Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 25

Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 25 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR ALZHEIMER er arfgengur sjúk- dómur en lífsstíllinn getur ákvarð- að hvenær sjúkdómurinn kemur fram. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sænskra og bandarískra vís- indamanna á sænsk- um tvíburapörum. Nancy Pedersen er í forsvari fyrir vísinda- mannahópinn og segir í Dagens Nyheter að með því að rannsaka Alzheimertilfelli hjá tvíburum hafi komið í ljós að orsakir sjúk- dómsins liggi mun frekar í erfð- unum (80%) en umhverfinu (20%). Í DN kemur fram að þrátt fyrir að Alzheimer sé í ættinni og í ljós hafi komið að sjúkdómurinn stjórnist frekar af erfðum en um- hverfi, geti fólk fyrirbyggt eða a.m.k. seinkað sjúkdómnum með því að lifa heilbrigðu lífi og æfa heilann. Um er að ræða stærstu tvíburarannsókn á sambandi erfða og umhverfis í tengslum við Alz- heimer sem gerð hefur verið. Sænsk gögn um tólf þúsund tví- burapör yfir 65 ára aldri voru rannsökuð og voru tvíburarnir bæði eineggja og tvíeggja, en sænska tvíburaskráin er sú um- fangsmesta í heimi. Niðurstöð- urnar birtast í vísindatímaritinu Archives of General Psychiatry. Erfðavísar hafa einnig áhrif á það hvenær einkenni Alzheimer koma í ljós. Hjá eineggja tvíburum með Alzheimer byrjuðu einkennin oftar á svipuðum tíma en lengra gat liðið á milli hjá tvíeggja tvíburum, allt að 18 ár. Þegar rann- sóknin fór fram höfðu ekki endilega báðir eineggja tvíburarnir fengið Alzheimer þótt annar væri greindur með sjúkdóminn. „Rannsóknin sýnir að bæðir erfðir og um- hverfi hafa áhrif [...] maður þarf ekki að gefast upp heldur reyna að hafa áhrif á þróunina,“ segir Pedersen í DN og nefnir hollt mataræði og heilarækt sem mikilvæga þætti til að hægja á þróuninni. Umhverfisþættirnir eru þó margir og mismunandi og t.d. skiptir máli við hvað fólk vinn- ur, hvaða menntun það hefur, hreyfing og mataræði. Frekari rannsóknir á umhverfisþáttum sem hafa áhrif standa nú fyrir dyr- um. Annar hópur vísindamanna hef- ur komist að því að hægt er að sjá fyrir hvaða sjúklingar muni fá el- liglöp eða Alzheimer með því að taka mænuvökvapróf. Of snemmt þykir þó að byrja að gera slík próf á hugsanlegum sjúklingum þar sem meðferðarúrræði eru ekki skýr. Heilbrigt líf getur seinkað Alzheimer  HEILSA Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn , Kringlunni, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Laugavegi 7, sími 561 1511 Tax-free-bomba Fríhafnarverð fimmtudag til sunnudags Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi Verið velkomin Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.