Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 41
MINNINGAR
farið í andlitssnyrtingu varð hann
raunamæddur á svip og sagði: „Hún
var svo falleg þegar hún fór. Þar var
ekkert hægt að bæta. Þið hefðuð
frekar átt að senda mig.“
Hann átti hús, land, bát og byssu
og var alvöru maður. Hann var nátt-
úrubarn og hafði raunveruleg gildi.
Gekk hughraustur á mót skapara
sínum og sagðist engu kvíða. Hann
varð 86 ára gamall. Og ástfanginn
fram á síðasta dag.
Auðna Hödd Jónatansdóttir.
Kveðja frá barnabörnum
í Heiðarási
Það er með miklum trega sem við
kveðjum hann afa í Teigagerði. Það
var mikil gæfa að þekkja hann ekki
aðeins sem börn heldur að fá að
kynnast honum sem fullorðnar
manneskjur. Afi var skemmtilegur
maður og hlýr, hann var ólíkindatól
og talaði gjarnan í spakmælum.
,,Það borgar sig aldrei að spara og
það er gott að gera vitleysur.“ Þann-
ig gat lífsspekin hljómað þegar afi
var spurður. Þótt þau hljómi eins og
mikil öfugmæli þá má segja að fjöl-
skyldan eigi einmitt þessari speki líf
sitt að þakka. Skynsamur og spar-
samur maður hefði aldrei tekið
leigubíl frá Reykjavík til Neskaup-
staðar árið 1947 til að biðja Dísu um
að giftast sér. Lífið var eflaust ekki
alltaf auðvelt fyrstu búskaparárin
en við sem seinna fæddumst urðum
vitni að einhverju fallegasta hjóna-
bandi sem hægt er að hugsa sér. Afi
var óspar á gullhamrana, þau döns-
uðu í eldhúsinu og rifust eins og
vargar yfir spilum ef afi svindlaði en
alltaf var blik í augum þeirra. Af
hverju giftistu afa þegar þú gast val-
ið hvern sem er? spurði einhver.
Hann Jón var svo skemmtilegur,
sagði amma.
Hann Jón afi var sterkur og
óvenjulegur persónuleiki sem fór
ekki alltaf troðnar slóðir. Hann helg-
aði líf sitt lífsgæðum en ekki kapp-
hlaupinu. Hann endurreisti fæðing-
arheimili sitt á Oddsstöðum á
Melrakkasléttu og dvaldist þar jafn
lengi og krían á hverju sumri með
ömmu og afkomendum þeirra eða
frændfólki. Þau lifðu þar á landsins
gæðum, tíndu dún, kyntu húsið með
rekaviði og veiddu silung. Afi varð
þannig ómetanleg jarðtenging og
skóli fyrir okkur sem höfðum alist
upp í vernduðum úthverfum amer-
íku. Hann kenndi okkur að þekkja
fugla himinsins og bera virðingu fyr-
ir grimmd og gæðum náttúrunnar. Í
minningunni rennur allt saman.
Hann var fallegur maður með sveip í
hárinu, hann var Melrakkaslétta og
Rauðinúpur, hann var silungur og
pallbíllinn hann gamli rauður, hann
var trillan hún Elsku Rut, hann var
hlaðborð í Afaborg þar sem menn
átu skotinn kjóa, drukknaðan lóm,
skúm og skarf ásamt silungshausa-
súpu. Það var ómetanlegt að fá að
kynnast veröld sem var. Að höggva í
eldinn, að sigla með elsku Rut og
tína dún, leggja net og blóðga silung
eða skjóta varginn og éta hann.
Síðustu árin var hugur hans sí-
frjór, hann hringdi um leið og barna-
börn eða barnabarnabörn fæddust
og var búinn að finna nöfn, Mel-
rakkaslétta Saga, Vorsól, Himbrimi
Snár eða Brimir. Afi lagði mikla
áherslu á sjálfstæða hugsun, enginn
skyldi kjósa flokk vegna þess að fað-
ir hans gerði það eða afi, hið sama
gilti um trúmál en lífsskoðanir hans
voru sterkar og hann var mikill frið-
arsinni. Hann afi átti til að fara með
heimspekilegar kenningar eða
skáldlegar setningar eða ljóðlínur.
,,Hefurðu fundið ylinn af gráu
grjóti?“ gat hann spurt upp úr þurru
eða þá að hann spurði: Hvort var
þetta eftir mig eða Davíð Stefáns-
son? Hann afi var af kynslóð sem
bar virðingu fyrir efninu og sam-
hengi lífsins. Hann lagaði hluti,
límdi þá saman eða bætti, ekkert fór
til spillis. Með afa hverfur kynslóð
sem fæddist inn í heim sem verður
sífellt meira framandi. Með honum
hverfa minningar, reynsla og mikil
viska. Hann var sannur ættarhöfð-
ingi og mikill áhrifavaldur í lífi af-
komenda sinna og tengdafólks.
Hann skilur eftir sig stóra og sam-
heldna fjölskyldu sem mun gæta
hennar Dísu. Það var mikil gæfa að
eiga slíkan afa.
Hulda Brá Magnadóttir,
Andri Snær Magnason,
Jón Pétur Magnason, Lárus,
Margrét Sjöfn, Dagmar
og langafabörn.
Níu hrafnar voru sestir að í nöktu
tré við fallega litla Teigagerðishúsið,
þegar ég kom þangað að heimsækja
vin minn Jón um daginn. Inni sat
hann sjálfur, dreypti á fjallagrasa-
seyði og ræddi margt; um unga flug-
menn í seinna heimsstríði, Möðru-
velli, leiklist og nauðsyn lopasokka.
Og sem endranær var gestrisnin á
dýptina, hann gaf og þakkaði á víxl.
Jón var vinur minn. Í tæknilegu
tilliti var hann tengdafaðir systur
minnar, og vissulega var hann mér
hálfri öld eldri, en á mannamótum
kynnti hann mig jafnan sem vinkonu
sína. Mér fannst það leynilega mikill
heiður.
Og ævinlega var gott að koma í
eldhúsið í Teigagerðinu; þar sat Jón
og lýsti heiminum með sínu fágæta
orðfæri, kallaði litla afadrengi refi á
meðan Dísa hans brasaði við hellu
eða ofn. Þau skutu línum inn í hvors
annars frásagnir – ef þau töluðu þá
ekki beinlínis samtímis, jafnvel
hvort um sitt efni – en alltaf var
hægt að fylgja þræðinum. Svo vön
voru þau nærveru hvors annars að
eldhússamtölin voru samofin, eins
og tvíradda lag, eins og kvikmynd
með texta.
Af pappírum hefði mátt gera sér
ýmsar gamaldags hugmyndir um
Jón S. Pétursson, sem vélstjóri væri
hann kannski maður kaldra kerfa,
sem sveitadrengur frá 1919 hlyti
hann að standa utan við samtímann.
Jón sleit hins vegar þessi og önnur
viðmið; hann skildi skáldskap og
drauma, var vís og næmur, sá nýjar
hliðar á mörgu efni. Mér sýnist sem
hann hafi innrætt öllum sínum ætt-
boga sérstaka blöndu visku og kank-
vísi, sem er hollt og fallegt vega-
nesti. Og innblástur afa Jóns mun
áreiðanlega áfram sóttur norður á
Melrakkasléttu, þar sem Afaborg
stendur.
Hrafna hef ég aldrei séð svo
marga saman komna, og hljóða, síst
af öllu í miðri byggð. En það var við
hæfi að mikið yrði lagt í náttúru-
táknin þegar Jón gamli var kvaddur.
Minningin ljómar.
Sigurbjörg Þrastardóttir.
Allt frá því að ég fór fyrst að fylgj-
ast með félagsmálum vélstjóra hefur
nafn Jóns S. Péturssonar vélstjóra
verið áberandi í umræðunni vegna
þátttöku hans í félagsmálum stétt-
arinnar til margra ára. Í kringum þá
sem eru áberandi á þessum vett-
vangi skapast oft deilur og menn
skiptast í tvo hópa; þá sem styðja
viðkomandi og hina sem telja hann
óalandi og óferjandi hvernig sem á
er litið. Um Jón spunnust ekki um-
ræður af þessu tagi: Þeir sem til
þekktu gáfu honum almennt gott
orð fyrir yfirvegun og sanngirni í
þeim samskiptum sem þeir höfðu átt
við hann á sviði félagsmálanna. Um
lífsgöngu Jóns má því segja að hann
hafi eignast marga vini en fáa óvini
sem er fátítt í þeim samkeppnis-
heimi sem öllu stýrir og stjórnar um
þessar mundir.
Persónulega kynntist ég Jóni fyr-
ir um kvartöld síðan. Þá hlotnaðist
mér sá vegsauki að vera prófdómari
í verklegri vélstjórn hjá Vélskóla Ís-
lands ásamt Jóni sem hafði sinnt
þessu starfi, þá, um nokkurt skeið.
Að vera prófdómari í verklegri
vélstjórn er býsna vandasamt verk
þar sem ekki er við að styðjast ná-
kvæm kennileiti um hvernig úr-
skurða beri, í það og það sinnið,
vegna þess að oft ræðst niðurstaðan
af fleirum en einum þætti svo sem
fasi og framgöngu viðkomandi
ásamt frammistöðu á öðrum tengd-
um sviðum sem getur staðfest að
hann búi yfir þeirri þekkingu sem
krafist er. Eins er að margur nem-
andinn sem gengst undir verklegt
próf ber ótakmarkaða lotningu fyrir
prófdómurunum sem þeir halda að
séu bæði óskeikulir og alvitrir. Þessi
innistæðulausa lotning veldur oft á
tíðum óþarfa stressi og kvíða hjá
viðkomandi sem getur leitt til
frammistöðu sem er langt undir
getu.
Í þessu vandasama starfi var Jón
réttur maður á réttum stað. Maður
sem tók sjálfan sig ekki of hátíðlega
og reyndi eftir bestu getu að hafa á
takteinum viðeigandi gamanmál
þegar að stressið var farið að ráða of
miklu um niðurstöðuna.
Ávallt gætti Jón þess að allir sætu
við sama borð og fyllstu sanngirni
væri gætt í niðurstöðunum. Ef upp
komu vafaatriði um túlkun var þess
ætíð gætt að próftakinn nyti vafans.
Í framhaldi af samstarfi okkar á
þessum vettvangi urðu samskiptin
meiri. Ég leitaði oft upplýsinga hjá
Jóni um eitt og annað, sem mig van-
hagaði um, sem átt hafði sér stað
fyrir mína tíð hjá Vélstjórafélagi Ís-
lands en Jón hafði verið starfsmaður
hjá Motorvélstjórafélaginu um
nokkurt skeið og einn þeirra sem
gerði sameiningu þess og Vélstjóra-
félags Íslands mögulega á árinu
1966.
Einnig leitaði ég til Jóns um
stuðning til setu í stjórn Sparisjóðs
vélstjóra á sínum tíma og á þeim
vettvangi studdi hann mig með ráð-
um og dáð.
Alltaf sinnti Jón mínu kvabbi af
miklum heilindum en Jón var einn
þeirra manna sem nú á tímum fer
fækkandi, sem tók töluð orð og lof-
orð alvarlega því ef hann gekkst inn
á eitthvað, þá þurfti ekki fleiri orð
um það, allt stóð eins og stafur á
bók.
Með Jóni er genginn heilsteyptur
einstaklingur sem ég hygg að hafi
haft bætandi áhrif á þá sem hann
átti samskipti við á langri ævi.
Farðu í guðs friði með kæru þakk-
læti fyrir allt og allt á okkar vegferð.
Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags Íslands.
SÓLSTEINAR
Gæði
Góð þjónusta
Gott verð
Mikið úrval
i
j
i i l
Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566
www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is
15-50% afsláttur
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
ÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
Eyrarholti 20,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 1. febrúar.
Útförin hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson,
Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór A. Þórarinsson,
Valdís Þóra Gunnarsdóttir,
Sara Lind Gunnarsdóttir, Páll Þórir Jónsson,
barnabörn og systkini.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
HELGA RUNÓLFSSONAR
bifreiðastjóra,
Ánahlíð 12,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks nýrnadeildar Landspítala háskólasjúkra-
húss og starfsfólks Heilsugæslustöðvarinnar Borgarnesi fyrir góða
umönnun.
Gunnfríður Ólafsdóttir,
Særún Helgadóttir, Jóhann B. Hjörleifsson,
Ólafur Helgason, Sigríður I. Karlsdóttir,
Hrönn Helgadóttir, Indriði Jósafatsson,
Friðborg Helgadóttir, Árni Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA EVELYN ADOLFSDÓTTIR,
Austurvegi 5,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar-
daginn 11. febrúar kl. 13.00.
Börn, tengdabörn, ömmubörn
og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁRNI SIGFÚSSON
frá Ægissíðu, V-Hún.,
Bugðulæk 6,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðviku-
daginn 1. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Starfsfólki Víðiness eru færðar innilegar þakkir fyrir sérlega góða umönnun.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Svala Árnadóttir, Vigfús Aðalsteinsson,
Karólína Árnadóttir,
Sigfús Ægir Árnason, Stefanía Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
GUÐMUNDUR JÓNSSON
(Mansi),
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring-
braut mánudaginn 6. febrúar.
Útförin verður gerð frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.00.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 11E fyrir
einstaka umönnun, heimahjúkrun Karitas og starfsfólki á Sjúkrahóteli RKÍ.
Sigurður Jón Guðmundsson,
Lúther Guðmundsson,
Úlfar Guðmundsson,
Berglind Harpa Guðmundsdóttir.
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 – www.englasteinar.is
15% afsláttur af öllum
legsteinum og fylgihlutum
Sendum
myndalista