Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ELLEN Ingvadóttir er á þeirri skoðun að gjaldskrá Hvalfjarð- arganga sé „gjörsamlega úr takti við það sem eðlilegt getur talist“ og krefur ráðamenn Spalar ítrekað um svör við spurningum um „okurgjald- töku í Hvalfjarð- argöngum og óraunhæfni í verðforsendum gjald- flokka“ í Morgunblaðs- greinum 22. og 24. febr- úar og 2. mars 2006. Tilefnið er að hún eign- aðist í fyrra svokallaðan pallbíl. Sá telst ekki venjulegur fjölskyldubíll samkvæmt gjaldskrá ganganna og fyrir hann er innheimt veggjald í samræmi við það. Gjaldskrá Spalar mið- ast við lengd bíla. Í gjaldflokki I eru efri mörk 6 metrar og innan þeirra rúmast þau ökutæki sem í hefðbundnum skilningi eru fjöl- skyldubílar. Um 93% bíla, sem um göngin fara, tilheyra gjaldflokki I. Pallbíll Ellenar er samkvæmt öku- tækjaskrá tæplega 6,3 metrar að lengd og heildarþyngdin er tæplega 5,2 tonn. Hann tilheyrir gjaldflokki II í Hvalfjarðargöngum þar sem mið- að er við 6–12 metra lengd. Pallbíll er skilgreindur sem „vöru- bíll“ í reglum um innflutning (sbr. upplýsingar á heimasíðu tollstjóra- embættisins í Reykjavík) og ber ekk- ert vörugjald sé hann yfir 5 tonnum að þyngd, óháð vélarstærð, hvort heldur hann er fluttur inn til at- vinnurekstrar eða einkanota. Fólks- bílar bera hins vegar 30–45% vöru- gjald. Ellen segir að pallbílar njóti „sí- fellt aukinna vinsælda á Íslandi sem fjölskyldu- og ferðabílar.“ Það kann rétt að vera en breytir engu um að slík ökutæki eru sýnilega annað og meira en „fjölskyldubílar“ samkvæmt skilningi bæði löggjaf- arvalds og fram- kvæmdavalds landsins. Þeir sem tekið hafa bíl- próf eftir apríl 1960 þurfa til dæmis að afla sér aukinna ökuréttinda til að fá að stjórna svona bíl og um hann gilda sömu reglur og um vörubifreiðar. Þannig má geta þess að bíll Ell- enar má ekki standa á götum eða almennum bifreiðastæðum Reykja- víkur milli kl. 22:00 og 06:00. Á Akranesi má hún ekki leggja bílnum á götum, einkalóðum í íbúðar- húsahverfum eða á almennum bif- reiðastæðum nema þau sé til þess ætluð (lögreglusamþykktir sveitarfé- laganna). Spölur er ekki eyland í gjaldskrármálum Lengdarmörkin í Hvalfjarð- argöngum, 6 metra hámark fyrir fjöl- skyldubíl, eru ekki fundin upp af Speli. Þau eru þekkt viðmiðun. Reyndar er algengt í hliðstæðum gjaldskrám erlendis að miðað sé líka við heildarþyngd og hæð eða heild- arþyngd eingöngu, yfirleitt 3,5 tonn að hámarki fyrir skyldubíla. Ellen myndi flj hófleg og sanngjö fjarðarganga eru bæ í ökuferð um samgöngumannvi heimt eru þjónus eru til dæmis inn stöðum (jarðgöng gegnum miðborgi staðar að borga s flokki II (stórir b sinn, allt upp í ja fyrir staka ferð. H ir fjölskyldubíl í N tonnum) er hins v lega 1.700 króna. Stórabeltisbrúna gjald fyrir pallbíl króna í stað 2.100 venjulegum fjölsk Ellen þyrfti rey sinni að fara út fy að kynnast því að land í gjaldskrárm Færi hún til dæm Eyja væri gjaldið 7.420 krónur, sam ingum útgerðar f fjölskyldubíl þarf krónur fyrir hver Um pallbíl og meint oku Gísli Gíslason svarar Ellen Ingvadóttur um gjaldheimtu í Hvalfjarðargöngum ’Fordinn hensætir eðlilegr Hvalfjarðarg er ekki fjölsk um skilningi reglna.‘ Gísli Gíslason BEÐIÐ EFTIR BAUHAUS Borgarráð Reykjavíkur hefur ennfrestað því að afgreiða umsóknþýzku byggingavörukeðjunnar um lóð undir stórverzlun í landi Úlfars- fells. Ákveðið hefur verið að leita eftir formlegu áliti stjórnsýslu- og starfs- mannasviðs borgarinnar á athugasemd- um, sem hafa borizt við umsóknina. Annars vegar er um að ræða athuga- semdir frá Mosfellsbæ vegna sameig- inlegrar þróunaráætlunar sveitarfélag- anna og hins vegar athugasemdir frá Smáragarði, fasteignafélagi keppinaut- arins BYKO. Það er sjálfsagt og eðlilegt, eins og við allar aðrar lóðaúthlutanir, að allra lögformlegra atriða sé vel gætt, þar á meðal samninga við nágrannasveitar- félög. Hins vegar lætur Reykjavíkur- borg ítrekanir eigenda BYKO á um- sóknum um lóð á sömu slóðum tæplega stöðva úthlutun lóðar til Bauhaus. Enda hafa forsvarsmenn BYKO marglýst því yfir að þeir fagni hinni nýju samkeppni. Þeir eru fyrir vikið áreiðanlega ekkert á móti því að Bauhaus fái lóð á góðum stað, rétt eins og þeir ráða sjálfir yfir mörgum lóðum á góðum stöðum á höf- uðborgarsvæðinu. Bauhaus hefur tvívegis áður reynt að fá lóð undir starfsemi sína á höfuðborg- arsvæðinu, án árangurs. Það geta hafa verið málefnalegar ástæður fyrir því að fyrirtækinu var synjað um þær tilteknu lóðir. En það getur einfaldlega ekki verið að fyrirtæki, sem vill koma inn á íslenzka markaðinn og keppa við þá, sem fyrir eru, geti ekki fengið lóð sem er sambærileg við þær lóðir, sem keppi- nautarnir hafa þegar fengið úthlutað og þannig komið sér vel fyrir á markaðn- um. Fjallað er um byggingavörumarkað- inn í fréttaskýringu Kristjáns Torfa Einarssonar blaðamanns í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær. Þar kemur fram margvísleg, hörð gagnrýni á við- skiptahætti stóru verzlanakeðjanna tveggja á þessum markaði, Húsasmiðj- unnar og BYKO. Og forsvarsmenn þessara fyrirtækja vísa jafnframt þeirri gagnrýni á bug. Það er ekki einfalt fyrir þá, sem standa utan við þennan mark- að, að átta sig á því hvað er rétt í mál- inu. Með því að öflugur, erlendur aðili komist í aðstöðu til að keppa við hina öflugu, innlendu aðila hættir það hins vegar að skipta öllu máli. Þá eru það einfaldlega lögmál samkeppninnar, sem ríkja og neytendur snúa sér þang- að, sem bezta verðið er að fá. Það er mikilvægt að auka samkeppni á þessum markaði, ekki sízt vegna þess að ef Bau- haus gengur vel, er ekki ósennilegt að fleiri erlendar verzlanakeðjur geti hugsað sér að keppa við íslenzka aðila. Íslenzkum smásölumarkaði veitir ekk- ert af slíkri samkeppni. Stjórnmálamönnum ber skylda til að haga málum með þeim hætti að skipu- lag hindri ekki nýja aðila í að komast inn á smásölumarkað. Það er því mik- ilvægt að borgarfulltrúar hafa tekið já- kvætt í að tryggja Bauhaus lóðina, sem fyrirtækið biður um. SJÁLFSTÆÐI SVARTFJALLALANDS Þing Svartfjallalands samþykkti ein-róma í gær tillögu um að halda þjóðaratkvæði um sjálfstæði landsins 12. maí. Atkvæðagreiðslunni var ákaft fagnað á þinginu. Svartfjallaland er eina ríkið, sem áður heyrði til Júgóslavíu og enn er í ríkjasambandi við Serbíu. Skiptar skoðanir eru um það meðal Svartfellinga hvort slíta eigi samband- inu við Serbíu. Samkvæmt skoðana- könnunum, sem reyndar eru frá því á liðnu ári, eru fleiri hlynntir sjálfstæði en andvígir, eða 43% á móti 31%, en þó nokkur fjöldi, 24%, er óákveðinn. Það kann þó ekki að skipta máli þótt fleiri kjósi sjálfstæði en hafni því vegna þess að einfaldur meirihluti dugir ekki. Ástæðan er sú að stjórn og stjórnarand- staða féllust á að 55% atkvæða og þátt- töku helmings kjósenda þyrfti til að samþykkja sjálfstæði. Sjálfstæðissinnar geta því haft níu prósentustiga forskot án þess að fá sínu framgengt. Það væri ekki ástæða til þess að amast við þessu ef hér væri um að ræða samkomulag Svartfellinga um það hvernig ætti að standa að atkvæða- greiðslunni. Það er hins vegar öðru nær. Ástæðan fyrir 55% reglunni er þrýsting- ur frá Brussel. Javier Solana, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hótaði því að yrði ekki miðað við samþykki 55% í atkvæða- greiðslunni myndi Evrópusambandið ekki viðurkenna sjálfstæði Svartfjalla- lands. Í þessu sambandi má ekki gleyma því að Solana þvingaði Svartfellinga til að mynda sambandsríki með Serbíu árið 2003 og sagði að Evrópusambandið myndi að öðrum kosti refsa þeim með því að draga úr efnahagsaðstoð. Nú hót- ar hann einangrun verði skilyrði hans ekki uppfyllt og var einnig haft í hót- unum um að Evrópusambandið myndi þrýsta á um að Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu fylgdist ekki með kosn- ingunum. Mikil andstaða er við það meðal serb- neskra stjórnvalda að Svartfjallaland fái sjálfstæði og sömu sögu er að segja um serbneska þjóðernissinna. Serbar eru hins vegar aðþrengdir um þessar mundir vegna þess að þeir eiga í við- ræðum við Evrópusambandið, sem hef- ur verið hótað að verði hætt ef Ratko Mladic, leiðtogi Bosníu-Serba í stríðinu á Balkanskaga á síðasta áratug, verður ekki framseldur til stríðsglæpadóm- stólsins í Haag. Framganga Solanas í þessu máli er með ólíkindum. Hún hefur verið harð- lega gagnrýnd í Svartfjallalandi, en kannski farið fyrir ofan garð og neðan annars staðar. Gagnrýnendur hafa með- al annars bent á að með kröfunni um 55% sé verið að gera meiri kröfur en Evrópusambandið geri sjálft. Til dæmis væru hvorki Malta né Svíþjóð í Evrópu- sambandinu ef kröfur Solanas hefðu átt við þegar þar var haldin þjóðaatkvæða- greiðsla um aðild að ESB. Aðferðir Sol- anas bera vitni hroka og valdníðslu og segja margt um það hvað er að marka málflutning ESB um lýðræði og lýð- ræðisvæðingu á Balkanskaga þegar á reynir. Þær vekja einnig spurningar um sjálfstæði ÖSE, sem síst á að vera tæki fyrir ESB til að neyta aflsmunar og knýja fram markmið sín í utanríkismál- um. Svartfjallaland er ekki nýlenda ESB og Javier Solana er ekki landstjóri þar. HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ef stækkun álversins í Straums- vík og bygging nýs álvers á Norðurlandi yrði að veruleika næsta áratuginn myndi það skapa 2.000 til 2.500 ný störf á tímabilinu. Hagvöxtur yrði 5–6% meiri en annars hefði verið og tekjur rík- issjóðs yrðu 10 til 15 milljörðum meiri. Hann sagði ennfremur að þessar framkvæmdir myndu rúmast ágætlega innan skuldbindinga Íslendinga gagnvart Kyoto-bókuninni til 2012. Þingmenn ræddu stóriðjustefnu ríkisstjórnar- innar í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Ög- mundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna var málshefjandi umræðunnar. Hann gerði að umtalsefni nýtt samkomulag íslenskra stjórnvalda og fyrirtækisins Alcoa um könnun á hagkvæmni þess að reist verði 250 þúsund tonna álvera á Bakka við Húsavík. Hann sagði, í því sambandi, að Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra hefði farið til New York ásamt sveitar- stjórnarmönnum að boði Alcoa og kropið við borð auðhringsins. „Að sögn Valgerðar hafði forstjóri Alcoa aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum. Það er örugg- lega rétt. Að erlendum fyrirtækjum skuli sett al- gert sjálfdæmi um stór og afdrifarík mál af þessu tagi, sem hafa gríðarleg áhrif, ekki bara á þessu svæði heldur á náttúru og efnahag landsins alls, er örugglega séríslenskt fyrirbæri, bundið við rík- isstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Athöfnin ytra var dapurleg en táknræn um leið um niðurlægingu lands og þjóðar á grundvelli stefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ög- mundur. Hann sagði að varnaðarorð kvæðu við úr öllum áttum. Væntingar vegna nýs samkomulags hefðu leitt til gengishækkunar krónunnar og þar með hefðu tekjur ferðaþjónustu og sjávarútvegsins lækkað. „Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið í leiðara í [gær] reyna að slá á væntingar. En er það nóg? Fríar það Sjálfstæðisflokkinn af allri ábyrgð að setja slíkan fyrirvara? Sá tími er liðinn að mínum dómi að Sjálfstæðisflokkurinn geti leyft sér að sitja á áhorfendabekkjunum í þessu risa- vaxna hagsmunamáli þjóðarinnar.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði að það væri út af fyrir sig skynsamleg niðurstaða að velja Húsavík. En þar með væri þó bara hálf sagan sögð. „Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að á næstu tíu árum sé aðeins rými fyrir framkvæmdir í álversmálum upp á 250 þúsund tonn. Af því leiðir að það er ekki hægt að fara í alla þá uppbyggingu sem nú er í umræðunni; þær myndu valda óbætanlegum ruðningsáhrifum í hagkerfinu og ekki rúmast inn- an skuldbindinga okkar samkvæmt Kyoto-bók- uninni vegna þess að það væri ekki hægt að end- urnýja loftslagssamninga okkar með sama hætti ef þetta yrði að veruleika.“ Hún kvaðst telja að gera þyrfti hlé á ákvarðanaferlinu um nýtt álver. Mikil tíðindi fyrir Húsvíkinga Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði að stóru tíðindin í fyrradag hefðu verið þau að Alcoa ætlaði að halda áfram að undirbúa álver á Íslandi og taka mið af því að það yrði við Húsavík. „Þetta eru stóru tíðindin,“ sagði hann, „þetta eru stóru tíðindin fyrir Húsvíkinga og þá sem þar búa í ná- grenninu. En fyrir okkur hin eru þetta ekki stór tíðindi. Þetta eru ekki þannig tíðindi að við þurf- um að taka tillit til þess í þeim útreikningum sem við erum að vinna að í fjármálaráðuneytinu, því Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utand Stækkun í Straums Norðurlandi skapi a Þingmaður Vinstri grænna segir að at
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.