Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 27
MINNSTAÐUR
Verð fyrir Verð fyrir
einrétta þrírétta
Okkar rómaða humarsúpa . . . . . . . 990
Steiktur skötuselur
með hvítvínssósu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.390 4.390
Kjúklingabringa
„a la Italiana“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.950 3.890
Lambafillet
með sherrybættri sveppasósu . . . . . . . . . . 3.390 4.390
Nautalundir
með chateaubriandsósu . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.700 4.690
Súkkulaðifrauð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 790
Einnig úrval annarra rétta á „a la cart“ seðli
Borðapantanir eru í síma 562 1988.
Veitingahúsið Madonna, Rauðarárstíg 27-29.
Þriggja rétta matseðill
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn
Blaðbera vantar á
Akureyri
í eftirtalin hverfi:
Akurgerði
og Innbæ.
Upplýsingar í
síma 461 1600
Göngutúr sem borgar sig.
Egilsstaðir | Sveinn Sigurbjarnar-
son á Eskifirði hefur til margra ára
rekið fyrirtækið Tanna ferðaþjón-
ustu ehf. og ekið hundruð þúsunda
kílómetra innanlands og utan með
farþega af ýmsum toga í langferða-
bifreiðum Tanna.
Morgunblaðið hitti Svein inni í
miðju Valþjófsstaðarfjalli, þar sem
hann beið boðsgesta sem brugðið
höfðu sér í skoðunarferð um stöðv-
arhússhelli Kárahnjúkavirkjunar.
„Það er alveg makalaust að fylgj-
ast með framkvæmdunum hérna“
segir Sveinn og reiknar í fljótheit-
um út að hann hafi farið með fólk
inn í fjallið allt frá því að ökufær
göng voru sæmilega tilbúin, eina til
þrjár ferðir í hverjum mánuði síð-
ustu tvö árin eða svo. „Fyrst þegar
maður var að koma var allt hrátt og
undirlagt í ryki og hávaða. Núna er
flest á sínum stað og málað í hólf og
gólf í stöðvarhúsinu.“
Ekur starfsmönnum Bechtel
Sveinn hefur ekki aðeins ekið í
tengslum við virkjunarfram-
kvæmdir, auk hefðbundinna ferða-
mannaflutninga og sérverkefna,
heldur þjónustar Tanni einnig
Bechtel sem byggir álverið á Reyð-
arfirði fyrir Alcoa Fjarðaál.
„Við sjáum um allan starfs-
mannaakstur í tengslum við álverið.
Erum núna með átta bíla og 1500
sæti til reiðu kvölds og morgna og
þurfum að auka við fjórum rútum
vegna vaxandi starfsmannafjölda
fram á sumarið.“
Svenni er hálfgerð goðsögn í
rútubílaheiminum, menn þekkja
hann sem brosmildan og úrræða-
góðan ekil sem ekki vílar fátt fyrir
sér og tekst á við flest verkefni með
uppbrettar ermar og jafnlyndi þess
sem margan sjóinn hefur sopið.
Tanni í fjöllum og fjörðum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kúnst að keyra í fjalli Sveinn Sigurbjarnarson á einni Tannarútunni í Val-
þjófsstaðarfjalli og bíður þar farþega úr skoðunarferð um stöðvarhússhelli.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
LANDIÐ
AUSTURLAND
Breytingar hjá KHB | Ákveðið
hefur verið að sameina rekstur
byggingarvörusviðs Húsasmiðj-
unnar og Kaupfélags Héraðsbúa,
undir nafni Húsasmiðjunnar.
Til stendur að Húsasmiðjan
flytji starfsemi sína í núverandi
húsnæði byggingarvörudeildar
KHB í miðbæ Egilsstaða og verði
þar uns KHB hefur byggt nýtt
2.500 fermetra verslunarhús
skammt frá sem mun svo hýsa
Húsasmiðjuna, Blómaval og versl-
un Ískrafts. Reiknað er með að
byggingin verði tilbúin um nk. ára-
mót. KHB gekk til samstarfs við
Sindra með sömu hugmynd fyrir
nokkrum misserum, en þau áform
gengu ekki eftir. Byggingar-
vöruverslun KHB á Reyðarfirði
verður einnig rekin undir merkjum
Húsasmiðjunnar.
Hulda Hákon myndlistarkona hefurundanfarnar vikur dvalið í Skvísu-sundi í Vestmannaeyjum við und-irbúning tveggja sýninga sem hún
opnar í Reykjavík í dag. Húsið sem hún og Jón
Óskar, maður hennar, keyptu og eru að gera
upp er ein af krónum sem setja svo skemmti-
legan svip á götuna.
Það gat verið líflegt í krónum í Vest-
mannaeyjum en svo kallast útgerðarhús í Eyj-
um. En með nýjum eigendum hefur króin
fengið nýtt hlutverk og um leið öðlast nýtt líf.
Það hefur ekki farið mikið fyrir þeim þarna en
þau kunna því vel að komast frá sínu daglega
amstri og fá tækifæri til að vinna að list sinni
ótrufluð.
Þau hjónin hafa komið sér upp svefnaðstöðu
í krónni en hennar stærsta hlutverk er vinnu-
stofa fjarri heimsins glaumi. En hvernig kom
það til að þau ákváðu að kaupa sér kró við
Skvísusund í Vestmannaeyjum? „Páll Stein-
grímsson hafði sagt okkur frá þessum húsum
nokkrum árum áður en við létum verða af því
að kaupa. Niðurstaðan varð sú að við keyptum
hús af Eddu Tegeder og hér höfum við unnið
hörðum höndum að því að koma okkur upp að-
stöðu síðan,“ segir Hulda um króna þar sem
Haraldur Traustason á Sjöstjörnunni, Svenni
á Krissunni og Sighvatur í Ási réðu áður ríkj-
um.
Góður andi
„Þetta er búið að taka langan tíma og enn er
mikið verk fyrir höndum. Við erum búin að
setja nýtt þak og koma á hita þannig að við
getum sofið hérna. Við erum mjög ánægð og
okkur Jóni finnst húsið passa okkur.“
Hulda og Jón Óskar hafa tengsl við Vest-
mannaeyjar, hann í gegnum afa sinn og ömmu,
Þórunni Friðriksdóttur og Ingvar Þórólfsson
frá Birtingarholti við Vestmannabraut, og sjálf
segist hún hafa nostalgískar hugmyndir um
Vestmannaeyjar í gegnum ömmubræður sína.
Í listsköpun sinni er Hulda ef til vill fyrst og
fremst handverksmaður sem mótar hug-
myndir sínar í varanleg efni og vinnustofan
gæti verið verkstæði hvaða iðnaðarmanns sem
er. Og það finnst strax að það er góður andi í
húsinu sem hlýtur að fagna því að hafa yfirleitt
hlutverk.
Þetta framtak þeirra hefur vakið talsverða
athygli í Eyjum en hvernig hefur samfélagið
tekið þeim? „Við þekkjum fáa og ég veit ekki
hvort fólk er svo mikið að fylgjast með því sem
við erum að gera en allir sem við höfum kynnst
og við haft samband við hafa tekið okkur mjög
vel. Ég fékk tvo unga stráka í heimsókn um
daginn en samskiptaþröskuldurinn er svo lág-
ur hjá krökkum. Strákarnir, Valur Fannar og
Sigdór Yngvi, voru ófeimnir við að segja álit
sitt á því sem ég er að gera og sögðu mér líka
frá bæjarlífinu. Meðal annars þrettándanum
þar sem þeir fengu að leika tröll sem hlýtur að
vera mikilvægt fyrir börn, að fá tækifæri til að
taka þátt í því sem er að gerast. Svona eiga
hlutirnir að vera, tveir strákar að skottast
saman og kynnast heiminum af eigin reynslu,“
sagði Hulda og bætti við að það væri örugg-
lega gott að vera barn í Vestmannaeyjum.
Tvær sýningar sömu helgina
Þegar Hulda er spurð að því hvort dvölin
hér hafi haft áhrif á listsköpun þeirra sagðist
hún ekki gera sér grein fyrir því. „Aðalatriðið
er að hér get ég einbeitt mér. Og þó, ég hef
gert myndir af Faxaskeri og Sigurði VE,
þannig að þetta er að síast inn.“Hulda stendur
í stórræðum, hún opnar tvær sýningar í dag,
föstudag, í 101 Gallery við Hverfisgötuna og í
Galleríi Banananas á Barónsstígnum.
„101 Gallery er á bak við mig þannig að það
er stutt að fara. Þar verð ég með texta úr
bronsi á veggjum og stórt bronsverk á gólfinu
og verkin sem ég hef verið að vinna hér úti í
Eyjum. Þau eru úr hydrocal, efni sem um
margt er líkt gifsi en miklu sterkara. Í Galleríi
Banananas verð ég með 350 myndir og texta
og heitir sýningin Munaskrá.“
EBITA er hálfgert skrímsli sem liggur á
miðju gólfinu á vinnustofunni. Þegar hún er
spurð um þetta sérstæða verk sagðist hún ekki
mikið vilja ræða um eigin verk en var þó tilbú-
in að segja hvað liggur að baki. „Ég hef gaman
af að fylgjast með viðskiptafréttum, ég veit
ekki hvers vegna, því ég hef lítið vit á þessum
málum. Ég hegg eftir því að þegar verið er að
ræða við framkvæmdastjóra fyrirtækja að
þeir nota oft EBITA sem stikkorð. Ég sneri
mér að einum af gestum mínum á Gráa kett-
inum og spurði hann hvað þetta þýddi og hann
sagði að EBITA stæði fyrir verðmæti fyr-
irtækis þegar búið væri að draga allar skuldir
og kvaðir frá. Þá fór ég að hugsa hvort ekki
mætti heimfæra þetta upp á fólk og í raun allt í
lífinu.
Ég ræddi þetta við annan gest sem sagði
mér að hann hefði unnið hjá tveimur fyr-
irtækjum sem fóru á hausinn. Það var eitt-
hvert mynstur í þessu því að bæði skiptin varð
hann var við að stjórnendurnir voru farnir að
nota þetta orð í tíma og ótíma og svo var sjopp-
unni lokað. Hann er með það á hreinu að þegar
stjórnendur fara að nota orðið EBITA er rétt
að taka pokann sinn.“
Lengra komumst við ekki í spjalli um verk
hennar. „Listamenn drepa oft verkin sín með
því að lýsa þeim út í hörgul. Þetta á að vera
eintal hans við áhorfandann í gegnum verkið
og fólk á að fá að draga sínar eigin ályktanir,“
segir Hulda.
Króin í Skvísusundi
fær nýtt hlutverk
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vinnustofa Hulda Hákon í Skvísusundi. Þar undirbjó hún sýningar sem opnaðar verða í dag.
Hulda Hákon undirbýr tvær myndlistarsýningar
Eftir Ómar Garðarsson