] og Norðuráls. Þessar upplýsingar lágu hins vegar tiltölulega skýrt fyrir varðandi Kárahnjúka- virkjun. Ég hef engar upplýsingar um hvaða arðsemi er um að ræða í þessum framkvæmd- um,“ segir hann. Heildararðsemi verkefnisins er minni en eðlilegt má telja Þorsteinn Siglaugsson GUÐMUNDUR Ólafsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, segist ekki skilja hvað Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, er að fara þegar undir hann er borin sú gagn- rýni sem Ágúst hefur haldið fram á stóriðju- stefnuna. Getur vel farið saman Guðmundur segir að stóriðja, þjónustugrein- ar, þekkingariðnaður og starfsemi útrásarfyr- irtækja geti farið vel saman og útiloki alls ekki hver aðra. Spurður um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar segir Guðmundur að þegar áætlanir voru gerð- ar á arðsemi virkjunarinnar fyrir nokkrum ár- um hafi álverð, sem miðað var við í útreikn- ingum, verið miklu lægra en það er í dag og gengið var út frá mun hærri vaxtakostnaði. „Þá voru menn að tala um 5,5% heildararð- semi og um 12% arðsemi á eigið fé. Ég verð að segja að á sama tíma og bankarnir eru að taka 4,15% vexti af fjármagni sem lánað er til hús- næðiskaupa, þá er það allgott að vera með 11– 12% af eigin fé.“ „Nú hefur verðið á áli stórhækkað og þar af leiðandi raforkuverðið,“ segir hann. „Það kem- ur til með að vera hátt næstu ár og miklu hærra en nokkur gerði ráð fyrir. Einnig eru vextir af lánum sem tekin eru vegna þessara fram- kvæmda miklu lægri en gert var ráð fyrir. Þessar framkvæmdir hafa jafnframt miklu minni ruðningsáhrif en búist var við. Það var gert ráð fyrir að 30% starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun yrðu íslenskir en í reynd eru Ís- lendingar ekki nema um 10% starfsmanna. Það eru því sáralítil ruðningsáhrif inn í þjóðfélagið, vélar og tæki sem keypt eru erlendis fyrir lánsfé koma ekki inn í hag- kerfið,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að það sem fyrst og fremst valdi þrýst- ingi á krónuna séu lántökur bankanna vegna lánveitinga þeirra til húsnæðiskaupa. Guðmundur segist engan veginn geta áttað sig á hvað Ágúst sé að fara með um- mælum sínum. „Það má vel vera að ál gefi ekki jafn mik- ið af sér og margt annað en þetta er eitthvað sem við kunnum og getum gert og tekjurnar eru nokkuð öruggar miðað við margt annað. Ég held að það sé til dæmis miklu skynsam- legra að fjárfesta í álverum en að kaupa kvóta í fiskimiðum sem búið er að stórspilla,“ segir hann. „Meginrökvillan í málflutningi þeirra sem beita sér gegn stóriðju er sú að þeir eru alltaf að tala um að það eigi frekar að fara út í eitt- hvað annað. Það er ekkert sem bannar það. Stóriðjan kemur ekki í veg fyrir útrás fyrir- tækja, þekkingariðnað eða ferðamennsku svo dæmi séu nefnd. Ef menn líta í kringum sig og spyrja sig hvaða lönd séu rík og hvert fólk vilji flytja, þá er svarið; það er til landa þar sem stóriðja hef- ur þróast í áratugi og jafnvel aldir. Það eru rík- ustu lönd heims og þangað vill fólk flytja. Hvaðan vill fólk flytja burt? Jú, það eru lönd sem ekki hafa iðnað. Það eru lönd sem eru með vanþróaða atvinnuvegi, þar er landbúnaður og ferðamennska. Álver á Íslandi eru eftirsóttir vinnustaðir, starfsmannavelta lítil og laun góð,“ segir Guðmundur að lokum. Álverð miklu hærra en nokkur gerði ráð fyrir Guðmundur Ólafsson Í YFIRLÝSINGU frá Hrannari Pét- urssyni, blaðafulltrúa Alcan á Íslandi, kemur fram að það sé þreytandi að sitja ítrekað undir neikvæðum yf- irlýsingum um atvinnugrein þeirra er starfa í áliðnaðinum. Kemur þetta fram í kjölfar ræðu Ágústs Guð- mundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar group, á Viðskiptaþingi. Ennfremur segir í tilkynningunni að yfirlýsingar um áliðnaðinn séu oft settar fram án vitneskju um það sem raunverulega gerist í álveri. Góður árangur Alcan hvíli á sömu þáttum og oft eru nefndir í öðru samhengi svo sem hugviti, háu þekkingar-, þjónustu- og tæknistigi, enda sé Al- can í bullandi samkeppni við önnur hátækniálver í heiminum. Álfyr- irtækjum er hins vegar stillt upp sem andstæðu við hátæknifyrirtæki, en það sé röng framsetning. Alcan þreytt á neikvæðri umræðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.